Fréttir - Eyjafréttir - 01.09.2018, Page 25
September 2018 | Eyjafréttir | 25
VIÐ ERUM AÐ LEITA AÐ
KRAFTMIKLU FÓLKI TIL STARFA
Starfsmaður óskast á rafhjól
Starfsmaður á rafhjól óskast sem fyrst, viðkomandi mun koma sendingum til skila til viðskiptavina á rafhjóli. Rafhjólin eru
þægileg, umhverfisvæn og skemmtileg leið fyrir starfsfólk að koma sendingum til skila. Pósturinn leitar að röskum,
ábyrgðarfullum og jákvæðum einstaklingi í fullt starf sem hjólapóst.
Dreifing fer fram í Vestmannaeyjum og æskilegt er að viðkomandi sé með bílpróf. Um er að ræða 80% hlutastarf og vinnutíminn
er frá 10:00 til 15:45 alla virka daga.
Tekið er á móti umsóknum á umsóknarvef Póstsins, www.postur.is
Nánari upplýsingar veitir Aðalheiður (Heiða) Kristinsdóttir í síma
481 1002 eða í netfangi heidak@postur.is.
Umsóknarfrestur:
12. september 2018
Umsóknir:
www.postur.is
LeikskóLakennari
/Leiðbeinandi óskast
á kirkjugerði
Auglýst er eftir leikskólakennara/leiðbeinanda í 100%
stöðu í leikskólanum Kirkjugerði.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands
íslenskra sveitarfélaga og KÍ, Drífanda eða Stavey.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Hæfniskröfur:
• Leikskólakennaramenntun æskileg.
• Reynsla af vinnu með börnum æskileg.
• Áhugi á vinnu með börnum nauðsynleg.
• Hæfni í mannlegum samskiptum og samvinnu við
annað fólk nauðsynleg.
• Sjálfstæði, stundvísi og skipulögð vinnubrögð.
• Íslenskukunnátta skilyrði.
umsóknarfrestur er til og með 15. september
Umsóknir berist til Vestmannaeyjabæjar og þeim þarf að
fylgja afrit af prófskírteini/leyfisbréfi ef það á við.
Skilyrði fyri ráðningu er hreint sakavottorð.
Nánari upplýsingar veitir Bjarney Magnúsdóttir
leikskólastjóri í síma 488-2280, eða tölvupósti;
bjarney@vestmannaeyjar.is
Jöfnunarstyrkur til náms
umsóknarfrestur á haustönn er til 15. október n.k.
Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána
hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði.
Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem stunda
nám fjarri heimili sínu.
• Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri
lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms).
• Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja
nám frá lögheimili fjarri skóla).
Opnað var fyrir umsóknir 1. september .
Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að
kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is).
Lánasjóður íslenskra námsmanna
Námsstyrkjanefnd