Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2015, Qupperneq 10

Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2015, Qupperneq 10
10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 12. ágúst 2015 Þann sjötta ágúst sl. voru 50 ár frá því að Hjálparsveit skáta í Vestmannaeyjum var stofnuð. Sveitin sameinaðist svo Björg- unarfélagi Vestmannaeyja þann 21. mars 1992. Sigurður Þórir Jónsson, sem var einn af stofnendunum, rekur sögu sveitarinnar frá stofnun hennar sjötta ágúst 1965 og fram fram að 15 ára afmælinu 1980. Þar er víða komið við en Sigurður er enn viðloðandi starfið og hefur lengst af verið gjaldkeri sveitar- innar og síðar Björgunarfélags- ins sem enn starfar af fullum krafti undir stjórn Adólfs Þórssonar formanns til margra ára. Líka var Sigurður ritari og sveitarforingi. ,,Það er margt sem kemur upp í hugann þegar maður lítur yfir þau 15 ár sem Hjálparsveit skáta Vestmannaeyjum hefur starfað. Best er að byrja á byrjuninni og rekja sig fram til dagsins í dag," segir Sigurðar í upphafi greinar sinnar um sögu Hjálparsveitar skáta í Vestmannaeyjum. Á skátamót í Svíþjóð „Sumarið 1965 er á margan hátt minnisstætt fyrir mig. Um vorið ákváðum við fimm skátar héðan úr Eyjum að taka þátt í landsmóti sænskra skáta er halda átti í byrjun ágústmánaðar. Nokkru fyrir þjóðhátíð kvaddi þáverandi félagsforingi Faxa, Jón Ögmunds- son, hóp stráka úr félaginu saman til fundar og kom með þá hugmynd að stofna innan félagsins hjálpar- sveit. Á fundinum voru um tuttugu manns, flestir á aldrinum 15 til 18 ára, og tóku þeir vel í hugmyndina. Ástæðan fyrir þessum fundi var sú að forráðamenn þjóðhátíðarnefndar Týs höfðu rætt þessi mál við Jón og farið fram á að skátar sæju um fyrstu hjálp á hátíðinni. Á fundinum var svo samþykkt að verða við beiðni Týrara og lögð voru á ráð um hvernig þjóðhátíðarstarfið skyldi fara fram. Þegar var hafist handa og byrjað að undirbúa starfið, reynt var að fá lánaðan þann tækjakost og búnað er til þurfti. 150 manns urðu fyrir skakkaföllum Þegar hér var komið sögu lögðum við fimm, sem áður er um getið, af stað til Svíþjóðar og tókum því ekki þátt í lokaundirbúningi fyrir þjóðhá- tíðina, né störfum á henni. Ég er því ekki til frásagnar um störf sveitar- innar á þessari þjóðhátíð er sveitin var með skyndihjálparþjónustu í fyrsta sinn. Til sveitarinnar leituðu um 150 manns er höfðu orðið fyrir ýmsum skakkaföllum. Þegar við komum til baka frá Svíþjóð hafði verið ákveðið að halda starfi sveitarinnar áfram. Um haustið var Örn Bjarnason læknir með námskeið í skyndihjálp fyrir sveitarmeðlimi. Farið var í göngu- ferðir, haldnir fundir og fleira. Í janúar 1966 var tekin ákvörðun um að setja sveitinni stjórn og ganga formlega frá stofnun hennar. Þann 29. janúar var haldinn aðalfundur og fyrsta stjórn sveitarinnar kosin. Samþykkt voru lög fyrir sveitina og kosið í nefndir. Í fyrstu stjórn sveitarinnar voru: Örn Bjarnason sveitarforingi, Halldór Svavarsson aðstoðarsveitar- foringi, Sigurður Þ. Jónsson ritari og Sigurjón Einarsson gjaldkeri. Til vara voru kosnir Hörður Hilmisson og Gunnar Hinriksson. Styrkur frá Eykyndli Á fundinum var afhent bankabók með tuttugu og fimm þúsund krónum frá Slysavarnadeildinni Eykyndli og síðan hafa sveitinni oft borist góðar gjafir frá slysavarna- konum og færi ég þeim alúðarþakk- ir fyrir. Þessi fjárhæð var notuð til kaupa á fjórum handtalstöðvum sem oft hafa komið sér vel í starfi sveitarinnar. Um veturinn 1966 voru æfingar í hjálp í viðlögum, leitaræfingar og farið var í fjöll og bjargsig æft. Sveitin var kölluð út einu sinni til leitar þennan vetur. Þjóðhátíðina 1966 var sveitin aftur með skyndihjálparþjónustu og fékk þrjá menn frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík sér til aðstoðar eins og árið áður. Á þessari þjóðhátíð störfuðu á vegum sveitarinnar 22 félagar og um 90 manns leituðu aðstoðar sveitarinnar. Í október 1966 var haldinn aðalfundur. Á fundinum var ákveðið að fjölga í stjórn sveitar- innar, þannig að foringjar hinna ýmsu hópa er störfuðu í sveitinni var bætt við stjórnina. Sömu menn voru kosnir í aðalstjórn, en við bættust: Bjarni Sighvatsson foringi sjúkrahóps, Hörður Hilmisson foringi fjallahóps og Jón Ögmunds- son foringi almenns hóps. Á þessu starfsári voru æfingar eins og árið áður. Sveitin var kvödd út til leitar þrisvar sinnum á þessu starfsári. Á þjóðhátíðinni 1967 starfaði sveitin í fyrsta skipti án aðstoðar félaga úr HSSR. Tuttugu félagar úr sveitinni störfuðu á þessari þjóðhátíð og til þeirra leituðu um 187 aðilar aðstoðar. Kölluð út til aðstoðar Aðalfundur var svo haldinn 25. nóvember og urðu þá breytingar á stjórn sveitarinnar. Halldór Svavarsson var kosinn sveitarfor- ingi, aðstoðarsveitarforingi og foringi almenns hóps var kosinn Jón Ögmundsson, ritari Sigurður Þ. Jónsson, gjaldkeri Sigurjón Einarsson, foringi sjúkrahóps Bjarni Sighvatsson og foringi fjallahóps Hörður Hilmisson. Ég hef nú gert fyrstu árum í sögu sveitarinnar nokkur skil, og ætla því að fara fljótar yfir sögu. Á næstu árum var starf sveitarinnar svipað, farið í göngu- og sigæfingar og æfð var hjálp í viðlögum. Meðlimir sveitarinnar fóru í nokkrar ferðir til Surtseyjar og upp á land. Sveitin starfaði á þjóðhá- tíðum, fyrst í 50 fm tjaldi, en síðan fékk hún afnot af gamla golfskál- anum. Sveitin var kvödd út í leitir að týndu fólki og til aðstoðar í margs konar tilfellum. Á aðalfundi í janúar 1970 var Bjarni Sighvatsson kosinn sveitarforingi og Sigurður Þ. Jónsson aðstoðarsveitarforingi. Fyrsti báturinn Mikil breyting varð á starfi sveitarinnar árið 1971, en þá gaf Sighvatur Bjarnason í Ási sveitinni plastbát, 14 feta langan. Þarfnaðist báturinn nokkurrar viðgerðar, var hann lagfærður og reyndist vel. Þorsteinn Sigurðsson á Blátindi styrkti svo sveitina til kaupa á mótor fyrir bátinn. Báturinn var mikið notaður, farnar voru æfinga- ferðir í flestar úteyjar, einnig var báturinn notaður við leitir og önnur störf sveitarinnar. Síðan sveitin fékk þennan bát hefur hún alltaf átt bát, þó skipt hafi verið um tegundir báta og mótora. Þann 29. nóvember 1971 var stofnað Landssamband hjálpar- sveita skáta, og var HSV ein af níu stofnsveitum sambandsins. Rætist úr fjármálum Frá byrjun hafði verið erfitt að afla fjár til starfsemi sveitarinnar, og var sveitin mjög févana fyrstu árin. Á árinu 1971 fór að rætast úr fjármálunum. Um sumarið tók sveitin að sér innheimtu aðgangs- eyris að leikjum ÍBV og fékk að launum 10% af aðgangseyri. Gerði þetta sveitinni kleift að kaupa ýmis tæki til starfsemi sinnar. Um áramótin 1971 - 72 var sveitin í fyrsta skipti með flugeldasölu. Flugeldasala hefur síðan verið um hver áramót og verið helsta tekjulind sveitarinnar. Kennsla í fjallamennsku Á aðalfundi í apríl 1972 var kosin ný stjórn fyrir sveitina. Í henni voru: Sigurður Þ. Jónsson sveitar- foringi, Ólafur Einar Lárusson aðstoðarsveitarforingi og aðrir í stjórn voru Bjarni Sighvatsson, Ólafur Magnússon, Kjartan Eggertsson og Pétur Sigurðsson. Starfið gekk svipað fyrir sig og undanfarin ár. Seinni part ársins kynntust meðlimir sveitarinnar júgóslavneska fjallgöngumanninum Nebojsa Hadzic. Farið var þess á leit við hann að hann tæki að sér að kenna sveitarmeðlimum fjalla- mennsku. Haustið 1972 voru æfðar af miklum krafti þær aðferðir við klifur og fjallaferðir sem voru meðlimum sveitarinnar framandi í fyrstu, en þeir voru fljótir að tileinka sér hinar nýju aðferðir undir góðri og markvissri kennslu Nebojsa. Rétt fyrir áramót fékk sveitin afnot af húsnæði að Skólavegi 13. Var hafist handa um að innrétta það húsnæði fyrir starfsemi sveitarinnar og flugeldasölu. Ákveðið var að festa kaup á húsnæðinu þegar fjárhagur sveitarinnar leyfði. Eftir áramót 1973 var unnið af krafti við að klára innréttingar að Skólavegi 13 og síðasta kvöldið sem sveitin vann þar var mánudag- inn 22. janúar. Var lokið við að setja upp milliveggi og negla þilplötur. Hætt var að vinna um kl. 22.30 og fóru þá menn hver til síns heima, en ekki leið á löngu þar til meðlimir sveitarinnar hittust á ný. Brugðust strax við gosnóttina Eins og öllum er kunnugt hófst eldgos hér á Heimaey nokkuð eftir miðnætti þann 23. janúar 1973. Rétt upp úr kl. 02 hringdi aðstoðar- sveitarforingi Ólafur E. Lárusson í mig og sagði að eldgos væri hafið á austurhluta eyjunnar. Hann varð að segja mér þetta tvisvar áður en ég tók hann trúanlegan. Við hófumst þegar handa og byrjuðum að hringja út meðlimi sveitarinnar. Gekk það vel fyrst, en fljótlega var ómögulegt að nota síma vegna ofhleðslu á símakerfinu. Sveitin var komin um kl. 02.30 niður í Skátaheimili er þá var í kjallara Félagsheimilisins við Heiðarveg. Gripum við útbúnað sveitarinnar og hröðuðum okkur niður á lögreglustöð. Sigurður Þ. Jónsson :: Ágrip af sögu Hjálparsveitar skáta :: Hefði orðið 50 ára þann sjötta ágúst sl.: Stórhuga menn sem klifu Mont Blanc, Kilimanjaro, Matterhorn og Montenberg :: Við gæslustörf á þjóðhátíð frá upphafi :: Sendu út 15 manns gosnóttina 1973 :: Sameinaðist Björgunarfélagi Vestmannaeyja 1992 Á Hellisheiði 1982. Fremst: Sigurður Þ. Jónsson, Eiríkur Þorsteinsson og Bjarni Sighvatsson. Fyrir aftan: Katrín Stefánsdóttir, þekkist ekki, Sigþór Ingvarsson og Hrönn Jónsdóttir. Greinarhöfundur, Sigurður Þ, í snjóhúsagerð.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.