Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2015, Side 4

Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2015, Side 4
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 12. ágúst 2015 AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagur: kl.20.30 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.23.30 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 Eyjamaður vikunnar Hefur haldið 27 einka- og samsýningar Steinunn Einarsdóttir er ein fjölda kvenna sem haldið hefur sýningu á verkum sínum í sumar. Hún opnaði sýningu sína 30. júlí í Einarsstofu í Safnahúsinu, sýningu sem hún kallar Út og suður og alls staðar. Hún varð 75 ára 19. júlí síðastliðinn og er Steinunn Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Steinunn Einarsdóttir. Fæðingardagur: 190740 3669. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Dóttir og þrjú barnabörn í Ástralíu. Draumabíllinn: Ferrari Uppáhaldsmatur: Allt gott. Versti matur: Enginn. Uppáhalds vefsíða: http://steinu.blogspot. com Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Happy tónlist. Aðaláhugamál: List. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Jesús. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar. Uppáhalds íþrótta- maður og íþróttafé- lag: IBVarar! Ertu hjátrúarfull/ur: Nei. Stundar þú einhverja hreyfingu: Golf. Uppáhaldssjónvarps- efni: Náttúrulífs- og sakamálamyndir. Hvenær byrjaðir þú að mála: Í móður- kviði. Hvað er það við myndlist sem heillar: Sköpun. Hvað hefur þú haldið margar sýningar: Tuttugu og sjö einka- og samsýningar á Íslandi. Eitthvað að lokum: Þakka fyrir mig og blessunarkveðjur til allra sem vilja taka við þeim. Matgæðingur vikunnar Ég vil byrja á að þakka Hildi Vattnes fyrir áskorunina. Ég ætla að gefa ykkur uppskrift að kjúklingabring- um í piparostasósu og franskri súkkulaðiköku í eftirrétt Beikonvafðar kjúklinga- bringur í piparostasósu • 4 kjúklingabringur (skornar í ca. 3 cm lengjur) • beikon • piparostur • 1/2 peli rjómi • mjólk (eftir þörfum) 1. Kjúklingabringurnar skornar í lengjur og einni beikonsneið vafið utan um hverja lengju. 2. Því næst eru lengjurnar steiktar eða grillaðar í ca 4-5 mínútur á hvorri hlið (George afar ákjósan- legur). 3. Piparosturinn og rjóminn sett saman í pott og hitað þar til osturinn bráðnar (við vægan hita) Mjólk bætt út í eftir þörfum (ekki gott að hafa sósuna of þykka). 4. Kjúklingurinn í beikondressinu er lagður í eldfast mót og sósunni hellt yfir. 5. Sett í ofn við 180 gráður í ca. 5 mínútur. Gott að bera fram með hrísgrjónum eða ofnbökuðu rótargrænmeti, fersku salati og snittubrauði Frönsk súkkulaðikaka Botn: 2 dl sykur 200 g smjör 200 g suðusúkkulaði (eða gott dökkt súkkulaði) 1 dl hveiti 4 stk. egg Súkkulaðibráð: 150 g suðusúkkulaði (eða gott dökkt súkkulaði) 70 g smjör 2 msk. síróp Þeytið eggin og sykurinn vel saman. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman við vægan hita í potti eða í örbylgjuofni. Athugið að passa að súkkulaðið brenni ekki ef örbylgju- ofn er notaður. Blandið hveitinu varlega saman við eggin og sykurinn með sleif. Bætið bráðnu súkkulaðinu og smjörinu að lokum varlega út í deigið. Klæðið botninn í springformi með smjörpappír, smyrjið vel og hellið deiginu í það. Bakið svo við 170°C í 30 mínútur. Það má jafnvel stytta tímann eftir því hversu blauta í miðjunni þið viljið hafa hana. Þegar kakan er tilbúin þarf hún að kólna örlítið áður en hún er tekin úr forminu. Besta aðferðin til að taka hana úr forminu er að losa formið, setja disk á hvolfi á kökuna og snúa henni við þannig að hún liggi á hvolfi á diskinum, taka smjörpapp- írinn af og hvolfa svo aftur á það fat sem hún að að vera á. Súkkulaðibráð: Látið allt saman í pott og bræðið saman við vægan hita. Kælið bráðina svolítið og smyrjið henni síðan á kökuna. Það er líka í fínu lagi að sleppa súkkulaðibráðinni, og dreifa í staðinn smá flórsykri yfir botninn. Það er mjög gott að setja jarðarber eða hindber á kökuna áður en hún er borin fram. Ég ætla að skora á samstarfskonu mína hana Ásu Sif Tryggvadóttur að vera næsti matgæðingur og veit ég af eigin reynslu að þar kemur matgæðingur af lífi og sál með eitthvað geggjað gott. Beikonvafin kjúklingabringa og frönsk súkkulaðikaka Sigríður Guðmundsdóttir er matgæðingur vikunnar TIL SÖLU ISUZU CREW CAB Árgerð 2002. Keyrður 166.000 km. Fæst á kr. 400.000. Upplýsingar í síma 899 0862 Smáauglýsingar Sunnudagur 16. ágúst: Kl. 11.00. Helgistund í Landa- kirkju. Kór Landakirkju syngur nokkra valinkunna sálma, sr. Guðmundur Örn flytur hugvekju. Miðvikudagur 19. ágúst: Kl. 11.00. Helgistund á Hraun- búðum. Viðtalstímar prestsins eru þriðju- daga til föstudaga milli 11.00 og 12.00. Vatktsími: 488-1508 LANDAKIRKJA

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.