Fréttir - Eyjafréttir - 01.09.2018, Side 19
Njála á fimm vikum
Njála er þekktust Íslendingasagna, jafnt sem fulltrúi bókmenntagreinarinnar
sem og bókmenntaverk sem slíkt. Bygging verksins og skipulag, þ.e. það sem
höfundurinn á, er einstakt á þessum tíma.
Námskeiði er þannig uppbyggt að við lesum Njálu og hittumst vikulega og
ræðum hana. Stefnt er að ferð um Njáluslóðir að lestri loknum.
Stefnt er að því að byrja miðvikudaginn 26. september og hópurinn hittist
vikulega í fimm vikur.
Kennari er: Haukur Svavarsson íslenskufræðingur og kennari
Staður: Viska, Ægisgötu 2
Tími: Miðvikudagskvöld eða síðdegi. Hópurinn ákveður það í sameiningu.
Verð: 9000 kr. fyrir utan ferð um Njáluslóðir.
áhrif vaktaviNNu á aNDleGa
oG lÍkamleGa lÍðaN sjúkraliða.
Fjallað verður um hvaða þættir í vaktavinnu og vinnuumhverfi sjúkraliðans
geta haft áhrif á líðan og heilsu hans. Eins verður fjallað um þreytu sem tengist
vaktavinnu, svefnerfiðleikum og áhrifum viðsnúnings vinnuvakta á svefn. Hvaða
ráð getur sjúkraliðinn nýtt sér í að sofa betur og láta sér líða vel á milli vinnu-
vakta? Er rétt að taka inn svefnlyf eða önnur lyf til þess að bæta svefninn? Farið
verður yfir áhættuþætti röskunnar líkamsklukkunnar sem tilheyrir vaktavinnu á
líkamlegt heilbrigði.
Markmið:
Að sjúkraliðinn fái innsýn í þá áhrifaþætti vaktavinnu sem geta valdið þreytu og
andlegum og líkamlegum veikindum.
Námsmat:
100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu
Leiðbeinandi:
Ásta Kristín Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, EMPH, MS
sérstakar þarfir alDraðra
oG aðstaNDeNDa þeirra
Á námskeiðinu verður fjallað um þarfir aldraðra og aðstandenda þeirra er þau
mæta nýjum áskorunum svo sem við flutning á hjúkrunarheimili, við útskriftir
af sjúkrahúsi, við greiningu sjúkdóma og við lífslok. Rætt verður um hvernig
hægt er að hjálpa fólki á þessum tímamótum í lífi þess. Efni námskeiðs verður
kynnt með fyrirlestrum, myndböndum og lesefni auk þess sem unnið verður
með efnið í umræðum.
Markmið: Að auka þekkingu og skilning þátttakenda á þörfum aldraðra og
aðstandenda þeirra í mismunandi aðstæðum. Að efla færni þátttakenda við að
annast aldraða og fjölskyldur þeirra.
Námsmat: 100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.
Leiðbeinandi: Elfa Þöll Grétarsdóttir sérfræðingur í hjúkrun aldraðra.
Dagsetning auglýst síðar á heimasíðu og Facebooksíðu Visku
tungumál
ÍsleNska fyrir byrjeNDur
– IslandzkI dla początkujacych
Kurs przeznaczony jest dla osób początkujacych. Uczestnicy uczą się islandzkiego
alfabetu, wymowy i podstaw gramatyki. Ćwiczona jest wymowa, zrozumienie, czyt-
anie i pisanie prostych zdan z naciskiem na ćwiczenie wymowy poprzez zastosow-
anie róznych metod nauczania.
This is a course for beginners where students learn the Icelandic alphabet, pronun-
ciation and basic vocabulary. Students practice speaking, understanding, reading
and writing basic sentences through diverse learning methods. Basic grammar is
introduced in relation to the learning material.
ÍsleNska 2 – islaNDzki 2
Kurs jest kontynuacją stopnia pierwszego. Przeznaczony jest także dla osób które
przyswoiły podstawy j. islandzkiego.
Zajecia będą odbywać się popołudniami oraz wieczorami.
Kurs rozpocznie się spotkaniem zapoznawczym w czwartek 2 września o godzinie
20.00.
Zapisy trwają pod nr.tel. 488-0100 lub drogą meilową na adres bryndis@setur.is do
2 września.
Związki zawodowe oferuja dopłaty do tego kursu.
This course is a continuation of the first level and is also suitable for those who
have otherwise acquired the basics in Icelandic.
Lessons will take place in the afternoon and in the evening.
The program will start with an introduction meeting on Tuesday 2. September
at 20:00.
Registration is until 2. September by calling 488 – 0100 or mailing to bryndis@
setur.is
Labour unions offer grants for this course.
lærum færeysku
Við ætlum að bjóða upp á námskeið í færeysku ef við náum nógu mörgum þátt-
takendum, en við stefnum á tíu manns. Í boði verður glæsilegt námskeið í fær-
eysku fyrir byrjendur. Áhersla er lögð á framburð, grunnorðaforða og skilning.
Á meðan að við lærum tungumálið verður einnig fjallað um færeyska menn-
ingu, þjóðsagnir, vinsæla söngva, landafræði og allt sem þig gæti langað að vita
um nágranna okkar! Kennsla fer fram á íslensku.
Kennari: Birita í Dali
Tími og lengd: 40 kennslustundir og kennsla hefst um leið og næg þátttaka
næst.
Verð: 35.000 kr.
annað
streita DuliNN skaðvalDur
Streitan virðist vera á allra vörum þessa dagana og skaðvænlegar afleiðingar
hennar í formi kulnunar í starfi. Við tölum öll um streitu líkt og það sé eitthvað
sem við þekkjum, en fæstir gera sér í raun grein fyrir hversu alvarleg áhrif lang-
varandi streita getur haft á velferð okkar. Ástæða er til að gera ráðstafanir til að
sporna við streitu og því er boðið upp á fyrirlestur um þetta efni.
Fyrirlesturinn fjallar um streitu, einkenni og afleiðingar. Einnig verður rætt um
hvernig langvarandi streita getur leitt til kulnunar og hversu mikilvægt er að til-
einka sér streitustjórnun til að fyrirbyggja að streitan komi niður á heilsu okkar.
Leiðbeinandi er Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir sálfræðingur
Erindið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Fólk er hins vegar beðið að skrá sig
til þátttöku hjá Visku.
spæNskir tapasréttir oG paella
Á þessu námskeiði eldum við nokkra fræga tapas-rétti og förum í ferðalag með
bragðlaukana. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru hjónin Sonja Ruiz og Birkir
Yngvason en þau hafa búið á Cran Canarí og hafa mikla ástríðu fyrir spænskri
matargerð.
Tími og lengd: Þrjár til fjórar klukkustundir. Dagsetning auglýst síðar
Verð: 7500 kr.
að virkja GolfstraumiNN
Þann 31. október nk. ætlar Ívar Atlason að flytja okkur erindi um nýja aðferð
við upphitun á húsum hér í Eyjum. Við köllum þetta erindi Að virkja golf-
strauminn og verður það haldið kl. 19:30-21:00. Erindið er þátttakendum að
kostnaðarlausu. Fólk er hins vegar beðið að skrá sig til þátttöku hjá Visku.
súrDeiGsbakstur
Bakstur úr súrdeigi þykir mörgum spennandi en að sama skapi flókinn. Friðrik
Egilsson bakari og eigandi Eyjabakarís bakar öll súrdeigsbrauð sem þar eru
borin fram og hefur getið sér gott orð fyrir brauðin sín. Hann mun fara í gegnum
allt ferlið frá A-Ö og munu þátttakendur verða margs vísari um súrdeigsbakstur-
inn og allt sem honum fylgir
Innifalið er allt hráefni, kennsla. Þátttakendur fá uppskriftamöppu til eignar.
Allir taka bakað brauð, deig og súrdeigsmóður með sér heim.
Kennari á námskeiðinu er Friðrik Egilsson bakari.
Verð: 10.000 kr. Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í 3 ½ - 4 klst
Lágmarksfjöldi þátttakenda á þetta námskeið er 8.
Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrir-
tækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.
það Geta allir bakað flatkökur
Eitt af vinsælu námskeiðum sl. starfsárs var flatkökugerð. Þar læra þátttak-
endur að hnoða og baka flatkökur. Steikingin fer fram með gasi en ekki á hellu
eins og flestir þekkja.
Þriðjudaginn 2. október verður boðið upp á námskeið í flatkökugerð.
Verð kr. 5000.
skráNiNG á www.viskave.is | viska@viskave.is | síMI: 488-0103