Bæjarblaðið - 14.05.1982, Side 5
Bcejarbladid
Það má segja að í dag sé Ingi
Þór Jónsson sundkappi einn af
okkarfremstu afreksmönnum og á
það við um landið allt. Við Akur-
nesingar megum vissulega vera
örlítið grobbnir af honum Inga Þór
okkar og ekki úr vegi að stilla hon-
um upp við vegg og skjóta að hon-
um nokkrum vel völdum spurning-
um.
„Byrjaði í knattspyrnunni
Jæja, hvenær hófst þín iþrótta-
mennska?
Ja, fyrst byrjaði ég í knattspyrnu
í 6. og 5. flokki eins og hver annar
sannur Skagamaður, en ellefu ára
fór ég yfir í sundið.
Hver var ástæðan fyrir því að þú
fórst í sundið?
Hún er frekar óljós, en ég varð
að velja á milli og ég valdið sundið
og vona jafnframt að ég hafi valið
rétt.
Já, það er á öllu að sjá, en hve-
nær fórstu að hala inn þína fyrstu
titla?
Það var um leið og ég byrjaði að
æfa, 11 ára, enda var það til þess
að ég var ekkert á því að hætta
þessu strax.
Nú hefur maður heyrt af þér
á flakki hér og þar um heiminn,
hvar, hvert og hvenær fórstu iþína
fyrstu keppnisferð út í heim?
Það var til Færeyja 1975 að
keppa á Ólafsvöku. Þar keppti ég
m.a. við dana nokkurn sem heitir
Jón Hestoy og ég svoleiðis burst-
aði hann. 12 sekúndum á undan í
100 m. í dag er Hestoy orðinn stór-
stjarna dana og æfir hjá banda-
rískum háskóla eins og allflestar
þær íþróttastjörnur sem skjótast
upp á stjörnuhimininn. Það er
nokkuð eðlilegt að maður sé upp
með sér að vinna svona karla,
enda læt ég einskis ófreistað með
að grobba mig af þessum segir
Ingi og hlær.
Grobb, ertu grobbinn?
Það þykir eðlilegt að þegar
menn ná teljandi árangri þá verði
þeir grobbnir. Ég vona að í mínu
tilviki sé það ekki svo slæmt að
nokkur maður líði sálarkvalir fyrir.
Hins vegar heyri ég af sumum, að
ég sé nú bókstaflega að springa
En mig grunar að svona lagað sé
sprottið eins og svo oft áður, úr
hugum vanþroska einstaklinga, er
þurfa sífellt að öfundast.
Hvað hefur þú unnið þér inn
margar metaiíur?
Úff, á ég nú að fara að telja þær.
En ég hef orðið 43 sinnum ís-
landsmeistari á sl. 3 árum. Á
þessu ári hef ég þegar orðið 5
sinnum meistari.
SKAGA
POPP ,
Við erum nú orðnir leiðir á þeirri
hugmynd sem kom upp síðast að
samræma lista Bjargsins og
Portsins, því höfum við sundrað
þeim aftur.
PORTIÐ
1. Breyttirtímar
2. BeintíMark
3. Fivemilesout
4. Bestof...
5. Rokk í Reykjavík
6. IV
7. Beauty and the beat
8. Gætieinsverð
g. chase the dragon
10. ASIA
Ego
Ýmsir
Mike Oldfield
Tammy Winatte
Ýmsir
TOTO
Go Go’s
Þursaflokkurinn
Magnum
ASIA
BJARG
1. Breyttir timar Ego
2. Beint í mark Ýmsir
3. Rokk í Reykjavík ymsjr
4. Five miles out Mike Oldfield
5. Gaeti eins verið Þursaflokkurinn
6. Haircut one hundred PelicanWest
7. Grýlumar Grýlurnar
5
AFREKSMAÐUR Á SVIÐI ÍÞRÓTTA
Kjör íþróttamanns ársins
Þú hefur verið valinn íþróttamaður
ársins hér á Akranesi?
Jú, jú, árið 1980. Það þótti þér
þá vera æði mikill heiður, að sumu
leyti fannst mér eins og vissu
marki hafi verið náð. En svo vil ég
bæta því við hér við að mér hefur
engu að síður þótt nokkur ólykt af
þessu kjöri íþróttamanns ársins,
þar sem öll ráð innan ÍA kjósa. Ég
hafði persónulega álitið að það sé
verið að velja þann íþróttamann
sem hefur afrekað hvað mest á
árinu. í fyrra var Ingólfur vinur
minn Gissurarson íþróttamaður
ársins, og er það vel. Ingólfur átti
það fyllilega skilið framar öllum
öðrum, en síðan er oft fólk sem
gutlar í ýmsum greinum og er
þ.a.l. innundir hjá hinum ýmsu
ráðum, en nær hvergi neinum af-
gerandi árangri. Ég veit að sam-
kvæmt þeim árangri er ég náði á
síðasta ári var meiri en svo að ég
ætti að vera í fimmta sæti. Það er
hægt að gera ósköp einfaldan
samanburð á afrekum okkar Ing-
ólfs til að sjá að það er enginn
fimm sæta munur á okkur. Það má
kannski segja að ég hafi móðgast
örlítið og eftir þetta hef ég álitið að
kjör íþróttamanns ársins hér sé
ekki gífurlega mikill heiður. Hins
vegar voru þeir hjá Vísi með kjör
íþróttamann mánaðarins í fyrra.
Og einmitt um það leyti er kjörið
fór hér fram, var ég í 3ja sæti í maí,
2. sæti i júni og fyrsta sæti í júlí og
það þótti mér virkilega vera heið-
ur.
Þú viltþá meina að vissu leyti að
kjörið fari ekki eftir afrekum á ár-
inu.
Já, alveg hikstalaust.
„Ferlega hjátrúarfullur”
Svo við snúum okkur að öðru,
ertu hjátrúarfullur?
8. ASIA ASIA
9. Picture this Huges Lewis
10.’ Kiss ELDER
Egoið hans Bugga hefur aldeilis
sótt sig í veðrið og trónir nú í efsta
sæti beggja listanna. „Beint í
mark” fer nú að síga niður á við.
Mike Oldfield gamli er nú mjög of-
arlega á báðum listunum með nýj-
ustu plötu sína „Five miles out”,
einnig hefur heyrst að kippur hafi
komið í eldri plötur kappans. Rokk
í Reykjavík hefur nú hlotið aldeilis
Já, alveg ferlega. Ég keppist við
að reyna að fá skáp eða snaga nr.
9. Þá má líka geta þess hér með,
að nú síðast þegar ég var að
keppa í Finnlandi, þá voru um 60-
70 strákar þátttakendur og mönn-
um var útbýtt lyklum að skápum af
algjöru handahófi, sem ereðlilegt,
því það er ómögulegt að eltast við
sérþarfir hvers og eins. Ég varð að
vonum mjög órólegur en þegar ég
fékk lykilinn í hendurnar hafði ég
fengið nr. 9, það lá við að ég gengi
berserksgang af gleði. Svo verður
þú að minnast á hann Hnút, tusku-
brúðuna mína sem ég fékk í af-
mælisgjöf í fyrra með því skilyrði
að hann yrði lukkudýrið mitt. Hnút-
ur hefur alltaf fylgt mér síðan og
aldrei brugðist. Það er að vísu ekki
mjög algengt meðal íslenskra
keppenda að hafa með sér lukku-
dýr, en það eru margir erlendir
keppendur sem eru með alls kyns
dinglumdangl í fórum sínum.
Hvernig líður þér fyrir mót, ertu
órólegur?
Já, heilmikið, og þettaferversn-
andi með árunum. Maður virðist
vera orðinn svo hræddur um að
standast ekki einhverjar ákveðnar
kröfur. Ég get aldrei sofið einni
nóttu fyrir mót. Ég veit ekki hvort
það kemur niður á getunni, því ég
þekki það ekki að sofa vært fyrir
keppni. Ég er yfirleitt mjög óróleg-
ur alveg þar til ég er kominn á
pallinn. Þá verð ég aftur kaldur og
rólegur og ekkert annað kemst að
en að sigra. Það er kannski ágætt
að taka út stressið og taugaó-
styrkinn áður en startskotið ríður
af.
Þú keppir í öllu nema bringu-
sundi, hvernig stendur á því?
Það er einfaldlega sökum þess,
að ég kann ekki að synda bringu-
sund, eða svona næstum því, það
góða umfjöllun og auglýsingu
vegna þeirra krónísku taugaveikl-
unar þess opinbera að þegja öll
þjóðfélagsleg vandamál í hel.
Þursaflokkurinn fer nú að færast
æ neðar eða úr fjórða í fimmta og
áttunda sæti.
Hljómsveitin ASIA er geysiat-
hyglisverð, skipuð gömlum kemp-
um eins og Carl Palmer úr ELP„
ASIA hefur þegar komið sér inn
á listann.
hlægja allir þegar ég reyni að
synda bringuna. Það væri ómögu-
legt að keppa ef allur áheyrenda-
skarinn veltist um af hlátri.
„Styrkur bæjarbúa”
Hvernig finnst þér viðbrögð bæj-
arbúa gagnvart sundafrekum þín-
um?
Þau eru hreint út sagt frábær
Það er geysimikill styrkur að hafa
bæjarbúa að baki sér, það er eitt
sem ég myndi ábyggilega sakna
mikið ef ég reyndi og kæmist í há-
skóla í Bandaríkjunum, s.s. að
maður hefur ekki þennan góða
stuðning, heldur er maður gjör-
samlega einn. Einnig hefur bær-
inn verið mér hjálplegur að öðru
leyti, hann hefur yfirleitt borgað
allar mínar keppnisferðir erlendis
og ég vil hér með skila sönnu
þakklæti.
Hvað með framtíðina, hefur þú
ekki sett þér einhver markmið?
Jú, eins og hjá mörgum íþrótta-
mönnum þá eru Olympíuleikarnir
mjög spennandi og það sakar ekki
að stefna á þá, því við nálgumst jú
lágmarkið óðfluga. Það er líka
vonandi að valnefndin verði ekki
jafn neikvæð gagnvart sundinu og
síðast.
Það þarf vist reglusemi til að ná
árangri?
Jú, mikil ósköp, ég er reglusem-
in uppmáluð, segir Ingi glottandi.
Ég reyki ekki, drekk ekki vín né
kaffi en kvennafar flokka ég ekki
undiróreglu.
Og þá svona í lokin, okkar á milli,
áttu ekki mikinn séns í stelpurnar?
Ha, ha, ha, jú mikil ósköp svarar
hann, enda er draumurinn að
komast út í háskóla í Amerku og
heilsa upp á allar fallegu steplurn-
ar í kók og shampóauglýsingun-
um.
Bæjarblaðið þakkar Inga Þór
fyrir spjallið og vonast eftir að sjá
hann í beinni útsendingu frá
næstu Olympíuleikum.
íbúðir í verka-
mannabústöðum
77/ sölu eru 6 íbúöir að Einigrund 7-9,
ein 3ja herb. og 5 fjögurra herbergja.
íbúðir þessar eru seldar skv. lögum nr.
51/1980 og reglugeró nr. 527/1980 um
verkamannabústaði. Þeir einir koma til
greina sem uppfylla skilyrði þessara
laga s.s. um lögheimili og hámarkstekj-
ur.
Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofu
á sérstökum eyðublöðum sem þar fást
fyrir 28. maí 1982.
Eldri umsóknir þarfað endurnýja.
F.h. stjórnar verkamannabústaða
á Akranesi,
Bæjarritarinn á Akranesi.
Kosningadagurinn
22. MAÍ
Gæðið ykkur á síldarbökkunum
við kosningasjónvarpið.
Pantið fyrir kl. 19.
Keyrum út pantanir milli
kl. 19-21
Veitingahúsið SGIIholt
STTLLHOLT1 2 - AKRANESI - SlMI (93)2778
TÍBRÁ í STÚDÍÓ
Tíbrá hefur að undanförnu verið að vinna í Hljóðrita í Hafnarfirði við
upptökur á nýju plötunni. Að sögn þeirra meðlima, gengur þetta
geysivel. Heyrst hefur á skotspónum að nýtt útgáfufyrirtæki sem
heitir DOLFUS ÁRBÍT sf„ eða eitthvað í þá áttina hafi verið stofnaö
og gefi út þessa skífu.
Það er rétt að geta þess hér að nú nýverið lék hljómsveitin á Hótel
Borg í Reykjavík og var gagnrýni sú er skrifuð var mjög jákvæð í
þeirragarð. Þarsagði m.a.: „Tíbrá-flokkurinn hefur allaburði til þess
að sláígegn”.
Þeir félagar hafa nú sótt um styrk til bæjarins vegna þessara
framkvæmda og vonast þeir eftir aðframlag þeirratil menningarmála
og kynningar bæjarins verði ekki síður metin en annara. Bæjarblaðið
óskar þeim Tíbrármönnum góðs gengis í þessum harða „bransa”.