Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2016, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2016, Blaðsíða 12
12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. ágúst 2016 Vegna kröfu bæjarstjóra og bæjarstjórnar um að Herjólfur sigli sex ferðir til Landeyjahafnar alla daga ársins leituðu Eyja- fréttir álits allra þingmanna Suðurkjördæmis sem eru alls tíu. Þeir sem sáu sér fært að svara voru Vilhjálmur Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Ásmundur Friðriksson Sjálf- stæðisflokki og Páll Valur Björnsson, Bjartri Framtíð. Þau sem ekki svöruðu voru Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráð- herra, Jóhann Páll Jóhannsson, Haraldur Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir öll frá Framsóknarflokki og Oddný Harðardóttir formaður Sam- fylkingarinnar. Þau sem svöruðu tóku undir kröfu Eyjamanna um fleiri ferðir en fjárveitingu þarf til. Á heimasíðu Herjólfs segir að sigldar verða aukaferðir á föstudögum, sunnudögum og þriðjudögum. Þ.e. sex ferðir á föstudögum og sunnudögum og fimm ferðir alla aðra daga vikunnar. Af hverju þær eru kallaðar aukaferðir þegar fullt er í öllum ferðum kemur ekki fram. Það sem stingur er að Herjólfur liggur bundinn við bryggju í Vestmannaeyjum frá klukkan 15.30 til 18.30 þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga. sama hver þörfin er. Elliði Vignisson, bæjarstjóri hefur í ljósi þeirrar staðreyndar að aldrei hafa fleiri farþegar ferðast með Herjólfi milli lands og Eyja óskað eftir því að tafarlaust verði bætt við ferðum í áætlun skipsins þannig að ferðir þess verði aldrei færri en sex á dag fram í miðjan september þegar ferðasumrinu lýkur. Elliði óskar liðsinnis þingmanna kjördæmisins sem og bæjarfulltrúa í málinu. Ennfremur segir hann: ,,Samhliða er óskað eftir því að ferðir í vetraráætlun verði ekki færri en fimm á dag. Það myndi merkja að fram í miðjan september sigli skipið viðbótarferð kl. 16:00 á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og laugardögum.“ Elliði sagði að samkvæmt upplýsingum sem Vestmannaeyja- bær býr yfir hafi farþegum fjölgað um 25% til 30% í júní og júlí samanborið við árið 2015. „Öllum má ljóst vera að lífsgæði íbúa eru skert þegar þeir komast ekki til og frá heimilum sínum vegna ásóknar ferðamanna í þá grunnþjónustu sem samgöngur eru. Sannleikurinn er sá að á hverjum degi myndast biðlisti á bíladekki og oft gerist slíkt einnig með farþega. Það er fráleitt að samgöngu- yfirvöld skuli ekki tafarlaust hafa brugðist við og bætt við ferðum inn í áætlun. Það er fráleitt að skipið skuli liggja bundið við bryggju í Vestmanna- eyjum með áhöfn á fullum launum á meðan fólk getur ekki ferðast milli lands og Eyja. Það er fráleitt að samgönguyfirvöld skuli skammta íbúum Vestmannaeyja þau lífsgæði úr hnefa sem fylgja því að hafa frelsi til að ferðast til og frá heimilum sínum.“ Elliði fylgir þessu eftir og segir Vestmanneyjabæ skora á þingmenn Suðurlands og samgönguyfirvöld öll að bregðast nú hratt við. Ferðaþjónusta er ein mest vaxandi atvinnugrein hagkerfis okkar Íslendinga og Vestmannaeyjar eru vinsæll áfangastaður. Yfirvöld verða að skilja að fjárfesting í innviðum er forsenda vaxtar. Það má ekki gerast að heimamenn missi velviljann gagnvart ferðamönnum. Gerist það verður á brattann að sækja hvað varðar að efla þessa annars góðu atvinnugrein. Ég óska eftir tafarlausri endurgjöf á þetta erindi með svörum við því hvort og þá hvernig þessari beiðni verður mætt,“ sagði Elliði. Ásmundur Friðriksson, alþingismaður brást strax við bréfi Elliða bæjarstjóra og sendi innanríkisráherra fyrirspurn um stöðuna í rekstri Herjólfs. Í síðustu viku fékk Ásmundur svar þar sem vakin er athygli á að rekstur Vestmanna- eyjaferjunnar Herjólfs er á grundvelli útboðs. Reksturinn var síðast boðinn út árið 2012, til þriggja ára, og hefur samningstími síðan verið framlengdur uns ráðgerð ný ferja kemur til siglinga sem mun væntanlega breyta rekstrarforsendum all nokkuð. Ásmundur spyr fyrst hver árleg framlög ríkissjóðs til reksturs Herjólfs voru árin 2013 til 2015. Svar: Árið 2013 var styrkurinn 696,8 milljónir króna, 660,1 milljón árið 2014 og 720,5 milljónir árið 2015. 2. Hver var árleg rekstrarafkoma (hagnaður/tap) Herjólfs á sama tímabili? Svar: Rekstur Herjólfs er á grundvelli útboðs. Samkvæmt samningi er áhætta af rekstrinum hjá bjóðanda, hvort sem er um að ræða hagnað eða tap. Þá ber þess að gæta að ekki er venja í útboðs- verkefnum að verktaki sé beðinn um að veita slíkar upplýsingar. 3. Hvernig hefur gjaldskrá fargjalda og farmflutninga breyst á árunum 2013 til 2015? Svar: Verðskrá Herjólfs var síðast breytt í ársbyrjun 2013 og hefur verð haldist óbreytt árin 2013, 2014 og 2015 þrátt fyrir almennt hækkandi verðlag. Þann 1. janúar 2013 hækkaði verðskrá Herjólfs flatt um 8,7%. Fargjald fyrir fullorðinn farþega eða fólksbifreið um Landeyjahöfn var 1150 kr. en fór í 1260 kr. og fargjald fyrir fullorðinn farþega eða fólksbifreið um Þorlákshöfn var 3060 kr. en fór í 3360 kr. Þann 1. janúar 2016 hækkaði verðskrá Herjólfs í siglingum til Landeyjahafnar um 4,5% og Þorlákshafnar um 1,8%, í stað flatrar hækkunar upp á 3,6%, til að koma til móts við farþega sem nýta sér ferjuna allt árið. Ferðir til Þorlákshafnar eru langflestar á vetrum þegar meirihluti farþega eru búsettir í Eyjum. Fargjald fyrir fullorðinn farþega eða fólksbifreið um Landeyjahöfn hækkaði því um 60 kr. og er nú 1320 kr. Fargjald fyrir fullorðinn farþega eða fólksbifreið um Þorlákshöfn var 3360 kr. en fór í 3420 kr. og hækkaði því einnig um 60 kr. Aðrar hækkanir hafa ekki orðið frá árinu 2011. Fargjöld milli lands og Eyja hafa því haldist nánast óbreytt þrátt fyrir almennar verðhækkanir. Hefði farmiðaverð fylgt vísitölu neysluverðs væri það nú 1378 kr. um Landeyjahöfn en 3667 kr. um Þorlákshöfn. 4. Hefur lækkun olíuverðs skilað sér í bættri afkomu í rekstri Herjólfs? Svar: Verðskrá Herjólfs skal samkvæmt samningi endurskoða einu sinni á ári með hliðsjón af því sem kallað er „ferjuvísitala“. Í ferjuvísitölunni vegur launavísitala 50%, olíuverð 30%, hafnargjöld í Vestmannaeyjum 10% og bygg- ingarvísitala 10%. Hið sama á við um greiðslur til verktaka. Launavísitala vegur mest í vísitöl- unni og hefur hækkað frá árinu 2012 um 32,2%, hafnargjöld um 13,2% og byggingarvísitala um 13,7%. Olíuverð hefur aftur á móti lækkað um 34,4% en sú lækkun nær ekki nema að hluta til að vega upp á móti þeim hækkunum sem aðrir þættir í vísitölunni hafa valdið þar sem þeir eru mun veigameiri þættir í rekstrinum. 5. Hefur afkoma útgerðar Herjólfs batnað á umræddu tímabili? Ef svo er, er óskað upplýsinga um hvernig ráðherra hafi tryggt þeim sem nýta sér þjónustu Herjólfs lægri fargjöld og farmgjöld. Svar: Í ljósi þess að um útboðsverk er að ræða ber verktakinn allan kostnað og þar með einnig alla áhættu af rekstrinum en fær á móti allar tekjur. Skilmálar útboðsins tryggja að ef lækkun verður á þeim liðum sem mynda saman hina svokölluðu „ferjuvísitölu“, sem skilgreind er að framan, hefur það áhrif á gjaldskrá og styrk. Fjár- hagsleg afkoma verkefnisins hefur því ekki áhrif á gjaldskrá, hvorki til lækkunar ef vel gengur né til hækkunar ef illa gengur. Hins vegar hafa fargjöld ekki hækkað til samræmis við aðrar hækkanir og hafa farþegar notið þess í heldur lægri fargjöldum, sbr. svar við 3. tölul. fyrirspurnarinnar. Herjólfur :: Fimm af tíu þingmönnum svöruðu: Taka undir kröfu Eyjamanna um fleiri ferðir en fjárveitingu þarf til Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Elliði Vignisson, bæjarstjóri: Fari aldrei færri en sex ferðir á dag fram í miðjan september :: Óskar liðsinnis þingmanna kjördæmisins sem og bæjarfull- trúa í málinu Ásmundur Friðriksson, alþingismaður fær svör frá ráðherra: Fjárhagsleg afkoma hefur ekki áhrif á gjaldskrá :: Hvorki til lækkunar ef vel gengur né til hækkunar ef illa gengur :: Styrkur árið 2013 var 696,8 milljónir, 660,1 milljón 2014 og 720,5 milljónir 2015 Herjólfur við bryggju í Landeyjahöfn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.