Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2016, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2016, Blaðsíða 15
15Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. ágúst 2016 Avni Pepa, fyrirliði karlaliðs ÍBV, var að vonum bjartsýnn fyrir komandi helgi þegar blaðamaður tók hann tali fyrr í vikunni. „Ég held þetta verði góður leikur þar sem þetta eru tvö lið sem munu reyna að skora mörk. Við sýndum hvað í okkur býr í síðasta leik gegn Víkingi Ólafsvík og við munum mæta ákveðnir til leiks gegn Valsmönnum,“ segir Avni um væntingar sínar til leiksins um helgina. „Sóknarlega vorum við að skapa okkur mikið af færum gegn Víkingum og ef við getum náð upp sama spili gegn Valsmönnum þá held ég að við munum vinna,“ bætir Avni við. Skipta stuðningsmenn ekki miklu máli í leikjum sem þessum þar sem allt er undir? „Tvímælalaust skipta stuðningsmenn miklu máli. Ef lið er t.d. marki undir og það heyrir að stuðningsmenn styðji við bak þeirra þá mun það alltaf skila sér inn á völlinn.“ En hvernig er fyrirliðin líkamlega eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í síðustu tveimur leikjum? „Ég vona innilega að ég verði tilbúinn, ég byrjaði að hlaupa í gær og finn ekki fyrir neinu. Ég mun byrja að æfa með bolta á morgun og er ég mjög bjartsýnn á framhaldið.“ Af hverju hefur liðið ekki náð að sýna sömu takta í deildinni og í bikarnum? „Það er erfitt að segja, kannski vegna þess að fyrir tímabilið höfðum við lagt upp með að fara langt í bikarnum en eins og ég segi þá er erfitt að svara því. Við höfum verið að spila vel í mörgum leikjum en bara ekki fengið hagstæð úrslit.“ Getur þá Gunnar Heiðar gert gæfumuninn nú þegar hann er aftur mættur á völlinn? „ Já, ég vona það allavega. Hann er reynslumikill og hefur spilað mikið erlendis og þekkir svona leiki vel. Hann hefur klárlega það sem okkur hefur vantað í okkar leik. Við höfum skapað mörg færi en ekki náð að klára þau nógu vel og þar kemur hann sterkur inn. Hann spilaði vel í síðasta leik og það eftir langa fjarveru þannig að hann lítur bara vel út núna,“ sagði Avni Pepa. Einar KriSTinn HELGaSon einarkristinn@eyjafrettir.is ÍþRÓttiR u m S j Ó n : Guðmundur TÓmaS SiGFúSSon gudmundur@eyjafrettir.is Framundan Miðvikudagur 10. ágúst Kl. 15 ÍBV/KFR - Grindavík 3. flokkur karla Fimmtudagur 11. ágúst Kl. 18:00 HK - ÍBV/Selfoss 3. flokkur kvenna Kl. 16:00 ÍBV - KR 5. flokkur karla ABCD-lið Kl. 16:00 ÍBV - Leiknir R. 5. flokkur kvenna B-lið Föstudagur 12. ágúst Kl. 19:15 ÍBV - Breiðablik Úrslit Borgunarbikars kvenna Laugardagur 13. ágúst Kl. 16:00 ÍBV - Valur Úrslit Borgunarbikars karla Kl. 16:30 ÍBV - RKV 4. flokkur kvenna Mánudagur 15. ágúst Kl. 16:30 Fjölnir 2 - ÍBV 4. flokkur karla A og B-lið Kl. 16:30 Grótta/KR - ÍBV 4. flokkur kvenna A og B-lið Þriðjudagur 16. ágúst Kl. 19:00 Fjölnir/Fram/ Afturelding - ÍBV/Keflavík 2. flokkur kvenna ÍBV vann loksins leik í deildinni, þann fyrsta frá fjórða júní þegar þeir sóttu Víkinga frá Ólafsvík heim á sunnudaginn. Gunnar Heiðar Þorvaldsson var í fyrsta skiptið í byrjunarliði ÍBV í leiknum á tímabilinu og var ekki lengi að nýta sér það. Hann skoraði eftir tæpar fjórar mínútur þegar hann slapp í gegn eftir langan bolta Derby Carillo. Næstu mínútur og alveg fram að hálfleik sótti lið ÍBV látlaust. Liðið fékk í raun endalaust af færum. Voru með boltann nánast allan tímann og sköpuðu sér marktæki- færi í hverri sókn. Gunnar Heiðar hefði getað skorað tvö, þrjú, fjögur eða fimm mörk í fyrri hálfleik, svo góð og mörg voru færin. Heimamenn mættu með allt annað lið í seinni hálfleik, þá mögulega sökum þess að tveimur leikmönnum var skipt inn á. Baráttan var meiri og ÍBV þurfti að hafa meira fyrir því að skapa sér hálffæri en dauðafærin í fyrri hálfleiknum. Hrvoje Tokic fékk besta færi seinni hálfleiks þegar hann slapp inn fyrir vörn ÍBV, skot hans var þó ömurlegt og fór framhjá og yfir markið. Þegar flautað var til leiksloka mátti heyra orðaskipti á milli þjálfara liðanna en þegar liðin áttust við í Vestmannaeyjum fengu Ólsarar mjög ódýra vítaspyrnu og rændu þar af leiðandi ÍBV tveimur stigum. Bjarni Jóhannsson þjálfari var mjög sáttur með sína menn og þá aðallega fyrri hálfleikinn. „Þetta var flott byrjun og flottur fyrri hálf- leikur. Það hjálpar alltaf að skora snemma í leik, það var vel gert hjá Gunnari og fylgdum við því mjög vel eftir. Við fengum fullt af færum í fyrri hálfleik og áttum að klára leikinn þá, miðað við þann urmul af færum sem við höfðum. Seinni hálfleikurinn var varfærnis- legur af okkar hálfu en við sigldum þessu í höfn í lokin,“ sagði Bjarni. Knattspyrna | Pepsídeild karla :: Víkingur 0:1 ÍBV: Langþráður sigur í síðasta leik fyrir bikarúrslitin Í 32 liða úrslitum sigraði ÍBV Huginn Seyðisfirði 2:0 hér heima. Vann svo Stjörnuna úti 0:2 og Breiðablik 2:3 á útivelli. Lokaslagurinn var svo gegn FH þar sem Eyjamenn unnu 1:0. Bikarsagan: Frá upphafi bikarkeppninnar á Ísland árið 1960 hefur ÍBV sigrað í fjögur skipti en alls hefur liðið keppt tíu sinnum til úrslita. Liðið mætti KR b í úrslitum árið 1968 og fór með sigur af hólmi, 2:1. Aftur voru Eyjamenn komnir í úrslit 1970 en lutu í lægra haldi fyrir Fram, 2:1. Árið 1972 sigraði ÍBV FH 2:0. Árið 1980 tapaði ÍBV aftur fyrir Fram með sama mun. Dæmið snerist við árið eftir þegar Eyjamenn unnu Fram með þremur mörkum gegn tveimur. Tveimur árum seinna, 1983 léku Eyjamenn gegn ÍA sem hafði betur með tveimur mörkum gegn einu. Þá tók við þrettán ára bið, til 1996 og aftur gegn Skagamönnum og úrslitin þau sömu og síðast. Árið eftir léku Eyjamenn gegn Keflvíkingum og fór sá leikur alla leið í vítaspyrnu- keppni þar sem Keflvíkingar höfðu betur 5:4. Sinn síðasta bikarmeistaratitil fram að hinum tilvonandi vann ÍBV árið 1998 eftir 2:0 sigur á Leiftri. Tveimur árum seinna töpuðu þeir enn og aftur í úrslitum gegn Skagamönn- um, 2:1 líkt og fyrri tvö skiptin, og er það síðasta skiptið sem þeir komast alla leið í úrslit þar til nú, árið 2016. Í síðustu viku mætti ÍBV einnig Fjölni á Hásteinsvelli og endaði leikurinn 0-2 gestunum í vil. Leið strákanna í úrslit: Stuðningsmennirnir skiptir miklu máli FH 14 8 4 2 20 - 9 28 Stjarnan 14 8 3 3 27 - 17 27 Fjölnir 14 8 2 4 30 - 16 26 Breiðablik 14 7 2 5 17 - 12 23 Víkingur R. 14 6 3 5 20 - 16 21 Valur 14 5 4 5 23 - 18 19 KR 14 5 4 5 15 - 14 19 ÍA 14 6 1 7 17 - 25 19 VíkingurÓ. 14 5 3 6 17 - 22 18 ÍBV 14 5 2 7 13 - 16 17 Fylkir 14 2 4 8 14 - 24 10 Þróttur R. 14 2 2 10 11 - 35 8 Pepsídeild karla Íslandsmót 35 ára og eldri fór fram í Vestmannaeyjum við frábærar aðstæður alla þrjá keppnisdagana. Keppendur voru um 100 og það voru Þórdís Geirsdóttir úr GK og Nökkvi Gunnarsson úr NK fögnuðu sigri. Eyjamenn áttu verðuga fulltrúa í mótinu þar sem Huginn Helgason og Friðrik Sæbjörnsson voru fremstir meðal jafningja. Huginn gerði sér lítið fyrir og sigraði í öðrum flokki og Friðrik í þriðja flokki. Golf | þórdís og Nökkvi sigurvegarar :: Huginn og Friðrik sigruðu sinn flokk Verðlaunahafar á Íslandsmóti 35 ára og eldri sem fram fór um helgina.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.