Skessuhorn


Skessuhorn - 18.02.1998, Síða 7

Skessuhorn - 18.02.1998, Síða 7
^^É$í§U]h.OáM_Miðvikudagur 18. febrúar 1998_7 i Vestuiiandi árib 1997? ikjördæmis líta um öxl Sturla Bö&varsson sem leitað hafa til spítalans úr öðrum héruðum. Áratugum saman voru geð- sjúklingar frá Ríkisspítölunum vistað- ir þar vegna þrengsla og skorts á hjúkr- unarfólki á Kleppsspítalanum. Þess er ekki lengur minnst í dag þegar á göng- um hinna svokölluðu hátæknisjúkra- húsa er verið að gera lítið úr hlutverki litlu sjúkrahúsanna, svo sem St.Franc- iskusspítalans, sem einkum og sér í lagi sinnahjúkrunarsjúkhngum. Mikil harka er milli sjúkrastofnana og hafa einkum læknar og sumir stjórnendur stærri sjúkrahúsanna beint spjótum sínum að litlu sjúkrahúsunum á landsbyggðinni. Uppbygging St. Franciskusspítalans heliir miðast við að auka sérhæfingu auk þess að sinna öldruðum og bráð- veikum héraðsbúum. Kostnaður á sjúkrarúm á Vesturlandi gefur ekki til- efni til þess að Vestlendingar þurfi að sætta sig við samdrátt í starfsemi sjúkrastofnana. Vörn okkar Vestlend- inga, en um leið sókn okkar, á að vera fólgin í því að auka samstarf og sam- ráð milli sjúkrahússins á Akranesi og St.Franciskusspftalans í Stykkishólmi. Þannig stöndum við best að vígi“, sagði Sturla. Þarf að bregðast viö göng- unum SturJa sagði Vestlendinga geta tnjöl vel við unað þegar litið væri tii þróun- ar atvinnumála á árinu sem leið. „Þró- un í öllum greinum atvinnukfsins í kjör- dæminu er upp á við. Við erum vissu- lega á leið uppúr öldudalnum. Það sem ég hefði viljað sjá ganga á annan veg, en hefur gerst, eru vegaframkvæmdir við Borgarfjarðarbraut. Það er sorglegt að þær framkvæmdir skuli ekki hafa getað hafist. Vonandi munu fram- kvæmdir við brú á Flóku og vegur um hið umdeilda svæði að Kleppjárns- reykjum verða boðinn út innan tíðar“. Aðspurður um hvað helst yrði í brennidepli á þessu ári sagði Sturla. „Það verða sveitarstjómarkosningamar, afgreiðsla Vegaáætlunar, breytingar á lögum um stjórn fiskveiða í tengslum við lausn á kjaradeilu sjómanna, samn- ingur um mjólkurframleiðslu auk nýrr- ar löggjafar um búnaðarmál og yfirráð á hálendinu. En það sem ég tel að muni vekja hvað mesta athygli og viðbrögð verður opnun Ffvalfjarðarganga og ný vegtenging umhverfis Akrafjall. Þjón- ustuaðilar á Vesturlandi munu þurfa að bregðast við göngunum sem mikilvægri og jákvæðri viðbót við batnandi vega- kerfi sem á að geta skapað margvísleg tækifæri fyrir kjördæmið allt“, sagði Sturla Böðvarsson að lokum. Skessuhorn þakkar þingmönnum Vesturlands fyrir greinargóð svör og vonar að þessi umfjöllun varpi ljósi á störf og stefnur þeirra. Breytingar í skólamálum MIKIL umræða hefur að undan- fömu verið um framtíð skólamála í Dalasýslu. Tveir barnaskólar eru nú starfræktir í sýslunni; í Búðardal og á Laugum. Sveitarstjórnir Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps fengu á síðasta ári fyrirtækið Rekstur og ráðgjöf til að gera úttekt á skólamálum sveitarfélaganna og leggja fram tillögur um breytingar m.a. með það fyrir augum að ná fram hagræðingu í rekstri. Tillögur Rekstrar og ráðgjafar gerðu ráð fyrir að skólahald yrði lagt af á Laugum. Þær tillögur hlutu ekki al- mennan hljómgrunn meðal íbúanna. Nefnd á vegurn sveitarfélaganna tveggja hefur nú mótað nýjar tillögur sem voru kynntar íbúum sýslunnar á fundi fyrir skömmu. Á fundinn mættu um 150 manns og sköpuðust miklar umræður um málið. Að sögn Marteins Valdimai'ssonar sveitarstjóra Dalabyggðar, ganga til- lögur nefndarinnar út á að skólahald verði áfram í báðum skólunum. Helstu breytingamar verði þær að heimavist verði lögð af á Laugum en daglegur akstur tekinn upp og bömum á svæðinu sunnan Búðardals verði ekið í Gmnn- skólann í Búðardal. Marteinn sagði til- lögumar ekki fela í sér spamað í krón- um talið heldur fyrst og fremst bætta þjónustu. Yngstu nemendumir í Lauga- skóla hafa búið við skerta kennslu fram að þessu en nái tillögurnar fram að ganga mun það breytast. Laugar í Sælingsdal. Að sögn Marteins er fyrirhuguð skoðanakönnum um tillögur nefndar- innar síðar í þessum rnánuði og mun niðurstaða hennar hafa áhrif á fram- gang málsins. fiii WMMm ■»«■“**«* ..................... ■' ■■;:::::V: j j ■ .... SýjýiSíýLíiíÉiííji:?:':-: .................i;::-.?*:::::'.;:::;............... fiiiifiii'. kvæmasti kosturinn fyrir Búðardal og bæi á þe ni leið. Að sögn Marteins Valdimarsson- ar sveitarstjóra palabýggðar,: Jiggur endanleg ákvörðun ekki fyrir um hvort. ráðist verður í framkvæmdirn- ar. Hann sagði að málið yrði skoðað ofan í kjölinn á næstu dögum og húgsanlegá lægi niðurstaða fyrir í lók mánáðarins. AKRANESKAUPSTAÐUR <; Samkeppni um gerb listaverks viö nýjan leikskóla á Akranesi. Framkvæmdanefnd um byggingu leik- skóla vib Laugarbraut 22 efnir til sam- keppni um gerð listaverks til minningar um frumkvöbla leikskólastarfs á Akranesi. Listaverkib verbur stabsett í eba vib leik- skólann. Einvörbungu er gert ráb fyrir ab þátttak- endur skili inn frumdrögum ásamt stuttri lýsingu. Ákvörbun veröur tekin ab lokinni sam- keppni um hvaba verk veröur valiö tii út- færslu ef um framkvæmd verksins semst. Tillögum skal skilaö merktum dulnefni, en í lokuöu umslagi skal fylgja nafn höfundar. Veitt verba þrenn verblaun: 1. verölaun krónur 100.000,- 2. verölaun krónur 75.000,- 3. verölaun krónur 50.000,- Skilafrestur er til 15. mars 1998. Tillögur skal senda á bæjarskrifstofurnar, Stillholti 16-18 Akranesi, og veitir bygg- inga- og skipulagsfulltrúi allar nánari upp- lýsingar. Framkvœmdanefnd um byggingu leikskóla.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.