Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.09.2018, Síða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 01.09.2018, Síða 7
G U N N A R J Ú L A R T Pysjueftirlitið hefur núna flutt sig í “Hvíta húsið” við strand- veg 50 vegna aðstöðuleysis á sæheimum fyrir eftirlitið. Pysjueftirlitið hefur vaxið gríðarlega á síðustu þrem árum og húsnæði safnsins er hrein- lega sprungið. „Til að geta tekið á móti öllum björgunarmönn- unum okkar, sem og gestum safnsins var tekin ákvörðun um að flytja eftirlitið á hentugri stað þangað til að nýja safnið er klárt. Opnunartíminn í „Hvíta húsinu“ er frá klukkan 13 til 18 alla daga, og gengið er inn frá portinu bak við húsið. fram til klukkan 13 má koma með pysjurnar í sæheima,“ sagði Margrét lilja Magnúsdóttir safnstjóri sæheima í samtali við eyjafréttir. Hvernig eru þið búin að undirbúa ykkur fyrir komandi pysjutímabil? Við erum búin að koma okkur fyrir í nýja húsnæðinu og manna vaktirnar. Við búum okkur undir að fá svipaðan földa pysja og var í fyrra, því ástandið í holunum er mjög svipað samkvæmt upplýsingum frá Náttúrustofu Suðurlands. Pysjurnar virðast þó vera um viku seinna á ferðinni heldur en í fyrra. Það á að sleppa pysjunum strax daginn eftir að þær finnast Hvað á fólk að hafa í huga þegar það fer að leita af pysjum og þangað til það kemur með þær til ykkar? Mikil- vægast er að meðhöndla pysjurnar ekki of mikið, því þær eru með náttúrulega fitu í fiðrinu sem hjálpar þeim að halda vatni frá líkamanum, sem er þeim lífsnauðsynlegt þegar þær halda á haf út. Þegar við snertum pysjurnar þá eru hendur okkar að taka þessa fitu úr fiðrinu. Best er að hafa eina pysju í kassa því annars verða þær mjög stressaðar og geta jafnvel skaðað hvor aðra. Einnig getur verið skaðlegt fyrir þær að vera kassa sem eru göt á, mikilvægt er að líma fyrir t.d handföng á kössum ef þau eru til staðar. Það á að sleppa pysjunum strax daginn eftir að þær finnast. Þær eru rosalega fljótar að léttast og verða slappar ef þær eru lengi í haldi og setja oft mikla orku í að sleppa úr prísundinni. ALDREI skal sleppa pysjum í höfnina því þar er oft olía og grútur sem eru þeim lífshættuleg. Eftirlitið er eini mælikvarðin sem við höfum á fjölda bæjarpysja „Ef þið hafið ekki tök á að koma með pysjurnar í vigtun til okkar er hægt að vigta þær heima og senda okkur upplýsingarnar. Við hvetjum sem flesta að kíkja til okkar eða senda okkur upplýsingar, því þetta eftirlit er eini mælikvarðin sem við höfum á fjölda bæjarpysja og því er mikilvægt að reyna vera með sem besta heildar- sýn yfir fjöldan.“ Allir bjargvættirnir fá svo smá glað- ing þegar þeir koma í fyrsta skipti í pysjueftirlitið í ár. Í nóvember verður svo haldin uppskeruhátíð pysjueftir- litsins þar sem myndir af öllum þeim krökkum sem koma til okkar verða til sýnis á Sæheimum. „Rétt er þó að taka fram að noktun á myndum af börnum í sýningunni og á miðlum safnins er háð samþykki foreldra eða forráðamanna barnanna,“ sagði Mar- grét Lilja að endingu. SARA SjöfN GREttiSdóttiR sarasjofn@eyjafrett ir. is Björgunarmennirnir Halldór Björn og Dagur með lundapysju. Lundapysja viktuð.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.