Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 05.04.2017, Page 1

Fréttir - Eyjafréttir - 05.04.2017, Page 1
Eyjafréttir Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Vestmannaeyjum 5. apríl 2017 :: 44. árg. :: 14. tbl. :: Verð kr. 490 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is Þrátt fyrir mokfiskirí í bolfiski er hljóðið þungt í fiskvinnslunni og dæmi eru um fyrirtæki hafi ekki farið af stað eftir að sjómannaverkfalli lauk 19. febrúar. Það hafði þá staðið í tíu vikur. Margt spilar inn í, m.a. hátt gengi krónunnar, verðlækkun á fiski og fyrirtækin hafa ekki náð fyrri sessi með vörur sínar á mörkuðum og í verslunum. „Við höfum síðustu mánuði róið lífróður til að halda skútunni á floti eins og væntanlega flestir bolfisk- framleiðendur,“ segir Einar Bjarna- son, fjármálastjóri Godthaab sem eingöngu rekur fiskvinnslu. „Enda- laus styrking krónunnar, miklar launahækkanir og háir vextir eru þær aðstæður sem við höfum glímt við undanfarna mánuði og ekki hjálpaði til tíu vikna sjómannaverkfall um síðustu áramót,“ bætti Einar við. Stefán Friðriksson, framkvæmda- stjóri Ísfélagsins tekur í sama streng. „Staðan er erfið hjá okkur eins og öðrum í bolfiski,“ segir Stefán. Verkfallið, verðlækkun á afurðum, sterk króna og innlendar hækkanir hafa mikil áhrif. Á sama tíma tala sumir stjórnmálamenn um að auka enn frekar á óvissuna með breyt- ingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu og sumir ganga jafnvel svo langt að mæla með hærri sköttum á greinina. Það er ekki öll vitleysan eins.“ Ekki náðist í Brynjar Sigurgeir Brynjarsson, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar við vinnslu fréttarinnar. Í kjölfar umræðu um erfiða stöðu í bolfiski blossaði upp umræða um að fiskvinnslan væri á leið úr landi. Sagði Binni í viðtali við Morgunblaðið að slíkt væri ekki á döfinni hjá þeim. Það sama segir Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í samtali við sama blað. Bendir hann á í því sambandi á mikla fjárfestingu í sjávarútvegi um allt land. Það á einnig við í Vestmannaeyjum þar sem fyrirtækin hafa fjárfest fyrir tugi milljarða á undanförnum árum. Þungt hljóð vegna stöðunnar í bolfiskvinnslunni :: Verkfallið, verðlækkun á afurðum, sterk króna og innlendar hækkanir hafa mikil áhrif: Höfum róið lífróður til að halda skútunni á floti :: Eins og væntanlega flestir bolfiskframleiðendur, segir fjármálstjóri Godthaab Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Þeir tóku sig vel út kokkarnir á Herrakvöldi handboltans í Golfskálanum á föstudagskvöldið. Þar var mikið stuð og stemning eins og alltaf þegar stuðningsmenn handboltans koma saman. Sjá nánar á bls. 5. 2017FERMINGAR

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.