Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 10.06.2015, Qupperneq 2

Fréttir - Eyjafréttir - 10.06.2015, Qupperneq 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. júní 2015 Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. ritstjóri: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is. blaðamenn: Gígja Óskarsdóttir - gigja@eyjafrettir.is Ásta Sigríður Guðjónsdóttir - asta@eyjafrettir.is Sæþór Þorbjarnarson. - sathor@eyjafrettir.is og Íþróttir: Guðmundur Tómas Sigfússon ábyrgðarmaður: Ómar Garðarsson. Prentvinna: Landsprent ehf. ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. Símar: 481 1300 og 481 3310. netfang: frettir@eyjafrettir.is. veffang: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppn­um,­Vöruval,­Herjólfi,­Flughafnar­versluninni,­ Krónunni, Kjarval og Skýlinu. Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum. Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir Sjávarútvegur leggur sitt í sameiginlega sjóði þjóðarinnar: Tekur til sín 41,5% af verðmæta- sköpun VSV umfram almennan rekstrar- og fjármagnskostnað :: Fær stærri hlut en launamaðurinn sjálfur :: Alls 340 stöðugildi 2014 Í samantekt sem kynnt var á fundinum (Aðalfundi Vinnslu- stöðvarinnar 2. júní) kemur í ljós að hið opinbera, ríki og sveitarfélag, tekur til sín 41,5% af verðmætasköpun Vinnslu- stöðvarinnar (VSV) umfram almennan rekstrarkostnað og fjármagnskostnað. Hlutur launafólks fyrirtækisins er 35,5%, hluthafanna 15% og lífeyrissjóða 8%. „Sagt á annan hátt: Ríki og sveitarfélag fá að jafnaði samtals í sinn hlut sem svarar til nær 700 þúsund króna á mánuði af verðmætasköpun hvers einasta starfsmanns VSV,“ segir í frétt frá VSV. Þessi ályktun var dregin af útreikningum KPMG á skattaspori VSV og tekur til allra greiðslna viðkomandi fyrirtækis til ríkis, sveitarfélaga og lífeyrissjóða, auk skatta sem innheimtir eru fyrir hið opinbera og skilað til þess. „Í þjóðfélagsumræðunni er því oft staðfastlega haldið fram að sjávarút- vegur landsmanna skili litlu til samfélagsins og sé jafnvel fremur þiggjandi en veitandi í þeim efnum. Skattasporið sýnir glöggt hve fráleit slík umræða er og víðs fjarri veruleikanum.“ Vinnslustöðin skapaði verðmæti sem námu 12 milljörðum króna árið 2014, rekstrartekjur, afkoma, umboðssölu, fjármunatekjur og söluhagnaður. Þessum verðmætum var ráðstafað á ýmsan hátt til samfélagsins: með launagreiðslum til starfsfólks, greiðslu launatengdra gjalda, kaupa á aðföngum, greiðslu veiðigjalda og annarra opinberra gjalda o.fl. Skattaspor Vinnslu- stöðvarinnar 2014 nam tæplega 2,9 milljörðum króna sem eru gjald- færðir og innheimtir skattar. Hjá VSV voru um 340 stöðugildi 2014. Launagreiðslur, að launa- tengdum gjöldum frádregnum, námu um þremur milljörðum króna, sem svarar til tæplega 26% fjárhagslegrar verðmætasköpunar fyrirtækisins. Veiðigjöld Vinnslu- stöðvarinnar námu nær sömu upphæð 2014 og öll lögboðin gjöld vegna starfsmanna og voru mun hærri en sem nam tekjuskatti af hagnaði fyrirtækisins. Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Skýringarmynd frá KPMG um hvernig fjárhagsleg verðmæti VSV 2014 skiptust í. grófum dráttum. Pæjumót TM hefst í dag, 650 ungar og efnilegar knattspyrnu- konur hafa lagt leið sína til Vestmannaeyja ásamt 150 þjálfurum og fararstjórum. Alls eru 76 lið sem keppa á mótinu frá 26 félögum. Veðurspáin lítur vel út næstu daga en búast má við smá vætu á föstudags- morgun, en stelpurnar munu eflaust ekki láta það á sig fá. Stelpurnar munu spila frá fimmtudegi til laugardags en ýmislegt annað verður gert en að spila fótbolta þessa daga. Diskó- sund, bátsferð, kvöldvaka, Idol keppni, landleikur og grillveisla. Pæjumót í Vestmannaeyjum hefur verið haldið síðan 1990 en 5. flokkur kvenna leikur á mótinu en það eru stelpur sem eru 11-12 ára. 650 stúlkur á Pæjumóti TM sem hefst í dag Vinnslustöðin (VSV) auglýsir eftir 1 til 2 háskólanemum til starfa Starfið er sumarvinna og felst í aðstoð við stjórnun, skráningar og utanumhald um rekstur félagsins í ýmsum deildum þess. Með starfinu gefst nemunum tækifæri á að kynna sér alla þætti sjávarútvegs, veiðar, vinnslu, sölu- og markaðsmál ásamt stýringu tækja og uppbyggingu véla og búnaðar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í sumar. Ef þú hefur áhuga á sjávarútvegi og hyggur á háskólanám í einhverjum af eftirtöldum greinum: • Verkfræði eða öðrum tæknigreinum. • Viðskiptafræði eða tengdum greinum s.s. markaðsfræði. • Matvælafræði, vöruþróun eða öðrum tengdum greinum. • Sjávarútvegsfræði eða öðrum greinum sem nýtast innan sjávarútvegsins. Skoðum allar umsóknir sem uppfylla ofangreind skilyrði með opnum huga. Áhugasömum nemum er boðinn styrktarsamningur á meðan á námi stendur. Í styrktarsamningi felst: • Peningastyrkur til nema á hverri önn. • Nemum tryggð vinna á námstíma. • Nemar vinni verkefni tengd sjávarútvegi í námi sínu. • Nemum tryggð vinna að námi loknu. Nánari upplýsingar veitir Lilja Björg Arngrímsdóttir, lilja@ vsv.is / 893-1144. Þú sækir um með því að senda tölvupóst á vsv@vsv.is. Umsóknarfrestur rennur út sunnudaginn 21. júní nk. Hafnargötu 2 | 900 Vestmannaeyjar | Sími 488 8000 vsv@vsv.is | www.vsv.is Fjórlitur 76c + 8m 100c + 65m + 30k Letur svart Fjórlitur 76c + 8m 100c + 65m + 30k OPNUNARTILBOÐ FIMMTUDAG - LAUGARDAGS TÖKUM AÐ OKKUR ÝMIS VERKEFNI TENGD OKKAR FAGI. GRAFÍSK VINNA, SAUMAVERKEFNI, FATABREYTINGAR ÁSAMT ÞVÍ AÐ SELJA OKKAR EIGIN VÖRUR. FIMMTUDAGINN 11.JÚNÍ14:00 - 18:00 VIÐ OPNUM WWW.FACEBOOK.COM/NOSTRAVERZLUN V ER Z L U N & V E R K S T Æ Ð I NOSTRA 2015 STOFNAÐ IC EL ANDIC DESIGN NOSTRA VERZLUN & VERKSTÆÐI VESTMANNABRAUT 33 Fjör á Cross- fitmóti Hressó í Skvísusundi Það vel tekið á Crossfitmóti Hressó í Skvísusundi á laugar- daginn. Óskar Pétur, ljósmynd- ari leit við. Hér er Gyða Arnórs á fleygiferð með ketilbjöllur og Hörður Orri bíður eftir að röðin komi að sér. – Rakel Hlyns yfirdómari fylgist með því að allt fari rétt fram.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.