Skessuhorn - 18.02.1998, Page 2
2
Miðvikudagur 18. febrúar 1998
Vikublaö á Vesturlandi
Borgarbraut 57, 310 Borgarnes
Sími: 437 2262 - Fax: 437 2263
Netfang: skessuh@aknet.is
Útgefandi: Skessuhorn ehf.
Ritstjóri og ábyrg&armabur: Gísli Einarsson S: 852 4098
Framkvæmdastjóri: Magnús Magnússon S: 852 8598
Auglýsingar: Magnús Valsson S. 437 2262
Hönnun og umbrot: Unnur Ágústsdóttir
Prófarkalestur: Magnús Magnússon, Unnur Árnadóttir og fleiri
Prentun: ísafoldarprentsmibja
Skrifstofa blaðsins er opin alla virka daga frá kl.10:00 - 12:00 og
13:00 - 16:00
Blaöið er gefiö út í 5.400 eintökum og dreift ókeypis inn á öll
heimili á Vesturlandi. Aðilar utan Vesturlands geta gerst áskrifend-
ur að blaðinu fyrir 800 krónur á mánuði.
Gísli Einarsson, Magnús Magnússon,
ritstjóri. framkvæmdastjóri.
ÁGÆTU Vestlendingar! Við bjóðum ykkur velkomna að lestri nýs héraðs-
fréttablaðs á Vesturlandi.
Eins og flestum ætti að vera kunnugt hefur nú um nokkurt skeið skort hér-
aðsfréttablað fyrir Vesturland í heild. Ur því skal nú bætt með útgáfú Skessu-
homs sem ætlað er að vera í senn óháður fréttamiðill, öflugur auglýsingamið-
ill, vettvangur fyrir skoðanaskipti manna á milli auk þess að innihalda fjöl-
breytt efni til fróðleiks og skemmtunar.
Skessuhorn er blað fyrir Vestlendinga, um Vestlendinga, stjómað af Vest-
lendingum, í eigu Vestlendinga og skrifað af Vestlendingum. Með öðmm orð-
um er ætlunin að birta í blaðinu hvaðeina sem lesendur kunna að hafa áhuga
á, allt frá heimsviðburðum niður í „örfréttir“.
Vesturland er víðfeðmt kjördæmi og fjölmennt. Samt sem áður er það ætl-
unin að sinna eins vel og kostur er fréttaþjónustu fyrir allt kjördæmið. Fyrir-
fram má þó búast við að einstök svæði, svo sem Akranes þar sem ríflega þriðj-
ungur íbúa kjördæmisins býr, verði fyrirferðarmeiri en önnur á síðum blaðs-
ins.
Það gefur auga leið að ef blað sem þetta á að geta rækt sitt hlutverk sem
fréttablað verður það að treysta á aðstoð sem flestra áhugasamra einstaklinga
við öflun efnis. Þótt árvökulir starfsmenn blaðsins ætli sér að vera með augu
og eyru opin sem víðast þá kemur það vart til með að duga. Við teljum það
nauðsyn fyrir fyrirtæki, félög, stofnanir og jafnvel einstaklinga að koma á
framfæri því sem þau/þeir eru að fást við hverju sinni. Þá ber að hafa í huga
að ef menn vilja að eftir þeim sé tekið þá er nauðsynlegt að láta í sér heyra.
Hægt verður að ná sambandi við einhvern af starfsmönnum blaðsins nánast
hvenær sem er til að koma á framfæri ábendingum um fréttir eða annað efni í
blaðið. Gott samstarf er því allra hagur.
Eins og áður segir er Skessuhom óháður miðill sem þýðir að allir hafa jafn-
an aðgang að þjónustu hans, óháð pólitískum -, efnahagslegum-, eða félags-
legum hagsmunum. Við leggjum áherslu á jákvæða en þó gagnrýna umfjöllun
því ekki geta allar fréttir talist góðar fréttir. Að okkar mati þarf blað af þessu
tagi að taka bæði á neikvæðum og jákvæðum hliðum mannlífsins. Engu að
síður verður þess gætt að öll umfjöllun verði sanngjöm og óvilhöll. Skessu-
homi er ætlað að vera fréttablað, ekki æsifréttablað!
Þegar hafist var handa við undirbúning útgáfunnar var ákveðið að blaðinu
skyldi dreift endurgjaldslaust til allra íbúa Vesturlands í stað þess að selja það
í áskrift. Sú ákvörðun kemur til af tvennu: Annars vegar í því skyni að allir
íbúar Vesturlands hafi aðgang að fréttum og upplýsingum sér að kostnaðar-
lausu og hinsvegar er verið að þjóna hagsmunum auglýsenda sem vissulega
koma til með að fjármagna útgáfuna.
Það er því ljóst að afkoma blaðsins og þar með lífslíkur helgast af því hvort
fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og einstaklingar sjái sér hag í að nýta blað-
ið sem auglýsingamiðil. Með því að auglýsa í Skessuhorni slá auglýsendur
tvær flugur í einu höggi: Þeir ná til allra Vestlendinga á einfaldan og ódýran
hátt og tryggja um leið útkomu fréttablaðs úr fjórðungnum.
Sjálfsagt koma margir til með að spyrja þeirrar spumingar af hverju við,
sem að þessari útgáfu stöndum, höldum að okkur geti tekist það sem öðmm
hefur ekki lánast? Svarið er einfalt: Við höfum ekki hugmynd um það! Það
sem hvetur okkur til að ráðast í áhættusaman rekstur af þessu tagi er fyrst og
fremst áhugi og bjartsýni og þótt einhverjum kunni að þykja það rýr höfuðstóll
erum við þess fullvissir að sé þetta tvennt ekki til staðar er lítil von um árang-
ur, hvort sem er í blaðaútgáfu eða á öðrum sviðum.
Frá því undirbúningur að útgáfu Skessuhoms hófst höfum við fundið fyrir
miklurn stuðningi og áhuga fólks fyrir öflugum fréttamiðli. Við höfum sann-
færst um að þörfin er fyrir hendi enda er það hverju landssvæði nauðsynlegt
að hafa sitt málgagn. Við neitum að trúa því að héraðsfréttablað geti ekki þrif-
ist á Vesturlandi á meðan a.m.k. eitt slíkt blað er til í öllum öðmm kjördæm-
um landsins. Við bendum t.d. á að óvíða er meira um að vera í atvinnu- og
mannlífi en einmitt á Vesturlandi. f ljósi þess og með þá vissu í veganesti að
Vestlendingar sýni áhuga sinn í verki límm við jákvætt fram á veginn.
Gísli Einarsson og Magnús Magnússon.
Skólamálin í
endurskobun
BÆJARSTJÓRN Snæfellsbæjar
hefur fengið fyrirtækið VSÓ ráðgjöf
til að gera heildarúttekt á skólamálum
sveitarfélagsins. Snæfellsbær rekur þijá
gmnnskóla; á Hellissandi, í Ólafsvík
og á Lýsuhóli.
Guðjón Pedersen bæjarstjóri Snæ-
fellsbæjar, sagði í samtali við Skessu-
hom að ekki væri ætlunin að leggja af
skólahald á neinum af þessum stöðum.
“Við erum að láta gera heildarúttekt á
þessum málum frá a til ö. Það er fyrst
og fremst stjómunarþátturinn sem ver-
ið er að skoða og hvort ná megi fram
betri nýtingu á vinnuafli með samþætt-
ingu milli skólanna. Markmið okkar er
að ná fram meiri gæðum í skólastarfinu
og byggja upp öflugri skóla. Síðast en
ekki síst viljum við ná fram aukinni
hagkvæmni í rekstri,” sagði Guðjón.
Inn í úttektina koma málefni tón-
listarskólanna tveggja og einnig er sam-
hliða unnið að athugun á hugsanleg-
um almenningssamgöngum.
Að sögn Guðjóns er VSÓ ráðgjöf
ætlað að leggja fram þrjá valkosti í
Gubjón Pedersen bæjarstjóri Snæ-
felisbæjar.
stöðunni. Niðurstöður þeirra eiga að
liggja fyrir í lok mars, þá verða þær
kynntar og málið unnið áfram innan
sveitarfélagsins.
Hættur eftir
56 ára starf
GUÐMUNDUR Ingimundarson,
sem verið hefur forstöðumaður Hym-
unnar frá því hún hóf rekstur, er nú
hættur störfum fyrir aldurs sakir.
Hann varð sjötugur á síðasta ári. Guð-
mundur hefur lengstan starfsaldur
Kaupfélagsstarfsmanna að baki en
hann hóf störf hjá KB þann 1. október
1941 og hefur starfað hjá fyrirtækinu
óslitið síðan, eða í 56 ár.
Guðmundur lærði bakaraiðn í
Borgamesi og starfaði fyrstu tuttugu
árin í bakaríi KB. Um 1960 gerðist
hann deildarstjóri nýstofnaðrar Essó-
stöðvar við Borgarbraut. Þegar Hyrn-
an var opnuð, og „gamla Esso” lagð-
ist af, varð hann forstöðumaður þar.
Við starfi Guðmundar í Hymunni
tók Indriði Albertsson f.v. Mjólkur-
samlagsstjóri og framkvæmdastjóri
Engjaáss hf.
Ljósmyndari Skessuhorns smellti
þessari mynd af Gubmundi Ingi-
mundarsyni á síðasta starfsdegi
hans í Hyrnunni þann 31. janúar s.l.
Daginn eftir var Gu&mundur flog-
inn tii subrænna landa í afslöppun
eftir langa starfsævi.
Skýrsla Vinnumálastofnunar:
Minnkandi
atvinnuleysi
SAMKVÆMT skýrslu Vinnu-
málastofnunar minnkaði atvinnuleysi
á Vesturlandi um 28% milli áranna
1996 og 1997. Atvinnuleysi t kjör-
dæminu var 2,2% í desember 1997 en
það er 41% minna en í desember
1996. Hvergi var minna atvinnuleysi á
landinu í desember 1997, nema á
Vestfjörðum. Þar var atvinnuleysi að-
eins 1,2%. Atvinnuleysi á landinu t
heild var 3,7%.
Atvinnuleysið í kjördæminu skipt-
ist þannig milli kynja að í desember-
mánuði vom 3,5% atvinnufærra kven-
na án atvinnu en aðeins 1,2% atvinnu-
færra karla.
Skipting atvinnuleysis milli þétt-
býlisstaða á Vesturlandi í desember
s.l. var þannig: Akranes: 57, Borgar-
byggð: 28, Snæfellsbær: 25, Stykkis-
hólmur: 0, Grundarfjörður: 11 og
Dalabyggð: 18.
Fjolgun
og einu nýju atvinnuleyfi á Vestur-
landi. Árið áður var aðeins úthlutað
tuttugu og sex slíkum leyfum. Flest
þessara leyfa voru vegna starfa við
ftskvinnslu. Tuttugu og tjórum at-
vinnuleyfum var úthlutað f Stykkis-
hóhni. ISáAkranesi, ÍOíGrundar-
ftrði og 9 á Hellissandi.
Flug-
brautá
Akranes?
KETILL M. Bjömsson og Guð-
mundur Sigurbjömsson flugmenn á
Akranesi sendu bæjaryfirvqldum á
Akranesi bréf þann 6. febrúar s.l.
varóandí flugbraut við Akranes.
Eínhver titringur er vegna þessa
máls meðal hestamanná á staðnum,
settt telja væntanlegt flugvallar-
stæði vera fullnálægt aðstöðuþeirra
á Æðarodda. Bæjarráð tók erindið
fyrir á fundi s.l. funmtudag og sam-
þykkti að feia bygginga- og skipu-
lagsfulltrúa að leita álits Flugmála-
stjómttr á annarri mögulegri stað-
setmngu flugbrautar en fram kemur
í bréfi bréfritara.
Róleq
helgi
AÐ sögn lögreglu á Akranesí og
í Borgarnesi var sfðasta helgi tíð-
indalítil eða „róleg og þægileg1'
eins og komist var að orði. Aðeins
yar vitað um eitt umferðaróhapp í
umdærni lögreglunnar í Borgamesí.
Bifreið valt á Ólafsvíkurvegi vestan
Lyngbrekku á laugardagsmorgun.
Engin slys urðu á fólki.
Fljúgandi hálka var á vegum á
Vesíurlandi í síðuslu viku þannig að
ntíldi má telja að ekki urðu frekari
óhöpp.
U NG MENN A FÉLAG Rey k-
dæla leggur nií iokahönd á uppsetn-
ingu leikrits Jökuls Jakobssonar:
Sjpleiðina tí! Bagdad. Sjóleíðin er
eitt þekktasta verk Jökuls og er sett
upp af Reykdælingum í lilefni 90
ára afmæiis Ungmennafélagsins nú
í vor. Áætlað er að sýningar hefjist
um aðra helgi í Félagsheimilinu
Logalandi. Alls taka sjö leikarar
þátt í sýningunnt og leikstjóri er
Valgeir Skagfjörð. Leikstarf hefur
aJla tfð skipað veigamikinn sess i
starfsemi UMFR. Félagtð hefur
staðið fyrir uppfærslum á leikverk-
um af öllum stærðum og gerðum
nær árlega frá árinu 1963. en sýn-
ingar á vegum lélagsins hÓfust
skömmu eftir stofnun þess sumar-
daginn fyrsta árið 1908.