Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.2014, Síða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.2014, Síða 1
° ° Vestmannaeyjum 23. júlí 2014 :: 41. árg. :: 30. tbl. :: Verð kr. 400 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is M yn d: Ó sk ar P ét ur F ri ðr ik ss on Það er einhver leki í pípunum vegvísar um heimaey >> 8>> 6>> 11 stórt skref í ferðaÞjónustu Tekjur Ísfélagsins hf. voru um 16 milljarðar króna á síðasta ári á móti 17,1 milljarði 2012. Gjöld voru 10,1 milljarður en voru 11,2 milljarðar árið 2012. Hagnaður fyrir afskriftir var 5,3 milljarðar eða 33 prósent en hann var 5,9 milljarðar eða 34,4 prósent árið á undan. Samkvæmt uppgjörinu hafa því tekjur heldur lækkað á milli áranna 2012 og 2013 og hagnaður er minni. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Ásgarði í gær. Félagið gerir upp í bandaríkjadölum en hér eru upphæðir umreiknaðar í íslenskar krónur á genginu 116. Ísfélagið er með rekstur í Vestmanna- eyjum og á Þórshöfn. Afskriftir ársins voru liðlega 1,1 milljarður en voru rétt rúmur milljarður króna 2012. Rekstrar- hagnaður ársins var 4,2 milljarðar sem er aðeins meira en 2012 en þá var hann rétt tæpir 4,2 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru 348 milljónir og höfðu hækkað úr 104 milljónum á milli ára. Reiknaður tekjuskattur var 730 milljónir en var 777 milljónir 2012. Hagnaður ársins er samkvæmt þessu liðlega 3 milljarðar á móti 3,3 milljörðum króna 2012. Fastafjármunir Ísfélagsins eru 17,8 milljarðar en voru í árslok 2012 18,3 milljarðar. Veltufjármunir 9,6 milljarðar en voru 8,5 milljarðar 2012. Eigið fé er 13,7 milljarðar eða 49,8 prósent á móti 11,8 milljörðum króna eða 43,9 prósentum 2012. Skuldir um áramót voru 13,8 milljarðar en voru 15 milljarðar í lok árs 2012. Hreint veltufé frá rekstri var rétt tæpir 4 milljarðar og handbært fé frá rekstri 2,6 milljarðar króna. Greidd laun á árinu voru 3,8 milljarðar og fjöldi starfsmanna 290. Í stjórn Ísfélagsins eru Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnar- formaður, Guðbjörg M. Matthías- dóttir, Sigurbjörn Magnússon, Þórarinn Sigurðsson og Einar Sigurðsson. Framkvæmdastjóri er Stefán Friðriksson. Ísfélagið er þarna enn eitt árið að skila frábæri afkomu og í vikunni tekur það á móti nýju og glæsilegu skipi, Sigurði VE, sem er væntan- legur til heimahafnar á föstudaginn um hádegisbilið. Af því tilefni verður skipið til sýnis almenningi frá kl. 14.00 til 17.00 sama dag. Er ósk stjórnenda félagsins að sjá sem flesta þar. Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Aðalfundur Ísfélagsins var haldinn í gær :: Heildarvelta 2013 16 milljarðar: Hagnaður liðlega 3 milljarðar á móti 3,3 milljörðum 2012 :: Greidd laun á árinu voru 3,8 milljarðar og fjöldi starfsmanna 290 :: Nýr Sigurður VE til heimahafnar á föstudaginn Undirbúningur þjóðhátíðar er nú hafinn á fullum krafti og rísa mannvirkin hvert af öðru í Herjólfsdal þessa dagana. Á myndinni hér að ofan eru feðgarnir Ólafur Týr Guðjónsson og Ólafur Freyr að mála en Ólafur eldri hefur séð um þennan þátt undirbúningsins undanfarin ár. Fleiri myndir úr Dalnum má finna á síðu 10. Eigið fé er 13,7 milljarðar eða 49,8 prósent á móti 11,8 milljörðum króna eða 43,9 prósentum 2012.” Vínbúðin flytur á Vesturveg- inn Fyrr á þessu ári óskaði ÁTVR eftir tilboðum í leigu á nýju húsnæði fyrir vínbúð sína í Vestmannaeyjum. Nokkur tilboð bárust og var ákveðið að semja við Guðmundu Hjörleifsdóttur sem á og rekur verslunina Volare og Barnaborg á Reynistað við Vesturveg. „Þeir taka við fyrsta húsnæðinu 1. október en við ætlum að hætta verslunarrekstri og einbeita okkur að innflutningi og sölu á Volarevörunum,“ sagði Sigur- sveinn Þórðarson, verslunarstjóri. „Barnaborg flyst í gamla Apótekið þar sem Hafþór Halldórsson og Eva María Jónsdóttir reka verslunina Tölvur og sport. Allt garn og handa- vinnuvara fer svo til hennar Jónu í verslun Grétars Þórarinssonar við Heiðarveg. Við verðum með rýmingar- og útsölu í ágúst og

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.