Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2015, Side 7

Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2015, Side 7
7 Sólveig Aspach kvikmyndaleik- stjóri lést á föstudaginn og var þá 54 ára að aldri. Banamein hennar var krabbamein sem hún barðist við í um 20 ár. Sólveig var fædd í Vestmannaeyjum 8. desember 1960, dóttir Högnu Sigurðardóttur arkitekts og Gerhardts Anspach. Dvaldist Sólveig oft á sumrin í Vestmannaeyjum hjá móðurfor- eldrum sínum. Annars var Sólveig alin upp í París þar sem hún stundaði nám við hinn virta kvikmyndaskóla FEMIS í París þaðan sem hún útskrifaðist 1990. Eftir hana liggja margar kvikmyndir og hafði hún nýlokið tökum á þeirri nýjustu, Sundáhrifin (L'effet aquatique) en hún er tekin bæði á Íslandi og í Frakklandi. Sólveig byrjaði á gerð heimilda- mynda en sína fyrstu leiknu mynd gerði hún árið 1999, Hertu upp hugann! Myndin var byggð að nokkru á eigin reynslu Sólveigar sem þá hafði greinst með krabba- mein. Stormviðri eða Stormy Weather, sem frumsýnd var árið 2003, var að mestu tekin í Vestmannaeyjum með Élodie Bouchez, Baltasar og Diddu Jónsdóttur, skáldkonu. Bæði Élodie Bouchez og Baltasar hafa náð fótfestu í kvikmyndaheiminum og Didda og Sólveig héldu áfram samstarfi í þríleik sem hófst á Skrapp út (2006) og varð númer eitt í röðinni, Queen of Montreuil (2011) númer tvö og loks Sund- áhrifunum sem tekin var upp í sumar. Margir Eyjamenn komu að gerð Stormviðris sem var góð kynning fyrir Vestmannaeyjar. Margir kynntust Sólveigu þann tíma sem tökurnar stóðu og fór ekki á milli mála að þar var Eyjamaður á ferð. Um móður hennar, Högnu, segir á heimasíðu Hönnunarmiðstöðvar Íslands: „Högna útskrifaðist sem arkitekt frá École Nationale Supérieure des Beaux-Arts í París árið 1960 og hlaut sérstaka viðurkenningu skólans fyrir lokaverkefni sitt, Garðyrkjubýli í Hveragerði. Þá þegar var áhugi hennar á sérkennum landsins, íslenskrar náttúru og veðurfars innblástur í frumlega og sérstaka byggingarlist, sem hún þróaði áfram í seinni verkum sínum. Högna hefur búið og starfað í Frakklandi allt frá námsárunum en jafnframt því skapað mörg bestu verka sinna hérlendis. Henni hefur hlotnast fjöldi alþjóðlegra viðurkenninga fyrir verk sín, og tók meðal annars sæti í hinni virtu Frönsku byggingar- listarakademíu árið 1992, auk innlendra viðurkenninga svo sem menningarverðlauna DV í bygg- ingarlist 1994 og heiðursorða Sjónlistaverðlauna Listasafns Akureyrar 2007. Íbúðarhús sem hún teiknaði að Bakkaflöt í Garðabæ hefur verið valið sem ein af 100 merkustu byggingum 20. aldarinnar í Evrópu. Árið 2008 var Högna Sigurðardóttir kosinn heiðursfélagi Arkitektafélags Íslands”. Eyjafréttir / Miðvikudagur 12. ágúst 2015 ómar garðarSSon omar@eyjafrettir.is HRAUNBÚÐIR VESTMANNAEYJUM HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Laust er til umsóknar 100% stöðugildi hjúkrunarfræðings á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum. Á Hraunbúðum eru 28 hjúkrunarrými, 8 dvalarrými og 1 skamm- tímarými auk annarrar þjónustu við eldri borgara. Nánari upplýsingar um heimilið má sjá inni á www.hraunbudir.is Helstu verkefni: • Ákveða, skipuleggja og veita hjúkrunarmeðferð í samráði við hjúkrunarforstjóra og bera ábyrgð á meðferð. Hæfniskröfur: • Íslenskt hjúkrunarleyfi. • Jákvætt viðhorf, frumkvæði og góðir samskiptahæfileikar. • Sjálfstæði í vinnubrögðum. Nánari upplýsingar: • Umsóknarfrestur er til 10. september. • Starfið er laust eftir samkomulagi. • Laun skv. kjarasamningum Sambands sveitarfélaga og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. • Umsókn fylgi afrit af hjúkrunarleyfi og prófskírteinum. • Umsókn óskast send á leaodds@gmail.com eða hraunbudir@ vestmannaeyjar.is • Nánari upplýsingar veitir Lea Oddsdóttir, hjúkrunarforstjóri Hraunbúða, í síma 488 2600 eða 893 1784 LEIGUíBÚÐ FYRIR ELdRI BoRGARA Laus er til umsóknar leiguíbúð fyrir eldri borgara í Sólhlíð 19, 1c, 53 fm. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Ráðhúss. Íbúðunum er m.a. úthlutað út frá félagslegum, heilsufarslegum og tekjulegum forsendum umsækjanda. Staðfesta þarf eldri umsóknir með símtali eða komu í þjónustu- ver Ráðhúss. Ef aðstæður eru breyttar frá fyrri umsókn er æskilegt að láta vita um það. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst. Nánari upplýsingar í þjónustuveri Ráðhúss eða í síma 488 2000 Vestmannaeyjabær Ráðhúsinu | 902 Vestmannaeyjum | kt. 690269-0159, sími 488 2000 | fax 488 2001 | www.vestmannaeyjar.is Sólveig Anspach leikstjóri látin: Fæddist í Eyjum og átti hér rætur :: Högna móðir hennar með okkar merkustu arkitektum Framhaldskólinn í Vestmannaeyjum verður settur miðvikudaginn 19. ágúst 2015 kl. 13:00 í sal skólans. Vinnustofur nýnema eru sama dag kl. 13:15-15:15. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 20. ágúst. Stundatöflur verða opnaðar í Innu föstudaginn 14. ágúst. Athugið að sótt er um töflubreytingar á netinu (nánari upplýsingar eru á heimasíðu skólans http://www.fiv.is ) en auk þess verður námsráðgjafi og töflugerðarfólk til viðtals 17. og 18. ágúst, ef þið þurfið aðstoð. Innritun í fjarnám er hafin, sótt er um á heimasíðu skólans http://www.fiv.is. Skólameistari Starfsfólk óskast í almenn störf hjá Krónunni. Fullt starf og/eða hlutastörf Uppl hjá Halldóri síma 662-5487 eða E-mail Halldorey@Kronan.is Starfsfólk óskast Sólveig Aspach

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.