Bæjarblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 4
4 Bœjorblodid RÆTT VIÐ MAGNÚS ODDSSON BÆJARFULLTRÚA: FJARHA6SLEG AFKONIA AKRANESBÆJAR GðO - ÞRÁTT FYRIR MIKLAR FRAMKVÆMDIR Magnús Oddsson, bæjarstjóri Akraneshöfn, séð af geymum Sementsverksmiðjunnar. Við byrjuðum á grjótgarðinum, sem eins og allir vita varð fyrir miklum skemmdum í tveimur ó- veðrum fyrir liðlega ári síðan. Hefur árangurinn að byggingu grjótvarnargarðs hafnarinnar orð- ið eins og vonir stóðu til? Ég tel að reynslan sýni að áhrif garðsins á hreyfingu skipa í höfn- inni hafi orðið eins og líkantilraun- irnar sem gerðar voru 1977 sýndu, en að ágjöfin yfir grjótgarð- inn sé talsvert meiri en gert var ráð fyrir. Líkantilraunirnar voru okkur mjög mikils virði varðandi ákvörð- un um stefnu grjótgarðsins og lengd hans. Tilraunirnar sýndu að eftir að grjótgarðurinn nær því að ná 120 m fram fyrir enda hafnar- garðsins fara áhrif frekari lenging- ar dvínandi, en með þeirri lengd minnkar t.d. tog í landfestar skipa við S.R. bryggjuna úr 1151. í 271. Líkantilraunirnar sýndu að við þá bryggju yrðu áhrif grjótgarðsins mest og reynslan hefur staðfest það. Líkantilraunirnar sýndu einnig að eftir byggingu grjótgarðsins yrði mesta óróasvæði milli hafnar- garðs og bátabryggju. Reynslan staðfestir þetta. Hins vegar segir í skýrslunni að við 5 ára ölduhæð og 3-4 ára flóðhæð sem hefur endurkomutíðni á 20-25 ára fresti, ganga ekki fyllur yfir grjótvörn. í óveðrinu í des. 1980 gengu veru- legar fyllur yfir grjótgarðinn frá landi og út að beygju. Ástæður þessa tel ég vera að öldumar eru stærri en gert var ráð fyrir, en um þetta eru ekki allir sammála. Ég tel að hvorki í des. eða í febr- úarveðrinu hafi öldulag og að- stæður verið á þann hátt að end- urkomutíðni svari til 20-25 ára, enda voru aðstæður hvað flóð- hæð viðvíkur hagstæðar. Hvaða ráðstafanir er hægt að gera til að draga úr hreyfingu skipa á mesta óróasvæðinu? Aldan á Krossvíkinni er svo breið og orkumikil að seint verður hægt að koma í veg fyrir hreyfingu skipa í höfninni. Með grjótsveig fyrir framan þrær SFA má stórlega minnka endurkast öldu á þessu svæði, en það mun draga úr hreyfingu skipa. Nú varð grjótvarnargarðurinn fyrir verulegum skemmdum í tveimur óveðrum á sl. vetri. Er þetta mannvirki nægilega traust? Eins og ég gat um fyrr, þá tel ég að öldur séu stærri og orkumeiri en gert var ráð fyrir. Áður en líkan- tilraunirnar voru gerðar, fóru fram mælingar í tvo vetur á öldulagi í Krossvíkinni. Á þessum tíma kom ekki verulegt brim. Mín skoðun og hafnarnefndarinnar er sú, að mannvirki séu ekki nægilega traust og höfum við óskað eftir til- lögum hjafnarmálastofnunar til úr- bóta. Þessi skoðun okkar er í reynd viðurkennd af stofuninni að okkar mati, með því að endur- hanna fremsta hluta garðsins mun öflugri en áður var þegar viðgerð á honum fór fram á sl. sumri. Nú hefur komið fram gagnrýni á stjórn hafnarinnar. Því væri gam- an að fá svör við eftirfarandi spurningum. Fer umferð um höfn- ina minnkandi? Eru lántökur að sliga hafnarsjóð? Stefnir fjárhags- leg afkoma hennarí voða? Ef á heildina er litið þá fer magn afla og vöru vaxandi þótt þetta geti verið nokkuð mismunandi frá ári til árs. Skipakomum flutningaskipa hef ur hins vegar fækkað, en skipin sem koma eru stærri. Fram- kvæmdir hjá Akraneshöfn hafa á undanförnum árum verið ein- hverjar þær mestu í landinu en þrátt fyrir það er mér óhætt að full- yrða að fjárhagsleg afkoma hefur gjörbreyst til batnaðar á sama tíma og er nú með því besta sem þekkist. Lántökur hafa ekki verið miklar og greiðslubyrði af lánum farið síminnkandi. T.d. árið 1974, fyrsta árið sem ég starfa hjá bæn- um, þá eru árstekjur hafnarsjóðs g.kr. 19.791.000 g.kr. skuldirnámu þá 80.781.000 g.kr. Þetta svarar til þess að skuldir hafnarsjóðs nemi liðlega 4ra ára árstekjum sjóðsins. Árið 1980 eru tekjur hafnarsjóðs 226.801.000 g.kr. en skuldir eru alls 109.279.000 g.kr. Skuldirnar samsvara því tæplega hálfs árs tekjum sjóðsins. í sambandi við gjaldskrármál hafna lætur Hafnasamband sveit- arfélaga taka saman skýrslu um afkomu 17 hafna í eigu sveitarfél- aga. í síðustu skýrslu sem lögð var fram á hafnasambandsfundinum á sl. hausti voru kynntar eftirfar- andi tölur varðandi afkomu þess- ara17hafnaárið1980. Heildar tekjur M.g.kr. Greiðslu afgangur M.g.kr. Akranes 226.8 53,3 Akureyri 261,8 13,1 Bolugnarvík 88,1 + 14,0 Dalvík 51,4 -h 15,0 Eskifjörður 73,1 42,7 Grundarfjörður 29,3 h- 7,3 Hafnarfjörður 299,5 121,6 Húsavík 68.9 18,9 Höfn 98,6 28,0 ísafjörður 168,5 26,6 Ólafsvík 98,5 0,4 Sandgerði 107,1 -h 16,4 Sauðárkrókur 46,5 -r- 5,8 Vopnafjörður 49,2 - 0,2 Þingeyri 22,9 2,6 17hafnir sveitarfél. alls. 1.671.0 239,5 Reykjavík 2.171,2 774,7 Keflavík - Njarðvík 230.7 63,2 Til athugunar: Reykjavík fær ekki framlag á fjárlögum til hafnargerðar. Hafnarfjarðarhöfn faer verulegar tekjur af höfninni í Straumsvik. Ríkissjóður greiddi vísitölubætur af lánum landshafnarinnar Keflavík - Njarðvík að upphæð 97,8 M.g.kr. á árinu. Valda flutningar Akraborgarinnar hafnarsjóði verulegum tekju- missi? Flutningar Akraborgarinnar valda hafnarsjóði tekjumissi. Auð- vitað þykir manni leitt að sjá á eftir hlöðnum flutningavögnum fara um borð í Akraborg með fram- leiðslu og vörur frá Akranesi til út- skipunar í höfnum á höfuðborgar- svæðinu. Þróunin í þessum málum er sú að vörum frá mörgum höfnum er safnað saman með flutningabílum og útskiþun fer fram á tiltölulega fáum stöðum. Þótt Akraborgin væri ekki til staðar þá mundi tals- verður hluti af þessum flutningum fara fram engu að síður. T.d. er engin tilviljun að þegar útskipun á skreið var stöðvuð í Hafnarfirði nú fyrir nokkrum dögum, kom í Ijós, að hún var frá Snæfellsnesi. Við þessari þróun verður ekki spornað og þetta er vandamál fjöl- margra hafna víðs vegar um land- ið. Ég tel að Hafnasamband sveit- arfélaga eigi að mæta þessum vanda að hluta með því að lækka hafnargjöld á fullunnunni vöru en hækka samsvarandi gjaldið á uppskipuðu hráefni. Þá þarf að gera athugun á því hvort til greina kemur að Akraneshöfn verði út- skipunarhöfn á sama hátt og sam- komulag hefur nú orðið um lands- höfnina í Keflavík og Njarðvík. Línuritið sýnir hvernig átök i landfestar skipa minnka eftir þvi sem grjótvarnar- garðurinn nær lengra fram fyrir enda fremsta steinsteypukers hafnargarðsins. Garðlengdin er 125 m (strikalína). Átök i landfestar togarans minnka úr 60 t i 24 t., flutningaskips framarlega á hafnargarðinum úr 501 i30 tog flutningaskips vió S.R. bryggju úr 1151i271. Áhrif grjótgarðsins eru samt nokkru meiri, þvíhann kemur einnig i veg fyrir upphleðslu öldunnar áður en hún fer fyrir hafnarmynni. TILRAUN TIL SKOÐANAKONNUNAR - EN MISTÓKST ALL HRAPALEGA Skoðanakannanir hafa verið vinsælar hjá dagblöðum á undan- förnum árum. Misjafnlega hefur tekist til í þeim efnum, enda þarf umfang slíkra kannana að vera mikið eigi þær að vera marktækar. Mikið til fyrir utanaðkomandi þrýsting og til að svala forvitni bæjarbúa, ákvað Bæjarblaðið því að vera ekki minna en stóru blöðin og láta til skarar skríða með skoð- anakönnun vegna bæjarstjórnar- kosninganna sem framundan eru. Að fengnum upplýsingum um áætlað úrtak var látið til skarar skríða. Fljótt kom þó í Ijós að erfitt yrði þetta. Hlutur þeirra sem óákveðnir voru og vildu ekki svara varð svo stór að allt varð vonlaust. Hringt var í um 100 manns, tvc laugardaga, en 40% þeirra gáfu ekki svör. Við leituðum á náðir sérfræðings í þessum efnum og skoðaði hann allar tölur og taldi óvissu svo mikla að algjört happ- drætti væri hvort eitthvað væri að marka þetta. Ef vel á að vera, sagði hann. Þá þyrftu 10% þeirra sem á kjörskrá eru að svara, það eru um 300 manns. Að fenginni reynslu okkar af viðbröðgum Akurnesinga sáum við að hér var vonlaust hjá okkur að reyna, til að fá 300 svör þyrftum við hátt í 600 símtöl. Slíkt er brjálæðisleg vinna, auk þess sem Bæjarblaðið hefur ekki yfir kosningasíma á gjafaprís að ráða. Málið lá því Ijóst fyrir. Við urðum einfaldlega að hætta þessu og stóra málið okkar, skoðana- könnunin, er því orðið að smá- pistli. En til gamans látum við fljóta með tölur sem komu út úr því sem gert var. Og fyrir alla muni þetta er einungis til gamans gert og við vonum að enginn taki mark á þeim. Þær geta gefið vísbendinu um úrslit eftir viku en slíkt er algjört happdrætti. Fyrri daginn sem við hringdum lágu svörin mest í eina átt, til Framsóknar og samkvæmt úrslit- um þann dag hafði Framsókn 4 fulltrúa, Sjálfstæðisflokkur einnig fjóra bæjarfulltrúa og vegna smæðar úrtaksins voru Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag hníf- jafnirmeð0-1 bæjarfulltrúa. Seinni daginn voru það hins vegar Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðubandalag sem komu út með 3 fulltrúa hvor flokkur, Framsókn datt niður í einn fulltrúa og Alþýðu- flokkurfékk2. Ef við hinsvegar sláum þessum tveim dögum saman í eina könn- un þá lítur dæmið þannið út: A-listi 8atkv. 13,8% 1-2 bæjarfulltr. B-listi 16 atkv. 27,6% 1-2 bæjarfulltr. D-listi 19 atkv. 32,8% 3 bæjarfulltr. G-listi 15 atkv. 25,5% 2 bæiarfulltr. Eins og í útkomunni fyrri daginn er þarna hnífjafnt hjá öðrum manni A-lista og þriðja hjá B-lista. Litlar líkur eru á að slíkt geti hent í bæjarstjórnarkosningum hér en hjá okkur stafar þetta af fámenn- inu sem vildi svara. En eins og áður er sagt fyrir alla muni takið þetta ekki alvarlega. Þá biðjum við bara pólitíkusa vel að lifa, og hvetjum bæjarbúa til að kjósa þá nú endilega, þeir stefna jú allir að því að betrumbæta allar aðstæður hér á Skaga, og fyrst þeir endilega vilja það þá verðum við að kjósa þá.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.