Skessuhorn


Skessuhorn - 01.04.1998, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 01.04.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL1998 an£SSUIlu>. Smáar 0$ ódyrar „Láttu þér líða vel. Grennri, styrkari og stæltari með Herbalife. Óskaðu upplýsinga. Halldór Stefánsson sjálfstæður. Dreifandi. Dagsími 553 0502, kvöld- og helgar sími 587 1471. Plasthólkur með landabréfum af hálendinu fannst við Hestháls Skorradalsmegin mánudaginn 23 03 síðastliðinn. Ef einhver kannast við að hafa tapað þessum kortum þá getur viðkomandi vitjað þeirra á skrif- stofu Skessuhorns Borgarbraut 57 Borgarnesi. Bíll til sölu Chervolet Monsa 87 ekinn að- eins 106.000 km gott kram verð kr.70.000 Símar 433 8842 og 895 2243 Fjölskylda óskar eftir að taka á leigu hús til sumardvala í sveit- inni. Margt kemur til greina. Æskilegur leigutími 1-30. júní. Jafnvel lengur. Upplýsingar í síma 435 1236 Elísabet LITPRENTARAR í ÚRVALI Canon Bæjar- og héraðs- bókasafnið á Akranesi er opið mánudaga til föstudaga frá klukkan 14:00 til 20:00. ## BLÆS EÐA LEKUR MEÐ JgpTIHURÐINNI? Er með nýja gerð af þéttifræsara ásamt þéttilistum. Þétti hurðir sem ekki hafa haft þéttikant og eins þær sem eru með slottlista og eða aðra lista. Góð reynsla er komin á þessa þéttingu. Upplýsingar gefur i Trésmiðja Pálma * Sími: 437 0034 eða 853 5948 VÉLABÆR •m. Bæ, Borgarfirði, Sími: 435 1252 Allar almennar bíla og véla viðgerðir. Viðgerðaþjónusta fyrir Subaru, Nissan, Ladda, Fergusson og fi. símtœki Rafstofan Egilsgötu 6 Smíðum hurðir og giugga. Önnumst alhliða byggingarþjónustu. 5 Byggingafélagið z B0R6 HF. I Sólbakka 11, 310 Borgarne.s Sími: 4É/1482 % AKRANESI SÍMI431 1835 OG 855 0553 SÍMBOÐI 845 9312 FAX 431 1110 GÓÐ LÍÐAN - BETRI HEILSA Viltu grennast eða þyngjast án þess að þræla - púla - svitna. Vantar þig orku? Viltu koma jafnvægi á líkamann og láta þér líða betur? Upplýsingar í síma 462 7765 NOTALEGT GISTIHEIMILI Álfhólsvegi 32, Símar 554 4160 og 898 4825 YKKAR HEIMILI ---------AÐ HEIMAN Cisting B.B. 44 Borgarholtsbraut 44, Kópavogi Símar 554 4228 og 899 2044 Fjóshlaöan á Hvanneyri. Lánasjóbur landbúnabarins og nýlíbun í landbúnabi 24. MARS s.l. var haldinn fjölmenn- ur kynningarfundur á Hvanneyri um Lánasjóð landbúnaðarins og nýliðun í landbúnaði. Framsögu héldu þeir Guðni Ágústsson alþingismaður og stjómarformaður sjóðsins og Þórólf- ur Sveinsson á Fetjubakka sem ein- nig á sæti í stjóm. Þeir Guðni og Þórólfur kynntu nýjar lánareglur sjóðsins sem áður hét Stofnlánadeild landbúnaðarins. í máli þeirra kom fram að ýmsar breytingar hafa átt sér stað varðandi fyrirgreiðslu til bænda. Helstu breyt- ingar varðandi útlánareglur em þær að rýmkaðir hafa verið möguleikar á fyrirgreiðslu í ættliðaskiptum vegna jarða- og bústofnskaupa. Vaxtakjör hafa verið samræmd milli búgreina, lánstími hefur verið lengdur í nokkrum lánaflokkum og stærðar- mörk bygginga hafa verið samræmd. Auk þess sögðu þeir Guðni og Þórólfur að aukin hefði verið fyrir- greiðsla vegna vélakaupa og þurfa menn nú ekki endilega að fjárfesta í nýjum tækjum til að fá lán til kau- panna. Eldri lán veröa sum hver dýrari Sú breyting á útlánareglum sem kemur hvað verst við bændur er sú ráðstöfun að afnema niðurgreiðslu vaxta í ákveðnum lánaflokkum. Þetta kemur einkum til vegna samdráttar í tekjum Lánasjóðsins af sjóðagjöld- um um 240-250 milljónir á ári. Þetta þýðir að eldri lán sem báru 2% vexti EGILSGÖTU 11 - BORGARNES ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT TRESiyiIÐJA SIGURJONS ehf. Þjóöbaut 13 -300 Akranesi Sími 431 1722 - Fax 431 2722 verða nú dýrari. Þessi ráðstöfun er gerð til að halda jafnræði milli þeirra bænda sem fengið hafa fyrirgreiðslu og þeirra sem nú taka lán hjá Lána- sjóðnum. Til að mæta aukinni greiðslubirði eldri lána, sem voru á lægstu vöxtum, býðst sjóðurinn til að veita hagræðingarlán til fjárhagslegr- ar endurskipulagningar þeim bænd- um sem skulda meira en fjórar millj- ónir króna. Erfitt aö hvetja ungt fólk til aö hefja búskap Eftir ftarlega kynningu þeirra Guðna og Þórólfs var opnað fyrir umræður og fyrirspumir úr sal. All- margir tóku til máls og vöktu orð þeirra Sindra Sigurgeirssonar og Sig- rúnar Ólafsdóttur talsverða athygli fundargesta. Þau eiga það bæði sam- merkt að hafa stofnað til búskapar á síðari árum. Sigrún Ólafsdóttir í Hlíð sagði m.a. að kaup og rekstur bújarðar með hefðbundinn landbúnað væri enginn dans á rósum. Sagði hún að til staðar þyrfti að vera brennandi áhugi á við- fangsefninu til að dæmið gæti geng- ið upp. Hún sagði að erfitt væri fyrir sig að hvetja ungt fólk til að hefja bú- skap í ljósi sinnar eigin reynslu, en bætti þó við að hún væri hreint ekki á leiðinni að gefast upp á búskapn- um. Taldi hún að félagslegi þátturinn væri sífellt veigameiri þegar búseta í dreifðum byggðum væri til umræðu. í því sambandi nefndi hún sérstak- lega bömin, uppeldi þeirra og félags- störf. Sindri Sigurgeirsson í Bakkakoti lýsti reynslu sinni af því að fjár- magna kaup á búi tengdaföður síns s.l. haust. Sagði hann að mikið vant- aði upp á að eðlileg fyrirgreiðsla hafi fengist til kaupanna. Persónulega óskaði Sindri eftir því að meira fjár- magn væri hægt að fá að láni og taldi ekki aðalatriðið að lengja lánstímann í 40 ár, eins og nú er mikið rætt um. Sagði hann að nauðsynlegt væri að upphæð lánanna væri nær raunkostn- aði við kaupin. T.a.m. hafði hann fengið fyrirgreiðslu til kaupa á rúm- lega 200 kindum þótt hann væri að kaupa 500. Mismuninn hefði þurft að brúa með dýmm bankalánum. Gagnrýni á Lífeyrissjóö bænda Ingimar Sveinsson á Hvanneyri átaldi Lífeyrissjóð bænda sem hann sagði að væri bæði veikur og illa rek- inn. Hafði hann ófögur orð um þann gjöming að sjóðurinn hefði tapað 90 milljónum á flugvélabraski. Lagði Ingimar til að Bændahöllin yrði seld og ágóðinn notaður til að styrkja stöðu Lífeyrissjóðsins til að hægt væri að greiða þeim bændum sem vilja og verða að hætta búskap mann- sæmandi lífeyri. Krafa um búfræöi- menntun nauösynleg Sveinbjöm Eyjólfsson á Hvann- eyri hélt tölu og kom inn á ýmis mál. M.a. sagði hann að tími væri kominn til að gera þá kröfu að þeir sem hefja búskap hafi til þess lágmarksmennt- un, þ.e. búfræðipróf. Vísaði hann til Danmerkur í því sambandi og sagði að þar væm menn skildaðir til að hafa búfræðipróf, ætluðu þeir að hefja búskap og bætti við að þar væri um mun lengra og erfiðara nám að ræða en hér á íslandi. Sveinbjöm sagði einnig að þótt bændur á íslandi hefðu ekki fjármagn til að endur- byggja og viðhalda fjósum og fjár- húsum þá væri skömm af því hvem- ig kennsluaðstaðan í verklegu námi væri á Hvanneyri. Sagði hann að kominn væri tími til að fjármagn fengist til endumýjunar á búfjárhús- um á Hvanneyri. Sveinbjöm spurði einnig um hugsanlega aðild Lána- sjóðsins að þróunarstarfsemi tengdri landbúnaði. Guðni Ágústsson tók undir þau orð Sveinbjöms að eðlilegt væri að stuðla að byggingu nýs fjóss á Hvanneyri en bætti við að persónu- lega fyndist sér að tilraunabúið á Hesti ætti að geta nýst sem kennslu- aðstaða fyrir Bændaskólann í sauð- fjárrækt. „Hraustir menn em varla nema hálftíma að hlaupa upp að Hesti“, bætti hann við til að undir- strika nálægðina við Hestsbúið. Kalt fjós Þórólfur Sveinsson svaraði Svein- bimi og sagðist ekki sjá flöt á stuðn- ingi við þróunarstarfsemi. Hann tók þó dæmi um að ef einhver hefði áhuga á tilraun með byggingu á „köldu fjósi“ þá væm þeir í stjóm Lánasjóðsins tilbúnir til að skoða slíkan stuðning. Magnús B. Jónsson skólastjóri á Hvanneyri var snöggur að grípa þessi orð Þórólfs og lýsti því yfir að Bændaskólinn þæði með þökkum kalt fjós á Hvanneyri, byggt með dyggri aðstoð Lánasjóðs land- búnaðarins. Margir fleiri tóku til máls á fund- inum sem var í alla staði málefnaleg- ur og gagnlegur þeim er hann sóttu. Fundarboðandi var Félag ungra Framsóknarmanna í Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu og fundarstjóri var

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.