Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2015, Qupperneq 9

Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2015, Qupperneq 9
9Eyjafréttir / Miðvikudagur 12. ágúst 2015 óvíst hve lengi við fáum að njóta hérvistar hans.“ Tveggja til þriggja tíma æfingar Ævar segir að Honbu salurinn hans Morio Higaonna hafi ekki verið íburðarmikill. „Þetta var 50 fermetra bílskúr, á hæðinni fyrir neðan íbúðina hans. „En í Dojo var æft sex daga vikunnar, frí á sunnudögum og á laugardögum var frjáls þjálfun sem þátttakendur skipulögðu sjálfir. Æfingarnar fóru fram á kvöldin, við mættum kl. átta og það eina sem við vissum, var að æfingin byrjaði kl. tíu mínútur yfir átta en höfðum ekki hugmynd um hve lengi hún myndi standa. Ég man að stysta æfingin var tveir klukkutímar en sú lengsta þrír tímar. Þetta voru mjög krefjandi og erfiðar æfingar ekki síst vegna hitans. Þarna var engin loftkæling, bara opið út í 30 stiga hita og 80-90% raka. Ég svitnaði alveg ofboðslega og gat undið gallann minn í lok æfinga. Þarna var ekki ríkjandi sá vestræni hugsunarháttur að menn væru að spá í eða spyrja hvenær æfingin væri á enda. Þarna var æft meðan kennarinn taldi að nemendurnir þyrftu þjálfunar við, hann stjórnaði því alfarið. Þarna voru um 30 til 40 heimamenn sem æfðu að staðaldri og þrír til fjórir eins og ég í eins konar pílagríms- ferð. Það olli mér nokkrum vandræðum í fyrstu hve fáir töluðu ensku og því átti ég frekar erfitt með samskipti, sérstaklega utan æfinga. Æfingarnar voru minna mál því karate er alls staðar kennt með japönskum skipunum. En ég var svo heppinn að einn af gestanem- endunum var Ítali, Maurizio, sem var kvæntur japanskri konu og talaði japönsku auk ensku. Þetta gekk allt mun betur eftir að hann kom. „Japönsk kjötsúpa“ Í þessari ferð hélt Ævar nokkurs konar dagbók sem hann birti daglega á fésbókarsíðu sinni og þannig gátu vinir og vandamenn, ásamt reyndar öðrum, fylgst með því hvernig lífið gekk fyrir sig. Með fylgdi talsvert af myndum. Og það er greinilegt að Ævar hefur hrifist af fleiru en karateæfingunum, matarlýsingarnar eru nokkuð fyrirferðarmiklar á fésbókinni. „Já, það er rétt,“ segir Ævar. „Ég hreifst mjög af japanskri matargerð enda kannski eðlilegt að hafa áhuga á slíku þar sem ég vinn í þeim geira. Ég var t.d. mjög hrifinn af rétti sem heitir Okinawan Soba og er eins konar þjóðarréttur Okinawa. Núðlusúpa með reyktri grísasíðu, að ég held, graslauk og alls kyns öðru góðmeti. Virkilega góður matur og kannski kjötsúpan þeirra. Ég held líka að það ríki svipaðar hefðir þar og með kjötsúpuna okkar, t.d. að „mamma býr til betri súpu en konan í næsta húsi“. En munurinn er sá að á Íslandi er notað mis- munandi hráefni í kjötsúpuna þannig að hún er aldrei eins hjá öllum. Þarna nota aftur á móti allir nákvæmlega sömu uppskriftina. Og svo er mjög ódýrt að borða þarna, algengt var að borga milli 500 og 700 krónur fyrir máltíð á veitinga- húsi. Og svo í flugvélinni á heimleiðinni velti ég því fyrir mér af hverju við notum ekki prjóna við að matast á Íslandi. Það er svo miklu einfaldara og auðveldara að borða kjöt og annað í litlum tilsniðnum bitum, heldur en vera að bögglast við að skera kjöt á flugvélarbakka með bitlausum hníf.“ Strax farinn að hlakka til næstu ferðar Ævar segir að þessi dvöl hafi verið stórkostleg og ógleymanleg. „Það er fastákveðið hjá mér að fara aftur á næsta ári ef aðstæður leyfa og a.m.k. tveir sem ætla að koma með mér. Og nú er ég kominn í beint samband við Honbu Dojo og þarf ekki lengur boðsbréf heldur get ég bara boðað komu mína. Okinawa er mjög fjölsóttur staður og stór hluti sem kemur vegna þess orðspors sem eyjan hefur vegna karateí- þróttarinnar. Slíkir túristahópar skipta tugum þúsunda á ári hverju. Ég hitti t.d. Bandaríkjamann sem þarna var með hóp með sér og hann hafði komið þarna 40 sinnum, þetta var 41. ferðin. Hann lofaði mér að hann myndi heimsækja Vestmanna- eyjar næsta sumar. Þessar fésbókarfærslur mínar hafa líka haft í för með sér fjölda vinabeiðna frá karatemönnum um allan heim. Sérstaklega var það myndin af mér með meistaranum Higaonna Sensei sem mönnum þótti mikið til um enda heiður að fá að njóta leiðsagnar slíks manns. Þetta er albesta og skemmtilegasta ferð sem ég hef farið á ævinni og ég er strax farinn að hlakka til ferðarinnar á næsta ári,“ sagði Ævar Austfjörð að lokum. Skilti sem vísar veginn að Dojoinu Sýnishorn af fésbókinni: Til gamans birtum við hér nokkur sýnishorn af fésbókarfærslum Ævars úr ferðinni: 22. júní Jæja, þá skal haldið austur. Rúmlega 18 tíma ferðalag framundan. Osló-Frankfurt-Osaka-Okinawa, 3 flug. Lendi kl. 11:10 í fyrramálið að staðartíma í Naha Okinawa eða kl. 01:10 í nótt að íslenskum tíma. 23. júní Fór í smágöngu að kanna nágrennið og finna Dojoið. Ekki hægt að segja að það fari mikið fyrir því. Ég labbaði tvisvar framhjá áður en ég fattaði að ég var á réttum stað. Æfing eftir tvo tíma, ósofinn en spenntur. Það var fámennt á æfingu í kvöld. Vorum aðeins fimm. En æfingin var frábær. Nánast eins og einkaþjálfun í tvo og hálfan tíma. Higaonna Sensei leit aðeins við og spjallaði við okkur. Þetta er ekki besta hugmynd sem ég hef fengið að fara á æfingu ósofinn og bara búinn að borða eitthvað smotterí. Kláraði mig samt alveg. 24. júní Morgungangan. Kokusai dori er aðalverslunargatan. Hliðargötur eru gjarnan yfirbyggðar. Alls konar matarmarkaðir og næsheit. Og svo minnsti veitingastaður sem ég hef séð, tveir réttir og átta sæti! 25. júní Fukushu Garden. Garðurinn er til að minnast og heiðra vinasamband systurborganna Naha á Okinawa og Fuzhou í Kína. Í gegnum aldirnar voru mikil viðskipti mill þessara borga og hefur vinasambandi verið komið á til að viðhalda minningunni. Til Fuzhou í Kína sóttu gömlu karatemeistararnir mikið af sinni þekkingu. 1. júlí Í Tsuboya hverfinu kennir margra grasa. þar eru mörg söfn og mikil menningarstarfsemi. Eina mest áberandi er mikill leiriðnaður. Margar búðir selja keramik, allt handunnið og mjög fallegt, göturnar fagurlega skreyttar. Einnig eru hér mörg hugguleg lítil kaffihús og veitingastaðir. 2. júlí Rölti á ströndina í dag. Er búinn að ætla að fara alveg frá fyrsta degi en gangan hefur alltaf endað annars staðar. Þetta er þó nokkur spotti. Ströndin er svo sem ekki merkileg nema vegna þess að ekki er almenni- leg hafsýn fyrir heilmikilli brú sem liggur þvert fyrir. Reif mig úr að ofan og sólaði mig í steikjandi hita í tæpan klukkutíma. Núna, sex tímum síðar er ég enn rauðglóandi. 3. júlí Monorail lestarkerfið stendur á stöplum fyrir ofan aðra umferð. Lestarnar stoppa á ca. einum stað í hverju póstnúmeri. Einfalt að nota og ódýrt en töluverð sjónmengun að þessu. Setur samt svip á borgina. Aftur rétt tæplega þriggja tíma æfing í kvöld. Æfingunni lauk með þessum orðum Higaonna Sensei: „And last! Push up! One hundred!“ (Að lokum! Armbeygjur! Hundrað sinnum!). 5. júlí Fór út að borða í kvöld með Uehara Sensei, Kuramoto Sensei og nokkrum félögum úr Dojoinu. Kuramoto fór með okkur á ekta Okinawan veitingastað sem fullorðin hjón eiga og reka. Hann pantaði sashimi og tempura og svo buðu hjónin upp á ávexti í eftirrétt. Það er óhætt að segja að hér hafi verið um að ræða alvöru veislu. Ég hélt á tímabili að þau ætluðu ekkert að hætta að bera í okkur mat. Þvílík snilld. 7. júlí Jæja, þá er þessu ævintýri að ljúka. Þetta hefur ekki verið neitt annað en stórkostlegt. Ég hef fengið að æfa undir leiðsögn Morio Higaonna sem er lifandi goðsögn í karate. Hef eignast nýja vini og hitt fullt af fólki. Séð ótrúlega margt nýtt og framandi og lært alveg ótrúlega margt. Okinawa stóð undir væntingum og vel það. Takk Okinawa. Fer í flug eftir sex tíma og við tekur tveggja sólarhringa ferðalag til Vestmannaeyja þar sem ég hlakka til að hitta allar stelpurnar mínar. Okinawa Soba, þjóðarrétturinn á Okinawa. Aðalæfingasvæðið, Dojoið, séð að utan. Íburðinum ekki fyrir að fara. Ævar ásamt karatemeistaranum Morio Higaonna Sensei.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.