Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.2014, Síða 14
°
°
14 Eyjafréttir / Miðvikudagur 23. júlí 2014
Landsmót skáta í sól og blíðu :: Faxakrakkar létu sig ekki vanta:
Forrita, skylmast og búa til hluti
:: Leysa þrautir og fara yfir þrautabrautir
Ómar
Nú stendur yfir stórhátíð skáta,
Landsmót skáta, sem haldið er
að Hömrum við Akureyri. Það
byrjaði á sunnudaginn 20. júlí og
stendur til sunnudagsins 27.
Þemað í ár er „Í takt við tím-
ann“. Á mótinu verður flakkað
um í tíma og rúmi þar sem
þátttakendur kynnast fortíð,
nútíð og framtíð. Skátahreyf-
ingin er stærsta æskulýðshreyf-
ing í heiminum og taka um 600
erlendir skátar þátt í henni í ár.
Landsmót er því gott tækifæri
fyrir íslenska skáta að kynnast
skátum erlendis frá.
Skátar úr Skátafélaginu Faxa mættu
á landsmótið og eru nú staddir á
tjaldsvæðinu að Hömrum. Rjóma-
blíða var á svæðinu og hófst mótið
á sunnudag. Mikil gleði ríkir hjá
félögum í Faxa sem deila tjaldbúð-
um með vinum sínum í Mosverjum
frá Mosfellsbæ. Dagskráin er
þéttskipuð og skiptast dagskrárliðir
í fortíð, nútíð og framtíð, auk þess
sem farið er í gönguferðir og einnig
verður Akureyri heimsótt.
Í skátastarfinu í vetur hafa verið
unnin verkefni sem eiga að
undirbúa skátana til þess að takast á
við krefjandi verkefni sem þeir
þurfa að takast á við síðar á
lífsleiðinni. „Ávallt viðbúinn“ eru
einkunnarorð skáta og skátarnir í
Eyjum eru tilbúnir að takast á við
skemmtileg verkefni á Landsmótinu
þar sem þeir þurfa m.a. að forrita,
skylmast, búa til hluti og leysa
þrautir og fara yfir þrautabrautir.
Efla sjálfstraust skáta
Í skátastarfinu er lögð áhersla á að
treysta skátunum og efla sjálfstraust
þeirra til að stuðla að sjálfsnámi.
Hver og einn skáti leggur áherslu á
að leggja sitt af mörkum til að
starfið og mótið gangi sem allra
best.
Hefð hefur verið fyrir því í mörg
ár að Skátafélagið Faxi hafi verið
með stærstu fánastöngina á
landsmótum og er mótið í ár engin
undantekning á því.
Það er ánægjulegt fyrir skátana að
Eimskip styrkti félagið í ár við kaup
á nýjum tjöldum fyrir mótið og eru
skátarnir ánægðir með það.
Eyjahópurinn. Neðsta röð f.v. María Fönn Frostadóttir, Leifur Rafn Kárason, Tinna Mjöll Frostadóttir,
Björn Ásgeir Kristjánsson, Þráinn Jón Sigurðsson. Í miðjunni f.v. Frosti Gíslason, Elísa Hallgrímsdóttir.
Efsta röð f.v. Ingvar Þór Ovesen , Þuríður Gísladóttir, Ingunn Silja Sigurðardóttir, Bjarni Guðjón Samúels-
son, Hörður Bjarnason, Ármann Höskuldsson.
Frosti og Ármann með fánastöng-
ina stóru í bakgrunni. Bjarni Guðjón Samúelsson nýtur þess að vera á skátamóti í sólinni.
Elísa, Bjarni, María Fönn, Þráinn Jón, Leifur Rafn, Tinna Mjöll, Björn
Ásgeir og tveir Mosverjar í kassabílarallýi.
Tinna Mjöll stekkur á milli steina í vatnasafaríi.
Tinna Mjöll og María Fönn að
læra að súrra.
Þuríður dundar sér milli dag-
skráratriða.
Á laugardaginn voru haldnir
tónleikar á Háaloftinu til styrktar
Björgunarfélagi Vestmannaeyja.
Hljómsveitin Kósýbandið lék en
sveitin er að mestu leyti skipuð
ungu og hæfileikaríku fólki úr
Leikfélagi Vestmannaeyja.
Lagavalið var þjóðhátíðarskotið
enda stutt í þjóðhátíð en tónleik-
arnir heppnuðust vel, þótt mætingin
hefði að ósekju mátt vera betri.
Framtakið er hins vegar flott en það
var Elvar Eðvaldsson sem stóð fyrir
tónleikunum.
Flott
framtak
Hljómsveitin Kósýbandið spilaði á tónleikunum en bandið er að mestu
skipað fólki sem hefur tekið þátt í starfi Leikfélags Vestmannaeyja.
Una Þorvaldsdóttir og Anton Þór Sigurðsson voru meðal þeirra sem
komu fram á tónleikunum.