Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.2014, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.2014, Blaðsíða 2
° ° 2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 23. júlí 2014 Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. ritstjóri: Gísli Valtýsson - gisli@eyjafrettir.is. Blaðamenn: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is, Sæþór Þorbjarnarson. - sathor@eyjafrettir.is og Júlíus G. Ingason, - julius@eyjafrettir.is. Ábyrgðarmaður: Gísli Valtýsson. prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. símar: 481 1300 og 481 3310. netfang: frettir@eyjafrettir.is. veffang: www.eyjafrettir.is eyjafrÉttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppn­um,­Vöruval,­Herjólfi,­Flughafnar­versluninni,­ Krónunni, Kjarval og Skýlinu. eyjafrÉttir eru prentaðar í 2000 eintökum. eyjafrÉttir eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir Slysið í sundlauginni á laugardag: Afrek að bjarga tveimur :: Sjúkrabíll kominn á staðinn á fimm mínútum :: Mennirnir tveir á batavegi :: Varúðarmerkingar alþjóðlegar og öryggiskröfur ríkar Tveimur mönnum var bjargað frá drukknun í sundlaug Íþróttamiðstöðvarinnar á laugardag. Báðir voru með- vitundarlausir þegar þeim var bjargað af botni dýpri enda laugarinnar en starfsfólk sundlaugarinnar brást skjótt við og hóf endurlífgunartilraunir, sem báru árangur. Mennirnir tveir, sem eru frá Gana, voru fluttir með þyrlu á Landspítal- ann í Reykjavík til frekari meðhöndlunar en voru útskrif- aðir af gjörgæslu á sunnudag og eru á batavegi. Svo virðist sem annar mannanna hafi óvart farið í dýpri enda laugarinnar en hann er ósyndur. Hinn maðurinn hafi svo ætlað að bjarga félaga sínum með fyrr- greindum afleiðingum. Þeir félagar, ásamt aðstandanda, lýstu atburða- rásinni í viðtali á Pressunni. Í máli þeirra kom m.a. fram að sá sem fór á eftir félaga sínum, hafi kallað á hjálp en enginn hafi heyrt í honum. Þá segir aðstandandi þeirra að sjúkrabíll hefði ekki komið fyrr en fimmtán mínútum eftir slysið en það var síðan leiðrétt með gögnum Neyðarlínunnar sem sýna að sjúkrabíll hafi verið kominn á vettvang fimm mínútum eftir útkallið. Stoltur af mínu starfsliði „Það er í raun einstakt að tveir aðilar drukkni á sama tíma í sundlaug og höfðu menn ekki leitt hugann að þeim möguleika. Það gerir afrek starfsfólksins því enn stærra en tveir starfsmenn urðu varir við mennina á botni laugar- innar á sama tíma,“ sagði Arnsteinn Ingi Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar. „Allir starfsmenn brugðust rétt við og fylgdu viðbragðsáætlun sinni fullkomlega og meira til samkvæmt fyrstu viðtölum sem er aðdáunar- vert miðað við aðstæður. Það er ekki bara mikilvægt að kunna réttu handtökin og geta beitt þeim heldur er ekki síður mikilvægt að hafa stjórn á vettvangi og halda öðrum gestum rólegum sem mér skilst að hafi tekist vel. Ég er verulega stoltur af mínu starfsliði sem vann stórt afrek þennan dag. Það er einnig magnað hvað við erum heppin að eiga til taks afburðafólk í sjúkraflutningum, lögreglu, lækna og fleiri sem kunna að höndla aðstæður sem þessar og er mætt á staðinn eftir örfáar mínútur. Svo má ekki gleyma aðstoð nokkurra gesta sem var ómetanleg enda aðstæður óvenjulegar.“ Arnsteinn segir að ríkar öryggis- kröfur séu gerðar í sundlaugum landsins og hafi kröfurnar verið hertar síðastliðið ár. „Sundlaugar- verðir, allir aðrir starfsmenn auk kennara og sundþjálfara sitja skyndihjálparnámskeið árlega sem er sérstaklega miðað að björgun úr sundlauginni. Fólkið er þá einnig þjálfað verklega og þarf að standast hæfnispróf í lauginni. Starfs- mönnum er svo uppálagt að æfa þessi viðbrögð mánaðarlega hvert með öðru. Einnig hafa kröfur verið auknar varðandi varúðarmerkingar og þær orðnar alþjóðlegar. Sund- laugarsvæðið er vaktað með 12 öryggismyndavélum sem ávallt einn starfsmaður fylgist með. Einn starfsmaður hefur því yfirsýn yfir alla botna í laugum og pottum á svæðinu. Næstu skref hjá okkur eru að vinna úr þessari reynslu með starfsmönnunum, fara yfir atburðinn skref fyrir skref, skoða myndbands- upptökur til að átta okkur á orsök slyssins og reyna að draga lærdóm af þessu skelfilega slysi. Ef til vill má bæta eitthvað þó að við teljum öryggismálin hjá okkur í topp- standi,“ sagði Arnsteinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti svo vestur á hamri þar sem mennirnir tveir voru fluttir um borð og flogið með þá til Reykjavíkur en mikil þoka var þegar slysið varð. Starfsmenn Íþróttamiðstöðvarinnar sem komu að slysinu. Frá vinstri: Díana Íva Gunnarsdóttir, Aníta Elíasdóttir, Erlingur Orri Hafsteinsson, Sveinbjörn Guðmundsson og Elísabet Einarsdóttir. JúlíuS G. InGaSon julius@eyjafrettir.is Framkvæmda- og hafnarráð: Varla ákjósan- legt að flytja sorp með Herjólfi Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs var rætt um framtíð sorpmála í Vestmannaeyjum og hvaða leiðir eru til úrbóta. Segir í fundargerð að ljóst sé að núverandi fyrirkomulag er ekki viðunandi til framtíðar og leita þarf leiða til úrbóta. Samþykkt var tillaga um að skipa starfshóp sem ætlað er að koma með tillögur að framtíðarlausn í sorpmálum Vestmannaeyja. Hann skipa Sigursveinn Þórðarson, Stefán Ó. Jónasson, Ívar Atlason, Friðrik Björgvinsson og Ólafur Þór Snorrason. Hópurinn skal skila tillögum til ráðsins eigi seinna en í desember nk. „Eftir að sorpeyðingarstöðinni var lokað 2012 hefur ástandi sorpmála verið ábótavant,“ sagði Sigursveinn í samtali við Eyjafréttir. „Það er mikilvægt að við finnum lausn til framtíðar í þessum efnum. Í dag er hluti af sorpinu fluttur til brennslu upp á land. Því fylgir töluverður kostnaður og eins getur það varla talist ákjósanlegt að flytja sorp með Herjólfi. Augljóslega misstum við þá orkuöflun sem gamla sorpeyð- ingarstöðin framleiddi áður en henni var lokað og það hlýtur að vera hluti af því sem litið verður til þegar nýjar leiðir verða skoðaðar. Starfshópurinn á að fara yfir þessi mál og skoða þær leiðir sem eru í boði.“ Þannig var brúin á Herjólfi mönnuð um helgina. Gísli Valur Gíslason, yfirstýrimaður; Ívar Torfason, skipstjóri og Ingibjörg Bryngeirs- dóttir, stýrimaður. Meðalaldurinn er 33,3 ár og öll eru þau bekkjar- systkini úr Stýrimannaskólanum. Bekkjarsystkin við stjórnvölinn Frá vinstri: Gísli Valur, Ívar og Ingibjörg. Stjórn Ísfélagsins var endurkjörin á aðalfundi félagsins í gær. Hún stillti sér upp í lok fundar fyrir Óskar Pétur, ljósmyndara Eyjafrétta ásamt framkvæmdastjóra félagsins. F.v. Stefán Friðriksson, framkvæmda- stjóri, Einar Sigurðsson, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður, Guðbjörg M. Matthíasdóttir, Þórarinn Sigurðsson og Sigurbjörn Magnússon. Næsta verkefni stjórnar er að taka á móti Sigurði VE sem kemur til heimahafnar í Vestmannaeyjum frá Tyrklandi á föstudaginn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.