Skessuhorn - 05.06.1998, Blaðsíða 2
2
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI
BORGARBRAUT 57, 310 BORGARNES - SÍMI 437 2262
FAX: 437 2263 - NETFANG: skessuh@aknet.is
Afgreiðsla á Akranesi að Stillhoiti 18 er opin eftir hádegi virka daga, sími 431 4222
Útgefandi: Skessuhorn ehf.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Einarsson, sími 852 4098
Framkvæmdastjóri og blaðamaður: Arinbjörn Kúld, sími 899 6165
Blaðamaður: Helgi Daníelsson, sími 898 0298
Auglýsingar: Magnús Valsson, sími 437 2262
Fjóla Ásgeirsdóttir, sími 431 4222
Hönnun og umbrot: Isafoldarprentsmiðja hf.
Prentun: Ísafoídarprentsmiöja hf.
Aðalskrifstofa blaðsins er opin alla virka daga frá kl.10:00 - 12:00 og 13:00-16:00
Skrifstofan að Stillholti 18 á Akranesi er opin kl. 13-17.
Skessuhorn-Péslnn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga og efnis er kl. 15.00 á mánu-
dögum. Litaauglýsingar sem krefjast mikillar hönnunarvinnu þurfa þó að berast blaðinu í síðasta lagi
á hádegi á mánudögum . Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega.
Blaðið er gefið út i 5.800 eintökum og dreift ókeypis inn á öll heimili og fyrirtæki á Vesturlandi auk
Kjalarness, Kjösar og Reykhóla.
Hálendi
hvers?
Gísli Einarsson,
ritstjóri.
„Finn ég fjólunnar angan, fuglar kvaka í móa,“ söng Flosi Ólafsson
hljómþýðri röddu fyrir margt löngu. Fjólumar koma málinu reyndar
ekki við en Flosi heldur áfram: „Vaka vordaginn langan, villtir svanir og
tófa.“ Síðan eru liðin mörg ár og í dag eru svanirnir fyrst og fremst ráð-
villtir eftir að hafa fylgst með umræðunni um svokallað hálendisfrum-
varp að undanfömu.
Fmmvarp þetta mun í stuttu máli snúast um það hver haft rétt til að
ráðskast með hálendi Islands og hver megi traðka á þessari hundaþúfu
og hver ekki.
Frá því land byggðist hafa bændur og búandkarlar landsins nýtt há-
lendið til beitar fyrir búsmala sinn og einnig var það svolítið notað af
Eyvindum og Höllum og öðram sem töldu hentugast að halda sig fjarri
öðru fólki um tíma. Hálendið hefur því beint og óbeint verið talið til-
heyra þeim sveitarfélögum sem næst því liggja þótt það teljist í sjálfu
sér vera almenningseign. I Hálendisframvarpinu er gert ráð fyrir um-
ráðarétti viðkomandi sveitarfélaga en hér eftir þarf hver snarrótartoppur
og hver drullupollur að hafa lögheimili í einhverju sveitarfélagi. Sú leið
sem talin var nærtækust og eðilegust var að færa til mörk þeirra sveitar-
félaga sem næst liggja hálendinu þannig að hálendið fengi samastað.
Ég hef svo sem ekkert yfir nefndu íramvarpi að kvarta enda fullseint
að fara að væla yfir því nú. Það sem veldur mér pirringi og útbromm er
aftur á móti sú tilhneiging ákveðinna þingmanna Reykjavíkurhrepps til
að líta á sig sem nýlenduherra yftr sveitum landsins hvort sem er á há-
lendi eða láglendi.
Þeir sem hafa kosið að hokra „úti á landi“ hafa fæstir látið stjómast
af hagfræðilegum útreikningum. „Sveitavargurinn“ eða „þetta úti á
landi lið“, sem gjama er nefnt svo, er að kaupa sér lífsstíl og oft á tíð-
um að greiða hann dýru verði. Fólk sem býr í sveitum landsins á ekki
kost á sömu þjónustu og þeir sem búa í þéttbýli eða þarf að minnsta
kosti að sækja hana lengri veg og þar með að greiða hærra verð. í stað-
inn fær það frelsið, náttúrafegurðina og önnur gæði sem því fylgja að
búa í dreifbýli og verða ekki metin til fjár. Þessi lífsgæði vilja sumir
þingmenn höfuðborgarinnar, og mörg af þeirra sóknarbörnum, fá að
njóta án þess að greiða sama verð og þeir sem lifa þar og deyja. Umræð-
an í kringum hálendisfrumvarpið ber einfaldlega keim af því að sveitir
landsins eigi að vera krásum hlaðið veisluborð fyrir íbúa Reykjavíkur-
hrepps en sVeitamanninn má nota til að leggja á borðið.
I vor, líkt og oft áður má á vegum landsins sjá vöramerki þessa við-
horfs til dreifbýlisins. Það er reyndar í daglegu tah kallað vegheftll.
Sveitamennimir fá að sjá slík tæki þegar von er á ferðamönnum „að
sunnan" en þá era moldartroðningamir snurfusaðir íyrir malbiksvana
eðalvagna. Ekki svo að skilja að þeim sunnanmönnum sé of gott að aka
á sléttam vegi þegar þeir skjótast eina helgi í sumarbústaðinn. Þetta er í
raun bara ástæðulaus öfund í mér vegna þess að það er ekki venjan að
skrapa götuslóðana fyrir okkur sveitamennina sem þurfum þó að aka
eftir þeim daglega. Við fáum hinsvegar að týna molana sem falla af
veisluborði ferðamannsins og ættum sjálfsagt að skammast okkar og
sýna þakklæti og auðmýkt.
Umræddir þingmenn Reykjavíkurláglendisins vora þeirrar skoðunar
að gera bæri hálendið að sérstöku sveitarfélagi með sveitarstjóm sem
samanstæði af sérstökum hálendisfræðingum. Væntanlega mönnum á
borð við Ómar Ragnarsson og þingmanninn Ólaf Öm Haraldsson, sem
báðir hafa hlotið frægð fyrir að fara útfyrir þjóðveginn. Það virðist
nefnilega vera svo að ef menn gera eitthvað sér til skemmtunar, svo sem
að klífa fjöll og skriður,.þá er litið á það sem þrekvirki. Hitt þykir síst
merkilegt þótt bóndinn klöngrist sömu leið á hverju ári í leit að rollu-
skjátum. Væntanlega er það af þeirri ástæðu sem það er af sumum álit-
ið að stjóm hálendisins sé betur komin í höndum þeirra sem rölta yfir
fjöll og fymindi í uppreimuðum fjallgönguskóm eða aka yfir það á sér-
útbúnum hálendisbifreiðum heldur en bændalörfum sem göndlast um á
gúmmískóm eða hökta yfir hálendið á húðarkláram.
Ég trúi enn á það að allir eigi að vera jafnir og ef skipulagsmál í dreif-
býli eiga að vera í höndum hálendisfræðinga á höfuðborgarsvæðinu þá
ætlast ég að sjálfsögðu til að framkvæmdir í Reykjavíkurhreppi verði
bomar undir mig. A sama hátt hlít ég að líta þannig á, í ljósi þess sem
að framan er sagt, að næst þegar ég á leið um Reykjavík sé mér heimilt
tjaldstæði í garði Ólafs Amar Haraldssonar og jafnframt sé mér velkom-
ið að slíta upp nokkrar rauðar rósir úr garði Sighvats Björgvinssonar til
að færa konunni þegar ég kem heim.
Gísli Einarsson
FOSTUDAGUR 5. JUNI 1998
Asta Asgeirsdóttir bókavör&ur afgrei&ir fyrsta lánþegann, Bjartmar Már
Björnsson en hann átti einmitt afmæli þennan dag.
Nýtt
útlánakerfi
Þann 20. maí sl. var formlega tek-
ið í notkun nýtt útlánakerfi hjá Bæj-
ar- og héraðsbókasafninu á Akranesi.
Nýja kerfið er tölvuvætt og hófst
undirbúningur tölvuvæðingarinnar
1990 en þá var hafist handa við að
strikamerkja bækur safnsins.
Með nýja kerfinu, sem nefnist
Mikro Marc, virkar safnkosturinn
þannig að auðveldara er að leyta á
safninu og öll afgreiðsla verður ein-
faldari en fram að þessu hafa verði
lánaðar um 60.000 bækur á ári og allt
verið handfært.
í tilefni af nýja kerfinu verða sekt-
arlausir dagar á bókasafninu til 17.
júní nk.
Góð fjárhags-
staba
Eyrarsveitar
Ársreikningar sveitarsjóðs
Eyrarsveitar í Grundarfirði og
fyrirtækja sveitarfélagsins (Grandar-
fjarðarhafnar, Vatnsveitu Grandarf-
jarðar og félagslegra íbúða) vora
samþykktir við aðra umræðu í hrepp-
snefnd Eyrarsveitar þann 13. maí s.l.
Heildarskatttekjur sveitarsjóðs
1997 voru 140 millj. króna og
hækkuðu úr 116 milljónum árið 1996
eða um 21%. Það samsvarar hækkun
úr 126 þúsund krónum á íbúa árið
1996 í 153 þúsund kr. á íbúa árið
1997.
Að sögn Bjargar Agústsdóttur
sveitarstjóra stafar hækkunin fyrst og
fremst af því að við flutning
Grannskólans ífá ríki til sveitar-
félagsins varð tilfærsla á
tekjustofnum. A móti hækka rek-
strargjöld málaflokka nettó. Þau vora
105,7 milljónir króna en vora 81,4
milljónir árið 1996. Rekstur
málaflokka er því um 75,4% af skatt-
tekjum 1997 og hækkar frá fyrri
áram, en hlutfallið var 69,5% árið
1995, og 69,2% árið 1996.
I fjárhagsáætlun sem samþykkt var
í febrúar 1997 var gert ráð fyrir um
107,5 milljónum króna í rek-
strargjöld nettó, en endurskoðuð
fjárhagsáætlun sem gerð var í
nóvember 1997 gerði ráð fyrir 108,3
milljónum í rekstrargjöld nettó, þan-
nig að útkoman er innan áætlunar.
Afkoma eftir rekstur málaflokka er
34.4 milljónir. Greiðslubyrði lána
nettó var 9,6 milljónir. Gjaldfærð
fjárfesting sveitarsjóðs var 24,3
milljónir, þar af fóru 3,7 milljónir í
uppbyggingu á nýjum íþróttavelli og
14.5 milljónir fóru í nýbyggingu
gatna og holræsa og gerð opinna
svæða.
Eignfærð fjárfesting sveitarsjóðs
var 14,4 milljónir króna, sem fór
einkum í tvö verkefni, þ.e. 3,7
milljónir í nýbyggingu grannskóla,
hönnun og undirbúning, og í nýtt
húsnæði tónlistarskólans var varið
9,7 milljónum.
Björg sagðist mjög sátt við að
þessi niðurstaða skyldi hafa náðst
þrátt fyrir miklar framkvæmdir á
árinu.
Færeyinqar í
heimsokn
í síðustu viku voru 15 nemendur
10. bekkjar í Sörvágsskóla í Færeyj-
um, ásamt tveimur kennurum, í
heimsókn á Akranesi. Sörvágur er
vinabær Akraness og að sögn Gísla
Gíslasonar bæjarstjóra er ætlunin að
halda góðum tengslum m.a. með
ferðum nemenda á milli staðanna eft-
ir því sem hentugt þykir og ákveðið
verður. Ferð Færeyinganna þótti
takast í alla staði vel og vora þeir
mjög ánægðir með heimsóknina.
Þeir tóku þátt í starfi Grundaskóla
síðustu tvo skóladagana og fóra auk
þess m.a. í rútuferð um Borgarfjörð.
Sendi-
herra á
ferb
Sendiherra Bandaríkjanna,
Day Olin Mount og kona hans.
Kathie C. Mount vora á ferða-
lagi um Akranes og í Borgar-
nesi í síðustu viku í hálfopin-
berri heimsókn.
Á Akranesi heimsótti Mount
HB og Co., Sementsverksmiðj-
una auk fleiri staða og átti stutt-
an fund með bæjarfulltrúum og
bæjarstjóra.
Gallerí
Grúsk
Gallerí Grúsk var stofnað á
síðasta ári af handverksfólki í
Grundarfirði eins og fjallað
hefur verið um í Skessuhomi.
Galleríið opnaði á nýjan leik
um síðustu helgi og hefur sem
fyrr á boðstólum fjölbreytt úr-
val hvers kyns handverks.
Fámennur
fundur
í síðustu viku stóð Félag At-
vinnulífsins í Grandarfirði fyrir
fundi með Atvinnuráðgjöf
Vesturlands og Emi D. Johnsen
verkefnisstjóra. Það er hugsan-
lega lýsandi dæmi fyrir gott at-
vinnuástand í Grandarfirði að
enginn rnætti á fundinn fyrir
utan fulltrúa fundarboðenda.
Undirstöb-
ur fyrir
sundlaug
Á næstu dögum verða opnuð
tilboð í 3. áfanga sundlaugar-
mannvirkjanna í Stykkishólmi.
Framkvæmdum við kjallara
undir búningsklefa er lokið og
búið er að semja um kaup á
sundlaugarkeri eins og frá hef-
ur verið sagt í Skessuhomi.
í þriðja áfanga byggingarinn-
ar era undirstöður undir laug og
fleira. Fjórði og síðasti áfang-
inn verður boðinn út fljótlega. f
honum era heitir pottar og frá-
gangur lóðar og stefnt er að því
að vinna það verk nokkum veg-
inn samhliða þriðja áfanganum.
Ætlunin er að verkinu ljúki 30.
október á þessu ári.
Rá&húsib
tilbúíb í
ágúst
Vinna viðendurbætur gamla
kaupfélagshússins í Stykkis-
hólmi sem hýsa mun skrifstofur
Stykkishólmsbæjar og Náttúra-
stofu Vesturlands hefur gengið
vel að sögn Olafs Hilmars
Sverrissonar bæjarstjóra. Sem
stendur eru líkur á að verkinu
ljúki um mánaðamótin júlí -
ágúst og gert er ráð fyrir að
starfsemi bæjarins verði flutt í
nýja ráðhúsið í ágústbyijun.