Skessuhorn - 01.04.1998, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1998
■■f .VIHMl ■■
Tímamótanám-
skeíb á Hvanneyri
Haldib á þremur stöbum í einu
í SÍÐUSTU VIKU var haldið
námskeið á Hvanneyri í verkun
og nýtingu korns. Námskeiðið var
að því leyti óvenjulegt að þátttak-
endur voru staddir á þremur
stöðum á landinu, þ.e. á Hvann-
eyri, Egilsstöðum og Selfossi.
Auk þess fylgdust aðstoðarrektor
Menntaskólans á Egilsstöðum og
fulltrúi Menntamálaráðuneytis-
ins með námskeiðinu í Reykjavík.
Það sem gerði það kleift að
halda námskeið í þremur fjarlæg-
um landshlutum í einu er svokall-
aður fjarkennslubúnaður sem
Bændaskólinn á Hvanneyri eign-
aðist á síðasta ári. Sambærilegur
búnaður hefur verið til á Egils-
stöðum í rúmt ár og eitthvað
skemur á Selfossi en hefur lítið
verið notaður þar til nú.
Fjarkennslubúnaðurinn sam-
anstendur af stórum sjónvarps-
skjá og upptökuvél én hægt er að
tengja allt að sex upptökuvélar
við tækið. Á hverjum stað er einn
hinna staðanna í mynd á hverjum
tíma en hægt er að skipta á milli
eftir þörfum. Kennslan á kornn-
ræktarnámskeiðinu fór fram frá
Hvanneyri og stýrði Haukur
Gunnarsson endurmenntunar-
stjóri námskeiðinu. Einnig komu
Líneyk Anna Sævarsdóttir starfs-
maður Bændaskólans á Hvann-
eyri á Austurlandi og Runólfur
Sveinsson ráðunautur á Suður-
landi að undirbúningi og fram-
kvæmd námskeiðsins.
Stórkostlegt byggóa-
mál
I samtali við Skessuhorn sagði
Haukur Gunnarsson að fjar-
kennslubúnaðurinn á Hvanneyri
hefði verið notaður áður til
fundahalda og að samskonar
búnaður hefði verið notaður um
nokkurn tíma við fyrirlestra milli
Háskóla Islands og Háskólans á
Akureyri en hinsvegar væri þetta í
fyrsta skipti sem haldið væri hér á
Iandi námskeið með þessu sniði.
Hann sagði þessa tilraun hafa
komið vel út og almenn ánægja
hefði verið hjá þátttakendum.
„Þetta er bara bytjunin", sagði
Haukur. „Við höfum miklar vænt-
ingar um að þetta kennslufyrir-
Þátttakendur í námskei&inu á Hvanneyri
Fjarkennslubúnaðurinn á Hvanneyri. Á skjánum eru þátttakendur í nám-
skei&inu á Egilstöðum.
Haukur Cunnarsson endurmennt-
unarstjóri á Hvanneyri.
komulag verði mikið notað í
framtíðinni bæði til námskeiða-
halds víða um landið og einnig er
á döfinni að við getum nýtt okkur
stundakennara sem eru búsettir í
Reykjavík en þetta er mun ódýrari
leið en að fá þá hingað upp eftir í
hvert sinn. Það liggur einnig fyrir
samstarfssamningur við Háskóla
Islands um fyrirlestra sitt á hvað
og þá erum við einnig í Norrænu
samstarfi þar sem Ijarkennslu-
búnaðurinn mun Ieika stórt hlut-
verk og hafa í för með sér mikinn
sparnað. Þessi tækni bíður upp á
óteljandi möguleika og það er
stórkostlegt byggðamál að svona
búnaður komi sem víðast á Iands-
byggðinm', sagði Haukur.
Hann sagði að Bændaskólinn
hefði átt gott samstarf við Lands-
símann við undirbúning og til-
raunir varðandi nýtingu á fjar-
kennslubúnaðinum. „Landssím-
inn er að læra á þessa tækni og
þróa þessa aðferð og við höfum
notið góðs af samstarfinu við þá“,
sagði Haukur að lokum.
Fjölmennur fundur um nýsköpun
S.L. MIÐVIKUDAG hélt Ný-
sköpunarsjóður atvinnulífsins
kynningarfund á Hótel Borgar-
nesi um starfsemi sjóðsins.
Fundinn sóttu um 80 manns
víða að úr kjördæminu og var
greinilegt að mikill áhugi var hjá
fundarmönnum á að kynnast
þessari nýju stofnun og hlutverk-
um hennar. Páll Kr. Pálsson
framkvæmdastjóri Nýsköpunar-
sjóðs hélt ítarlega kynningu á
sjóðnum. Hér á eftir fer ágrip af
ræðu Páls ætluð til að kynna
Vestlendingum, sem ekki áttu
heimangengt á fundinn, megin-
inntak þess sem Páll hafði að
segja.
Til hvers Nýsköpunar-
sjó&ur?
Hlutverk Nýsköpunarsjóðs er
að vinna að uppbyggingu, vexti
og alþjóðavæðingu íslensks at-
vinnulífs. Þessu hlutverki gegnir
hann einkum með tvennum
hætti. Fyrst og fremst tekur sjóð-
urinn þátt í fjárfestingarverkefn-
um á sviði nýsköpunar og þá
einkanlega með hlutafjárþátt-
töku auk þess sem veitt eru
áhættulán og ábyrgðir. Hins veg-
ar eru forathuganir, þróunar-
verkefni og kynningarverkefni
styrkt.
Eins og nafn sjóðsins segir þá
er einkum verið að taka á verk-
efnum á sviði nýsköpunar. Páll
lýsti eðli þeirra verkefna sem
flokkast geta sem nýsköpun og
sagði að nýsköpun væri: 1) að
núverandi vara/þjónusta færi á
nýjan markað, 2) að ný
vara/þjónusta færi á núverandi
markað eða 3) að ný vara/þjón-
usta færi á nýjan markað. Páll
sagði að nýsköpunar væri alltaf
þörf til eðlilegra framfara. Hann
sagði að líftími vöru væri tak-
mörkunum sett, tæknileg úreld-
ing ætti sér sífellt stað og þörf
eftir vöru og þjónustu breyttist.
Nýsköpun er því nauðsynlegur
þáttur til að koma í veg fyrir
stöðnun í rekstri fyrirtækja og
eins til að stuðla að sóknarfær-
um nýrra aðila með arðvænlegar
hugmyndir. Auk þess að stuðla
að nýsköpun innlendra fyrir-
tækja reynir sjóðurinn að laða
erlenda fjárfesta til landsins með
þátttöku í undirbúningsfélögum
og Ijárfestingum vegna slíkra
verkefna.
Byggt á bandarísku
leiðinni
Páll lýsti hlutverki hins opin-
bera í stuðningi við nýsköpun og
frumherja. Hann sagði að opin-
bert fé hafi reynst nauðsynlegt til
að brúa bilið milli Iausnar á skil-
greindri þörf annars vegar og
markaðar hins vegar. Hug-
myndafræðin á bak við Nýsköp-
unarsjóð, sem tók til starfa um
s.I. áramót, byggi á bandarísku
leiðinni svokölluðu. Með því er
átt við að ríkið efli nýsköpun
með því að kaupa hlutafé í arð-
vænlegum nýsköpunarverkefn-
um. Þegar markaðurinn fær
áhuga á viðkomandi fyrirtæki
dregur ríkið sig út úr rekstrinum
með því að selja sinn eignar-
hluta. Bandaríska ríkið beinir
sjónum sínum að áhættufjár-
magnssjóðum og býður út Ijár-
magn til starfsemi þeirra.
Páll sagði að þessi aðferð hafi
skilað góðum árangri í Banda-
ríkjunum og að það hefði sýnt sig
að styrkir eða víkjandi lán hafi
ekki skilað miklu af nýjum störf-
um inn á vinnumarkaðinn. Þess
vegna hafi sjónum verið beint að
hlutafjáreign Nýsköpunarsjóðs í
fyrirtækjum enda sé sú leið talin
líklegust til árangurs. Með því
móti er ábyrgð Nýsköpunarsjóðs
ekki einungis fjármálaleg heldur
einnig stjórnunarleg þar sem
hlutafjáreign í fyrirtæki fylgir
stjórnarseta fulltrúa sjóðsins i
því. Um leið er eftirlit og frum-
kvæði meira af beggja hálfu.
Umsóknarferlib
Nú kynnti Páll úrvinnslu um-
sókna til Nýsköpunarsjóðs. Ferl-
ið er þannig að fyrst kynnir um-
sækjandi verkefni sitt skriffega
með bréfi til sjóðsins. Þá er
ákvörðun tekin um nánari skoð-
un og í framhaldi af því fer fram
ítarlegri skoðun ef sjóðsstjórn
metur verkefnið jákvætt. í fram-
haldi af ítarlegri skoðun á fyrir-
tækinu og viðskiptahugmyndinni
er verkefninu annað hvort synjað
eða þátttaka Nýsköpunarsjóðs í
því verður að veruleika.
Páll sagði að reiknað væri með
100-150 fyrirspurnum á ári til
sjóðsins. Um 2/3 þeirra verður
að fullbúnum umsóknum og
áætlað væri að 18-20 mál verði
árlega samþykkt. Hann sagði að
nú þegar væru 3 mál afgreidd hjá
sjóðnum og meðalfjárbinding
sjóðsins í þeim væri um 30 millj-
ónir króna. Fram kom að margar
áhugaverðar umsóknir lægju fyr-
ir. Litlu málin taka oft meiri tíma
í undirbúningi því þau væru
Páll Kr Pálsson framkvæmdarstjóri
Nýsköpunarsjó&sins
sjaldnast eins mikið forunnin og
þau stærri. Sagði hann að um-
fang verkefna ætti ekki að skipta
máli heldur fyrst og fremst áætl-
uð arðsemi auk þess sem nefnt
hefur verið að nýsköpun væri
lykilatriði. Vegna samkeppnis-
sjónarmiða verður Nýsköpunar-
sjóður að hafna aðild að sumum
þeirra mála sem inn á borð þeir-
ra koma, þar sem um opinbera
stofnun er að ræða og þar með
almannafé.
I Iok framsögu sinnar sagði
Páll að Nýsköpunarsjóður setti
markið hátt. Starfsmenn vilja
sýna fram á að það borgar sig að
fjárfesta í nýsköpunarverkefn-
um.
Að lokinni framsögu Páls Kr.
Pálssonar svaraði hann fýrir-
spurnum fundargesta.
Mikill fjöldi var á fundinum á Hótel Borgarnesi