Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 29.11.2017, Qupperneq 12

Fréttir - Eyjafréttir - 29.11.2017, Qupperneq 12
12 - Eyjafréttir Miðvikudagur 29. nóvember 2017 Tekur slaginn aftur að ári ef betra boð býðst ekki Guðmundur Ásgeir Grétarsson, eða Gummi Pönk, kom inn á og skoraði eitt mark í leik ÍBV 2 og Aftur- eldingar í Coca Cola bikar karla sem fram fór sl. miðvikudag. Þrátt fyrir 16 marka tap ÍBV 2 getur Gummi unað vel við sitt enda með 100% skotnýtingu í leiknum. Gummi Pönk er Eyjamaður vikunnar. Nafn: Guðmundur Ásgeir Grétars- son – kallaður Gummi Pönk. Fæðingardagur: 17. júní 1997. Fæðingarstaður: Gautaborg - Sví- þjóð. Fjölskylda: Mamma Lára Ósk Garðarsdóttir og Jósi og pabbi Grétar Þór Eyþórsson býr á Akureyri og Brynja. - Ég á systur, Þórey sem býr í Danmörku og bróður, Svavar Kára sem spilaði handbolta með ÍBV en spilar í dag með HK. Uppáhalds vefsíða: Það er auðvitað Eyjafréttir. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: FM95blö, Jói Pé/Króli og Hreimur. Aðaláhugamál: Spila tónlist og skrifa handrit fyrir sketcha og skrifa texta fyrir lög. Uppáhalds app: Snapchat og Instragram. Hvað óttastu: Rafmagnsleysi og að ÍBV vinni ekki bikar. Mottó í lífinu: „Slakur að njóta og lifa” eins og Jói Pé syngur. Apple eða Android: Apple. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Zlatan og Matta Matt. Hvaða bók lastu síðast: Víti í Vestmannaeyjum. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Grétar Þór Eyþórsson og ÍBV 2. Ertu hjátrúarfullur: Nei. Stundar þú einhverja hreyfingu: Handbolta, sund, boccia og fer í þreksalinn í Litla Hressó. Uppáhaldssjónvarpsefni: Undir trénu, Hreinn Skjöldur, Steypu- stöðin, Logi í beinni, Seinni bylgjan, Áramótaskaup og Hæ gosi. Hvernig kom það til að þú varst í hóp hjá ÍBV 2: Aðallega til þess að styrkja liðið. Hvernig var tilfinningin að skora mark í bikarkeppni: Mjög góð tilfinning. Ætlar þú að taka slaginn aftur að ári með liðinu: Já, ef betra boð býðst ekki. Guðmundur Ásgeir Grétarsson er Eyjamaður vikunnar EYJAMAÐUR VIKUNNAR FRAMUNDAN: FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER ---------------------------------------------------------- 10:00 - Landakirkja Foreldramorgunn í Landakirkju. 15:00 - Höllin Kaffisala og basar Líknar. 17:00 - Eyjabíó Coco. 18:00 - Olís-deild karla ÍBV – Afturelding. 19:00 - Jól í Baldurshaga 19:45 - Eyjabíó Justice League. 20:00 - KFUM&K Opið hús í KFUM&K húsinu. 20:00 - Hvítasunnukirkjan Bænastund. 22:20 - Eyjabíó A Bad Moms Christmas. FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER ---------------------------------------------------------- 15:15 - Landakirkja Æfing hjá barnakór Landakirkju. 17:00 - Eyjabíó Coco. 17:15 - Einarsstofa Steinunn Einarsdóttir opnar myndlistarsýningu. 18:00 - Stakkagerðistún Tendruð ljós á jólatrénu. 19:45 - Eyjabíó Daddy's Home 2. 20:30 - Hvítasunnukirkjan Opinn AA-fundur. 22:00 - Eyjabíó Jigsaw. LAUGARDAGUR 2. DESEMBER ---------------------------------------------------------- 14:00 - Landakirkja Útför Bjarna Halldórs Baldurssonar. 15:00 - Leikfélag Vestmannaeyja Klaufar og kóngsdætur 7. sýning. 16:00 - Sagnheimar Útgáfuhóf bókarinnar Móðir Missir Máttur. 17:00 - Eyjabíó Coco. 19:45 - Eyjabíó Daddy's Home 2. 22:00 - Eyjabíó Jigsaw. SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER - 1. sunnudagur í aðventu ---------------------------------------------------------- 11:00 - Landakirkja Sunnudagaskóli í umsjón sr. Viðars. Saga, söngur og mikil gleði. 13:00 - Hvítasunnukirkjan Samkoma, Guðni Hjálmarsson prédikar, allir velkomnir í kaffi og spjall eftir á. 14:00 - Landakirkja Guðsþjónusta. Sr. Viðar prédikar og þjónar fyrir altari. Boðið verður upp á léttar veitingar að guðsþjónustu lokinni. 15:00 - Leikfélag Vestmannaeyja Klaufar og kóngsdætur 8. sýning. 17:00 - Eyjabíó Coco. 19:45 - Eyjabíó Daddy's Home 2. 20:00 - Landakirkja Hittingur hjá ÆsLand. 22:00 - Eyjabíó Jigsaw. MÁNUDAGUR 4. DESEMBER ---------------------------------------------------------- 17:30 - Tónlistarskólinn Jólatónleikar nemenda. 18:00 - Landakirkja Helgileikur kirkjustarfs fatlaðra. 18:30 - Landakirkja Byrjendahópur Vina í bata. 20:00 - Landakirkja Framhaldshópur Vina í bata. ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER ---------------------------------------------------------- 12:30 - Landakirkja Fermingarfræðsla. 14:30 - Landakirkja Fermingarfræðsla. 17:30 - Tónlistarskólinn Jólatónleikar nemenda. 20:00 - Landakirkja Samvera Kvenfélags Landakirkju. MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER ---------------------------------------------------------- 12:30 - Landakirkja Fermingarfræðsla. 14:10 - Landakirkja Krakkaklúbbur ETT (11-12 ára). 14:30 - Landakirkja Fermingarfræðsla. 15:00 - Landakirkja Krakkaklúbbur NTT (9-10 ára). 16:15 - Landakirkja Krakkaklúbbur STÁ (6-8 ára). 17:30 - Tónlistarskólinn Jólatónleikar nemenda. 19:30 - Olís-deild karla Stjarnan – ÍBV. 20:00 - Landakirkja Jólatónleikar kórs Landakirkju. Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? AL-ANON fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagur: kl.20.30 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.23.30 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 Svartur föstudagur eða Black Friday sem er fyrir löngu orðið þekkt fyrirbæri í Bandaríkjunum er að festa sig í sessi hér á landi og eru Vestmannaeyjar engin undantekn- ing. Opið var til miðnættis í flestum búðum bæjarins sl. föstudag og allskonar tilboð og afslættir í gangi. Myndir: Óskar Pétur Friðriksson Svartur föstudagur MEST LESIÐ Á EYJAFRETTIR.IS Segja frá reynslu sinni af því að missa barn Unglingadeild Björgunarfélags Vestmannaeyja 10 ára 1 2

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.