Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2016, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2016, Blaðsíða 4
4 HEilSAn | | Miðvikudagur 24. febrúar 2016 Magabandsaðgerðin er orðin mjög vinsæl í dag hjá einstaklingum sem eru í ofþyngd og eiga í erfið- leikum með að ná af sér aukakílóunum. Auðun Sigurðsson efna- skiptaskurðlæknir hefur gert þúsundir slíkra magabands- aðgerða í gegnum tíðina. Hann hefur starfað sem yfirlæknir á skurðdeild í Bretlandi í um 30 ár en hefur nú flutt til Íslands og rekur fyrirtæki sem sérhæf- ir sig í slíkum aðgerðum. Mikið var um að Íslendingar færu til Bretlands til Auðuns í maga- bandsaðgerð og sá hann að mikil eftirspurn var orðin á Íslandi þannig að hann ákvað að slá til og flytjast búferlum heim til Íslands. „Þær voru sterkar ræturnar og ég ákvað að koma heim. Fann að eftirspurnin hér á landi var orðin mikil þannig að ég ákvað að koma aftur á Íslandið góða. Svo vildi konan orðið fara heim og sjá meira af Esjunni,“ segir Auðun. Þegar við spyrjum Auðun út í aðgerðina segir hann tvo mögu- leika í boði, magabandsaðgerð sem um 75% sjúklinga velja eða magaermi sem hinir 25% velja. Við báðum Auðun að lýsa stuttlega fyrir okkur aðgerðunum tveimur. Magabandið „Magabandið er sílikonhringur með stillanlegri innri blöðru sem situr um efra magaopið. Því er komið þar fyrir með kviðsjáraðgerð sem tekur um 25 mínútur og gert í svæfingu. Sjúklingar útskrifast eftir tvo til þrjá tíma og eru komnir til vinnu eftir fjóra daga. Magaband- ið virkar þannig að það slær á hungurtilfinningu sjúklingsins sem þar með getur náð tökum á þeim vanda sínum að búa við stöðuga svengd og finnast hann aldrei mettur. Blaðaran í magabandinu er stillt þannig að eftir fremur litla venjulega máltíð verður sjúkling- urinn saddur og býr sú tilfinning með honum um töluverðan tíma. Því nægir sjúklingnum að borða einungis þrjár litlar máltíðir á dag. Í hvert skipti sem sjúklingurinn kyngir matarbita ertir það taugar undir magabandinu. Taugarnar senda taugaboð upp í heilann (í matarlystarstöðina) og þannig verður sjúklingurinn mettur á tiltölulega skömmum tíma eftir litla máltíð. Magabandsaðgerðin er fram- kvæmd af mikilli nákvæmni og jafnframt er eftirmeðferðin mjög mikilvæg til að ná góðum árangri. Stilla þarf magabandið mjög nákvæmlega einu sinni í mánuði fyrsta árið, á þriggja mánaða fresti annað árið og á hálfs árs fresti eftir það. Það tekur einungis nokkrar mínútur og er sársaukalaust.“ Magaermin Magaermin ( sleeve gastrectomy ) er gerð með kviðsjá og tekur um 45 mínútur. Sjúklingurinn er inni eina nótt á sjúkrahúsi. „Við fjarlægjum um 80% af maganum og skiljum eftir ermi af maga. Þar af leiðandi verður sjúklingurinn saddur eftir mjög litlar máltíðir. Þessi aðgerð breytir mjög alls konar hormónum sem koma frá maga og þörmum sem veldur því að matarlystin minnkar verulega og verður sjúklingurinn saddur eftir mjög litla skammta. Þessi aðgerð er hraðvirkari en maga- bandið en henni fylgir meiri áhætta þegar aðgerðin er gerð þó áhættan sé mjög lítil.“ Aðgerð sem þessi er sérstaklega fyrir sjúklinga í mjög mikilli yfirþyngd og fólk með sykursýki, kæfisvefn og háa blóðfitu. Við höfum notað hana vegna þess að aðgerðin hefur áhrif á þessa þætti strax. Margir sykursýkissjúklingar fara heim án insúlíns eftir aðgerð- ina og aðrir snarminnka magnið og jafnvel hætta alveg eftir viku til tíu daga eftir aðgerð. Sjúklingurinn er yfirleitt kominn í vinnu eftir eina viku.“ Báðar aðgerðirnar eru fram- kvæmdar á sjúkrahúsi í Keflavík en Auðun er jafnframt með aðstöðu í Handlæknastöðinni í Glæsibæ, Reykjavík. Eftirmeðferðin á aðgerðinni er á sex mismunandi stöðum á landinu, þar á meðal í Vestmannaeyjum. Árangurinn verið góður Árangur af magabandinu hjá Íslendingum hefur almennt verið góður og segir Auðun að fólk sé að missa að meðaltali um 46% af yfirvigtinni fyrsta árið og um það bil 66% af yfirvigtinni á öðru árinu og síðan heldur bandið vigtinni í skefjum. „Bandið er aldrei tekið úr, sjúklingurinn lifir bara með því. Aldrei hef ég lent í því að fólk hafi óskað eftir að fjarlægja það af einhverjum ástæðum enda er sjúklingurinn að fá betri heilsu. Sykursýki hverfur eða skánar í 60% tilfella, blóðþrýstingur lækkar , kæfisvefn hverfur og ýmis stoðkerfisvandamál lagast mikið. Við vitum að sjúklingar sem léttast lifa mun lengur. Lífsgæðin aukast mjög merkjanlega. Magabandið hefur sýnt sig til að vera mesta framför í heilsuvernd síðustu tuttugu árin vegna þess að það ræðst beint að vanda offitunnar” segir Auðun að lokum. SædíS eva birgiSdóttir seva@eyjafrettir.is Auðun Sigurðsson efnaskiptaskurðlæknir. :: Auðun Sigurðsson :: Hefur gert þúsundir magabandsaðgerða: Betri heilsa, betri líðan og fleiri lífdagar :: Mesta framför í heilsuvernd síðustu tuttugu árin :: Ræðst beint að vanda offitunnar KÆRU VIÐSKIPTAVINIR Opnum næsta þriðjudag, 1.mars Það verður GOTT að sjá ykkur. Magabandið virkar þannig að það slær á hungurtilfinn- ingu sjúklingsins sem þar með getur náð tökum á þeim vanda sínum að búa við stöðuga svengd og finn- ast hann aldrei mettur. Blaðaran í magabandinu er stil lt þannig að eftir fremur litla venjulega máltíð verður sjúklingurinn saddur og býr sú tilfinning með honum um töluverðan tíma. Því nægir sjúklingnum að borða ein- ungis þrjár l itlar máltíðir á dag. ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.