Fréttir - Eyjafréttir - 29.11.2017, Blaðsíða 8
8 - Eyjafréttir Miðvikudagur 29. nóvember 2017
Það á enginn að lenda í að
jarða börnin sín, er oft sagt og
sem betur fer lenda fæstir í
því. En það gerist og höggið er
mikið fyrir foreldra, ættingja
og vini. Það þekkja Oddný Þ.
Garðarsdóttir, Vera Björk
Einarsdóttir og Þóranna M.
Sigurbergsdóttir sem allar hafa
misst syni á voveiflegan hátt
og Þóranna tvo. Reynslu sinni
lýsa þær í bókinni Móðir Missir
Máttur þar sem þær segja
opinskátt frá því sem gerðist
og áhrifunum sem þessi ógnar-
upplifun hafði á þær og
fjölskyldur þeirra.
Leiðir þeirra lágu saman í gegnum
trúna á Krist og í starfi innan
kirkjunnar. Tilgangur með útgáfu
bókarinnar er að deila reynslunni
með öðrum og sýna fólki sem
verður fyrir áföllum að til er leið til
bata. Hún sé reyndar erfið og á
þeirri vegferð séu torfær fjöll klifin
og gengið um djúpa dali. En áfram
skal haldið. Sjálfar leggja þær
áherslu á mikilvægi trúarinnar og
að leita styrks í fjölskyldu og
vinum, tala opinskátt um missinn
og að hika ekki við að leita sér
sérfræðiaðstoðar.
Vera Björk segir að prestar
Landakirkju hafi skipt sig miklu.
Fyrst Bjarni Karlsson og Jóna
Hrönn Bolladóttir, síðan Þorvaldur
Víðisson og Bára Friðriksdóttir.
„Bára byrjaði með tólf spora starfið,
Andlegt ferðalag í Landakirkju.
Hún hvatti mig til að taka þátt og
síðan þá hef ég ekki komist úr
sporunum, segir Vera Björk. Það
hjálpaði mér heilmikið, bæði í
sorginni og að kynnast sjálfri mér.
Ég held að Andlega ferðalagið sé
gott fyrir alla sem hafa lent í
einhverju og bara alla.“
„Við kynnumst í gegnum AG-
LOW. Ég var þá ófrísk af Ragnheiði
Perlu. Það var
Svanhildur Gísla-
dóttir sem bauð mér
með sér þangað. Þar
kynntist ég fullt af
góðum konum, m.a.
Þórönnu. Ég var sú
fyrsta af okkur að
missa drenginn
minn. Svo gerist það
hjá Þórönnu fjórum
árum seinna. Þá fór
ég strax til hennar af
því að ég tengdi svo
við það sem hún var
að ganga í gegnum.
Sama gerðist þegar
Elli hennar Oddnýjar dó. Við
þekktumst ekkert mikið. Vorum
nágrannar, buðum góðan daginn og
Kári hennar Oddnýjar og Tryggvi
minn voru vinir. Þegar þetta gerist
hjá þeim fann ég hjá mér að ég yrði
að fara yfir til þeirra og tala við
þau.“
Félagsskapur sem umvefur
og nærir
Oddný og Vera Björk urðu góðar
vinkonur og Oddný fór að fara með
Veru Björk á AGLOW fundi. „Þetta
leiddi okkur svo saman, AGLOW
og tólf spora starfið,“ segir Vera
Björk sem er þakklát kirkjunni og
hennar fólki fyrir að hafa staðið
með sér.
„Ég leitaði í trúna eftir styrk, það
kom aldrei neitt annað til greina.
AGLOWstarfið er mjög mikilvægur
þáttur í mínu trúarlífi,“ segir Oddný.
„AGLOW er kærleiksnet kristinna
kvenna úr öllum kristnum trú-
félögum. AGLOW hefur verið
starfandi í Eyjum í rúm tuttugu og
fimm ár. Yndislegur félagskapur
sem umvefur og nærir.
Ég og Vera Björk höfum leitt tólf
sporastarf í Landakirkju, nú á annan
áratug. Það er góð leið til að vinna í
sorginni og læra að þekkja sjálfan
sig. Tólf sporastarfið er mikil
mannrækt og lærdómsríkt að fara í
gegnum það með öðrum.“
Þóranna og hennar fjölskylda er í
Hvítasunnusöfnuðinum. „Það
hugsuðu örugglega margir úti í bæ
að við ættum svo gott að vera í
Hvítasunnusöfnuðinum en við
þurftum að leita eftir því. Það var
ekkert sjálfvirkt sem fór af stað.
Þegar Sigurjón dó var mjög vinalegt
þegar séra Bjarni, sem er góður
vinur okkar, kom og bauð Stein-
grími út að ganga. Þannig að þetta
var fólk úr nágrenninu sem kom til
okkar og Snorri og Hrefna Brynja
voru til staðar.“
Var bannað að tala um þetta
Og Þóranna heldur
áfram: „Það var
þessi vinanánd
sem skipti máli en
það var kannski
ekki fyrr en seinna
að maður áttaði
sig á hvenær
manni leið vel eða
illa og hafa frelsi
til að segja
hvernig manni leið
í það og það
skiptið. Stundum
þurfti maður að
harka af sér en það
er mjög gott að
eiga góða fjölskyldu og vini og
góða kirkju. En viðhorfið í
Hvítasunnukirkjunni, var þetta
landlæga fyrir tugum ára; nú er
þetta búið og bara að halda áfram.
Þegar við hittum fólk tveimur
mánuðum eftir að Sigurjón fórst
spurði það, eruð þið ekki búin að
jafna ykkur?
Það er bara ekki svoleiðis og það
sem við vildum með bókinni er að
opna umræðu í fjölskyldum ef
einhver hafði dáið óvænt. Áður var
bannað að tala um þetta. Við segjum
frá því í bókinni að við vildum líka
að börnin okkar og barnabörn vissu
nákvæmlega hvað gerðist því öll
eru þau hluti af þessu ferli,“ segir
Þóranna.
Löng og ströng
„Og það yrði rétta sagan. Ég hélt að
mín börn vissu allt en komst að því
svo var ekki þó við höfum ekkert
verið að fela þetta. Alltaf talað um
þetta en þegar við fórum að fara
nánar í það sem gerðist voru börnin
ekki með þetta á hreinu. Eitt þeirra
hafði upplifað þetta svona og hitt
hinsegin, því er mjög gott að fá
heildarmyndina,“ segir Vera Björk
og nefnir erfiðleika og dauða í sinni
fjölskyldu sem ekki mátti ræða.
„Var ekki rætt nema að fólk væri
drukkið. Þá kom sorgin upp á
yfirborðið.“
„Það var oft erfitt að einbeita sér að
því að skrifa um þessa erfiðu
lífsreynslu en þetta hefur verið góð
úrvinnsla fyrir mig,“ segir Oddný.
„Þessi vinna hjá okkur þremur hefur
verið nokkuð löng og ströng. Við
þrjár höfum átt margar samveru-
stundir undanfarin ár við bókar-
skrif, Aglowstarf, Sporvinnu og
annað kristilegt starf. Okkur þykir
vænt hver um aðra, enda eigum við
margt sameiginlegt. Það er sérstök
tilfinning að vera búin að fá bókina
í hendurnar eftir mikla vinnu. Ég vil
þakka öllum sem hafa hvatt okkur
við skrifin, lesið yfir og hjálpað, svo
að þessi bók gæti orðið að veru-
leika. Það er von mín að lestur
þessarar bókar, vekji huggun og von
þeim sem eiga um sárt að binda.“
Eins og móðir
huggar barn sitt, eins
mun ég hugga yður.
:: Oddný Garðarsdóttir, Vera Björk Einarsdóttir og Þóranna Sigurbergsdóttir
segja frá reynslu sinni að missa börn og hvernig þær tókust á við sorgina
Ómar Garðarsson
omar@eyjafrett ir. is
” Það var þessi vinanánd sem skipti máli en það var kannski ekki fyrr en seinna að maður áttaði sig á hvenær manni leið vel eða illa og hafa frelsi til að
segja hvernig manni leið í það og það
skiptið. Stundum þurfti maður að harka
af sér en það er mjög gott að eiga
góða fjölskyldu og vini og góða kirkju.