Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.2014, Qupperneq 9

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.2014, Qupperneq 9
° ° 9Eyjafréttir / Miðvikudagur 23. júlí 2014 Umfram allt mannlegur Gauti segist ekki hafa fyrirmynd í starfi en hefur haft það að leiðarljósi að vera mannlegur en það hafi stundum komið í bakið á sér. „Ég hef reynt að vera ekki of ferkant- aður og litið á mitt hlutverk sem þjónustustarf við íbúana hér. Ég er að þjóna fólkinu, ég reyni að leysa úr vandamálum, leiðbeina fólki í vandræðum innan marka laganna. Ég er mjög stoltur af því hvernig ég hef unnið mína vinnu.“ Og það eru eflaust margir sammála því en það getur örugg- lega verið erfitt að aðskilja vinnu og einkalífið í svona starfi, ekki satt? „Ég hef reynt að vera alltaf til taks þannig að það sé alltaf hægt að ná í mig, sérstaklega þegar einhverjar uppákomur eru í bænum. Þetta er bara þannig starf og ekkert við því að gera. Menn fara ekki í svona starf og halda að þeir séu bara lausir eftir að skrifstofunni er lokað.“ Skákin og stjörnufræðin En Gauti hefur alls ekki setið auðum höndum utan vinnunnar. Með frumkvæði sínu og eldmóði hefur hann gert margt uppbyggilegt og jákvætt fyrir bæjarlífið á mörgum sviðum. Hann hreinlega fann upp áhugamál og leitaði þau uppi. „Ef ég byrja á skákinni þá var það sérstaklega skemmtilegur tími, það var mikill uppgangur í krakka- skákinni hér um tíma, krakkar héðan unnu fjölmarga Íslandsmeist- aratitla. Við Magnús Matt., Björn Ívar og Sverrir unnum að þessu í mörg ár og það gekk geysivel, en nú er svo komið að við erum allir farnir burtu, forkólfarnir. Svo með Stjörnufræðifélagið, þá datt mér þessi hugmynd í hug einn daginn og talaði við Visku og síðan hófum við námskeið í stjörnufræði. Ég kunni þetta svolítið úr mennta- skóla, en fólkið sem kom á námskeiðið var svo hrikalega áhugasamt að það smitaði mig og þetta varð hrein unun, alveg frábært. Það voru haldin fjögur eða fimm námskeið og upp úr því kom hópur af mjög skemmtilegu og áhugasömu fólki sem elskaði þetta og vildi gera eitthvað öðruvísi. Það gjörsamlega opnast nýr heimur fyrir fólki þegar það uppgötvar nýjar víddir í tilverunni, sem er nú ekkert smávegis! Svo hef ég látið sjá mig alls staðar þar sem verið er að bjóða upp á hrossakjöt, skötu, sviðakjamma, fiskrétti og kótelettur og þetta eru svo margar veislur að það nær næstum yfir allan veturinn. Þetta hefur verið mjög gaman, en ég hef ekkert grennst á meðan.“ segir Gauti og hlær og man síðan eftir öðru áhugamáli sem hann vill nefna en það eru stjórnmálin þar sem hann hefur verið oddviti yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis síðustu 16 árin. „Það hefur verið mjög gefandi vinna og alltaf ákveðin keppni milli kjördæma um fyrstu tölur og að klúðra nú ekki neinu. Það starf hefur verið mér tilbreyting eins og t.d. þegar ég nýlega vann að bæklingi fyrir ráðuneytið í tengslum við kosningar.“ Það eru kostir og gallar við öll störf og segir Gauti fjölbreytni og tækifærið til að hitta fullt af fólki vera helstu kostina við starfið en þegar blaðamaður spyr um galla starfsins þá hefði mátt heyra saumnál detta og það gerist nú ekki oft í návist Gauta fyrir þá sem þekkja hann. Hann horfir hugsandi út í loftið en segir svo að hann muni ekki eftir neinu sérstöku eða jú, að það sé erfitt að missa tengsl við lögfræðistéttina. „Ég hitti ekki marga lögfræðinga og maður missir þar af leiðandi tengslin við félagana og það getur verið erfitt og hættan er sú að maður einangrist og missi „touchið“ ef svo má að orði komast.“ 55 ára og uppfullur orku Það er mikil eftirsjá að fjölskyldan sé að flytja frá Eyjum og eftir að Gauta var boðin nýja staðan þurftu þau að íhuga það vel en strákarnir þeirra eru báðir farnir upp á land í skóla. Þetta var þeim erfið ákvörðun segir Sigurlaug. „Það er mikil eftirsjá að staðnum, en nú er nýr kafli að byrja og góðum kafla í lífi okkar lokið.“ Gauti segist hafa tekið stöðunni vegna þess að hann vildi prófa eitthvað nýtt og þroska sig í starfi enn frekar því 16 ár í sama starfinu eru ágætur tími segir hann. Það var annað hvort að drífa sig eða klára hér næstu 15 árin. Við ákváðum bara að vera áræðin, sveigjanleg og láta framtíðina koma í ljós. „Ég er uppfullur af orku, 55 ára gamall.“ segir Gauti hlæjandi. Alltaf má fá annan planka Gauti er byrjaður í nýja starfinu, sem skólastjóri Lögregluskólans og segir hann það mjög ólíkt gamla starfinu en hann sé svo nýbyrjaður í því og sé enn að læra inn á það. Hann vonast til að hitta fullt af skemmtilegu fólki í starfinu og telur hann það nauðsynlegt fyrir sína manngerð. „ Ég vona að þetta verði bara gaman og ég hlakka til að kynnast þessu og er jákvæður á framhaldið. Ég þarf ekkert að skipta um búning, ég fer bara í sama gallann“, segir Gauti í gríni. „Það standa til miklar breytingar á lögregluskólanum, endurskipulagn- ing og fleira, þannig að ég veit í raun ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. En ég sit bara á plank- anum og flýt með, en ef ekki þá stekk ég bara á annan planka.“ Má ekki gefa þumlung eftir! Fjölskyldan kveður með söknuði í hjarta og vill þakka Eyjamönnum samfylgdina seinustu 16 árin. En eruð þið með einhver heillaráð til okkar Eyjamanna áður en þið farið? Sigurlaug: „Ég vona að samgöng- urnar verði betri en það er undir- staða þess að hér blómstri mann- lífið.“ Gauti: Það er lykilatriði að standa vörð um sjúkrahúsið og þar má ekki gefa þumlung eftir! Hér verður að vera fullnægjandi læknisþjónusta svo unnt sé að skera upp sjúklinga og fæða börn hér, annað eru hreinlega bara hamfarir fyrir samfélagið,“ segir Gauti með ákveðinni röddu eins og honum einum er lagið þegar málefni sem snerta hann eru í umræðunni. Það er mikil eftirsjá að missa svona góða fjölskyldu frá Vest- mannaeyjum og óskum við þeim velfarnaðar í framtíðinni. Fjölskyldan sem nú er að flytja sig um set. Silla, Alexander, Kristófer og Karl Gauti. Ef ég byrja á skákinni þá var það sér- staklega skemmtilegur tími, það var mikill uppgangur í krakkaskákinni hér um tíma, krakkar héðan unnu fjölmarga Íslandsmeistaratitla. Við Magnús Matt., Björn Ívar og Sverrir unnum að þessu í mörg ár og það gekk geysivel, en nú er svo komið að við erum allir farnir burtu, forkólfarnir. Svo með Stjörnufræðifélagið þá datt mér þessi hugmynd í hug einn daginn og talaði við Visku og síðan hófum við námskeið í stjörnufræði. Ég kunni þetta svolítið úr menntaskóla, en fólkið sem kom á námskeiðið var svo hrikalega áhugasamt að það smitaði mig og þetta varð hrein unun, alveg frábært. ” Elliði Vignisson, bæjarstjóri var meðal þeirra sem ávörpuðu Gauta og Sillu í kveðjuhófi á heimili þeirra.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.