Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 05.04.2017, Side 12

Fréttir - Eyjafréttir - 05.04.2017, Side 12
S ími 481-1300 : : f re t t i r@ey ja f re t t i r. i s Eyjafréttir TVÆR FERÐIR Á DAG - ALLA DAGA Frá Þorlákshöfn 11:45 19:15 Frá Vestmannaeyjum 08:00 15:30 Opið Mán-fös kl. 7.30-21.00 / Lau. kl. 10-21 / Sun kl. 10-21 VöruVal góð Verslun í alfaraleið Ný tilboð vikulega. Heimsendingarþjónusta. Opið frá 7:30 - 21:00 virka daga og 10:00 - 21:00 um helgar. sushi frá Osushi kemur til okkar föstudaga kl. 17.30. Tökum niður pantanir ! Samskip óska eftir að ráða sumarstarfsfólk í útkeyrslu og afgreiðslu á vörum. Helstu verkefni • Móttaka og afgreiðsla á vörum • Tiltekt og afgreiðsla pantana • Önnur tilfallandi störf Hæfniskröfur • Aldur 18+ • Hreint sakavottorð • Rík þjónustulund og sterk öryggisvitund • Stundvísi, reglusemi og snyrtimennska • Bílpróf er skilyrði, lyftararéttindi eru kostur Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl. Tekið er á móti umsóknum í gegnum vefsíðu okkar www.samskip.is. Mikilvægt er að sumarstarfsmenn séu tilbúnir að vinna samfellt í 10 vikur. Nánari upplýsingar um starfið veitir Bryndís Gísladóttir í bryndis.gisladottir@samskip.com eða í síma 858 8866. Saman náum við árangri Sumarstörf hjá Samskipum í Vestmannaeyjum Trillusjómennirnir Haukur Guðjóns- son og Kjartan Már Ívarsson, eigendur Ugga VE og Þyts VE, hafa um árabil átt beitiskúr við Strandveg 65. Þannig er mál með vexti að þeir félagar hafa takmarkaðan aðgang að húsnæði sínu vegna véla- og númerslausra bíla sem beðið hafa viðgerða hjá Bílaverkstæði Muggs svo mánuðum skiptir, ýmist á götunni eða uppi á gangstétt. Samanlagt borga þeir um 300.000 kr. á ári í fasteignagjöld fyrir þetta atvinnuhúsnæði sitt. Að sögn Hauks geta lögregla og bæjaryfirvöld ekkert aðhafst í málinu því það sé undir starfsmanni Heilbrigðiseftirlits Suðurlands að setja merkimiða á bílinn sem gerir bæjaryfirvöldum kleift að fjarlægja hann. „Það eina sem okkur dettur í hug er að þessi aðili sé að fá einhverja þóknun frá verkstæðinu, manni dettur það bara í hug fyrst það er hægt að vera svona lengi með númerslausan bíl í alfaraleið,“ segir Haukur, eigandi Uggs til 60 ára. „Í fyrra skiptið var bíll í 14 mánuði með hléum en núna er bíll búinn að vera þarna í sjö mánuði.“ Í svari Áslaugar Rutar Áslaugs- dóttur, heilbrigðisfulltrúa Heil- brigðiseftirlits Suðurlands, segir að Heilbrigðiseftirlitið hafi verið beðið um að líma á númerslausar bifreiðar á þessu svæði og þann 9. febrúar sl. hafi verið límt á einn bíl í Skvísu- sundi en hinir númerslausu bílarnir hafi tilheyrt bifreiðaverkstæði Muggs og ætlaði eigandi verkstæðisins að fjarlægja umræddan jeppa í vikunni á eftir. Þar sem það hefur ekki gengið eftir mun embættið líma á alla númerslausa bíla á þessu svæði nú í dag (gær) með tíu daga fresti til að fjarlægja bílana. Vert er að minna á að síðustu ár hefur Vestmannaeyjabær staðið í átaki sem miðar að því að fjarlægja númerslausa bíla af götum bæjarins og vakna því eðlilega upp spurningar hjá fólki þegar sumir bílar fá að standa óhreyfðir en aðrir ekki. Véla- og númers- lausir bílar til traf- ala á Strandvegi Einar KriSTinn HELGaSon einarkristinn@eyjafrettir.is Í gær fór fram leikur ÍBV og Vals í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta þar sem Eyjamenn áttu mögulega á deildarmeistaratitli en gátu líka endað í öðru til þriðja sæti, allt eftir úrslitum annarra leikja í toppbaráttunni. Blaðið fór í prentun áður en leikirnir hófust. Möguleiki Eyjamanna á deildar- meistaratitli var að sigra Val og að FH tapaði fyrir Selfossi. FH er á toppnum, með stigi meira en ÍBV en dugar jafntefli vegna hagstæðra innbyrðis viðureigna gegn ÍBV. Sá möguleiki var einnig fyrir hendi að enda í þriðja sætinu en þá þurfti ÍBV að tapa sínum leik og Haukar að vinna Aftureldingu á útivelli. En sama hvernig færi var alltaf ljóst að ÍBV ætti heimaleikjarétt í úrslita- keppninni en hann fá fjögur efstu lið deildarinnar. Til að komast í næstu umferð verður hvert lið að vinna tvo leiki og kemur sér þá vel að eiga heimaleikjaréttinn í oddaleiknum. Úrslitakeppnin hefst næstkomandi sunnudag kl. 19:30 og verður spennandi að sjá hvaða lið mætast. Olís-deildin :: Eyjamenn gátu lent í fyrsta til þriðja sæti: Heimaleikjaréttur- inn öruggur Einar KriSTinn HELGaSon einarkristinn@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.