Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2015, Side 15

Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2015, Side 15
15Eyjafréttir / Miðvikudagur 12. ágúst 2015 Íþróttir u m S j ó n : guðmundur TómaS SigFúSSon gudmundur@eyjafrettir.is Framundan Miðvikudagur 12. ágúst Kl. 16:00 Keflavík - ÍBV 3. flokkur karla A, B og C-lið Fimmtudagur 13. ágúst Kl. 18:00 Grindavík - ÍBV 3. flokkur kvenna Föstudagur 14. ágúst Kl. 17:00 Afturelding/Fjölnir - ÍBV 2. flokkur kvenna Kl. 13:00 ÍBV - Valur 5. flokkur kvenna A, B, C og D-lið Laugardagur 15. ágúst Kl. 15:30 Njarðvík - ÍBV 4. flokkur karla A-lið Kl. 17:00 Breiðablik 3 - ÍBV 4. flokkur karla B-lið Sunnudagur 16. ágúst Kl. 14:00 ÍBV - ÍA 2. flokkur kvenna Kl. 15:30 ÍBV - Haukar 3. flokkur karla A, B og C-lið Kl. 13:00 Þór - ÍBV 4. flokkur karla A og B-lið Mánudagur 17. ágúst Kl. 17:00 ÍBV - Breiðablik 2 4. flokkur kvenna Þriðjudagur 18. ágúst Kl. 18:00 KR - ÍBV Pepsi-deild kvenna Kl. 15:00 Þróttur R. - ÍBV 3. flokkur kvenna Kl. 15:00 KR - ÍBV 5. flokkur karla A, B, C og D-lið Kl. 15:00 Breiðablik - ÍBV 5. flokkur kvenna A, B, C og D-lið Fótbolti | Pepsídeild karla :: Leiknir 0:2 ÍBV: töframaðurinn Sito kom Eyjamönnum af fallsvæðinu Króatíski miðjumaðurinn Mario Brlecic hefur skrifað undir samning við ÍBV. Hann er miðjumaður sem kemur frá Concordia Chiajna í Rúmeníu. Mario er 26 ára gamall og er strax kominn með leikheimild með liðinu, hann var í hópnum gegn bæði Fylki og Leikni. Félagaskiptin voru send á elleftu stundu frá ÍBV en það munaði mjög litlu að Mario fengi ekki leikheimild. Mario Brlecic inn á síðustu stundu ÍBV vann á mánudaginn var stórsigur á botnliði Aftureldingar og lyfti sér þar með upp í 3. sætið. Leikurinn fór fram á Hásteinsvelli í glampandi sól og ÍBV gaf tóninn strax í byrjun leiks. Eftir einungis nokkurra mínútna leik höfðu Eyjastúlkur skorað tvö mörk en þar voru þær Cloe Lacasse og Díana Dögg Magnúsdóttir að verki. Kristín Erna Sigurlásdóttir kom ÍBV í 3:0 áður en Cloe Lacasse bætti við enn einu markinu undir lok fyrri hálfleiks. Leiknum var því nánast lokið eftir 45 mínútur og einungis formsatriði að klára hann. Síðari hálfleikurinn var ekki sama flugeldasýning og sá fyrri en mörkin létu bíða eftir sér. Stefanía Valdimarsdóttir náði að koma boltanum í netið og minnka muninn tveimur mínútum fyrir leikslok en Guðrún Bára Magnúsdóttir jók aftur forskotið í fjögur mörk þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Fótbolti | Pepsídeild kvenna :: ÍBV 5:1 Afturelding Flugeldasýning í fyrri hálfleik Fótbolti | Pepsídeild karla :: ÍBV 0:1 Fylkir: tap gegn lærisveinum Hemma ÍBV sigraði Leikni með tveimur mörkum gegn engu á Leiknisvelli síðasta sunnudag. Leikurinn var afar mikilvægur þar sem bæði lið eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. ÍBV komst upp fyrir Leiknismenn með sigrinum en útlitið hefði verið nokkuð svart fyrir Eyjamenn ef sigur hefði ekki unnist. Það var töframaðurinn Sito sem kom ÍBV yfir í fyrri hálfleik eftir sendingu frá Gunnari Heiðari Þorvaldssyni. Sito hafði lítinn tíma en renndi boltanum þó með lakari fæti framhjá markverði Leiknismanna. Í síðari hálfleik fékk Sito boltann aftur frá Gunnari Heiðari, lék á þrjá Leiknismenn og bombaði boltanum í fjærhornið. Frábært mark hjá Sito sem er vonandi aftur kominn í form eftir rólega leiki uppi á síðkastið. Eins og áður segir var sigurinn virkilega mikilvægur fyrir restina af leiktíðinni en gleðin leyndi sér ekki í leikslok. Gegn Leikni var skipulag liðsins miklu betra en gegn Stjörnunni, það var miklu meiri baráttuandi, sigurvilji, liðsheild og trú en gegn KR og engin einstaklingsmistök sem gáfu mark. Þessi sigur er því klárlega eitthvað til að byggja á og í framhaldinu þarf að vinna í því að bæta leik liðsins sóknarlega. Eyjamenn töpuðu fyrir Fylki á Hásteinsvelli á miðvikudaginn en Fylkismenn skoruðu eina mark leiksins vegna mark- mannsmistaka. Mistökin gætu reynst dýrkeypt þegar stigin verða talin í lok tímabilsins. Jóhannes Karl Guð- jónsson tók aukaspyrnu á kantinum og virtist hún vera að fara beint á Guðjón Orra Sigurjónsson í marki heimamanna, hann missti þó boltann inn í markið og stigin því Fylkismanna. Eyjafréttir - vertu með á nótunum!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.