Skessuhorn - 05.06.1998, Blaðsíða 10
10
FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ1998
Juðsunu^ 3
Bjart framundan hjá
Skipasmí&astöb Þ&E
Eins og flestum er kunnugt, þá
gekk málmiðnaðurinn í gegnum
miklar þrengingar á níunda og tíunda
áratugnum, svo miklar að honum var
vart hugað líf í þeim harða samdrætti
sem þar ríkti.
Þorgeir & Ellert, gamalgróin
skipasmíðastöð á Akranesi fór illa út
úr þessum þrengingum og varð gjald-
þrota sem kunnugt er. ,JEins dauði er
annars brauð“ segir máltækið og það
hefur sannast á því fyrirtæki sem reis
úr rústum gamla fyrirtækisins árið
1994, þ.e. Skipasmíðastöð Þ&E sem
margir voru fyrirfram svartsýnir á að
myndi ganga. Það fyrirtæki er nú
leiðandi í smíði flæðilína fyrir fisk-
vinnslu og bryddar nú upp á ýmsum
nýjungum sem lofa góðu fyrir fyrir-
tækið og mun, ef vel tekst til, færa
málmiðnaðinum á Akranesi nýja og
„betri tíð með blóm í haga“, eins og
sagt er.
Nú eru eigendur fyrirtækisins um
70 talsins þar á meðal starfsmenn en
þeir fengu hlut í fyrirtækinu í jólagjöf
fyrsta starfsár þess. Fyrir um mánuði
síðan var stofnað nýtt fyrirtæki,
Skaginn hf., sem tók yfir hina ryðfríu
smíði og þróun sem verið hefur í
gangi undanfarin ár. Var það gert í
kjölfar þess að Ingólfur Amason
keypti aukinn hlut í fyrirtækinu og
nauðsynlegt þótti að skilja betur á
milli starfsemi þeirrar deildar og svo-
kallaðrar „svartrar deildar“ sem sá
um hina hefðbundnu viðhaldsvinnu á
skipum og stóriðjufyrirtækjunum,
svo sem Jámblendinu, Sementverk-
smiðjunni og nú síðast álverinu á
Grundartanga.
Nýjungar í málmsmíbi
Flæðilínur og vinnslukerfi á sjó
hafa verið aðalsmerki Þ&E undanfar-
in ár og nú hillir undir fleiri nýjungar
hjá fyrirtækinu, eða Skaganum hf.
sem tekur þá framleiðslu yfir. Nýr og
byltingarkenndur lausfrystir er nú á
lokastigum hönnunar og framleiðslu
hjá Skaganum hf. Hann á að afkasta
jafnmiklu og hefðbundin lausfrystir
en tekur ekki nema 40% af rými
hinna hefðbundnu. Að sögn Þorgeirs
Jósefssonar framkvæmdastjóra begg-
ja fyrirtækjanna horfir nýja fyrirtæk-
ið ekki síst til frystitogarara með
þessa framleiðslu enda er hver fer-
meter mjög dýrmætur þar um borð.
Loðnuþurrkarar em einnig í þróun og
er fyrirtækið í náinni samvinnu við
Harald Böðvarsson hf. í þeirri þróun.
Tilgangurinn er að auka fullvinnslu í
landi, auka verðmæti loðnunnar og
skapa fleíri störf um leið. Talið er að
það magn af hrognafullri loðnu sem
ffyst er á einum sólarhring samsvari
vinnu fyrir 30 manns í mánuð við að
þurrka þá sömu loðnu fyrir Japans-
markað. Til gamans má geta þess að
Japanar fá sér eina til tvær þurrkaðar
hrognafullar loðnur áður en gengið er
til hvílu(bragða) að kvöldi, þar sem
þeir telja að slík neysla auki þrek og
löngun þeirra til ásta.
Þ&E hf.og Skaginn hf. fjárfesta
eins og gefur að skilja mikið í þróun-
arvinnu. Fyrirtækið skilgreinir sig
sem framleiðslu/þjónustufyrirtæki
fyrir matvælaiðnaðinn í heild sinni.
Áherslan verður sú að útvega mat-
vælafyrirtækjum heildarlausnir varð-
andi framleiðsluferla þeirra, úr-
vinnslu og um leið gæði. Þetta mun
fyrirtækið gera ýmist eitt sér eða í
samvinnu við aðra t.d. Straumnes hf.,
Marel og kælifyrirtæki.
Aukin velta
Velta fyrirtækisins hefur á undan-
fömum ámm tekið stór stökk upp á
við, jókst um 21% milli áranna 1996
og 1997 og um 88% milli áranna
1995 og 1996 sem teljast verður mjög
gott. Á hinn bógin hefur hagnaður
ekki haldist í réttu hlutfalli við aukna
veltu sem skýrist af miklum fjárfest-
ingum í þróun og nýjum tækjum auk
véla sem í heild mun skila sér síðar
meir í aukinni framleiðslu og hag-
ræðingu að sögn Þorgeirs.
Framtíbarhorfur góbar
Bæði fyrirtækin horfa fram á bjar-
ta tíma ekki síst í ljósi þess hve þörf á
nýjum búnaði til matvælavinnslu er
mikil og á hinn bógin vegna þeirrar
uppbyggingar í stóriðju sem í gangi
hefur verið á Grundartanga. Þ&E,
hefur unnið mikið fyrir Jámblendifé-
lagið á undanfömum ámm og er þátt-
takandi í stóm verkefni í samvinnu
við Stálsmiðjuna í Reykjavík í nýja
álverinu. Sökum landfræðilegrar legu
ætti það að vera auðvelt fyrir Þ&E að
vera samkeppnishæfir og ná í fleiri
verkefni á Gmndartanga. Hefðbundin
viðhaldsvinna á fiskiskipaflotanum
er erfið þar sem úreldingarreglur em
málmiðnaðinum óhagstæðar hér á
landi. Auk þess sem iðnaðurinn þarf
að bæta tæknistigið til að geta orðið
samkeppnishæfur á þeim markaði.
T.d. þurfa fyrmm austantjaldsþjóðir
ekki nema 3-5 dollarar á í laun á
manntíma meðan málmiðnaðurinn á
íslandi þarf 15-20 dollara á manntím-
ann og það segir sig sjálft að við slíkt
er illmögulegt að keppa. Eina leiðin
til að hefja hefðbundnar skipasmíðar
að nýju er sú að flytja inn skips-
skrokka og klára hér heima. Staðan í
dag er því sú að viðhaldsvinnan á
flotanum, Jámblendifélagið og nú
síðast álverið, sem verður vonandi
framtíðarviðskiptavinur, skipar
stærstan sess í verkefnastöðu skipa-
smíðastöðvar Þ&E. Samkeppnin á
viðhaldsvinnumarkaðinum er mikil
og hörð. Utboð em ráðandi og þar
verða fyrirtæki að halda kostnaði
niðri eins og hægt er til að geta keppt.
Stundum gengur vel að ná í verkefni
og stundum illa eins og gengur, að
sögn Þorgeirs Jósefssonar.
Tóm lyfta
ekki áhyggjuefni
Þorgeir vill jafnframt koma því á
framfæri að það er algengur misskiln-
ingur að tóm skipalyfta hjá þeim þýði
litla sem enga vinnu. Eðli starfsem-
innar hefur breyst það mikið á undan-
fömum ámm í samræmi við breytt
landslag atvinnuveganna í kring um
Skagann. Umræðan í þjóðfélagnu
hefur einnig snúist málmiðnaðinum í
hag og ungt fólk er farið að nema iðn-
ina á nýjan leik en þó er það áhyggju-
efni að nokkra árganga iðnaðarmanna
vantar í greinina og gæti það háð fyr-
irtækinu seinna meir.
Aukin útflutningur
Utflutningur fyrirtækisins hefur
fram að þessu verið í gegnum Marel
hf. þar sem fyrirtækið hefur smíðað
fyrir það fyrirtæki hluti í þeirra fram-
leiðslu. Fyrirtækið hyggst einnig fly-
tja út í eigin nafni, í samvinnu við
aðra, í gegnum sölunet Marels, t.d.
hinn nýja lausfrysti því kaupendur að
honum verða út um allan heim. Með
öðmm orðum er fyrirtækið opið fyrir
öllu varðandi útflutning, sagði Þor-
geir Jósefsson að lokum.
Skessuhom-Pésinn óskar fyrir-
tækjunum báðum alls hins besta í
framtíðinni. -AKúld
'jítZBÍBlBOSBf
ÁÆsk ólsiísvikjjr óíEiísbrEiLi: 34 .
Sjóvá AlrnsririEir Urntociic) ÓIeusvlk r'jrkjuiúni 2 Sírrii
Fisí'itjEín BylgjEi E'Einl'iisirEsii Sírni -133
FskrnEíricEiciur ErsicjEirijEirGEir l laruuriEingEi Eírrii 333
Fsl'rrtEirlcEiciur |Inæfejfenss=; óíEUSVÍÍcurriöín Eírrii 333'
ís-SEiii Vogurn VEiirsIsysusirörid Sírrii 333 *
Ulel búöin'
Olívsrslun IsÍEmcis
•iKpSrCÆiLrrsctsþjcnLSiEin ÓMsviKSrsíLpuysgi Sírrú433;lo'19
Er*durskccjun ÐÍIaiiiii & Tsuchs ÓlEiisbrEiui 2'I Sírni 333 '1330
VáirygcjingEírjéÍEfy k'Eir.ds Urnhadid ÓíeusvíIc Sírni 333 ‘1524
SpEirisjódur ÓlEu'svJIcur Sírni 333 '1524
SnEsfell ÓÍEUsbrEiui ÓlEiísvlk Sírni 333 '1330