Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.2014, Page 6

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.2014, Page 6
° ° 6 Eyjafréttir / Miðvikudagur 23. júlí 2014 Ráðherrafundur EFTA :: Stórt skref í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum: Viðhorf Eyjamanna, gest- risni og vinarþel skilar sér til gesta sem hingað koma :: Það er mat Martins Eyjólfssonar, sendiherra og Eyjapeyja sem segir Eyjamenn hafi sem heild staðist prófið :: Umsagnir gesta mjög lofsamlegar Ráðherrafundur EFTA í síðasta mánuði markar ákveðin tímamót í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Miklar kröfur eru gerðar þegar haldnir eru fundir af þessu tagi. Ráðherra- fundir EFTA eru stærstu og mikilvægustu fjölþjóðlegu fundir sem íslensk stjórnvöld halda hérlendis að undanskildum ráðherrafundum NATO sem haldnir eru með nokkurra áratuga millibili en EFTA-fund- irnir eru haldnir hér með fjögurra ára millibili. Í stuttu máli sagt þá stóðust Vestmanna- eyjar, ferðaþjónustan og Eyjamenn allir prófið. Umsagnir gesta eru mjög lofsamlegar, sama hvar borið er niður. Eyjapeyinn Martin Eyjólfsson er sendiherra Íslands í Genf og fastafulltrúi Íslands hjá EFTA. Hann var meðal þeirra sem komu að undirbúningi og framkvæmd fundarins og er mjög ánægður með hvernig til tókst. „Það er mikill auður fólginn í Vestmannaeyjum sem slíkum og við getum verið stolt af bænum okkar. Það var heiður fyrir mig að fá að koma að þessu verkefni og verða vitni að því hvernig allir lögðust á eitt um að gera vel. Já, það var ákaflega gaman og gefandi,“ segir Martin þegar hann fer með blaðamanni yfir reynsluna af fundinum og hvaða möguleika hann opnar. Jákvæðni og kraftur ríkir í Eyjum „Það má ekki gera lítið úr þeirri jákvæðni og krafti sem ríkir í Eyjum um þessar mundir. Við höfum lifað erfiða tíma og nei- kvæðni og það dregur kjarkinn úr fólki. En það er við þær aðstæður, sem nú ríkja, sem forsendur framfara og nýsköpunar eru skapaðar. Góðir hlutir gerast í svona umhverfi. Við sjáum þetta til dæmis í ferðaþjónustunni en Vestmanna- eyjar eru tilbúnar til að taka að sér stór verkefni eins og sannaðist á EFTA fundinum. Það má þakka þeirri gríðarlegu uppbyggingu sem átt hefur sér stað að undanförnu í þeim geira og þegar bætist við gestrisni, greiðvikni og hlýlegt viðmót Eyjamanna, getur fátt klikkað,“ sagði Martin sem hefur tekið á móti mörgum þakkarpóstum eftir fundinn. „Fólkið fékk á tilfinninguna að allir væru tilbúnir að greiða götu þess, sama hvað kom upp á. Einn gestinn langaði út í Stórhöfða og var strax boðið far. Sá vildi borga en fékk ekki. Þetta viðhorf Eyjamanna, gestrisni og vinarþel skilar sér til gesta sem hingað koma. Þeir skynja viðmótið strax. Einn kollegi minn sem kemur úr undurfögru dalaþorpi, djúpt í svissnesku Ölpunum sagði við mig að hann hefði aldrei átt von á að hitta fólk sem gæti verið ánægðara og stoltara af heimahögunum en sitt fólk heima í Sviss. – Fólkið, sem hér býr, slær okkur við og það má svo sannarlega vera ánægt með sinn heimabæ,“ sagði hann.“ Samstaða í ferðaþjónustu Martin segir að þetta finni fólk sem hingað kemur á krakkamótin, Pæjumót, Shellmót og síðast en ekki síst þjóðhátíð. „Betri stað en Vestmannaeyjar fyrir uppákomur af öllu tagi er vart hægt að hugsa sér. Góðar viðtökur á fundinum komu mér því ekki á óvart. Fyrir nokkrum árum var stundum talað um að samstöðu hafi skort í ferðaþjónust- unni hérna en ég held að það hafi breyst. Það er mín reynsla að þeir sem reka fyrirtæki í ferðaþjónustu í dag standi saman. Tala vel hver um annan en eru ekki að hnýta í samkeppnisaðilann. Það er örugglega heilbrigð samkeppni á milli fólks en viðhorfið er að fá hingað sem flest fólk sem er það sem skiptir mestu máli. Mér finnst allir vera að róa í sömu átt,“ segir Martin og slær á viðkvæman streng sem Landeyjahöfn er. Hver dagur aðgerðaleysis er rándýr „Langstærsta verkefnið er að gera Landeyjahöfn að heilsárshöfn. Hver dagur aðgerðaleysis skapar ekki bara óþægindi fyrir íbúa Vest- mannaeyja heldur er hann rándýr Eyjamönnum. Hér á landi er verið að lengja ferðamannatímabilið og það hefur tekist vel en ekki í Vestmannaeyjum. Við verðum að finna leiðir til að lokka hingað ferðamenn á veturna og halda þeim hérna,“ segir Martin sem sér fleiri möguleika. „Það er mikilvægt að flugvélar sem koma erlendis frá geti lent á Vestmannaeyjaflugvelli. Það má ekki vegna öryggisreglna en það þarf að setjast yfir þetta og finna leið til að opna á flug beint til Vestmannaeyja. Þetta skiptir allt saman máli. Það koma árlega hundruð ef ekki á annað þúsund einkaþotur til landsins og það þarf enginn að segja mér að einhverjir myndu ekki vilja koma hingað og taka einn hring á golfvellinum eða bara fá sér að borða á þessum frábæru veitingastöðum sem hér eru. Í þessu samhengi skiptir máli að ráðherrafundur EFTA var haldinn hér í Eyjum og að hann heppnaðist svona vel. Gæðastimpillinn er kominn, ekki þarf frekari vitna við. Verði samgöngur tryggðar komast Eyjarnar inn í öll plön hjá ferða- skrifstofum út um allan heim, allt árið um kring. Vestmannaeyjar eru einstök náttúrusmíð og hér býr fólk sem nýtur þess að taka á móti gestum. Það lokkar og laðar og verður ekki verra að geta flaggað fundinum sem fékk tíu í einkunn hjá öllum sem hann sóttu. Vestmanneysk fyrirtæki eiga að skipuleggja og selja ferðir um allt Ísland og vera í beinum og milliliðalausum samskiptum við erlenda söluaðila. Það er engin ástæða fyrir því að Vestmanneyjar verði ekki stærsti og blómlegasti ferðaútgerðarbær landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Það vantar kannski bara smá sjálfstraust í okkur Eyjamennina þó sumir eigi kannski bágt með að trúa því. Það er nefnilega ekkert sjálfsagt við að halda öll þessi íþróttamót og þjóðhátíð áratug eftir áratug þar sem nánast hver einasti kjaftur fer glaður heim. Fyrir utan ægifegurð Eyjanna fer saman kunnátta, reynsla, þjónustulund og samheldni samfélagsins sem allt leggst á eitt. Við þurfum bara að átta okkur enn betur á því hversu gríðarleg auðæfi eru fólgin í fólkinu okkar og reynslu þess og þá eru okkur allir vegir færir,“ Mikilvægi EFTA fyrir Ísland og Vestmannaeyjar EFTA var stofnað 1960 af Bretum, Dönum, Norðmönnum, Svíum og fleiri ríkjum en Ísland gekk inn í það tíu árum síðar. Í dag eru Noregur, Liechtenstein og Sviss í EFTA, auk Íslands. Martin segir að EFTA aðildin hafi reynst Íslandi happadrjúg. ,,Aðildin tryggði Íslandi aðild að innri markaði ESB í gegnum EES-samninginn, en ESB er okkar langmikilvægasti markaður. Með aðildinni að EES hækkaði hlutfall tollfrelsis af sjávarafurðum okkar úr 60% í 90% þannig að eftir aðildina að EES urðu 90% af okkar fiskútflutningi til ESB tollfrjáls og síðan þá hefur okkur tekist að berja tollana niður enn frekar. Strax og við gengum í EFTA árið 1970 gengum við síðan til samn- inga við EBE, þáverandi ESB, um tollaniðurfellingar á 60% af okkar fiskútflutningi á Evrópumarkað. Ég held því stundum fram að það séu fáir eða nokkrir bæir eða borgir í öllum EFTA-ríkjunum sem hafi hagnast eins mikið á EFTA aðildinni og einmitt Vestmanna- eyjar,“ segir Malli sem segir það sérstaklega ánægjulegt að vinna að verkefnum sem skila sér í bættum hag fyrir landsmenn að ekki sé nú talað um fyrir heimabæinn. „Núna erum við að reyna að draga Nígeríumenn að samningaborðinu en þar eru miklir hagsmunir í húfi. Þangað seljum við skreið og makríl sem nú eru með um 20 prósent tolli. Fyrir fyrirtæki í Vestmanna- eyjum getur þetta skipt tugum milljóna á hverju ári. Það sama gildir um Rússland, Hvíta-Rússland og Kasakstan en fríverslunarvið- ræðurnar við þau ríki voru settar á ís nú í vor vegna stöðunnar í Úkraínu.“ Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Á meðan á dvöl okkar stóð, fengum við á tilfinninguna að allir íbúar Vestmannaeyja væru að vinna fyrir okkur, allt frá rútubílstjórum, tæknimönnum, brytum og flug- mönnum. Og veðrið? Sól og blíða þegar við komum til Eyja og rigning og rok þegar við fórum. En ekkert stöðvar Vestmannaeyinga, hvorki vindar né eldfjöll! Við upplifðum öll gestrisni og fjölbreytta hæfileika Vestmannaey- inga. Hvert smáatriði virtist vera gert af ást og fullkomnun, allt frá fundarstað í skólanum, gistiaðstöðu og skoðunarferðum. Við nutum ljúffengs matar, hlustuðum á Eyjalögin og frásagnir um harða lífsbaráttuna í bland við skemmti- sögur af Eyjaskeggjum. Ég vil sérstaklega hrósa ykkur fyrir að bjóða upp á mat á heimsmæli- kvarða þar sem hráefnið kemur allt úr matarkistu Eyjanna. Rútuferðin, en þær eru venjulega frekar leiðinlegar, var einhver sú skemmtilegasta og áhugaverðasta sem ég hef farið í. Þúsund þakkir til „man ekki hvað hann/hún heitir [innsk: Alfreðs Alfreðssonar]“ fyrir eldmóð og fræðandi ferð sem gerði hana svo sannanlega ógleymanlega. Maðurinn er ekki bara sagnfræð- ingur og mannfræðingur heldur líka skemmtikraftur á heimsmæli- kvarða.“ Ísland hélt fundinn á besta stað fyrir árangursríkar viðræður. Toppurinn var Elliðaey. Ótrúlegt umhverfið undir skínandi miðnætursólinni skapaði réttar aðstæður fyrir líflegar og opnar umræður. Ég er þakklátur fyrir þetta einstaka og ógleyman- lega tækifæri, þ.e. að fá að koma til Vestmannaeyja. Ég var furðu lostinn yfir að svona lítið eysamfélag gæti tekið á móti 120 þátttakendum á EFTA ráðherra- fundinum. Það var þessi sérstaka og einstaka gestrisni og vinarþel heimamanna sem einkenndu dagana í Vest- mannaeyjum, sem allir sem ég hef verið í sambandi við höfðu sérstakt orð á. Norðmenn, Svisslendingar og Liechtensteinbúar ljúka upp einum rómi um ágæti fundarins, umbúnað og aðbúnað. Til hamingju. Takk fyrir ánægjulega samveru og eftirminnilegan EFTA ráðherrafund í Eyjum. Verður vart toppað! Umsagnir nokkurra gesta Malli við hlið Gunnars Braga á einum fundinum. Í blíðunni í miðbænum. Monica Mæland, viðskiptaráðherra Noregs, og Harald Neple, sendiherra og fastafulltrúi Noregs í Genf.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.