Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.1998, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 05.06.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ1998 SKlSSiÍliöBí; Þá era kosningamar afstaðnar og menn geta farið að takast á við lífs- baráttuna á nýjan leik. Aðstandend- ur listanna ýmist fagna sigri eða sleikja sár sín eftir því sem við á. Um deilur tveggja nágranna sinna orti Hjörleifur Jónsson á Gilsbakka og geta menn dundað sér við að eigna andstæðum listum vísuhelmingana sitt á hvað, eftir því sem við á: Sumir hljóta í einkaarf eigingimi og hroka. Það er list sem lœra þarf að láta í minni poka. Það er líkt með listakosningum og einkavæðingu að hvorar tveggja ganga út á að höfða til skammtíma- hagsmuna meirihlutans frekar en langtímahagsmuna heildarinnar. Um einka(vina)væðinguna kvað Sveinn Bjömsson í Hvammi í Döl- um: Auðsstétt brýtur ofanfrá allt að neðsta grunni. Þessi verður endir á einkavœðingunni. Sjálfsagt finnst mörgum fram- bjóðandanum eftir á að hyggja að hann hefði nú getað staðið sig bet- ur í kosningabaráttunni og hugsar með sjálfum sér: Aldrei á strik sér andinn náði, ótuktarlega brást hann mér. Holdið er þó með réttu ráði og reiðubúið til hvers sem er. Eða þá svona: Það erflest aðfara sko til fjandans held ég bara. I upphafi hélt ég ekki að svo illa mundi fara. Ekki era þingmenn okkar verk- lausir þessa dagana (frekar en venjulega!) en einhvemtíman var kveðið um þingstörfm: Ei vom spömð orðin þar enda meir en nóg sagt en megnið afþeirri mœlgi var miklu betur ósagt. Nú skal ég ekki leggja dóm á hvað er betur sagt eða ósagt á Al- þingi eða hverjum mælist þar best, hinsvegar era alþingismenn furðu margir hagmæltir meira eða minna en flíka því mismikið. Eins og menn vita má enginn tala í þing- veislum nema í bundnu máli og leggja sumir allmikið á sig til að komast á mælendaskrá í þeim sam- komum enda kvað séra Hjálmar: Árna Johnsen þekkir þjóð og þolir afhonum hrekki. Gjaman vill hann gera Ijóð en getur það bara ekki. Eiður Guðnason sá eitt sinn í þingveislu að miða var stungið að Ama og fór hann síðan í pontu og las af miðanum. Næstur á eftir Ama fór síðan Eiður í ponm og sagði: Árni fór með eitthvert mix sem annar honum sendi. Hann er bara núll og nix frá náttúrunnar hendi. Um Ama kvað Kristján Stefáns- son frá Gilhaga: Útlitsleg vansköpun völd er að því hann vart er í íþróttum slyngur en þetta er samt hreint alveg hátíð hjá því þegar helvítis maðurinn syngur. Það er ekki auðvelt starf að semja auglýsingar svo vel fari og getur brugðið til allra átta með ár- angurinn. Sigríður Sigfúsdóttir í Forsæludal sá í vetur auglýsingu sem henni fannst athyglisverð og orti þá: Dálítið í brún mér brá brosti þó afvana, auglýst þegar ágœt sá undirföt á Hana. Svo illa fór fyrir mér í síðasta þætti að ég eignaði Bimi Blöndal vísuna „Allt er fjallið autt í senn“ en þegar ég fletti betur í fræðunum sá ég að hún er eftir Asgrím Krist- insson fá Ásbrekku. Get ég engu öðru um kennt en minni eigin fljót- fæmi og get sagt eins og Halldór Snæhólm: Þótt ég lceri þetta og hitt þrátt hjá góðum vinum þá er orðið minnið mitt mest í blýantinum. Vil ég endilega biðja lesendur að leiðrétta mig ef þeir sjá einhverjar svona vitleysur, eða gran um þær, því ef þetta er ekki leiðrétt strax er hætt við að þær geti orðið langlífar og satt að segja fer afskaplega í taugamar á mér að sjá á ferðinni vitleysur og prentvillur úr þáttum mínum í „Borgfirðingi" sáluga og vitnað í mig sem framheimild. Með þökkfyrir lesturinn. Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt. Sími 435 1367. SundlauginVarmalandi Smi4351480 OprainartámiÉEá l.júnítilSl. ágúst Opiðalb daga fra 10ÍXJ tíl2130 Verið velkomin a# BLÆS EÐA S LEKUR MEÐ fgfUTIHURÐINNI? Er með nýja gerð af þéttifræsara ásamt þéttilistum. Þétti hurðir sem ekki hafa haft þéttikant og eins þær sem eru með slottlista og eða aðra lista. Góð reynsla er komin á þessa þéttingu. Upplýsingar gefur Trésmiðja Fálma * Sími: 437 0034 eða 853 5948 PENNINN Jón Páll Haraldsson í Borgarnesi Gjaldþrot góö- mennskunnar Ég var ungur. Ég var vitlaus. Ég átti mér hugsjón sem ég var tilbúinn að vinna fyrir án þess að heimta mik- ið í staðinn. En sem bemr fer á allt sín takmörk, líka grannhyggni mín. Undirritaður er einn þeirra fjöi- mörgu grannskólakennara sem hyg- gst nú skipta um starfsvettvang. I frekar lausgirtu máli langar mig hér að gera grein fyrir af hverju. Allt of margir kennarar hverfa nú hljóðlaust á braut. Átta árum af lítið lengri æfi hef ég nú helgað kennarastarfinu, síðustu tvö árin í Borgamesi. Ekki síst er mér skylt að skýra ákvörðun mína fyrir heimamönnum, jafnvel og þeir hafa reynst mér. Alltaf þykir mér það göfugt er fólk leggur sitt af mörkunum til samfé- lagsins. Sjálfboðin störf ekki síst. Með þessari hugsjón hóf ég sáttur störf sem kennari, ég myndi sætta mig við lágu launin því málstaðurinn væri mikilvægari. Lengst af hef ég og unað mér vel enda starfið heillandi. Á stundum hefur mér vart verið sjál- frátt því starfið hef ég talið svo mik- ilvægt. En ég sá ekki allt fyrir. Ekki gerði ég ráð fyrir að þurfa að þola niður- lægingu fyrir og það síst frá nýjum vinnuveitendum. Það eru sannkölluð göfugmenni sem láta slíkt yfir sig ganga og halda sama starfsþreki. Ef þetta á að vera með í pakkanum _þá vil ég hætta þessu á hugsjónanótum og fá greitt fyrir vinnuna á sanngjam- an hátt. Það telja vinnuveitendur hins Mér finnst!! í nýjum prentmiðli á Vestur- landi, Póstinum, var í síðustu viku sérstakur dálkur undir fréttir af Vesturlandi. Þar var farin ný leið í fréttmennsku að því leyti að hinar fjölmörgu og bitastæðu fréttir voru allar undir yfirskriftinni „Mér finnst“. Blaðamanni Pósts- ins fannst t.d. að Hvalfjarðargöng- in yrðu opnuð í sumar. Honum fannst einnig að álver Norðuráls á Grundartanga yrði gangsett í sum- ar og honum fannst helst að minn- ismerki yrði afhjúpað á Akranesi á næstunni. Þarna er farin mjög varfærin og aðdáunarverð leið í fréttaflutningi, þannig að ekki er tekin afstaða til þess hvort hlutimir hafi gerst eða muni gerast heldur er blaðamaður einungis að túlka eigin tilfinning- ar. Blaðamaður Heygarðshorns fylgir góðu fordæmi og hefur það mjög sterkt á tilfinningunni að sjómannadagurinn sé næsta sunnudag. Síðan ráðið þið nátt- úralega hvað ykkur finnst!! vegar ekki nausynlegt. Hér bresmr mig göfugmennsku. Skólinn settur á sveitina? Grunnskólar era nú alfarið reknir af sveitarfélögum. Við viljum gera skólana betri sögðu fulltrúar sveita- stjóma þegar þeir tóku við rekstrin- um. Stöldram aðeins við þetta. Skoð- um þá fyrst þá staðreynd að kennarar bentu ítrekað á að meira fjármagn þyrfti frá ríki til sveitarfélaga til að reka skólana. Sveitastjórnarmenn skelltu við skollaeyram og sömdu af sér. Ekki var ástandið gott í skóla- málum fyrir flutninginn en skyldi ástandið koma til með að batna við hann? Nú tveimur árum síðar bendir ekk- ert til þess að svo verði. Endurmennt- un kennara hafa verið settar þrengri skorður. Sérfræðiþjónusta er víðast hvar algerlega ófullnægjandi og vor- kunn er þeim fjölskyldum og kennur- um sem þurfa á slíku að halda. Það er helst á stöðum eins og Akranesi sem þessi mál virðast í lagi, þar sem menn bera gæfu til að hafa skólafólk í sveitarstjómum. Á sveitinni Harmleikur haustsins er mér hug- leikinn og fýlan vart lekin úr mér. Við viljum gera skólana betri - eftir nokk- ur misseri sögðust sveitastjómir ekki hafa efni á því. Fyrstu mánuðina eftir flutninginn gáfu fulltrúar sveitastjóma sig út fyr- ir að vilja nálgast skólamál á fagleg- um forsendum. Fulltrúar kennara og sveitarfélaga héldu til Norðurlanda þar sem skoðað skyldi hvemig mál- um er háttað þar. Þetta Kkaði okkur kennurum vel. Lengi hefur verið ljóst að nágrannar okkar greiða kennuram mikið hærri laun á hverrja kennslu- stund en við íslendingar. Svo ekki sé talað um þá vinnu sem íslenskir kennarar inna af hendi og ekki er inni í þeirra starfslýsingu. Hér tala ég aðallega um launalið- inn en hann tel ég forsendu aukinnar framþróunar í skólastarfi. Og hvað var kennuram síðan boð- ið upp á þegar til kastanna kom í haust - eftir að hafa sumarlangt reynt að fá sveitastjórnarmenn til við- ræðna. Skoðum nokkur dæmi: * Tilboð um meiri vinnu án þess að ræða launabreytingar. * Kröfu um að kennarar vinni sinn undirbúning að stærstum hluta í skól- um en þó án þess að sveitarfélögum sé skylt að búa þeim boðlega vinnu- aðstöðu í þar. * Að ræða við samninganefnd sem ekki þekkti mun á námskrá og stundaskrá, hvað þá flóknari fyrir- bærum í starfi grannskóla. Fleira var í sama dúr. Til að bæta skóla þýðir ekki að rífa menn ofan af næstu reiknivél og setja þá í samn- inganefnd. Atvinnuþrasarar geta kannski fengist við tölur en faglegar breytingar verða einungis með að- komu fagmanna. Við viljum gera skólana betri. Hvers konar stétt situr undir þessu? Mig langar að skýra þetta með vinnuaðstöðuna og tek Grannskólann í Borgamesi sem dæmi. Þar eru nú átta litlir vinnubásar fyrir um 30 kennara, ein tölva, fjórir þokkalegir stólar og nokkrir verri. Flestir vinna enda sína undirbúningsvinnu heima, fjarri flestum gögnum og þá gjaman í eigin tölvum sem þeim var nauð að festa kaup á. Borgames er því miður ekkert einsdæmi í þessum efnum. Okkur berast nú yfir heiðar fréttir af gangi mála á Akureyri. Þar hefur rjóminn af réttindakennuram staðar- ins sagt upp; hlutfall ófaglærðra var 20% á Akureyri síðasta vetur sem er með versta móti á landsvísu. Og hvað reyndi síðasta bæjarstjóm til að bæta stöðuna? Jú, hún hvatti fyrirtæki bæj- arins til að ráða til sín starfsmenn sem ættu kennara að maka. Heyr á endemi! Akureyringa vegna skora ég á fyrirtæki þar nyrðra að ráða til sín starfsmenn gifta hæfari sveitarstjóm- armönnum. Kennarastarfið hefur þar algerlega verið skilgreint sem annars flokks starf - afgangsstærð. Kennarar í kjarabaráttu En ekki réðu sveitastjómarmenn einir hönnungum haustmánaða; rúm- lega helmingur kennara samþykkti líka. Þetta er mér óskiljanlegt. Mig langaði að hætta þá strax eins og nokkrir kennarar gerðu en ákvað þó að hugsa málið fram á vor. Ég get ekki átt mín kjör undir kennuram sem hvorki virðast hafa þörf né þor til að berjast fyrir hærri launum. I kjarabaráttu taka einstaklingar skilj- anlega ákvarðanir byggðar á eigin forsendum. Því virði ég skoðanir þeirra félagsmanna sem samþykktu síðasta kjarasamning. En ég treysti mér ekki aftur í kjarabaráttu með þeim í bili. Þetta er spuming um sjálfsvirðingu sem því miður of fáir kennarar virðast í aðstöðu til að leyfa sér. Grunnskólinn í Borgarnesi Á stutmm starfsferli hef ég kynnst þó nokkram skólum. Grannskólinn í Borgamesi er sá þriðji sem ég kenni við og þremur öðram kynntist ég vel í kennaranámi. í mínum huga ber skóli Borgnesinga af þessum skólum og ég tel mig lánsaman að hafa feng- ið að starfa hér. Fari svo að forsendur breytist og ég snúi aftur til kennslu mun ég búa að því sem ég lærði af því mikla fagfólki sem hér vinnur. Þessir kennarar vora megin ástæðan fyrir því að ég sóttist eftir starfi hér. Undanfarin ár hefur hróður skólans borist meðal kennara víða um land fyrir þá þróunarvinnu sem hér hefur farið fram. Fyrst og fremst fyrir þennan orðstír hefur kennaraskortur verið nær óþekkt hugtak hér um langa tíð, ólíkt öðrum stöðum á landsbyggðinni. Megi Borgnesingar bera gæfu til að meta þetta að verð- leikum og halda í það hæfa fólk sem á heiðurinn af þessu. Við Borgames og Borgnesinga skil ég því með söknuði en ég ætla að finna mér annan starfsvettvang en grunnskólana í bili. Horfi málefni grannskólanna til betri vegar í fram- tíðinni mun ég án efa snúa aftur til kennslu. Ég er enn ungur. En ég er vonandi skrefinu fjær því að vera vit- laus. Jón Páll Haraldsson

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.