Fréttir - Eyjafréttir - 10.06.2015, Síða 16
B
ir
ti
st
m
eð
fy
ri
rv
ar
a
um
in
ns
lá
tt
ar
vi
ll
ur
o
g
m
yn
da
br
en
gl
Opið Mán-fös kl. 7.30-19.00 / Lau. kl. 10-19 / Sun kl. 11-19
Vikutilboð
SuShi frá osushi
Kemur til okkar föstudaga kl. 17.30
Tökum niður pantanir !
S ími 481-1300 : : f re t t i r@ey ja f re t t i r. i s
Eyjafréttir
Vinnslustöðin hf. (VSV) skilaði 7,2
milljóna evra hagnaði eftir skatta
á árinu 2014, jafnvirði 1140
milljóna króna. Á árinu 2013
nam hagnaður félagsins 11,5
milljónum evra eða um 1760
milljónum króna. Þetta kom fram
á aðalfundi VSV í síðustu viku.
Guðmundur Örn Gunnarsson,
stjórnarformaður sagði í skýrslu
stjórnar að í ljósi loðnubrests í
fyrra yrði að segjast að afkoma
félagsins hafi verið vel viðunandi.
Samþykkt var á aðalfundinum að
greiða hluthöfum, 247 talsins, alls
8 milljónir evra í arð, jafnvirði
tæplega 1200 milljóna króna.
Arður sem hlutfall af markaðs-
hlutdeild hlutafjár er rétt rúm sex
prósent.
Mikið er framundan hjá Vinnslu-
stöðinni. Nýr togari er í smíðum í
Kína, Breki VE, og gert ráð fyrir að
hann verði afhentur vorið 2016. Þá
hefur VSV keypt tvö skip af HB
Granda, Ingunni AK og Faxa RE,
sem nefnd verða Ísleifur VE og Kap
VE. Með í kaupum fylgdu aflaheim-
ildir í loðnu sem svarar til 0,7% af
heildarkvótanum. Hlutdeild VSV í
heildarkvóta loðnu er þar með
kominn í um 11%.
„Allar þessar ráðstafanir efla
félagið og treysta stoðir þess. Þær
sýna líka að hér ríkir hreint engin
kyrrstaða, heldur góður stígandi í
uppbyggingunni í anda málsháttarins
góða „sígandi lukka er best,“ sagði
Guðmundur Örn.
Þá kom fram að hafnar eru
framkvæmdir við tvo hráefnisgeyma
á athafnasvæði VSV og fljótlega
verður boðin út stækkun frysti-
geymslu félagsins á Eiði. Ný
mjölgeymsla er á teikniborðinu og
nýtt uppsjávarfrystihús sömuleiðis.
Komið var inn á viðskiptahindranir
rússneskra stjórnvalda gagnvart
íslenskum fyrirtækjum og sagðar eru
tæknilegar. Þær hafa leitt til þess að
útflutningur til Rússlands hefur í
reynd stöðvast. VSV hefur brugðist
við þessu með því meðal annars að
stækka og þétta sölunet sitt í öðrum
álfum, einkum í Japan, Kína og
Bandaríkjunum.
Veiðigjöld hafa margfaldast
Vinnslustöðin greiðir 519 milljónir
króna í veiðigjöld til ríkisins á
yfirstandandi fiskveiðiári og áætlar
að greiða 865 milljónir króna vegna
næsta fiskveiðiárs. Er það marg-
földun því fiskveiðiárið 2011 til 2012
greiddi félagið 192 milljónir króna í
veiðigjöld.
VSV höfðaði mál gegn ríkinu vegna
sérstaka veiðigjaldsins, sem félagið
telur að brjóti gegn stjórnarskránni.
Málflutningur verður að líkindum í
september 2015.
VSV höfðaði annað mál gegn ríkinu
á grundvelli álits frá Umboðsmanni
Alþingis. Það mál var þingfest núna í
apríl og bíður greinargerðar ríkisins.
Þar lætur félagið reyna á skaðabóta-
skyldu vegna þess að þáverandi
sjávarútvegsráðherra sniðgekk lög
við úthlutun aflaheimilda í makríl, að
áliti Umboðsmanns Alþingis.
Íris Róbertsdóttir var kjörin í
aðalstjórn VSV í stað Páleyjar
Borgþórsdóttur. Íris var áður
varamaður stjórnar. Endurkjörin voru
í aðalstjórn Guðmundur Örn
Gunnarsson, Einar Þór Sverrisson,
Guðmundur Kristjánsson og Rut
Haraldsdóttir. Guðmunda Áslaug
Bjarnadóttir var kjörin ný í varastjórn
og Eyjólfur Guðjónsson endurkjörinn
í varastjórn.
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is
Aðalfundur VSV fyrir árið 2014 :: Viðunandi afkoma
:: Þrátt fyrir loðnubrest:
Hagnaður 620 millj-
ónum minni en 2013
:: Arðgreiðsla 1200 milljónir :: Togari í smíðum
:: Nýr Ísleifur og Kap :: Heildarkvóti í loðnu í um 11%
Brúðkaup
í Kafhelli
Á laugardaginn var heldur óvenju-
legt brúðkaup en Sigurjón og Lovísa
létu gefa sig saman í Kafhelli í
eyjunni Hænu. Ribsafari flutti
brúðhjónin ásamt Sæunni Magnús-
dóttir fulltrúa sýslumanns og gestum
í hellinn og gaf Sæunn brúðhjónin
saman. Hilmar Nínon og Alma
Eðvaldsdóttir voru svaramenn.
Þetta er annað brúðkaupið sem fer
fram í bát Ribsafari en einnig hafa
tvö bónorð verið borin upp í bátum
fyrirtækisins.
LU Prince kex 300 gr
verð nú kr 348,-
verð áður kr 438,-
Jacobs Club Orange
verð nú kr 298,-
verð áður kr 388,-
Gevalía kaffi 500 gr
verð nú kr 798,-
verð áður kr 998,-
Svali 3x0,25 ltr
verð nú kr 188,-
verð áður kr 218,-
Hellema kex 300 gr
verð nú kr 198,-
verð áður kr 298,-
Milka súkkulaði 100 gr
verð nú kr 199,-
verð áður kr 298,-
Nýjungar frá SS