Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 10.06.2015, Page 4

Fréttir - Eyjafréttir - 10.06.2015, Page 4
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. júní 2015 Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagur: kl.20.30 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.23.30 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 >> Smáauglýsingar Matgæðingur vikunnar Landakirkja Fimmtudagur 11. júní: Kl. 20.00. Æfing hjá kór Landa- kirkju. Sunnudagur 14. júní: Kl. 11.00. Messa á öðrum sunnu- degi eftir þrenningarhátíð. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Sr. Guðmundur Örn prédikar og þjónar fyrir altari. Miðvikudagur 17. júní, Þjóðhá- tíðardagurinn: Kl. 11.00. Helgistund á Hraun- búðum. Viðtalstímar presta eru þriðjudaga til föstudaga milli 11.00 og 12.00. Vatktsími: 488-1508 Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur kl. 20:00 Bænastund. Sunnudagur kl. 11:00 Lilja Óskarsdóttir prédikar, lesin verður raunveruleg saga fólks sem sætir ofsóknum um þessar mundir, söngur, kaffi og spjall. Allir hjartanlega velkomnir. Kirkjur bæjarins: Aðvent- kirkjan Laugardagur Kl. 12:00 Samvera. Allir velkomnir. Eyjamaður vikunnar Er áhugamálasjúkur Ágúst Halldórsson er frumkvöðull- inn af stofnun Karlakórs Vest- mannaeyja sem þreytti frumraun sína á sjómannadaginn. Ágúst er nýr gjaldkeri sjómann0adagsráðs og stóð sig með stakri prýði sem kynnir á bryggjufjöri á laugardaginn og hefur verið ráðinn þar ævilangt. Nafn: Ágúst Halldórson. Fæðingardagur: 26. apríl 1985. Fæðingarstaður: Græna flísalagða herbergið á þriðju hæðinni á Sjúkra- húsi Vestmannaeyja. Fjölskylda: Við erum orðin fjögur. Konan mín Guðbjörg Erla Rík- harðsdóttir, Emilíana Erla Ágústs- dóttir og nýjasti meðlimurinn, Sveinn Jörundur Ágústsson. Ég er að reyna að fá það í gegn að sletta í þriðja krakkann sem fyrst og geta síðan farið í “herraklippingu”. Draumabíllinn: Á hann nú þegar, rauður Austin Mini með hvítum sportröndum og hvítum topp. Uppáhaldsmatur: Skata. Versti matur: Þoli ekki matvendni. Uppáhalds vefsíða: Youtube. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Er búinn að hlusta mikið á fyrstu plötu Gísla Pálma síðasta mánuðinn, einnig er ég mikið búinn að vera að youtube-a karlakóra íslenska og erlenda. En heilt yfir er ég mjög breskur í tónlistarvali, Bítarnir, Peter Doherty, Oasis, Arctic Monkeys og svo framvegis. Síðan hlýnar í hjarta við að heyra Eyjalögin og tala nú ekki um þegar Vigga í Bankanum syngur þau. Aðaláhugamál: Er áhugamála- sjúkur sem lýsir sér þannig að ég fæ óstjórnlega mikinn áhuga á einhverju, les allt um áhugamálið, kaupi allt í kringum það, stunda það af miklum áhuga og síðan eins og hendi sé veifað þá hverfur áhuginn og ég sit uppi með fullt af drasli sem ég hef engan áhuga fyrir. Ég væri að ljúga ef ég myndi ekki segja að þetta færi svolítið í taugarnar á Guðbjörgu minni. En sem betur fer er hún byrjuð að stjórna mér betur þegar ég fæ áhugann, sest niður með mér og segir eitthvað eins og: “hugsaðu þetta alla leið” eða “heldur þú virkilega að þú þurfir að eiga snjóbretti og fimm metra flugdreka í Vestmannaeyjum”. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Manninn sem barnaði Maríu mey og hún sá sig tilkomna til að verja og segja að heilagur andi hafi barnað sig sem Jósef trúði. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Uppáhalds íþrótta- maðurinn minn er enginn annar en boccia landsliðsmaðurinn okkar Gunnar Karl Haraldsson og mitt íþróttafélag er Manchester City, Innsigling FC og auðvitað er ég Þórari. Ertu hjátrúarfull/ur: Svona bæði, veðja aldrei stórum fjárhæðum á leiki ef Himmi “asía” Björnsson segir eitthvað öruggt þegar maður veit að hann er kominn í bjórinn. Stundar þú einhverja hreyfingu: Já, lyfti mikið um borð í Álsey undir handleiðslu Daða Ólafssonar. Sem er alveg ljónharður. Uppáhaldssjónvarpsefni: Heimildarmyndir, helst um mannlegt atferli og afhverju við gerum það sem við gerum. Sjómenn eru: Burðarstólpar þessa lands. Erfiðast við að vera sjómaður: Fjarveran. En skemmtilegast: Frelsið, finna vindinn leika um hrjóstugan vanga sinn og sigla inn í höfn með fullt skip. Hvers vegna datt þér í hug að stofna karlakór Vestmannaeyja: Veit það ekki, ég fæ mikið af góðum hugmyndum í kollinn á hverjum degi. Þessi hitti bara naglann á höfuðið og ásamt hrikalega flottum peyjum á öllum aldri náðum við að hóa saman og stofna Karlakór Vestmannaeyja. Finnst þér gaman að syngja: Já, mamma söng mikið fyrir mig í gamla daga og líður mér eins og ég sé í hlýju faðmlagi móður minnar þegar ég syng. Ætlar þú á þjóðhátíð: Já það ætla ég að gera. Hef þrisvar verið á sjó yfir þjóðhátíð og reynir maður að komast í frí ef maður getur. Pétur Eyjólfsson vill vera á sjó yfir þjóðhátíðina fyrir mig og vildi koma því á framfæri hér. Eitthvað að lokum: Ég vil koma þökkum á ykkur öll sem komuð og gerðuð sjómannadagshelgina að þeirri glæsilegustu í ára raðir. Ég skora svo á Eyjapeyja á öllum aldri að koma í kórinn, þetta er frábær félagsskapur og rosalega gaman. ágúst Halldórsson er Eyjamaður vikunnar Ég þakka mömmu fyrir áskorunina en hún hefur nú verið mín fyrirmynd í matargerð. Ég ætla að bjóða upp á svínalund á grillið, en ef það rignir óvart eins og stundum gerist, er ekkert mál að henda henni í ofninn. Kryddlegin svínalund 2 svínalundir. 3 hvítlauksrif. Nýmalaður pipar. 1 ½ dl soyasósa. 1 dl matarolía. 1 msk Worchestershiresósa. Nokkrir dropar Tabascosósa. Merjið hvítlauksrifin og hrærið öllu saman. Látið svínalundirnar liggja í kryddleginum í klukkutíma (mega vera lengur). Glóðið á útigrilli eða steikið snöggt á pönnu og látið svo í ofn þar til kjötið er eldað í gegn en alls ekki of lengi (miðlungs svínalund er u.þ.b. 20 mínútur í ofni). Köld sósa með kjötinu: 200 g sýrður rjómi. 1 dl majones. ½ dl ferskur graslaukur. ½ dl fersk steinselja. ¼ dl ferskt dill. Tabascosósa. Worchestershiresósa. Saxið kryddjurtirnar og hrærið öllu saman (þurrkaðar kryddjurtir ganga líka alveg í stað ferskra, en nota þarf þá minna af þeim). Best er að láta sósuna standa í ísskáp í klukkutíma. Með þessu er gott að hafa sætkartöflusalat með rúsínum: 600 g sætar kartöflur. 2-3 msk ólífuolía. 1 tsk Maldon salt. ½ tsk pipar. Hitið ofninn í 180°C og skerið kartöflurnar í munnbita, setjið ólífuolíu, salt og pipar á þær og bakið í um 30 mínútur. 2 cm bútur blaðlaukur. 2 msk söxuð steinselja. 2 msk saxaður kóríander (má sleppa). 4 msk ólífuolía. 2 msk hunang. 1 msk balsamedik. 1 msk sítrónusafi og 2 msk. Appelsínusafi. 3 msk rúsínur (eða döðlur, trönu- ber). 50 g pekanhnetur. Örlítill kanill. ½ tsk Maldon salt. Saxið blaðlauk og kryddjurtir og blandið svo öllu saman og hellið yfir kartöflurnar þegar þær koma úr ofninum. Ég ætla að skora á blakvinkonu mína, hana ninu Önnu Dau, sem hristir örugglega eitthvað fram úr erminni með þýsku ívafi. Kryddlegin svínalund og sætkartöflusalat Andrea Elín Atladóttir er matgæðingur vikunnar Herbergi óskast Herbergi óskast til leigu í sumar. Uppl. í s. 694-4556. ------------------------------------------- Íbúð óskast um þjóðhátíð Er einhver húsráðandi í Vestmanna- eyjum sem leigir út herbergi og getur leigt dætrum mínum tveim 24 og 26 ára og kærasta annars þeirra sem er 24 ára í tvær nætur. Þessir einstaklingar eru mjög áreiðanlegir og ekkert vesen sem fylgir þeim það get ég alveg ábyrgst. Þau geta vel verið í einu herbergi ef rúmpláss er fyrir 3. Koma laugardaginn 1. ágúst um miðjan dag og ætla að upplifa þjóðhátíð og fara aftur mjög seint á sunnudagskvöld tilbaka. Þau eru öll háskólanemar tvö erlendis og önnur stelpnanna hér heima. Þætti vænt um að heyra frá þeim sem gæti hjálpað til gegn eðlilegu leiguverði. Uppl. í mínum síma 899 0560 Ingibjörg eða á igu@primeraair.com. ------------------------------------------- Tuðra til sölu Harðbotna tuðra (5,2 m) með Suzuki 90 hestafla fjórgengis mótor og kerru. Báturinn er keyptur haustið 2010 og er vélin keyrð um 50 klst. Áhugasamir hringi í 694 1006 eða 898 9888. Verð tilboð. ------------------------------------------- Sjónvarp til sölu 42“ Panasonic flatskjár, 10 ára gamalt, vel með farið. Bara einn búinn að horfa á það. Verðhugmynd kr. 50 þús. Uppl. í s. 481-1728 eða 899-2598. Viðar Togga. ------------------------------------------- Eyjafréttir vilja eindregið hvetja brúðhjón til að senda inn mynd til birtingar sem og foreldra nýrra Eyjamanna. Myndir og upplýsingar sendist á frettir@eyjafrettir.is Börn og brúðhjón Flugfélagið Ernir gerði smá mistök á föstudag þar sem tveir farþegar komust ekki með seinni parts vélinni. Þeir voru hinsvegar fljótir að bjarga málunum og fengu þær útsýnisflug til Eyja með fjögurra sæta vél. Ber að virða þessa góðu þjónustu sem þeir sýndu og þakka fyrir. guðgeir matthíasson Hrósa skal því sem vel er gert Stimplar Ýmsar gerðir og litir Eyjafréttir Strandvegi 47 | S. 481 1300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.