Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.2014, Síða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.2014, Síða 15
° ° Eyjafréttir / Miðvikudagur 23. júlí 2014 1515 Símamótið: 5. flokkur vann mótið Stúlkurnar í 5. flokki kvenna hjá ÍBV urðu Símamótsmeistarar um helgina þegar þær fóru taplaust í gegnum mótið og enduðu á því að sigra KR í framlengdum úrslitaleik. Ásamt 5. fl. kvk, léku einnig 6. og 7. flokkar á mótinu sem er eitt það stærsta sem haldið er hér á landi. ÍBV sendi 95 stelpur á mótið og var Breiðablik, gestgjafarnir, eina liðið sem sendi fleiri stelpur á mótið. Á svona mótum eru foreldrar mjög mikilvægir og voru foreldrar ÍBV- stelpna félaginu til sóma og stóðu sig gríðarlega vel. Leikið var í Kópa- vogi en keppnissvæðið er gríðarlega stórt og telur 27 velli. Nokkrum völlum þurfti að loka eftir fyrstu tvo dagana vegna rigningar en stelpurn- ar létu það ekki á sig fá og létu svo sannarlega ekki kappið bera feg- urðina ofurliði. Þjálfarar flokkanna voru mjög sáttir með stelpurnar en ÍBV hefur gert það að hefð undan- farin ár að senda margar stelpur frá þremur flokkum á mótið og verður vonandi ekki breyting þar á að ári. Íþróttir Framundan Laugardagur 26. júlí Kl. 14:00 Mídas - KFS 4. deild karla B-riðill. Sunnudagur 27. júlí Kl. 17:00 Stjarnan - ÍBV Pepsídeild karla. Mánudagur 28. júlí Kl. 18:00 Fram - ÍBV 2. flokkur karla. Þriðjudagur 29. júlí Kl. 18:00 Stjarnan - ÍBV Pepsideild kvenna. Kl. 15:00 ÍBV - Grótta 3. flokkur karla A-lið. Kl. 16:30 ÍBV - Grótta 3. flokkur karla B-lið. Kl. 18:00 ÍBV - Grótta/KR 3. flokkur kvenna. Miðvikudagur 30. júlí Kl. 18:00 Þróttur/ÍA - ÍBV 2. flokkur kvenna bikar. Evrópukeppnin í handbolta: Enginn óskadráttur hjá ÍBV - Erum að skoða þetta, segir formaðurinn - Stelpurnar fara til Ítalíu Ekki er hægt að segja að karlalið ÍBV hafi dottið í lukkupottinn þegar dregið var í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. ÍBV, sem var í efri styrkleikaflokki, dróst gegn ísraelska liðinu Hapoel Ris hon LeZi on en dregið var í gærmorgun. Ísraelska liðið hefur orðið meistari tvö ár í röð og verðugt verkefni fyrir Eyjaliðið, bæði sterkur mótherji og mjög langt ferðalag. En það sem kannski gerir dráttinn jafn slæman og raun ber vitni, er ástandið í Ísrael og verður seint sagt að það sé draumurinn að ferðast þangað eins og sakir standa. Áætlað er að leikirnir fari fram 6. eða 7. september og síðari leikurinn 13. eða 14. september. Leikið er heima og heiman en ekki er óalgengt að lið komist að sam- komulagi um að leika báða leikina á öðrum hvorum staðnum, til að spara ferðakostnað. Eins og staðan er núna og miðað við ástandið í Ísrael, er varla hægt að komast að annarri niðurstöðu en að báðir leikirnir fari fram í Eyjum. Þannig hafa bæði Evrópska handknattleikssambandið og Evrópska knattspyrnusambandið bannað ísraelskum liðum að spila heimaleiki sína í Ísrael að svo stöddu. Þetta verða jafnframt fyrstu leikir karlaliðsins því Íslandsmótið hefst 18. september. „Við erum að skoða þetta en það verður að segjast eins og er að þetta var enginn óskadráttur. Þetta er eitthvað sem getur gerst þegar tekið er þátt í svona keppni,“ sagði Sindri Ólafsson, formaður handknattleiks- ráðs ÍBV. Mæta Salerno Kvennalið ÍBV tekur einnig þátt í Evrópukeppninni og fer einnig til Miðjarðarhafsins en þó ekki lengra en til Ítalíu því ÍBV mætir Salerno í 2. umferð EHF-bikars kvenna. Salerno varð ítalskur meistari 2010 og 2011 og má því búast við hörkurimmu. Leikirnir fara fram 18. eða 19. október og 25. eða 26. október. Pepsídeild kvenna: Þriðja tapið í röð hjá stelpunum Kvennalið ÍBV í knattspyrnu hefur nú tapað þremur leikjum í röð. Liðið situr í sjöunda sæti deildarinnar með 12 stig, 3 stigum á eftir Val, sem er sæti ofar. ÍBV tapaði fyrir Breiðabliki á útivelli í síðustu viku og svo fyrir Selfossi á heimavelli á mánudag. Fyrir leikinn gegn Breiðabliki samdi ÍBV við tvo erlenda leikmenn sem eiga að styrkja liðið. Eftir rólegar upphafsmínútur fékk Shaneka Gordon boltann í gegnum vörn Blika og kláraði með skoti undir markvörð gestgjafanna. Jóna Kristín Hauksdóttir náði síðan að jafna metin eftir flotta sókn Blika. Natasha Anasi, annar nýju leik- manna ÍBV, kom inn á í hálfleik og það tók hana aðeins rúmar fimm mínútur að setja mark sitt á leikinn þegar hún fékk stungusendingu innfyrir vörnina og renndi boltanum undir markvörð Blika. Næstu mínútur réðu Blikar ferðinni og fór síðan svo að á seinasta korteri leiksins reyndist Fanndís Friðriks- dóttir, sem ólst upp í Vestmanna- eyjum, vera aðalmunurinn á liðunum en hún gerði þrennu og þar á meðal var eitt mark beint úr hornspyrnu. Selfoss hafði betur Á mánudag fengu síðan Eyjakonur heimsókn frá nágrönnum sínum ofan af Selfossi en liðin áttust einnig við í 8-liða úrslitum bikarsins þar sem Selfyssingar sigruðu í vítakeppni. Fyrri hálf- leikur leiksins var einn sá allra leiðinlegasti sem sést hefur á Hásteinsvelli en fátt gerðist og voru sendingar liðanna afar slæmar. Í síðari hálfleik tókst Selfyssingum það sem Eyjakonum mistókst, að nýta vindinn en þær uppskáru mark í byrjun síðari hálfleiks þegar Celeste Boureille skoraði ágætt skallamark úr vítateignum. Nokkrum mínútum seinna fékk Selfoss aukaspyrnu af fjörutíu metra færi sem Erna Guðjónsdóttir tók og vildi svo ekki betur til en að boltinn fór í gegnum allan pakkann og endaði í netinu og orðið erfitt fyrir heimakonur að koma til baka úr þessu, gegn vindinum. Þeim tókst þó að skapa ágætis færi áður en Erna Guðjónsdóttir skoraði annað mark sitt og í þetta skiptið beint úr hornspyrnu, hún fékk síðan rautt spjald undir lok leiksins. Pepsídeild karla: ÍBV - Fram 2:0 Lyftu sér upp í sjöunda sætið Eyjamenn hafa heldur betur rifið sig í gang í Pepsí-deildinni eftir heldur erfiða byrjun en þeim tókst að halda hreinu í sínum fyrsta leik í sumar og jafnframt landa tveggja marka sigri gegn Fram sem stefnir beinustu leið niður. Sigurinn var sá þriðji í röð hjá Eyjamönnum en það var Víðir Þorvarðarson sem kom ÍBV yfir þegar hann átti skot úr aukaspyrnu í varnarvegg Framara og þaðan í markið. Eyjamenn sóttu mikið í fyrri hálfleiknum og hefðu hæglega getað komist fleiri mörkum yfir en gengu þó til búningsherbergja með eins marks forskot. Markið frá Víði gerði það að verkum að hann er nú búinn að skora í fjórum síðustu deildarleikjum liðsins og er því kominn með fimm mörk í deildinni. Eftir tíðindalítinn síðari hálfleik skoraði Jonathan Glenn í autt markið eftir ævintýrarlegt skógar- hlaup markvarðar Framara en hann er því kominn með sjö mörk í deildinni og trónir á toppnum yfir markahæstu leikmenn deildarinnar. 441 mætti á völlinn en vonandi verða þeir fleiri sem leggja leið sína á völlinn þegar ÍBV tekur á móti KR í undanúrslitum Borgunar- bikarsins rétt fyrir þjóðhátíð. Pepsídeild karla FH 12 8 4 0 22:8 28 Stjarnan 12 7 5 0 22:14 26 KR 12 7 1 4 19:14 22 Víkingur 12 7 1 4 15:14 22 Keflavík 12 4 5 3 17:14 17 Valur 12 4 3 5 17:19 15 ÍBV 12 3 4 5 18:19 13 Breiðablik 12 2 6 4 15:19 12 Fjölnir 12 2 5 5 17:21 11 Fylkir 12 3 2 7 16:24 11 Þór 12 2 3 7 18:21 9 Fram 12 2 3 7 15:24 9 Pepsídeild kvenna Stjarnan 10 9 0 1 35:7 27 Fylkir 10 6 2 2 9:5 20 Breiðablik 10 6 1 3 27:9 19 Selfoss 10 6 1 3 25:16 19 Þór/KA 10 5 3 2 14:10 18 Valur 10 4 3 3 20:16 15 ÍBV 10 4 0 6 18:17 12 FH 10 2 2 6 7:31 8 Afturelding 10 2 0 8 7:29 6 ÍA 10 0 0 10 4:26 0 Kristín Erna Sigurlásdóttir í leiknum gegn Selfossi. Agnar Smári Jónsson og félagar hans í ÍBV þurfa vonandi ekki að ferðast til Ísrael í haust. Jonathan Glenn hefur verið sjóðandi heitur með ÍBV undanfarið og er nú markahæsti leikmaður deildarinnar með sjö mörk. Hann fram- lengdi samningi sínum í vikunni og leikur með ÍBV næsta sumar. 4. deild karla, B-riðill: Enn einn sig- urinn hjá KFS KFS sótti þrjú stig á Stokkseyri í síðustu viku en KFS liðið var gríðar- lega vel mannað eins og venjan hef- ur verið á þessu tímabili. Tryggvi Guðmundsson kom KFS í 2:0 í fyrri hálfleik en Gauti Þorvarðarson bætti þriðja markinu við í upphafi síðari hálfleiks. Gauti meiddist reyndar í fyrri hálfleik en þrjóskaðist við. Þrátt fyrir látlausa sókn KFS náði Stokkseyri að minnka muninn undir lokin. Niðurstaðan því 1-3 útisigur og er liðið því áfram taplaust í sumar. KFS fékk síðan KB í heimsókn á laugardaginn sl. en með sigri hefði liðið náð tíu stiga forystu á toppi deildarinnar. Það gekk eftir þó svo að Gauti Þorvarðarson hafi ekki getað spilað vegna meiðsla. Stefán Björn Hauksson skoraði mark strax eftir tveggja mínútna leik en gest- unum tókst að jafna eftir að Elías Fannar hafði brotið á leikmanni liðs- ins innan teigs. Tryggvi Guðmunds- son bætti síðan við þremur mörkum en Stefán Björn skoraði svo annað, Guðjón Ólafsson gerði einnig eitt og lokatölur því 6:1. KFS er því með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar og er nánast gulltryggt með efsta sæti riðilsins.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.