Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2015, Qupperneq 1
Eyjafréttir
Fyrirsögn >> ??
Aldrei hafa fleiri skemmtiferðaskip
haft viðkomu í Vestmannaeyjum en á
þessu sumri. Í fyrra voru þau 21
talsins en í ár eru þau nær tvöfalt
fleiri eða samtals 39. Samkvæmt
upplýsingum sem Ólafur Jónsson,
hafnarvörður hjá Vestmannaeyjahöfn,
lét Eyjafréttum í té, hafa í sumar
komið hingað 34 skemmtiferðaskip
og 8.795 farþegar hafa komið af
þeim í land. Af þessum 34 skipum
voru sex sem sigldu framhjá þar sem
ekki var hægt að afgreiða þau vegna
óhagstæðra veðurskilyrða. Enn á eftir
að bætast við þann farþegafjölda sem
stígur á land í Eyjum þar sem fimm
skip eiga enn eftir að koma hér við,
eitt þeirra á morgun, fimmtudag og
annað á laugardag. Er ekki ólíklegt
að farþegafjöldinn eigi eftir að fara
hátt í tíu þúsund manns. Þau
skemmtiferðaskip, sem væntanlega
munu hafa hér viðdvöl á næstunni
eru:
13. ágúst Rotterdam
15. ágúst Ocean Diamond
23. ágúst Silver Cloud
31. ágúst Ocean Nova
28. sept. Sea Spirit
>> 10kliFu hæstu tinda
Vestmannaeyjum 12. ágúst 2015 :: 42. árg. :: 32. tbl. :: Verð kr. 450 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is
okinawa stóð
undir væntingum >> 8 >> 12Ekki Þöggun
Ferðamenn hafa aldrei verið fleiri í
Vestmannaeyjum en í júlí þegar
metfjöldi tók sér far með Herjólfi. Á
það líka við aðra flutninga með
skipinu, þeir eru mun meiri en á
síðasta ári.
Alls voru 74.036 farþegar með
Herjólfi í júlí á móti 59.808 í júlí
2014. Er aukningin 14.228 farþegar
eða 23,8 prósent. Rútum fjölgaði úr
151 í 190, bílum úr 10.867 í 12.496
og vögnum úr 311 í 322. Fyrra metið
var í júlí 2012 en þá voru farþegar
66.912 og bílar 11.862.
„Þetta er mjög ánægjuleg þróun og
við höfum mætt auknum áhuga
ferðafólks að koma hingað með því
að fjölga ferðum,“ sagði Gunnlaugur
Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs í
Vestmannaeyjum. „Herjólfur siglir
nú það sem eftir er sumaráætlunar 40
ferðir í viku og hafa þær aldrei verið
fleiri í áætlun skipsins.“
Skemmtiferðaskip
aldrei fleiri en í sumar
Sigurgeir jónSSon
sigurge@internet.is
Á fimmtudaginn lá hollenska skemmtiferðaskipið Ryndam á Klettsvíkinni. - Mynd: Óskar Pétur.
Metfjöldi farþega
með Herjólfi