Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2016, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2016, Blaðsíða 13
13Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. ágúst 2016 „Samkvæmt Hreini Haraldssyni vegamála- stjóra þá hefur Vega- gerðin ekki heimild til að stofna til útgjalda sem ekki er gert ráð fyrir í fjárlögum og sú fjárveiting sem veitt er til siglinga Herjólfs leyfir engin viðbótar útgjöld til fjölgunar ferða og dugar varla fyrir núverandi þjónustu,“ segir Páll Valur Björnsson varaþingflokks- formaður og þingmaður Bjartrar framtíðar. „Þannig að þessi vandi sem er að mínum dómi algerlega óásættanleg- ur verður ekki leystur nema með aukafjár- veitingu. Í næstu viku er áætlaður fundur um málefni Reykjanes- brautar í Reykjanesbæ þar sem útlit er fyrir að allir eða flestir þing- menn kjördæmisins verði og þá tel ég að upplagt væri að ræða þetta mál. Hvað sem öðru líður þá er þetta ekki boðlegt og tryggja verður Eyjamönnum fullnægjandi og sjálfsagðar ferðir með Herjólfi á milli lands og Eyja. Ég hef ekki trú á öðru en þessari beiðni verði mætt,“ sagði Páll Valur. „Ég ræddi þessa stöðu við innanríkisráðherra sem þekkir hana auðvitað vel þar sem þessi krafa er ekki ný af hálfu Eyjamanna. Brugðist var við í sumar af hálfu Vegagerðar- innar og Eimskip og bætt við 40 aukaferðum í sumaráætlun, en það er ljóst að sú fjölgun ferða sem gerð var fyrir þetta sumar hefur ekki nægt,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptarháðherra um stöðuna. Vegagerðin hefur verið í sam- skiptum við aðila eins og við höfum séð hér í tölvupóstum. Fjármagnið sem innanríkisráðherra hefur til ráðstöfunar samkvæmt fjárlögum er takmarkað en ráðherra boðaði mér að hún myndi hitta bæjaryfir- völd í Eyjum vegna þessa máls bráðum.“ Ragnheiður Elín sagði að hún eins og aðrir þingmenn Suðurkjör- dæmis styðji að sjálfsögðu að reynt verði að finna viðun- andi lausn. „Við þekkjum þessa stöðu og höfum þess vegna unnið með bæjaryfirvöldum, og í samræmi við þeirra stefnu, að því að tryggja bættar samgöngur til Eyja til framtíðar, t.a.m. með útboði á nýju skipi. Í samtali mínu við rekstraraðila Herjólfs í Eyjum kom fram að eins og áður hefði auðvitað verið sérstaklega slæm staða nú á síðustu dögum vegna þess kúfs sem eðlilega myndast vegna þjóðhátíðar. Hátíðin var enda eins sú allra stærsta og við sem sóttum þjóðhá- tíðina af fasta landinu þurftum, til viðbótar við heimamenn á faralds- fæti, að komast til okkar heima. Að hans sögn hefur gengið ágætlega að vinna þann kúf niður og fer ástandið að nálgast það sem eðlilegt getur talist þrátt fyrir að auðvitað sé ennþá ferðamannastraumur til Eyja. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Eyjamönnum fyrir mig og mína og glæsilega þjóðhátíð,“ sagði Ragnheiður Elín. „Við sem barist höfum fyrir gerð Landeyja- hafnar og útboði nýs skips hljótum öll að vera sammála um það að nýta beri fjárfest- inguna,“ sagði Unnur Brá Konráðsmaður, þingmaður. „Þess vegna er það sjálfsagt að bregðast við aukinni eftirspurn eftir ferðum til Eyja með því að auka framboðið. Það er ógleymanlegt fyrir ferðamenn bæði innlenda og erlenda að heimsækja Eyjarnar og auðvitað viljum við að sem flestir eigi kost á þeirri upplifun en það á ekki að kosta að heimamenn geti ekki nýtt þjóðveginn sinn.“ „Ég tek heilshugar undir kröfu íbúa Vestmannaeyja um bættar samgöngur til og frá Eyjum og þessi beiðni Elliða Vignis- sonar, bæjarstjóra, er einn liður í því. Raunar hef ég alltaf sagt að samgöngumál séu eitt brýnasta málefni Suðurkjördæmis, enda eru þau farin að varða alla þjóðina og er þetta orðin spurning um þjóðarhag. Ástæðan fyrir því að ég tek svo sterkt til orða liggur í augum uppi en hún er fólgin í gríðarlegri fjölgun ferðamanna sem sækja landið heim. Helstu við- komustaðir ferðamanna sem hingað koma eru staðsettir í okkar góða kjördæmi,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður. „Nú þarf að bregðast við. Þolmörk vegna aukins ferðamanna- straums sem veldur umtalsverðu álagi á samgöngukerfið eru nú þanin til hins ítrasta. Til að tryggja áfram uppbyggingu ferðaþjónustunnar í sátt við samfélagið, auka verðmætasköpun og lífskjör þjóðarinnar verðum við að berjast fyrir auknum fjármunum í samgöngumál. Fjármagn til að fjölga ferðum Herjólfs, þá helst til að auka magn bifreiða sem komast með skipinu, fellur þar undir. Nú er er verið að athuga hver kostnaðurinn við framkvæmdina er og hvaða ráðstafanir þarf að grípa til svo hægt sé að fjölga ferðum og gera þær fleiri en þær fjörutíu sem bætt var við í sumar. Ég mun að sjálfsögðu leggja mitt af mörkum til þess að svo megi verða,“ sagði Vilhjálmur einnig. Ragnheiður Elín iðnaðar- og viðskiptaráðherra: Fjölgun ferða fyrir þetta sumar hefur ekki nægt Páll Valur hjá Bjartri Framtíð: Óásættanlegt en ekki leyst nema með fjárveitingu Vilhjálmur Árnason, þingmaður: Nú er svo komið að nauðsynlegt að bregðast við Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður: Sjálfsagt að bregðast við aukinni eftirspurn Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs eru farþegar Herjólfs orðnir 211 þúsund. Þetta er 13,8% fjölg un frá síðasta ári sem var metár.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.