Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2014, Page 16

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2014, Page 16
° °16 Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. apríl 2014 Rafbílar að ryðja sér til rúms í Eyjum :: Hagkvæmir og umhverfisvænir: Fara allra sinna ferða fyrir nokkur hundruð krónur á mánuði :: Skýrsla SÞ um loftslagsmál :: Er skýr skilaboð :: Tíminn til að bregðast við að renna út Samkvæmt nýjustu skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna er tíminn til að bregðast við breytingum á loftslagi í heiminum af manna- völdum að renna út. Hann sé þó enn til staðar og ráðstafanir til að snúa þróuninni við kosti ekki nema brot af þeim kostnaði sem hlýst af verði ekkert að gert. Gróðurhúsaáhrifin og og hlýnun jarðar sé staðreynd sem ekki verði litið fram hjá og því til stað- festingar er bent á meiri öfgar í veðurfari. Fellibyl sem gekk yfir Filippseyjar á síðasta ári sem skyldi eftir sig ótrúlega eyðilegg- ingu og telst til svokallaðrar ofurfellibylja. Flóð á Bretlandi í vetur hafa aldrei mælst meiri og núna er er hafnarborgin Valparaiso í Chíle að brenna í mestu skógareldum í sögu landsins. Margt hefur verið gert til að minnka mengun en það er við ramman reip að draga vegna fólksfjölgunar í heiminum og meiri þörf fyrir orku. Ein viðleitnin er að framleiða bíla sem eyða minna eldsneyti og menga minna og rafbílar eru að festa sig í sessi. Þeir eiga sér nokkuð langa sögu í Vestmannaeyjum. Nú eru samkvæmt heimildum Eyjafrétta fjórir eða fimm rafbílar í Vest- mannaeyjum. Rafbílar að þróast mikið á undanförnum árum. Fyrir nokkrum árum komu fram hinir svokölluðu tvinnbílar (Hybride) sem eru sambland af raf- og bensínbílum. Nú eru rafbílar að ryðja sér til rúms og komast þeir sífellt lengra á hleðslunni. Addi Steini er ánægður með sinn rafbíl Andrés Þorsteinn Sigurðsson, Addi Steini, hafnsögumaður, keypti fyrir hálfu öðru ári bíl af gerðinni, Opel Ampera, sem knúinn er áfram með rafmagni og bensíni ef bíllin verður straumlaus. Það hefur ekki gerst hér í Eyjum og dugar rafhleðslan í um tvo daga. Addi Steini er ánægður með bílinn. „Það hefur ekkert komið upp á og ég er að kaupa rafmagn fyrir um 1800 krónur á mánuði sam- kvæmt mælinum sem ég nota. Á rafmagnsbílnum verður að passa að nota miðstöðina í hófi því hún getur eytt svipuðu rafmagni og fer í aksturinn sjálfan. Maður hugsar allt öðruvísi um orkuna heldur en þegar ekið er um á venjulegum bíl og trúlegast er það sú vitundarvakning sem þarf að gerast almennt. Munurinn á honum og bílnum sem ég átti fyrir er mikill, það er um 600 til 700 þúsund krónum ódýrara að keyra Opelinn á ári,“ segir Addi Steini og bætir við að hann hafi keypt bensín fyrir 50 þúsund á þessu eina og hálfa ári því maður notar bensín upp á landi. „Í keyrslu framleiðir hann rafmagn þegar bremsað er og þegar farið er niður brekkur en á langkeyrslu fer í gang bensínmótor sem framleiðir rafmagn inn á rafgeymanna. Gengur hann þá fyrir bensíni og er ég búinn að fylla tankinn einu sinni á þessu ári sem kostaði mig 7000 krónur. Í fyrra mældi ég bensín- eyðsluna úr Landeyjahöfn til Reykjavíkur og fóru fimm litrar sem getur ekki talist mikið fyrir þetta öflugan bíl,“ sagði Addi Steini.“ Kramið er allt einfaldara í rafmagnsbílum og hefur Addi Steini ekki þurft að fara með hann í smurningu sem líka er sparnaður en rafbílar eru enn mun dýrari en bílar sem brenna olíu og bensíni. „Það tekur mig fimm ár að vinna upp mismuninn en þetta á eftir að breytast. Það er verið að framleiða minni bíla og ódýrari sem komast lengra.“ Ásmundur Pálsson :: Ánægður með rafbílinn: Vikuaksturinn á 60 krónur :: Hans framtak til bjargar heiminum :: Er enn að læra á bílinn Ásmundur Pálsson, fyrrum starfsmaður Vestmannaeyjabæjar og meindýraeyðir, er mikill tækjakall og ákvað á síðasta ári að kaupa sér rafbíl og varð Nissan Leaf fyrir valinu. Er hann eingöngu rafdrifinn og kostar áfyllingin, sem dugar honum í eina viku, um 60 krónur sem verður að teljast nokkuð vel sloppið. Það var ekki bara áhugi á tólum og tækjum og minni kostnaður við akstur sem fékk Ásmund til að kaupa rafbíl. Umhverfismál höfðu sitt að segja. „Ég pantaði bílinn, sem er Nissan Leaf árgerð 2012, í ágúst í fyrra og fékk hann í desember síðastliðinn,“ sagði Ásmundur. „Hann hefur staðist allar þær væntingar sem ég gerði til hans og hef ekki þurft að kaupa bensíndropa síðan. Ég fer um allt innanbæjar á bílnum og hvert sem er. Hann er með sólarsellu sem hleður inn á bílinn. „Ég keypti aðra sem ég er með í sólskyggninu og er að hugsa um að kaupa stærri sellu. Þá hugsa ég að ég geti keyrt hringinn í kringum landið.“ Fullhlaðinn kemst bíllinn 160 til 180 kílómetra þannig að hann hentar mjög vel til aksturs innanbæjar í Vestmannaeyjum. „Þegar ég bremsa eða fer niður brekku hleður hann inn rafmagni sem kemur sér vel á lengri leiðum. Annars fer eyðslan eftir því hvernig maður keyrir bílinn og ég er enn að læra á hann.“ Sjálfur kostaði bíllinn 3,6 milljónir króna en með heimastöð og kapli sem hægt er að stinga í samband á gistiheimilum og hótelum fór hann í fjórar milljónir. „Í dag eru fjórar hraðhleðslustöðvar í Reykjavík og ein á Egils- stöðum. Þeim á eftir að fjölga á næstunni og þá verður þetta auðveldara.“ Ásmundur segist ekki hafa tekið saman hvað kostar nákvæmlega að keyra bílinn. „Ég gæti trúað að það kosti 60 krónur að hlaða hann til fulls og það dugar mér í viku. Það verður að teljast vel sloppið með venjulega fimma manna fólksbíl.“ Hafði afstaða þín til umhverfismála eitthvað með það að gera þegar þú ákvaðst að kaupa þér rafbíl? „Já, svo sannarlega. Þau skipta okkur öll máli og ég tel mig vera að leggja mitt af mörkum til að afkomendur okkar geti átt betri daga í framtíðinni,“ sagði Ásmundur að lokum. Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir :: Ánægð með sinn Nissan Leaf: Léttur og þægilegur og þvílíkur kraftur :: Karlar sem hafa prófað standa á öndinni Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir keypti sér Nissan Leaf rafbíl fyrir tveimur mán- uðum. Var hún bæði með beinharðan sparnað í huga og þau áhrif sem brennsla á jarðeldsneyti hefur á um- hverfið. Segist hún hafa slegið tvær flugur í einu höggi og er auk þess hrikalega ánægð með bílinn. „Hann er árgerð 2012 og keypti ég hann notaðan í gegnum Islandus fyrir tveimur mánuðum,“ sagði Þóra Hrönn. „Ég er hrikalega ánægð með bílinn sem er léttur og þægilegur í stýri. Hann hentar mjög vel hérna í Vestmannaeyjum en ég vildi ekki ferðast mikið á honum uppi á landi. Ég rétt slefaði í Þorlákshöfn, hafði reyndar ekki náð að hlaða hann nema 80 prósent áður en ég lagði af stað.“ Hún segir veðrið hafa áhrif á hvað hleðslan endist lengi. „Þegar það er snjór og kalt kemst ég færri kílómetra. Það er sólarrafhlaða í bílnum sem er fyrir þurrkurnar og hitar upp sætin. Svo verður til rafmagn með viðnámi þegar bremsurnar eru notaðar.“ Þóra Hrönn veit ekki hvað rafmagnið kostar á bílinn en er nýbúinn að fá sér mæli til að geta fylgst með kostnaðinum. „Bíllinn kostaði 3 milljónir og 450 þúsund krónur og hleðslustöðin 260 þúsund. Hún er tengd við töfluna heima og er þrjá til fjóra tíma að hlaða bílinn. Einnig fylgdi með snúra sem stinga má í venjulega innstungu. Hún er lengi að hlaða en er ágæt í neyðartilvikum.“ Þegar Þóra Hrönn er spurð nánar út í bílinn segir hún að bíll sé bara bíll í hennar augum. „Ég sé hann bara sem tæki til að komast frá A til B en Leaf er góður bíl, ég finn það og þvílíkur kraftur. Karlar sem hafa prófað hann standa á öndinni af hrifningu.“ Þá var komið að umhverfisþættinum og skiptir hann Þóru Hrönn miklu máli. „Meng- un og áhrif hennar á umhverfið höfðu sitt að segja og líka hvað bensínið er orðið dýrt. Þessir bílar eru eins og sniðnir fyrir Vest- mannaeyjar og maður þarf ekki að vera hræddur um að verða rafmagnslaus frekar en bensínlaus. Það yrði frábært ef rafbílar yrðu í meirihluta í Vestmannaeyjum, þá erum við orðin græn eyja,“ sagði Þóra Hrönn að endingu. Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.