Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2014, Blaðsíða 17
°
°
17Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. apríl 201417
Nethamar opnar bifreiðaverkstæði :: Allar almennar viðgerðir og smurstöð:
Má segja að við séum að upp-
færa verkstæðið til dagsins í dag
:: Í dag viltu koma í snyrtilegt og vel útbúið verkstæði :: Þannig verður það hjá okkur,
segir þjónustustjóri.
Nethamar er þessa dagana að
opna nýtt og glæsilegt bifreiða-
verkstæði að Garðavegi 15 þar
sem Húsasmiðjan var til húsa.
Þar verður boðið upp á allar
almennar bílaviðgerðir. Þar er
sérhæfð smurstöð en engin slík
hefur verið í Vestmannaeyjum í
mörg ár. Húsnæðið er bjart og
rúmgott og lögð er áhersla á að
taka vel á móti viðskiptavinum.
Nethamar er með umboð fyrir
mörg af stærstu bílaumboðun-
um hér á landi sem gera kröfur
um að ákveðnum stöðlum sé
fylgt. Stöðlum sem meðal
annars snúa að þjónustu við
viðskiptavini, umhverfis- og
starfsmannamálum. Er það ekki
síst til að tryggja rétt
viðskiptavina og gerðar eru
miklar kröfur til umhverfismála.
„Við erum að flytja og byrjaðir að
vinna í bílum hérna megin,“ sagði
Sæmundur Ingvarsson, þjónustu-
stjóri, þegar Eyjafréttir litu við á
mánudaginn. Húsnæðið hefur að
miklu leyti verið endurbyggt og
sniðið að nýju hlutverki. Það er
bjart og vistlegt og er móttakan,
verkstæðissalurinn og aðstaða fyrir
starfsfólk til fyrirmyndar. „Hér
bjóðum við upp á viðgerðir á
bifreiðum af öllum tegundum og
sérhæfða smurstöð sem ekki hefur
verið til í Vestmannaeyjum í langan
tíma. Við erum með þrjár lyftur
fyrir viðgerðir og eina stóra fyrir
smurstöðina. Nethamar er með
umboð fyrir Bílabúð Benna, Öskju,
B&L og Toyota. Við megum sinna
bílum sem eru innkallaðir af
einhverju ástæðum, ábyrgðarskoð-
unum og reglubundnum þjónustu-
skoðunum til að viðhalda verk-
smiðjuábyrgðum.“
Öflugt starfsfólk
Sjálfur er Sæmundur vélvirki og
með honum starfa bifvélavirkjarnir,
Hreinn Sigurðsson, Guðjón
Gíslason og í sumar bætist Loftur
Rúnar Smárason í hópinn en hann
er að nema fræðin. „Hér er öflugur
mannskapur og við sjáum um allt
sem lýtur að viðhaldi og viðgerðum
á bílum nema dekkjum og máln-
ingarvinnu. Á gamla staðnum,
hinum megin við götuna er skipa,
vinnutækja- og lyftaraverkstæðið.“
Sæmundur er mjög ánægður með
hvernig til hefur tekist með allar
breytingar sem miði ekki síst að því
að skapa notalegt viðmót fyrir
viðskiptavini og bjóða upp á
þjónustu sem stenst allan saman-
burð. „Það má segja að við séum að
uppfæra verkstæðið til dagsins í dag
og verða við kröfum nútímans um
þjónustu fyrir bifreiðar. Í dag viltu
koma í snyrtilegt og vel útbúið
verkstæði og þannig verður það hjá
okkur.“
Miklar kröfur
Sæmundur segir að bílaumboðin og
framleiðendur bílana ekki síður geri
miklar kröfur og þær verði
Nethamar að standast. „Við verðum
að fara eftir ákveðnum stöðlum sem
eru ekki síður til að tryggja hag
viðskiptavinanna en okkar sjálfra
sem starfsmanna. Við erum með
bilanagreina/tölvur fyrir flestar
tegundir bíla og það eru gerðar
miklar kröfur um umhverfismál og
starfsmannaaðstöðu. Við eigum að
standast allar þessar kröfur og þú
átt ekki að borga meira fyrir
viðgerð hér en annars staðar á
landinu.“
Verkstæðið er á 350 fermetrum og
úti er 2100 fermetra steypt plan.
„Hér úti er fín aðstaða til að geyma
bíla og sýna. Eyjamenn mega búast
við nokkrum bílasýningum hér með
vorinu. Hjá okkur verða flest stóru
nöfnin í bílaheiminum sem gerir
þetta enn betra og skemmtilegra,
bæði fyrir okkur og viðskipta-
vinina,“ sagði Sæmundur.
Nethamar er í eigu Guðjóns
Rögnvaldssonar, Þórðar Rafns
Sigurðssonar og Viktors Helga-
sonar. Fyrirtækið var stofnað 1993
til þjónustu í skipa- og
netaviðgerðum en þaðan kemur
nafnið Nethamar. Í dag sinnir
Nethamar skipa-, bíla-, neta- og
vélaviðgerðum, auk ýmiskonar
járnsmíði og viðgerðum á
fiskikörum. Einnig er fyrirtækið
með söluumboð fyrir AGA gas.
Á morgun, skírdag, verður
verkstæðið opið almenningi frá
klukkan 13 til 16 og vonast
starfsmenn og eigendur til að sjá
sem flesta. „Við erum stoltir af því
sem við erum að gera og hjá okkur
færðu toppþjónustu við fyrsta
flokks aðstæður á sanngjörnu
verði,“ sagði Sæmundur að lokum.
Þær eru ekki skemmtilegar
fréttirnar sem berast af
gjaldtöku ferðamanna við Geysi.
Það er vont mál og staðan
grafalvarleg. Eigendur og
aðstandendur ferðamannastaða
hafa beðið í mörg ár eftir
aðgerðum stjórnvalda að setja
lög og reglur um gjaldheimtu af
ferðamönnum til að standa
undir kostnaði við endurbætur
og lagfæringar á ferðamanna-
stöðum svo hægt sé að bjóða
ferðafólki upp á mannsæmandi
aðstöðu og þjónustu á
vinsælustu stöðum landsins.
Með ótrúlegri fjölgun ferðamanna
taka vinsælustu staðirnir ekki við
þeim fjölda sem þangað kemur á
hverjum degi, jafnvel yfir vetrar-
tímann. Á fjölförnustu stöðunum
kostar það tugi, jafnvel hundruð
milljóna að koma aðstöðunni í
viðunandi horf. Bláskógabyggð og
eigendur að Geysissvæðinu hafa
látið fara fram metnaðarfulla
samkeppni um uppbyggingu
Geysissvæðisins og mun hún kosta
gríðarlegar fjárhæðir og slík
uppbygging er óhugsandi án þess
að gjald verði tekið af ferðamönn-
um á einhvern hátt. Fólkið og
samfélögin sem hafa tekjur af
ferðaþjónustu hefur ekki lengri
biðlund, það er sprungið á biðinni
og þegar það tekur af skarið skerst í
odda á milli þess og annarra
hagsmunaaðila. Útkoman er
niðurlægjandi fyrir aðstandendur, í
þessu tilfelli eigendur og starfs-
menn við Geysi, en ferðamaðurinn
er þolandinn sem horfir upp á fólk í
baráttuhug, vopnað sögum, klippum
og jafnvel gjallarhornum til að
vekja athygli á málstaðnum. Ég
ætla ekki að setjast í dómarasæti í
þessu máli en þetta er sú versta
birtingamynd sem hugsast gat
komið upp í málinu og mikilvægt
að taka umræðuna, vera óhræddur
og varpa fram hugmyndum til
lausnar í málinu.
Gisti- og bílaleigugjald.
Engin niðurstaða hefur fengist í
útgáfu náttúrupassa og hafa mjög
margir verulegar efasemdir við
útgáfu slíks passa. Leiðir til sölu
náttúrupassa eru margar en fleiri
spyrja hver á að hafa eftirlit með
því hverjir bera slíkan passa á ferð
sinni um landið? Ekki verður því
bætt á lögregluna að fylgjast með
hátt í milljón ferðamönnum hvort
þeir eru með passa eða ekki. Við
verðum að finna aðrar leiðir. Þær
eru fjölmargar sem koma til greina
og ég eins og fleiri höfum staldrað
við margar þeirra. Flestir eru á því
að hafa einfalt kerfi þar sem ekki
þarf sérstakt eftirlit með því hvort
greitt hafi verið eða ekki. Í því
sambandi hefur verið bent á gjald á
farmiða, eingreiðslu við komu eða
brottför frá landinu. Hugmyndir
sem hafa galla og kosti eins og allar
aðrar. Hér kynni ég leið sem margar
þjóðir fara. Fleiri lönd, nú síðast
Danmörk bætast í þann hóp sem
rukka lágt en sérstakt gisti- og
bílaleigugjald sem aðgang að
náttúru landsins, útfærslan er til og
ekkert að vanbúnaði. Gistigjaldið er
víða um 1 evra á mann, eða sem
næst 150 kr. og er lagt á hvern
einstakling fyrir hverja gistinótt í
landinu og er þá ekki gerður
greinamunur á því hvort gist er á
dýru hóteli eða ódýru tjaldsvæði.
Þannig greiðir einstaklingur sem
gistir eina nótt 150 kr. sem rennur í
sérstakan sjóð til uppbyggingar
ferðamannastaða í landinu. Þeir
sem gista í 10 nætur greiða 1.500
kr. Gistinætur erlendra ferðamanna
á Íslandi árið 2012, voru 2,9
milljónir gistinátta og gistinætur
Íslendinga voru 850 þúsund og
þeim fjölgar um 10-15% á milli ára.
Tekjur af þessum gjöldum verða að
renna beint til ferðamannastaða um
allt land samkvæmt nánari útfærslu.
Með þessu hóflega gjaldi opnast
leið til að taka út 8-12 verðmætustu
náttúruperlur landsins og rukka
sérstakt hóflegt gjald inn á þá staði.
Þá staði þarf sérstaklega að nefna í
lögum og reglugerðum sem settar
verði um gjaldtöku af ferðamönn-
um. Þær tekjur eiga að standa undir
framkvæmdum á þeim svæðum og
þeir fá ekki aðrar tekjur frá ríkinu
til uppbyggingar.
Ónýtt tekjulind.
Með því að kaupa flugmiða frá
landinu er gjald á hvern miða sem
rennur til Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar, en svokallaðir „stop
ower“ farþegar greiða ekki slíkt
gjald þó það sé víðast hvar greitt á
flugvöllum. Þessi hópur telur
líklega um 1.7 milljón farþega á
síðasta ári og í framtíðinni má gera
ráð fyrir að þessi hópur vaxi mest
allra í FLE eða jafnvel um 30% á
ári og verði orðinn 3-4 milljónir
eftir nokkur ár. Þó ég sé ekki að
gera að því skóna að þessi hópur
greiði fyrir náttúruskoðun á Íslandi
er þarna um að ræða hundruð
milljóna tekjulind sem við eigum
ekki láta framhjá okkur fara og ég
minni á þarfir innanlandsflugsins
þar sem almenningssamgöngur og
flugvellir á landsbyggðinni eru
algjörlega févana.
Í lok dagsins er það sameiginlegt
markmið okkar að þær spár rætist
sem gera ráð fyrir 1,5 milljón
ferðamönnum til landsins árið 2023
og tekjur af ferðamönnum tvöfaldist
frá því sem nú er, en vöxtur í
útflutningstekjum af ferðaþjónustu
á fyrsta áratug þessarar aldar nam
136%. Greinin þarf að byggja upp
trúverðugleika, en höldum því til
haga að stærsti hluti fyrirtækja í
greininni eða 83% stendur skil á
sínu í ríkissjóð og greinin á að hafa
metnað til að borga starfsfólki sínu
góð laun. Árið 2012 greiddu
ferðmenn í beina og óbeina skatta
27 milljarða, eða 120.000 kr. á
hvert heimili í landinu. Við eigum
því að standa saman sem þjóð að
hóflegri gjaldtöku með skynsam-
legri og arðbærri fjölgun ferða-
manna að sérstakri náttúru,
menningu og gestrisni Íslendinga
að markmiði.
Eigendur og starfsmenn. Frá vinstri: Guðjón Rögnvaldsson, Þórður Rafn Sigurðsson, Guðjón Gíslason og
Sæmundur Ingvarsson.
Erum við búin að missa tökin
á gjaldheimtu á ferðamannastaði?
ásmundur
friðriksson
alþingismaður
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is