Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.1998, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 05.06.1998, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ1998 ^tuaunu.. Stjórn „IA VINA": Frá vinstri eru Ólafur Ingi jónsson, Sigursteinn Hákonar- son, Aóalsteinn Víglundsson, Þröstur Stefánsson og Císli Gíslason. Mynd: Helgi Daníelsson. IA VINIR - Nýtt stuöningsmannafélag „ÍA VINIR“ er nafn á nýju Stuðn- ingsmannafélagi Knattspyrnufélags IA, sem var stofnað 19. maí s.l. Til- gangur félagsins er að styðja og styrkja knattspyrnuna á Akranesi, m.a. með því að kaupa ársmiða á heimaleiki félagsins í Urvalsdeild- inni. Félagið mun vinna í nánu sam- starfi við Stuðningsmannafélag Skagamanna í Reykjavík - Gula og glaða - en félagar þess eru nú orðnir yfir 700 talsins. Það voru 130 manns sem gerðust stofnfélagar „IA VINA“ og var Sæ- mundur Víglundsson fyrrum knatt- spymudómari kosinn formaður. Aðr- ir í stjóm em Olafur Ingi Jónsson gjaldkeri og Sigursteinn Hákonarson ritari. Varamenn em Gísli Gíslason bæjarstjóri og Þröstur Stefánsson. Þeir sem vilja gerast stofnfélagar í hinu nýja félagi eru beðnir að snúa sér til skrifstofu Knattspymufélags ÍAs: 431-3311. Bjamí Þor sýnir i Kirkjuhvoli Bjami Þór Bjamason bæj- arlistamaður á Akranesi mun opna málverkasýningu í Kirkjuhvoli 17. júní n.k. Bjarni Þór sagði að með þessari sýningu væri hann að skila af sér sem bæjar- listamaður á Akranesi, auk þess ætti hann 50 ára afmæli 1. júlí n.k. þannig að það væri upplagt að slá þessu tvennu saman. A sýningunni verða 40 máverk og vatns- litamyndir. Bjami hefur verið afkasta- mikill að undanfömu, því á s.l. ári hélt hann máverka- sýningu í Hominu í Reykja- vík, auk þess sem listaverk, Brákin, eftir hann var af- hjúpað í sept s.l. í Borgar- nesi, en þar hélt hann einnig málverkasýningu í Safna- húsinu. Og eins og lesa má á öðrum stað í blaðinu verður afhjúpað verk eftir hann „Hafmeyjan" á Suðurflös á Akranesi n.k. laugardag. Brákin - verk Bjarna Þórs í Borgarnesi. Mynd: Fri&þjófur Helgason Boltaleikur Framköllunar- þjónustunnar Eftirtaldir aðilar vora dregnir út í boltaleik Fram- köllunarþjónustunnar í maí. l.Sölvi Hrafn Kárason, Suðurgötu 103 Akranesi 2.Sigrún Inga, Espigrund 2 Akranesi 3. Jónína Steinþórsdóttir, Höfðabraut 5 Akranesi 4. Ragnar, Heiðargerði 8 Akranesi 5. Guðbjörg Gísladóttir, Vesturgötu 141 Akranesi 6. Anna Ingadóttir, Borgarbraut 46 Borgamesi 7. Bjarki Þór, Mávakletti 3 Borgamesi 8. Baldur Tómasson, Kjartansgötu 23 Borgamesi 9. Ámi Gunnarsson, Súlukletti 6 Borgamesi 10. Kolbrún Ólafsdóttir, Engihlíð Búðardal 11 .Sverrir Karlsson Gmndargötu 26 Gmndarfirði 12. Elsa Ámadóttir, Grundargötu 49 Gmndarfirði 13. Anna Höskuldsdóttir, Hárifi 83 Hellissandi 14.Sigurbjörg Ó Jónsdóttir, Hvammstanga 15.Jóhanna Sigtryggsdóttr, Litlu-Ásgeirsá Hvammstanga ló.Dóra Sigurðardóttir, Garðavegi 28 Hvammstanga 17. Ástrós Gunnarsdóttír, Ólafsvík 18. Bylgja Jónsdóttir, Hjarðartúni Ólafsvík 19. Laufey Guðjónsdóttir, Engihlíð 18 Ólafsvík 20. Vilberg Guðjónsson, Silfurgötu 29 Stykkishólmi Verðlaunahafar fá boltana sína afhenta á næsta móttökustað Framköllunarþj ónustunnar. Starfsfólk Framköllunarþjónustunnar þakkar öll- um sem sent hafa inn miða í boltaleikinn og minn- ir ykkur á í leiðinni að senda miða með filmunni í framköllun. Dregnir verða næst út 20 boltar í lok júní.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.