Bæjarblaðið - 14.05.1982, Qupperneq 8
Safnaðarheimilið í byggingu.
Bygging safnaðartieimilis á Akranesi:
GÆTIVERIB FULIBUIÐ A 90
Ara afhiæu akraneskirkju
- segir Ragnheiður GuðbjartsHóttir form. sðknamefndar
Bmjorblodid
14. maí 1982
Verð kr. 9.00
STEFÁN LÁRUS PÁLSSON:
Á kosningaveri
Eins og flestir Akurnesingar
hafa eflaust tekið eftir, er nú að
rísa á horni Skólabrautarog Laug-
arbrautar nýbygging safnaðar-
heimilis Akraneskirkjusóknar.
Bygging hússins hefur gengið
einstaklega vel, því byrjað var á
framkvæmdum fyrir aðeins tæpu
ári síðan og er húsið nú nær fok-
helt. Til að grenslast nánar fyrir
um framkvæmdir allar, fjármögn-
un og væntanlega starfsemi safn-
aðarheimilisins sneri Bæjarblaðið
sértil RagnheiðarGuðbjartsdóttur
formanns Sóknarnefndar Akra-
neskirkju og innti hana fyrst um
aðdragandann og upphaf fram-
kvæmda við safnaðarheimilið.
,,Það má eiginlega segja að
fyrst hafi verið farið að hreifa hug-
myndum um það hversu nauðsyn-
legt væri að koma á fót safnaðar-
heimili fyrir Akranessókn fyrir um
tíu árum síðan,” sagði Ragnheið-
ur, ,,og fyrsta skrefið í þá átt voru
kaupin á lóðinni þar sem Vina-
minni stóð áðurog vareign Slátur-
félags Suðurlands. Var það í mars
1979 sem gengið var frá kaupum
á lóðinni. Magnús Ólafsson arki-
tekt hjá Verkfræði og teiknistof-
unni s.f. teiknaði fyrir okkur húsið
og fyrstu skóflustungu tók sr. Jón
M. Guðjónsson þann 4. júlí 1981.
Var strax hafist handa við fram-
kvæmdir. Var Bergmundur Stlgs-
son trésmiður ráðinn sem verktaki
og nú tæpu ári síðar er safnaðar-
heimilið nær fokhelt. En mikið verk
er óunnið, því nú er fjármagn okk-
ar nær þrotið að sinni. En það er
von okkar að safnaðarheimilið
geti verið fullbúið og starfsemi haf-
in á 90 ára afmæli Akraneskirkju
árið 1986”.
Við spurðum Ragheiði með
hvaða hætti bygging safnaðar-
heimilisins hefði verið fjármögn-
uð.
Sagði hún að hingað til hefði
það eingöngu verið unnið fyrir eig-
ið fé úr kirkjusjóði en það fjármagn
væri eins og fyrr greindi á þrotum
nú. Safnaðarnefndin hefur leitað
til bæjarstjórnar um fyrirgreiðslu.
En að öðru leyti er ekki fullráðið
hvaða leiðir verða farnar til að fjár-
magna bygginguna.
Hvaða starfsemi kemur safnað-
arheimilið helst til með að hýsa?
var okkar næsta spurning.
„Hið nýja safnaðarheimili kem-
ur til með að hýsa alla kirkjulega
starfsemi í hvaða mynd sem hún
er,” sagði Ragnheiður. „Við von-
umst til að geta verið með öflugt
æskulýðsstarf sem tengist þjóð-
kirkjunni og margt, margt fleira.
Fermingarundirbúningur getur all-
ur farið þarna fram, kirkjukórinn
fær góða æfingaaðstöðu og þá er
þar stór salur sem rúmað getur um
150 manns í sæti. Þar væri hægt
að halda m.a. tónleika og aðstaða
mundi skapast til að leigja út sal-
inn fyrir t.d. fermingarveislur, gift-
ingaveislur og erfisdrykkjur svo
eitthvað sé nefnt. Nú, þrengsli eru
orðin mjög mikil í kirkjunni sjálfri til
geymslu á ýmsum kirkjulegum
skjölum og munum og þarna
mundi skapast gott geymslurými
fyrir þessa verðmætu og sögulegu
muni. En sjálft skipulag hússins er
þannig, að á neðri hæðinni verður
samkomusalurinn sem áður er
getið, herbergi fyrir kirkjuvörð og
kórstjóra, auk rúmgóðs eldhúss
og snyrting. Á efri hæðinni verður
m.a. skrifstofa fyrir sóknarprest og
fundarsalur sóknarnefndar. Eins
og á þessu sést ætti að skapast í
nýja safnaðarheimilinu öll sú að-
staða sem æskileg er að sé fyrir
hendi í svona stóru bæjarfélagi
Fyrir skömmu var tekin í notkun
ný viðbygging við verslunina Einar
Ólafsson. Með viðbyggingu þess-
ari hefur lagerrými verslunarinnar
aukist stórlega og verslunin sjálf
um leið stækkað út í fyrra lager-
húsnæði. Eftir þessar breytingar
svipar versluninni nú mjög orðið til
þeirra vörumarkaðsverslana, sem
rutt hafa sér til rúms á höfuðborg-
arsvæðinu á síðustu árum og ættu
því Akurnesingar ekki að þurfa að
sækja til Reykjavíkur í slíkar versl-
anir. Nú þegar er að finna margar
vörutegundir á sértilboðsverðum í
versluninni og mun í ráði að auka
sem Akranes er. í beinu framhaldi
af því vil ég segja, að það er skoð-
un okkarsem að þessari byggingu
stöndum að safnaðarheimiliö sé
bein viðbót við sjálfa kirkjuna, því
það má segja að gamla kirkjan
okkar, sem nú er að verða 90 ára
gömul, sé orðin svo rótgróin í sinni
upþrunalegu mynd að ég efa að
margir Akurnesingar vildu láta
hana í skiptum fyrir nýja og kostn-
aðarsama kirkjubyggingu. Og það
er einmitt þess vegna sem við telj-
um að safnaðarheimilið geti verið
viðbót við kirkjuna og þar verði
stunduð öll kirkjuleg starfsemi
sem sjálf kirkjan getur ekki annað.
Það er ósk okkar allra sem að
þessu stöndum að nýja safnaðar-
heimilið megi hýsa alla þá starf-
semi er stuðlar að heilbrigðu og
menningarlegu bæjarfélagi, og
þetta verði hús mikilla verkefna og
starfsemi. Verði „lifandi hús”,
sagði Ragnheiður Guðbjartsdóttir
að lokum.
þar verulega við í framtíðinni, en
þessar framkvæmdir nú renna
enn fleiri stoðum undir það sem
fram kom í Bæjarblaðinu í des. sl„
þar sem fjallað var um hæpinn
hagnað Akurnesinga í að versla í
Reykjavík.
Þá hefur nú verið bætt við gjald-
keraborðum í versluninni og eru
þau nú fjögur og flýtir það mjög
fyrirafgreiðslu.
Verslunin Einar Ólafsson, eða
Einarsbúð, eins og hún er gjarnan
nefnd er nú elsta starfandi verslun
á Akranesi.
Trúlega hefur ekki farið framhjá
íbúum þessa bæjar, að til stendur
að við kjósum nýja bæjarstjórn 22.
maí n.k. Miklu bleki er úthelt til að
telja fólk (nú kallast fólk kjósendur)
trú um þetta eða hitt, og hefur
mörg spekin séð dagsins Ijós á
síðum flokksblaðanna á Akranesi
í hita leiksins. Útgáfa þessara
blaða er nú með frískasta móti
vegna kosninganna. Þessi blöð
eru skrifuð á talsvert mismunandi
hátt.
Skaginn er oft nánast einkamál-
gagn oddvita þeirra krata. Þar
endursþeglast hugsanagangur
leiðtogans. Og víst er að hann hef-
ur haldið málgagninu lifandi með
eigin kröftum um árabil. Enda eru
oft heimildir tilgreindar á þennan
hátt. „Samkvæmt heimild frá
Guðmundi Vésteinssyni í o.s.frv.
Aftur á móti virðist t.d. Ríkharður
ekki mikið á síðum Skagans, hvað
sem veldur, en ekki er það pláss-
leysi, því í 3. tbl. Skagans var stór
hluti blaðsins endurprentun úr
gömlum ræðum og bókum fólks
sem ekki stendur í víglínu A-list-
ans hér.
Magni, blað framsóknar, var
líka á sínum tíma mikið skrifað af
einum manni, Daníel Ágústínus-
syni, sem af alkunnri atorku hélt
blaðinu lifandi oft með hvössum
penna. Nú hefur Magni breytt um
svip. Ný kynslóð er tekin við stjórn
þar, „ungt fólk með ferskar hug-
myndir” segir blaðið. Þar stendur
allstór hópur að efni í blaðinu. Hjá
Magna virðist ekki skorta efni til
að moða úr, enda virðist aðstand-
endum B-lista liggja margt á
hjarta. Þau beita sér ákaft fyrir
ýmsum málum eins og t.d. smá-
bátahöfninni. Þar hafa verið settar
fram ákveðnar tillögur og teikning-
ar sem eru sniðnar eftir fjárhags-
getu og því raunhæfar. Einnig
samræmast þær vilja þeirra sem
málið varðar. Svona vinnubrögð
eru sjaldgæf hér, því miður. Ann-
ars standa mörg spjót á því fólki
sem að Magna stendur nú. Það
virðist liggja í loftinu að stefna
þess hafi óvenju greiðan meðbyr í
kosningaslagnum. Því reyna and-
stæðingar nú að grafa upp óvirð-
ingar sem venja hefur verið í kosn-
ingahríð. Slíkt ber ekki alltaf ár-
angur. Annars vekur það athygli
hve samtaka sá hópur er sem
stendur að B-lista og útgáfu
Magna. Enginn ágreiningur hefur
komið upp vegna röðunar í sæti
listans. Prjófkjörið batt aðeins þrjú
efstu sætin og almenn ánægja
með þá niðurstöðu að tvær dug-
miklar konur skuli skipa 2. og 3.
sæti á listanum. Þar gefst Skaga-
fólki kostur á að tryggja kvenþjóð-
inni verðuga fulltrúa I bæjarstjórn.
Því kona hefur ekki setið þar kjörin
í 40 ár. Annars er það víst yfirlýst
stefna B-lista fólks að gildi hvers
einstaklings ráðist af athöfn og
æði, en ekki kynferði, enda munu
fulltrúar B-lista skoða sig sem full-
trúa fólks, beggja kynja jafnt.
Framtak blað D-listans, er að
mörgu leyti á sama báti og Magni,
að þar skrifa margir efnið. Þar eru
höfundar oftast málefnalegir, lítið
um persónulegt hnútukast, gagn-
stætt því sem tíðkast í Dögun og
Skaga, þar sem persónuleg óvild
G. Vé. og Berta í garð annarra
bæjarfulltrúa er oft aðal uppistað-
an í skrifunum. Annars virðist það
lítið álitamál að þeir bæjarfulltrúar
sem láta persónufega óvild í ann-
ara garð ráða ferðinni við af-
greiðslu mála eins og tíðkast hefur
hér blygðunarlaust og opinbert,
eiga ekkert erindi í bæjarstjórn,
því þeir „legátar” sem ekki eru
menn til að stjórna skapi sínu svo
vel sé, þeir stjórna ekki annarra
málum af viti. Svo eru hér menn
sem beita þannig vinnubrögðum
hælast af þeim opinbert, og telja
sjálfa sig sjálfsagða og ómissandi
í bæjarstjórn og allt sem heitir op-
inber stjórnun. I Framtak skrifar
t.d. Guðjón Guðmundsson bæjar-
fulltrúaefni D-lista. Hans skrif eru
sérlega vönduð og öfgalaus. Með
því betra sem hér sést. Talsverð
keppni varð í prófkjöri um sætin
ofarlega á D-lista sem enginn þar
getur í dag ógnað veldi Valdimars.
D-listinn hefur ekki enn sett fram
neitt nýtt mál fyrir kosningarnar.
Dögun, blað G-lista hefur verið
að nokkru sér á báti. Það blað er
skrifað mikið af 1 -2 manneskjum í
hvert sinn. Síðasta kjörtímabil
voru skrif í Dögun oft í anda Gróu
sálugu frá Leiti og engum til sóma.
Félagi Engilbert er að sjálfsögðu
aðalpenni Dögunar. Ekki virðist
hann hafa úr of miklu efni að moða
yfirleitt. Hefur hann nú undanfarið
brugðið á það ráð að birta nokkur
heilsíðuviðtöl við tengdaföður
sinn, Jónas Árnason hinn mæt-
asta mann. Þá hefur Ragnheiður
Þorgrímsdóttir nú undanfarið út-
helt miklu blekflóði á síðum Dög-
unar. Hún skipar 2. sæti á G-lista.
Því lætur hún sem mest á sér bera
að hætti „stjörnuframbjóðanda”
og tjáir sig um útgangsop skolp-
ræsa vorra og inntaksmannvirki
neysluvatns og allt þar á milli og
hefur lausnir á hraðbergi á flestu,
svona almennt orðað. Svona
skyndisprettur gegnum öll málefni
bráðum 6000 manna bæjarfélags
er víst kallaður ,,að frambjóðand-
inn kynni sig”. Þá eru oft notuð
mörg orð til að segja nánast ekki
neitt. En hvað um það, þegar
kosningu lýkur í gamla skólahús-
inu við Skólabraut að kvöldi 22.
maí munu liggja fyrir í kjörkössun-
um vilji kjósenda um hverjir af
frambjóðendunum skuli fara með
umboð þeirra næstu 4 ár. Talning
atkvæða mun leiða í Ijós hverjir
það verða. Á meðan býðurmargur
með öndina í hálsinum og úrslitin
munu færa sumum gleði og öðr-
um sár vonbrigði. Kjósendur hafa
haft síðasta orðið og fellt sína
dóma og honum verður að hlýta,
því þetta er jú lýðræði í reynd.
Stefán Lárus Pálsson
\
Haraldur Bððv-
arsson með
mestan afla
Afli togaranna sem gerðir
eru út héðan frá Akranesi, var
sem hér segir frá áramótum
og fram til 11. maí sl.
Bjarni Ólafsson ......... 271
HaraldurBöðvarsson..... 1450
Krossvík.............. 1259
Óskar Magnússon........ 988
Sem fyrr teljum við
Bjarna Ólafsson með togur-
unum, þó svo að kannske
mætti kalla hann togbát.
Bjarn1 hefur að vísu ekki
stundað þessar veiðar eins
langan tíma og hinir, en við
látum afla hans fijóta hér með.
Einarsbúð eftir breytingarnar.
AUKIÐ RÝMI
í EINARSBÚÐ