Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2014, Page 20

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2014, Page 20
° ° ° S ími 481-1300 : : f re t t i r@ey ja f re t t i r. i s Eyjafréttir B ir ti st m eð fy ri rv ar a um in ns lá tt ar vi ll ur o g m yn da br en gl OPið Mán-fös kl. 7.30-19.00 / Lau. kl. 10-19 / Sun kl. 11-19 VIkUtIlboð SuShI frá osushi Kemur til okkar föstudaga kl. 17.30 Tökum niður pantanir ! 15. - 22. apríl 2014 Quality Street dós 2 kg verð nú kr 2998,- verð áður kr 5338,- SS Léttreyktar/ hunangs grísakót verð nú kr/kg 1798,- verð áður kr 2388,- SS Ítalskt lambalæri verð nú kr/kg 1798,- verð áður kr/kg 2298,- SS Páska lambalæri frosið verð nú kr/kg 1198,- verð áður kr/kg 1998,- Merrild special kaffi 400 gr verð nú kr 558,- verð áður kr 848,- Toffifee verð nú kr 398,- verð áður kr 488,- Egils appelsín 2 L verð nú kr 199,- verð áður kr 399,- Egils Páskaöl 0,5 ltr dós verð nú kr 175,- verð áður kr 210,- Egils Malt/appelsín 0,5 L verð nú kr 175,- verð áður kr 190,- Bassetts lakkrískonfekt 1 kg verð nú kr 1498,- verð áður kr 2298,- Fimm bandarískir ofurhugar komu við í Vestmannaeyjum á sunnudaginn á leið sinni frá Íslandi til Kýpur. Fararskjótarnir eru ekki af hefðbundinni gerð, heldur svokallaðar sjóþotur en fyrir þá sem ekki þekkja til mætti líkja sjóþotum við mótorhjól á vatni. Fimm eru í hópnum á fjórum þotum en ferðin er hluti af sjónvarpsþátta- röð, Dangerous Waters. Ferðin frá Íslandi til Kýpur verður hluti af þriðju seríu þáttanna og verða seríurnar alls sjö talsins. Hægt er að fylgjast með ferð fimmmenninganna á síðunni dangerouswaterstv.com. Á myndinni eru frá vinstri: Patrick McCregor, Scott Brendlinger, Casey Bays, Steven Moll, Jake Hammer. Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2013: Létta róðurinn hjá barnafjölskyldum :: Jákvæður rekstrarafgangur sjötta árið í röð :: Nýtt til að lækka gjaldskrár Heildar rekstrartekjur samstæðu Vestmannaeyjabæjar námu 4126 milljónum króna og rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði námu 3573 milljónum. Rekstrarafkoma samstæðu fyrir fjármagnsliði var því jákvæð um 553 milljónir. Þetta kemur fram í ársreikningum Vestmannaeyjabæjar sem voru lagðir fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær. Í frétt af fundinum segir að ásreikningar 2013 beri það með sér að rekstur Vestmannaeyjabæjar gangi vel. Veltufé aðalsjóðs frá rekstri var 661 milljón og veltufé samstæðu var 768 milljónir. „Vestmannaeyjabær hefur á seinustu árum verið að greiða niður áratuga gamlar skuldir og er búinn að greiða niður skuldir og skuldbind- ingar fyrir u.þ.b. 5300 milljónir síðan 2006. Heildar vaxtaberandi skuldir á íbúa eru nú innan við 215 þúsund. Með reglulegum afborgunum mun Vestmannaeyjabær nálgast það að verða skuldlaus við lánastofnanir innan fárra ára,“ segir í fréttinni. Á sama hátt segir að allt kapp hafi verið lagt á að greiða upp skuldbind- ingar og var stærsta skrefið í því tekið þegar eignir Vestmannaeyja- bæjar voru keyptar til baka af Fasteign hf. Skuldahlutfall sveitar- félagsins eins og það er skilgreint í sveitarstjórnarlögum er nú komið í 91,78% hjá A-hlutanum og 95,48% hjá samstæðunni. Í lok árs 2011 var þetta 164% hjá A-hluta og 155% hjá samstæðunni. Í árslok 2012 var skuldahlutfallið 152% hjá A-hluta og 141% hjá samstæðunni. Hámarkshlutfall samkvæmt sveitarstjórnarlögum er 150%. Heildareignir samstæðu Vestmanna- eyjabæjar námu 9599 milljónum króna í árslok 2013, þar af var handbært fé upp á 1997 milljónir króna. „Allar kennitölur í rekstri sýna sterka og góða fjárhagsstöðu Vestmannaeyjabæjar. Veltufjárhlutfall sveitarsjóðs er 12,02 og eiginfjárhlut- fallið er 66,17%. Veltufjárhlutfall samstæðu er 6,25 og eiginfjárhlutfall þess 58,85%.“ Þá segir: „Þessi niðurstaða er bæjarstjórn fyrst og fremst hvatning til að gæta þess áfram að missa ekki tökin á skulda- og útgjaldahliðinni. Vandaður rekstur er það sem helst tryggir öfluga og góða þjónustu. Í ljósi sterkrar stöðu í ársreikningum og léttari skulda samþykkti bæjar- stjórn því að niðurgreiðsla til dagmæðra verði hækkuð úr 29.750 kr. í 40.000 kr. Niðurgreiðsla til dagmæðra hefjist fyrr og að viðmiðunaraldur lækki úr 15 mánuðum niður í 12 mánuði. Vistunargjald fyrir á klukkustunda vistun fari úr 25.280 kr. í 23.763. krónur (lækki um 6%). Vistunargjald í Frístundaveri verði lægst viðmiðunarsveitarfélaga eða 14.020. Frítt verði í sund fyrir öll börn búsett í Vestmannaeyjum að 18 ára aldri. Að öldruðum verði áfram auðveldað að búa í eigin húsnæði með niðurfellingu á fasteignarskatti. Í lokin er minnt á að stutt er síðan bæjarstjórn samþykkti að lækka útsvar úr hámarki, 14,52%, í 13,98%. Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Allar kennitölur í rekstri sýna sterka og góða fjárhagsstöðu Vestmannaeyjabæjar. Veltufjárhlutfall sveitarsjóðs er 12,02 og eiginfjárhlutfallið er 66,17%. ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.