Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2014, Page 13
°
°
13Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. apríl 2014
>> smáar
Gæðakaggi til sölu
Citröen C4 til sölu, árgerð
2006 ekinn 83 þús. Ný
tímareim. Uppl. í síma
869-1951.
-------------------------------------
Atvinna óskast
Vantar þig metnaðarfullan og
hörkuduglegan mann í vinnu?
Þá gæti ég verið sá maður. Er
rétt að verða þrítugur og er
ýmsu vanur en þá helst er ég
góður ,,smiður“ hef verið til
sjós og séð um rekstrarstjórn í
einni deild í stóru fyrirtæki. Og
þó ég kunni ekki eitthvað er ég
fljótur að læra nýja hluti.
Einnig er ég með lyftararétt-
indi. Er til í að skoða allt ef rétt
laun eru í boði. Ef þú ert með
eitthvað starf endilega sendu
mér þá línu á therney@
hotmail.com
-------------------------------------
Til sölu
Þessi flotti gamli Subaru, árg.
1998 er til sölu. Hann er
nýskoðaður og með nýtt
pústkerfi að hluta til. Ágætur
bíl til að snattast á, hér á
eyjunni. Áhugasamir geta haft
samband við Kidda 861-8060
eða Öldu 849-7174.
-------------------------------------
Íbúð óskast til leigu í sumar
Er að leita af fjögurra herberja
íbúð/einbýli (þrjú svefnher-
bergi) til að leigja frá byrjun
maí. Skilvísum greiðslum
lofað. Skoðum þó allt hvort
sem íbúðirnar séu minni eða
stærri. Sími: 666-5544 Netf.:
gislimatt89@gmail.com
-------------------------------------
Til sölu
Subaru Impreza, árg. 2006,
ekinn 102 þús. km., óskoðaður.
Í góðu standi. Upplýsingar í
síma 857 0185, eftir kl. 17.
-------------------------------------
Auglýsingasíminn er
481 1300
Meðferð skotvopna
Að gefnu tilefni vill Umhverfis- og framkvæmdasvið Vest-
mannaeyjabæjar minna á það að öll meðferð skotvopna er
bönnuð á Heimaey nema á skotsvæðinu.
Þeim veiðimönnum sem stunda skotveiðar er einnig bent á
að kynna sér þau lög og reglugerðir sem um það gilda.
Úr lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og
villtum spendýrum nr. 64 frá 1994.
17. gr. Fuglar.
Ráðherra getur í reglugerð, að fengnum tillögum Umhverfis-
stofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands, aflétt friðun
eftirtalinna fuglategunda innan þeirra tímamarka er hér
segir, sbr. 7. gr.:
1. Allt árið: svartbakur, sílamáfur, silfurmáfur, hrafn.
2. Frá 20. ágúst til 31. mars: grágæs, heiðagæs.
3. Frá 1. september til 31. mars: fýll, dílaskarfur, toppskarfur,
súla, blesgæs, helsingi, stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd,
duggönd, skúfönd, hávella, toppönd, hvítmáfur, hettumáfur,
rita, skúmur, kjói. Ætíð er heimilt að skjóta kjóa nærri
æðarvarpi.
4. Frá 1. september til 25. apríl: álka, langvía, stuttnefja,
teista, lundi.
5. Frá 15. október til 22. desember: rjúpa.
Heimilt er að takmarka veiðar við ákveðna daga innan þeirra
tímamarka sem fram koma í 1. mgr. og ákveðinn tíma
sólarhrings.
Nú hefur ráðherra ákveðið að aflétta friðun skv. 1. mgr. og
getur hann þá að ósk sveitarstjórnar ákveðið að friðun gildi
áfram í tiltekinn tíma á ákveðnum svæðum þar sem umferð
veiðimanna er talin óæskileg.
Óheimilt er að þeyta flautur, fljúga flugvélum eða vera með
annan hávaða að óþörfu í grennd við fuglabjörg. Enn fremur
er óheimilt að hleypa af skoti á landi nær fuglabjörgum en
200 m og á sjó nær en 500 m. Aldrei má skjóta fugl í
fuglabjörgum.
Óheimilt er að veiða fugla í sárum.
Veiðitímabil:
Frá 1. september til 15. mars: fýll, dílaskarfur, toppskarfur,
blesgæs, helsingi, stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd, dugg-
önd, skúfönd, hávella, toppönd, hvítmáfur, hettumáfur, rita.
Frá 1. september til 25. apríl: álka, langvía, stuttnefja, teista,
lundi.
Umhverfis- og framkvæmdasvið
Vestmannaeyjabæjar
--------------------------------------------------------------------------------
Tæting matjurtagarða
Þeir sem óska eftir að fá matjurtagarða tætta, eru vinsam-
lega beðnir um að skrá beiðni þar um í síma 488-2500, eða
á tölvupóstfangið gtbo@vestmannaeyjar.is í seinasta lagi 2.
maí n.k.
Gjald er frá 7.000 kr. til 20.000 kr. fyrir hvern garð, allt eftir
stærð.
Þeim, sem óska eftir nýjum garði, er bent á að snúa sér til
Skipulags- og byggingarfulltrúa að Skildingavegi 5.
Þjónustumiðstöð Vestmannaeyja.
--------------------------------------------------------------------------------
Atvinna í boði
Frekari liðveisla/heimaþjónusta
- dagvinna
Óskum eftir starfsmanni í frekari liðveislu/heimaþjónustu.
Starfið felur í sér aðstoð við fatlaða einstaklinga inn á heimili
þeirra og við athafnir daglegs lífs, þrif, matarinnkaup o.fl.
Starfið krefst sjálfstæðra vinnubragða og samvinnuhæfni.
Um er að ræða 50-60% starfshlutfall og vinnutími að
mestu fyrir hádegi eða eftir samkomulagi.
Umsóknarfrestur er til 27.mars og má nálgast umsóknar-
eyðublöð í þjónustuveri í Ráðhúsinu eða á heimasíðu
Vestmannaeyjabæjar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi
Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar (STAVEY) og
Launanefndar sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar veitir Gauti Þorvarðarson á
gauti@vestmannaeyjar.is eða í síma 488-2000.
Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu | 902 Vestmannaeyjum | kt. 690269-0159,
sími 488 2000 | fax 488 2001 | www.vestmannaeyjar.is
Skóladagur GRV
- Barnaskóla
verður miðvikudaginn 23. apríl frá kl. 17:00—19:30. Starfs-
fólk og nemendur skólans vonast eftir því að þátttaka verði
mikil og góð eins og undanfarin ár. Fjölbreytt dagskrá verður
í boði sem nemendur og gestir geta tekið þátt í. Nemendur
9. bekkjar verða með kaffihlaðborð og rennur andvirðið í
ferðasjóð þeirra. Skemmtidagskrá verður í salnum. Þrautir
og leikir verða víðs vegar um skólann og úti á skólalóð.
Verkefni nemenda frá starfi vetrarins munu hanga uppi í
bekkjarstofum og víða um skólahúsið.
Gaman væri ef allir þeir sem áhuga hafa á skólastarfi komi
og geri sér glaðan dag með okkur, sýni sig og sjái aðra á
þessum mjög svo skemmtilega degi.
Vestmannaeyjabær
a4
ljósritun-
arpappír
Eyjafréttir
Strandvegi 47 | S. 481 1300
Félagsmenn Drífanda
sem starfa hjá eftirtöldum fyrirtækjum:
Eimskip, Godthaab í Nöf, Ísfélaginu, Skipaaf-
greiðslu Vestmannaeyja, Vinnutækjum, Vinnslu-
stöðinni, og Samskip
Fundur um fyrirhugaða vinnustöðvun og kosning um
hana verður haldinn þriðjudaginn 22. apríl kl. 18.00 í
Svölukoti.
Kjörfundur um vinnustöðvunina verður á skrifstofu
Drífanda á skrifstofutíma, og víðar til mánudagsins 28.
apríl kl. 16.00.
Stjórn Drífanda stéttarfélags
FEBV
Félag eldri borgara í Vestmannaeyjum
Vorfagnaði félagsins frestað til 17. maí
kl. 19.00 í Alþýðuhúsinu.
Skráning: Einar Steingríms.
og Guðný sími 481-277
Stjórnin
ÁRSÞING
Íþróttabandalags
Vestmannaeyja
Ársþing Íþróttabandalags Vestmannaeyja fyrir árið
2013 verður haldið í Týsheimilinu miðvikudaginn
14. maí næstkomandi kl. 20.00.
Rétt til setu á ársþingi ÍBV eiga allir fulltrúar
bandalagsfélaga samkvæmt 10. gr. Þá hafa rétt til
þingsetu með málfrelsi og tillögurétti: Stjórn og
varastjórn ÍBV, framkvæmdastjóri ÍSÍ, ásamt
íþróttafulltrúa ríkisins, æskulýðs- og íþróttafulltrúi
Vestmannaeyjabæjar og fulltrúi frá hverju lands-
sambandi, sem ÍBV er aðili að.
Dagskrá samkvæmt lögum bandalagsins.
Íþróttabandalag Vestmannaeyja