Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 10.06.2015, Síða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 10.06.2015, Síða 11
11Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. júní 2015 Aftur á Frigg Árið 1991 réði ég mig á Þórunni Sveinsdóttur (nú Suðurey) sem þá kom ný til Eyja. Skipstjóri var sá mikli aflamaður Sigurjón Óskars- son. Afskaplega vandaður skipstjóri í alla staði og stóð allt sem hann sagði. Vorum á ísfiski um haustið en um áramót var Þórunni breytt í frystitogara. Um vorið 1992 byrjuðum við á frystingu en ég fann mig aldrei í frostinu, hafði reynt það fyrir norðan á Siglfirðing SI 150 og ekki líkað útiverurnar. Þá réði ég mig á mitt gamla skip Frigg en þá hafði Óskar á Háeyri keypt hana og gerði út fram á haust þegar hún fór í breytingar í Skipalyftunni og varð Frár VE 78 sem hún er í dag. Það voru mikil forréttindi að vera með Óskari. Óskar á Háeyri einstakur maður Óskar á Háeyri formaður á Frá er einn mesti karakter sem ég hef siglt með. Þolinmæðin með eindæmum og húmorinn alveg einstakur. Eins og Eyjamenn vita kviknaði tvisvar í veitingastaðnum Skútanum með stuttu millibili. Einhverju sinni eftir seinni brunann var Skari á Háeyri og einhverjir fleiri á Skútanum að gera sér glaðan dag. Þar kom blökku- maður að afgreiða þá með brenni- vínið. Skari tók manninn tali og komst að því að hann talaði ágætis íslensku og spurði svo blámann: „Lentir þú í báðum brununum vinur“. Svona var Skari, sá lífið einhvern öðruvísi er aðrir og svo einfalt. Eitt sinn vorum við búnir að taka síðasta halið austur á Vík í rjómablíðu og allt orðið fullt. Áhöfnin í aðgerð og kallinn búinn að setja á fulla ferð til Eyja. Þá er slegið af eftir 20 mínútur og við héldum að nú ætlaði kallinn að fara að kasta aftur þó allt væri fullt. Nei þá kallaði hann okkur uppá dekk og við vorum staddir rétt austan við gatið í Dyrhólaey og við hugsum að nú sé kallinn kominn með rugluna, keyrir uppí harða land og stoppar þar! En þá kom „þetta er bara svo fallegt strákar að þið verðið að sjá þetta“. Sögur og skrautlegir karakterar Svona var þetta stundum. Skari var mikill sögumaður og oft var setið í borðsalnum yfir kallinum langt fram á nótt. Leysti hann einu sinni af klukkan hálf ellefu um kvöld. Fór niður um eitt um nóttina til að ræsa í hífop, þá var kallinn með alla peyjana í sögustund. Við hífðum og það var lítið í. Eftir aðgerðina um klukkutíma seinna var kall kominn aftur í borðsalinn í meiri sögustund. Þetta voru skemmtilegir tímar um borð í Frá VE og margir skrautlegir karakterar þar um borð. Nefna skal ég nokkra. Tryggvi beikon, vélstjóri. Júlli kokkur en hann og Tryggvi elduðu oft grátt silfur saman. Árni Marz, vélstjóri eða Massinn eins og við kölluðum hann. Gústi Lása, stýrimaður. Gylfi heitinn Úra sem kallaður var Polli róni því hann datt einu sinni í það með áhöfninni. Ómar Sveins, Tói Vídó, Sigmar Þröstur markmaður og fleiri og fleiri. Það væri hægt að skrifa marga hillumetra af sögum af þessum snillingum en við látum það bíða betri tíma. Á frosti á Hampiðjutorginu En aftur að fyrstu skuttogurunum. Á þessum fyrstu skuttogurum okkar var blóðgað og rist fyrir uppúr móttökunni í sérstök blóðgunarkör sem sjór var á. Þessi kör sem voru þrjú, tóku allt að tvö til þrjú tonn hvert. Svo var slitið innanúr áður en fiskurinn fór í þvottatromlu og þaðan í lestina og settur í 90 lítra kassa, 60 kg af fiski í hverjum kassa. Það veitti ekki af þessum 16 köllum þegar vel fiskaðist. Allir komu í aðgerð þegar mest gekk á eins og í grálúðunni á Hampiðju- torginu. Þá voru yfirleitt alltaf tveir kallar í trolli uppá dekki. Það var alltaf rifið. Um 1980 var fækkað um einn á togurunum, annan vélstjóra og þar eftir vorum við alltaf 15 á. Of langt gengið í fækkun Nú eru blikur á lofti um mönnun fiskiskipa og útgerðarmenn hafa gengið alltof langt í fækkun á mannskap. Dæmi eru um að menn hafi ekki komist frá störfum sínum til að hlúa að slösuðum manni. Það er enginn til að taka við ef eitthvað fer úrskeiðis og ef eitthvað getur farið úrskeiðis gerist það einhvern- tímann, eins og sjómenn þekkja. Kjarasamningurinn okkar er misnotaður herfilega til að spara nokkrar krónur á kostnað öryggis sjómanna. Þessu verðum við að breyta með öllum ráðum. Til að byrja með verðum við að krefjast lágmarksöryggismönnunar. Hún ætti að vera þannig að hvert skip sé tekið út með tilliti til öryggis áhafnar. Þá er ég líka að tala um lágmarkshvíld, því eins og dæmin sanna hafa sjómenn sofnað við stýrið, menn eru vansvefta með hörmulegum afleiðingum. Þessu verður að fylgja eftir áður en verra hlýst af. Hvernig við snúum þessari þróun við er svo spurning. Gerum við það með ákvæðum í kjarasamn- ingi eða með því að krefjast nýrra laga um mönnun skipa sem myndi lúta opinberu eftirliti og þá sérstakri mönnunarnefnd sem tæki á deilumálum um mönnunina? Fiskverðsmálin óskiljanleg Fiskverðsmálin eru svo sér kapítuli og eiginlega óskiljanlegt að þau séu í þeim farvegi sem þau eru, í þjóðfélagi sem vill kenna sig við frelsi á öllum sviðum. (Bara ef það hentar mér.) Þetta verðum við að skoða mjög vandlega og krefjast úrbóta og vera harðir á því. Eins er með hin ýmsu mál sem við höfum dregist afturúr öðrum stéttum með, vegna þess að samningar sjómanna hafa verið lausir í bráðum fimm ár. Einhver samtöl hafa átt sér stað um nýjan kjarasamning en sú vinna gengur hægt. En orð eru til alls fyrst og við skulum líta til framtíðar með bjartsýni í huga. Við náðum kjarasamningi við Landssamband Smábátaeigenda LS árið 2012. Nokkuð merkur áfangi að mínu mati. Nokkur ágreiningur hefur verið um túlkun á ákvæði samningsins um skiptaprósentur og hvort útgerðarmönnum sé heimilt að draga frá olíukostnað áður en til skipta kemur. Risu málaferli útaf þessu og þar höfðu sjómenn fullan sigur í Hæstarétti. Stöndum á rétti okkar Á síðustu misserum hafa fallið tveir dómar um veikinda- og slysarétt sjómanna sem eru í skiptikerfi. Þessi mál voru í nokkurri óvissu vegna tveggja mismunandi dóma sem fallið höfðu áður. Tveir nýjustu dómar Hæstaréttar taka af allan vafa um þessi mál og eru mjög skorin- orðir og ekki hægt að misskilja þá. Eitthvað ætla útgerðarmenn að skirrast við að gera upp veikinda- og slysarétt sjómanna samkvæmt þessum nýju dómum. Ætla að mæta af fullri hörku og gera upp eftir sínu höfði. Ég skora á sjómenn að standa saman gegn þessum aðferðum, hafa samband við sitt félag ef einhver vafi er á réttu uppgjöri. Samþjöppun áhyggjuefni Ég hef nokkrar áhyggjur af því ástandi sem hefur skapast í íslenskum sjávarútvegi með samþjöppun aflaheimilda, kross- eignatengslum stóru fyrirtækjanna í hvort öðru og fyrirtækjum tengdum sjávarútveginum. S.s. eigna- tengslum útgerðanna í fiskmörkuð- unum. Við verðum að spyrna við fótum og gera upp við okkur hvort þessi tengsl séu eðlileg. Það er ekki sjálfgefið að íslenskir sjómenn segi já og amen við hverju sem er. Að lokum óska ég öllum ís- lenskum sjómönnum og fjöl- skyldum þeirra til hamingju með Sjómannadaginn, hátíðisdag íslenskra sjómanna. Og kærar þakkir Eyjamenn fyrir að fóstra mig þessi 26 ár, er betri maður fyrir vikið. Takk fyrir mig. Starfsemi stéttarfélaga hefur breyst mikið á undanförnum árum og er þjónustan stöðugt að aukast. Það er ekki bara spurn- ing um laun og kjör og að standa vaktina gagnvart atvinnurekend- um. Í dag koma félögin inn á miklu fleiri þætti eins og t.d. rekstur orlofshúsa og íbúða og nú er hægt að fá keypta flugmiða á hægstæðu verði hjá félaginu og far með fullum afslætti með Herjólfi án þess að þurfa að punga út tugum þúsunda. Þessu fékk blaðamaður að kynnast þegar hann ræddi við Þorstein Inga Guðmundsson sem tók við starfi formanns Sjómannafélagsins Jötuns þann fyrsta júní sl. Hann tekur við af Valmundi Valmundssyni sem nú er formaður Sjómannasambands Íslands. Fyrsta verkefnið var undirbúningur Sjómannadagsins eða öllu heldur Sjómannahelgar- innar því nú standa hátíðahöldin frá fimmtudegi til sunnudags. Það er ekki annað hægt að segja en að vel hafi tekist til og að veðurguðirnir hafi verið sjómönnum hagstæðir um helgina. Sennilega átt það inni eftir erfiða vertíð. „Mitt starf er líka að sjá um reksturinn á Alþýðuhúsinu þar sem skrifstofur félagsins eru. Núna erum við að klára að gera klárt fyrir fund á vegum VR sem haldinn verður í hádeginu á morgun og svo verða Eykyndilskonur með kaffiveitingar hér á Sjómannadaginn,“ sagði Þorsteinn þegar blaðamaður ræddi við hann á fimmtudaginn í síðustu viku. Þorsteinn bjó í Reykjavík frá 2000 en var hér áfram til 2008. Strengurinn slitnaði ekki því hann kom fyrst inn í stjórn Jötuns 1976 og var varamaður á meðan hann bjó uppi á landi. „Það var mitt hlutverk að sjá um íbúðirnar sem félagið á í Reykjavík. Sjá um viðhald og afhenda fólki lykla sem tekur þær á leigu allt frá einni nótt upp í eina viku. Það eru ekki bara félagsmenn sem nýta sér íbúðirnar. Þær standa öðrum opnar þegar þær eru lausar sem kemur sér vel, ekki síst fyrir fólk sem er að leita sér læknisaðstoðar og þarf húsaskjól í eina nótt. Nú taka Valmundur og Bogga, Björg Sigrún Baldvinsdóttir, við þessu hlut- verki,“ sagði Þorsteinn sem lýsti þessu sem erilsömu en um leið þakklátu starfi. „Það má segja að formannsstarfið hjá Jötni sé tvöfalt, annars vegur að fara fyrir stjórn félagsins og hafa yfirumsjón með daglegum rekstri og svo hins vegar reksturinn á Alþýðuhúsinu. En ég er ekki einn, kletturinn í þessu er Hulda B. Skarphéðinsdóttir sem starfað hefur hjá félaginu frá 2006. Ég kem líka að Sjómannadagsráði þar sem eru að koma inn ungir og öflugir menn. Það sem snýr að félagsmönnum eru ýmis álitamál sem koma upp. M.a. vegna slysa og veikinda sjómanna. Þeir eiga rétt á bótum úr sjúkrasjóði félagsins en í hann rennur eitt prósent af öllum tekjum félagsmanna. Við höfum það hlutverk að koma þessum peningum út því það hefur engan tilgang að sjóðurinn safni peningum. Það sem manni kannski svíður mest er að nú geta konur ekki fætt börn í Vestmannaeyjum. Það er mikill kostnaður fyrir þá sé hér búa og sjómenn finna fyrir því eins og aðrir. Ég veit dæmi þess að sjómaður varð fyrir vinnutapi upp á hálfa milljón sem er ansi hár aukaskattur á okkur Eyjamenn.“ Til að létta undir með félags- mönnum hefur Jötunn og reyndar fleiri stéttarfélög í bænum keypt mikið magn flugmiða af Flugfélag- inu Erni á góðum afslætti sem þeir selja svo félagsmönnum á sama verði. „Þá kaupum við aflsáttarkort af Herjólfi og getur fólk keypt miða hjá okkur eins og það þarf í hverja ferð. Nóg er það nú dýrt samt að komast hér á milli. Fjölskylda sem fer í Þorlákshöfn og tekur klefa er að borga yfir 20.000 krónur bara til þess eins að komast upp á þjóðvegi landsins. Ansi hár skattur þó að fólk nýti sér 40 prósent afsláttarkortin. Þarna teljum við okkur vera að létta fólki að sækja eðlilega þjónustu uppi á landi og að komast af og til í frí. Með þessu og að bjóða upp á íbúðir á góðu verði í Reykjavík má segja að við séum að sjá um þjónustu sem ríkið ætti að sinna“ Þorsteinn segist taka við góðu búi af Valmundi sem hafi byggt upp góð tengsl við sjómenn sem sé nauðsynlegt fyrir stéttarfélag ætli það að standa undir nafni. „Það á ekki síst við um yngri mennina sem eru að verða meðvitaðri um gildi félagsins. Finnst það orðið skipta máli. Stéttarvitund er grundvallar- atriði ætli menn eða ná árangri í að ná sínum málum fram,“ segir Þorsteinn en hvað er efst á baugi í hagsmunamálum sjómanna í dag? „Það er númer eitt, tvö og þrjú að koma á samningum við sjómenn sem hafa verið samningslausir í fjögur ár. Það á aldrei slaka á í öryggismálum. Þó margt hafi áunnist í þeim efnum erum við að sjá alvarleg slys á yngri mönnum. Síðasti vetur var mjög erfiður og hættan er alltaf mest við þær aðstæður. Að menn uggi ekki að sér ef eitthvað fer úrskeiðis. Ef slys verða kemur sjúkrasjóðurinn að góðum notum svo höfum við líka aðgang að mjög hæfum lögfræð- ingum sem sjá strax hver réttur manna er eftir slys.“ Hvernig sérðu framtíðina hjá Jötni? „Ég er mjög sáttur við stöðuna eins og hún er og við munum halda áfram að sækja. Það eru mörg verkefni framundan og hingað koma margir. Það sýnir góðan hug manna til félagsins og með þetta bakland á félagið að geta staðið undir væntingum sem félagsmenn og samfélagið allt gerir til þess. Og ég mun ekki láta mitt eftir liggja,“ sagði Þorsteinn að endingu. Þorsteinn Ingi Guðmundsson :: Nýr formaður Sjómannafélagsins Jötuns: Númer eitt, tvö og þrjú að koma á samningum :: Hafa verið samningslausir í fjögur ár :: Það á aldrei slaka á í öryggismálum :: Enn verða alvarleg slys Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.