Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.1998, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 05.06.1998, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ1998 7 Gott ástand í Grundarfirbi Það eru víða vandamál hjá skólakrökkum að fá vinnu í sumarfrí- um. Segja má að það hafi orðið enn erfiðara eftir því sem sumarfrí hafa styst, því langt er liðið á vorið þegar skólum er slitið. í Gmndarfirði er ástandið hinsveg- ar gott í sumar. Að sögn Bjargar Ágústsdóttur sveitarstjóra Eyrarsveit- ar leit út fyrir að fæiri kæmust að en vildu. Sagði hún að ákvörðun hefði verið tekin um aðgerðir til að leysa þau mál en til þess kom ekki þar sem aukin umsvif fiskvinnslufyrirtækja á staðnum o.fl. gerði það að verkum að enginn þarf að vera atvinnulaus í Grundarfirði í sumar. G.E. hitaveitu Miðvikudaginn 27. maí voru opnuð tilboð í lagningu aðveituæðar hita- veitunnar í Stykkishólmi, þ.e. frá Hofsstoðum að Stykkishólmi,. Níu tilboð bárust á biiinu 15 - 57,6 milljónir en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 18,2 milljónir. Ekki hefur verið tekin afstaða til tilboðanna en þau voru eftirfarandi: G.V. gröfurehf. 15.454.715,- Árverkni ehf, f.h. Eikar ehf. 18.013.065,- Skipavík hf. 19.616.000,- Kolli ehf. 21.346.273,- Borgarverk ehf. 22.417.900,- Verkiðn ehf. 24.357.700,- Einar Halldórsson, ísafirði 28.212.000,- Oddur Magnússon, Grundarfirði 29.715.800,- Fitjar ehf. 57.596.500,- SSESSIiHÖBM Oskum sjómönnum á Akranesi til hamingju með daginn Frá undirritun samnings um yfirtöku bæjarins á eignum Dagheimilisins Vor- bo&ans. Samningur um Vorbobann Fyrir skömmu var gengið frá samningi þar sem Akranesbær yfir- tók húseign Dagheimilisins Vorboð- ans við Akurgerði. „Bærinn hafði áður yfirtekið rekstur leikskólans en þegar ákveðið var að byggja nýjan leikskóla við Bakkasel varð úr að eignimar við Akurgerði yrðu eign bæjarins í samræmi við ákvæði skipulagsskrár dagheimilisins", sagði Gísli Gíslason bæjarstjóri í samtali við Skessuhom. Forsaga málsins er á þá leið að fyr- ir um 33 ámm stóð Kvenfélag Akra- ness og fleiri félagasamtök að því að kaupa hús undir rekstur leikskóla. Keypt var fokhelt hús við Akurgerði og lóð. Kvenfélagið stofnaði þar dag- heimilið Vorboðann sem er fyrsti leikskólinn á Akranesi með því sniði sem tíðkast í dag. Kvenfélagskonur á Akranesi og fulltrúar bæjarstjórnar undirrituðu samninginn í kaffisamsæti á bæjar- skrifstofum Akraness í síðasta mán- uði. H-barinn Kirkjubraut 8 sími 431 4431 Hús og bátarehf. Steinstöðum sími 431 2801 Knörr ehf. Bátastöð Ægsbraut 28 sími 431 2367 Skútan ehf.sími 431 2061 Bikksmiðja GuðmundarJ. Hallgrímssonar Akursbraut 11 sími 431 2288 Vélaverkstæði Guðlaugs Ketilssonar Smiðjuvöllum 3 sími 431 2296 Bifreiðastöð ÞÞÞ Dabraut 6 sími 431 1500 Gúmmibátabjónusta Akranes SunnLtxaut 13 sími 431 1617 Nólastöðin hf. Faxabraut7 sími 431 2303 Skallagrímur hf. Suðurgata 65 sími 4311095 Þorgeir & Ellert H/F Bakkatúni 26 sími 431 4611 Skaginn H/F Smiðja Bakkatúni 26 sími 431 4611 Fiáðhúsbakarí Stillholti 16-18 sími 431 3500 Skóhomið Stillhotti 18 sími 431 2026 Videóval Stillholti 23 sími 431 4850 Trésmiðjan Kjölur hf. Bakkatúni 26 sími 431 4610 Ftunólfur Hallfreðsson Krókatúrí 9 sími 431 3375 Straumnes hf. rafverktakar Krókatúni 24 sími 431 4600 Akrasport hf. Skólabraut 28 sími 431 2290 Verkalýðsfélag Akraness KirkjLÍDraut 40 sími 431 3122 Tötvi43jónustan Akranesi Vesturgötu 48 sími 431 4311 Vetslunin Bnar Óafeson Skagabraut 9-11 sími 431 2015 Skagamarkaðurinn hf. Vesturgötu 5 sími 431 2705 Vegabætur Nú standa yfir umfangsmiklar vegabætur við Akranesafleggjara, þ.e. leiðina frá þjóðvegi 1 við Laxá að Akranesi. Um er að ræða yfir- lagningu malbiks en það gamla var ekki orðið upp á marga fiska enda var þessi leið með fyrstu vegaspott- unum sem lagðir voru malbiki. Þessar framkvæmdir eru í tengslum við vegtengingar við Hvalfjarðar- göng en lagning nýs vegar frá Hagamel að Hvalfjarðargöngum er langt komin. Vegamótin við Laxá breytast þannig að nú stefnir vegur- inn meira í átt að Grundartanga og nú kemur nokkuð kröpp beygja fyrir þá sem ætla inn Hvalfjörðinn (Miðað við að ekið sé frá Borgar- nesi). Hvalfjörðurinn tilheyrir þá ekki þjóðvegi 1 heldur mun aðal- vegurinn hér eftir liggja undir fjörðinn. _ Frá vegaframkvæmdum viö Akranesafleggjara. Minnkandi skuldir í ársreikningum sveitarsjóðs Eyr- arsveitar kom m.a. ffam að vatns- veita og höfn greiddu niður um 6,6 milljónir króna af útistandandi skuld við sveitarsjóð. Að sögn Bjargar Ágústsdóttur sveitarstjóra munar þar mesm um bætta afkomu Vatnsveit- unnar vegna breytinga í rekstri. „Skuldir sveitarsjóðs voru í árs- lok 1997 um 67,3 milljónir, eða tæp 48% af skatttekjum ársins, það gerir um 73 þúsund krónur á hvem íbúa. Sé litið til samstæðuuppgjörs eru heildarskuldir sveitarsjóðs, Grundarfjarðarhafnar, Vatnsveitu og félagslegra íbúða 175,8 milljón- ir króna og munar þar mestu um skuldir félagslega íbúðakerfisins sem eru rétt um 100 milljónir. Þar af em reyndar 60 milljónir vegna nýrrar byggingar íbúða aldraðra, en kaupleigufyrirkomulag gerir það að verkum að leiga er greidd fyrir íbúðimar sem standa á undir af- borgunum þessara lána“, sagði Björg. Starfsmenn Akranesshafnar óska sjómönnum til hamingu með daginn __________________________

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.