Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2015, Page 11

Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2015, Page 11
11Eyjafréttir / Miðvikudagur 12. ágúst 2015 Fimmtán félagar úr sveitinni voru að störfum þessa nótt. Fyrsta verkefni sveitarinnar var að flytja vistfólk af elliheimilinu Skálholti niður á bryggju og koma fólkinu um borð í báta. Er því var lokið fórum við að flytja sjúklinga af sjúkrahúsinu upp á flugvöll og koma þeim um borð í flugvélar. Þegar þessu var lokið fórum við um bæinn og aðstoðuðum fólk er var með sjúklinga í heimahúsum og gamalt fólk við að komast upp á flugvöll og um borð í flugvélar. Þessu var lokið um kl. 09 um morguninn. Á eftir fórum við að hjálpa fólki að flytja búslóðir og aðstoðuðum slökkviliðið. Patton Þegar sá frægi „Patton“ Sveinn Eiríksson, slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflugvelli, kom til Eyja, fór sveitin ásamt honum og fleirum í að negla járnplötur fyrir glugga er sneru að eldstöðvunum í húsum í austurhluta bæjarins. Meðlimir sveitarinnar unnu síðan við ýmis störf, bæði fyrir björgunar- og varnardeild Pattons, sumir unnu með slökkviliðinu, en aðrir gegndu ýmsum störfum hér í Eyjum meðan gosið stóð. Meðan á starfi sveitar- innar í gosinu stóð, týndist mikið af útbúnaði sveitarinnar, en hún fékk síðan útbúnaðinn bættan frá Viðlagasjóði. Læt ég nú þessu spjalli um gosið lokið, en sný mér aftur að sveitarstarfinu sjálfu. Stefnt á Mont Blanc en... Um vorið var farið að æfa fjalla- mennsku aftur og nú uppi á landi sem og hér í Eyjum. Ákveðið var að fara til útlanda í klifurferð og stefnan sett á Mont Blanc í Frakklandi, hæsta fjall Evrópu. Við fórum út í ágúst, um 15 manna hópur, og hafðist að klífa „Blank- inn“ þó ýmsir hefðu talið þetta algera dellu og fullyrt að félagar úr sveitinni gætu aldrei komist upp á þetta fjall. Um haustið 1973 voru æfingar og starf sveitarinnar í nokkuð föstum skorðum, en þó bættist við nokkuð mikil vinna við að gera við og innrétta húsnæðið að Höfðavegi 25 er Faxasjóður hafði keypt það og afhent skátafélaginu Faxa og Hjálparsveit skáta til afnota. Upp úr áramótum var stefnan sett á aðra klifurferð erlendis og strikið sett á Kilimanjaro í Tansaníu, hæsta fjall Afríku. Æft var af miklum krafti fyrir þessa ferð, og var þetta einhver stífasta æfingaráætlun sveitarinnar er ég man eftir. Það tókst vel, þrír komust upp á toppinn, en hinir upp á Gilmans- point tæplega 250 m fyrir neðan toppinn. Ferðin til Afríku tók mánuð og var í alla staði hin skemmtilegasta. Nú var það Þumall Um sumarið 1974 tók Ólafur Einar Lárusson við starfi sveitarforingja, en aðstoðarsveitarforingi varð Eiríkur Þorsteinsson. Þetta sumar réðist sveitin í að kaupa Bedford slökkvibifreið af Viðlagasjóði. Var byrjað að breyta henni um haustið og stóð breytingarvinnan yfir langt fram á árið 1975. Eftir þjóðhátíð það ár var ráðist í mikla landreisu á bílnum, farið með Ríkisskipum til Hornafjarðar, ekið þaðan í Skafta- fell og stefnan tekin á tindinn Þumal sem er í jaðri Vatnajökuls, tindur þessi var talinn ókleifur. Gerð var tilraun til að klífa tindinn, og tókst það þó tindurinn væri erfiður. Frá Skaftafelli var farið í Land- mannalaugar eftir Fjallabaksleið, þaðan norður Sprengisand til Mývatns. Síðan var farið niður með Jökulsárgljúfrum og haldið til Akur- eyrar. Ekið var til Siglufjarðar, þaðan gengið út í Héðinsfjörð og verið þar við silungsveiðar í nokkra daga. Frá Siglufirði var ekið til Reykjavíkur. Þetta var mjög skemmtilegt ferðalag í alla staði. Aðstoðuðu lækna Starfið gekk sinn vanagang, um haustið var tekin upp sú nýbreytni að félagar úr sveitinni dvöldu á slysavarðstofu sjúkrahússins á laugardagskvöldum og fram undir sunnudagsmorgun. Þar aðstoðuðu þeir lækna við aðgerðir á slösuðum og fengu kennslu í hjálp í við- lögum. Í nóvember tók Eiríkur Þorsteinsson við stjórn sveitarinnar vegna þess að Ólafur E. Lárusson fór til náms í Reykjavík. Í byrjun árs 1976 var rætt um utanlandsferð á sumrinu, og voru ýmsir staðir í sigtinu. Á endanum var ákveðið að fara upp í Alpana og stefna á Matterhorn sem aðaltakmark. Klifu Matterhorn Farið var af stað í júlí á tveimur bílum, en svo slysalega vildi til að þeir rákust hvor á annan við Mývatn og þar með fór ferðaáætlunin öll úr skorðum. Áfram var þó haldið og Matterhorn klifið í ágúst. Gerð var tilraun til að klífa Mont Blanc, en tókst ekki vegna veðurs. Áður en heim var snúið var fjallið Monten- berg í Sviss klifið. Á aðalfundi í apríl 1976 var Bjarni Sighvatsson kjörinn sveitarforingi í annað sinn. Starf sveitarinnar gekk sinn vanagang árin 1976 - 1977. Félagar úr HSV stunduðu æfingar hér heima og fóru einnig í auknum mæli á fastalandið til æfinga, bæði á vegum HSV og Landssambands hjálparsveita skáta og með öðrum aðildarsveitum LHS. Árin 1978 - 1980 voru þessir sveitarforingjar: Sigurður Ásgríms- son, Daði Garðarsson og Eiríkur Þorsteinsson. Ég hef nú í fljótheitum rennt augum yfir fyrstu 15 ár í starfi sveitarinnar, staldrað við á einstaka stað og sleppt mörgu. Á einn þátt, sem sett hefur svip á starf sveitar- innar, hef ég ekki minnst en ætla rétt að nefna, þetta eru páskaferð- irnar. Göngur í sól og snjó Frá árinu 1973 hefur verið farið um páskana í ferðalög, oftast í Þórsmörk. Hafa þetta verið með skemmtilegustu ferðum sveitar- innar. Hefur verið farið í erfiðar göngur um Þórsmörk, stundum í sól, stundum í kafaldssnjó eða rigningu, en aldrei man ég til að veður hafi heft menn í að fara út. Þegar veður hefur verið gott hefur verið farið á Eyjafjallajökul, en í slæmu veðri hefur verið farið um Mörkina sjálfa. Efldist smátt og smátt Ég hef verið í stjórn sveitarinnar frá upphafi og gegnt þar flestum stöðum og má segja að 15 ára seta í stjórn sé helst til of langur tími. Á þessum tíma hefur gengið á ýmsu hjá sveitinni. Fyrst fór hún hægt af stað, en efldist smátt og smátt. Árið 1972 tók hún svo mikið stökk fram á við og á árunum ´73 og ´74 vil ég meina að sveitin hafi verið með best þjálfuðu og örugglega best útbúna björgunarsveit Íslandinga. Í Frakklandi ´73 var keyptur mikill útbúnaður fyrir sveitina og félagar úr henni keyptu einnig mikinn persónuútbúnað. Á þessum tíma var ekki hægt að fá slíkan útbúnað hér á landi. Það breyttist, og nú hafa margar sveitir keypt slíkan búnað og sama er að segja um meðlimi þeirra. Sér ekki eftir tímanum Síðan 1974 hefur starfið gengið svona upp og niður, starfað hefur verið af krafti en lægðir orðið á milli. Við þessu er lítið að gera og ég býst við að allir sem komið hafa nálægt einhvers konar félagsstarfi þekki þetta af eigin raun. Í þau 15 ár sem ég hef starfað, hef ég farið í flestar ferðir sem sveitin hefur farið, bæði hér heima og erlendis, tekið þátt í starfi hennar eftir fremsta megni. Þegar ég lít yfir farinn veg sé ég hvorki eftir þeim tíma né öðru sem ég hef lagt fram til starfa fyrir sveitina, öðru nær, ég held að sveitin hafi veitt mér meira en ég hef fyrir hana gert. Í sveitinni hefur hefur ríkt góður andi, samheldni og áræði þegar á hefur reynt. Á góðum stundum hefur verið slappað af og glaðst í góðum hóp. Einn stóran skugga ber þó á þessar endurminningar mínar frá starfi sveitarinnar. Áfall Á æfingu í Falljökli, sem er skriðjökull í Eyjafjallajökli, í nóvember 1976, varð það óhapp að fjórir félagar úr sveitinni hröpuðu í jökulsprungu og slösuðust allir. Kjartan Eggertsson hlaut mikið högg og slasaðist illa á höfði þótt hann væri með klifurhjálm. Kjartan lést af afleiðingum þessa slyss í júlí 1977. Ég hafði starfað með Kjartani í sveitinni í mörg ár. Hann var alltaf tilbúinn til starfa, og hlífði sér hvergi. Kjartan var góður félagi og vinur og hafði það djúp áhrif á alla meðlimi sveitarinnar að einn sá duglegasti og áræðnasti skyldi vera kallaður burt í blóma lífsins. Um leið og ég lýk þessu greinar- korni um HSV í 15 ár, langar mig til að þakka öllum þeim fjölmörgu sem lagt hafa sveitinni lið og stutt hana á margan hátt, bæði í orði og verki,“ segir Sigurður Þórir að endingu. Hjálparsveit skáta Vestmanna- eyjum sameinaðist svo Björgunar- félagi Vestmannaeyja þann 21. mars 1992. Æfing á Hellisheiði. Á leiðinni á Mont Blanc. F.v. Ólafur Magnússon, Nebojsa Hadcic, Snorri Hafsteinsson, Einar Hallgrímsson og Guðjón Pálsson. Í Kerlingarfjöllum. F.v. Elías Jensson, Knútur Kjartansson, Matthías Marteinsson, Arngrímur Magnússon, Sigþór Ingvarsson og Friðrik Garðarsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.