Skessuhorn


Skessuhorn - 16.07.1998, Síða 4

Skessuhorn - 16.07.1998, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ1998 S£lSSIjíiO£ia SMÁ-AUGLÝSINGAR LEIGUMARKAÐUR | Einbýlishús í Snæfellsbæ til sölu eða leigu. Húsið er st- teinhús. Hæð og kjallari. 5-6 herbergja. 60 m2 bílskúr. Verð 4,9-5 milljónir. Mikið áhvílandi, aðallega húsbréf. Uppl.í síma 562 6914. Kristín. Vantar íbúð til leigu í sumar eða haust. Þarf að vera sunnan Skarðsheiðar. Uppl. í sfma 433 8766. Ungt par óskar eftir fbúð til leigu 2.-3. herbergja frá og með 1. sept. áAkranesi Uppl. í síma 897 4495 á daginn og 552 6737 á kvöldin. Óska eftir að taka á ieigu bílskúr, verður að hafa raf- magn. Uppl. í síma 897 5184 og 431 2839. Óska eftir að taka herbergi á leigu í Borgarnesi frá og með 15. ágúst n.k. Uppl. í síma: 431 1031 Matthías Freyr. eða 845 3881 símboði. Til leigu á Akranesi þriggja herbergja íbúð. Laus strax. Uppl. í síma 431 2110 og 431 2206 á kvöldin. ~ ÝMISLEGT Lítill sumarbústaður f Ölver til sölu. Selst ódýrt. Uppl . í síma 431 2110 og 431 2206 á kvöldin. TIL SÖLU Til sölu laxa- og silunga- maðkar. Uppl. í síma 431 2509 eða 699 2509. Til sölu Jötun súgþurkunar- mótor 4,5 hestöfl. Nýlega upp- gerður, eins fasa, 440 volt. Uppl. í síma 437 1820 eftir kl. 20:00 á kvöldin (Jón). Til sölu NMT Maxon farsfmi. Uppl. í síma 435 1562. FYRIR BÖRN Óska eftir 13-14 ára stúlku til að passa tveggja ára strák á Akranesi. Óreglulegur vinnu- tími. Uppl. í síma 431 3102. Fjólublátt þríhjól með skúffu verð 2.500,- kr. BMX hjól fyrir ca. 5 ára, (gamalt), verð 1.000,- kr. Uppl. í síma 431 3376. HÚSBÚNAÐUR Óska eftir skrifborði m/skúffum og skáp. Helst með tölvuborði. Uppl. í síma 431 2839 og 897 5184. BÍLAR; HJÓL OG VAGNAR Til sölu hjólhýsi uppl. í síma 436 1222. Til sölu Nissan Sunny 4x4 '95. Ekin 103.000 km. Fæst með yfirtöku á láni. Uppl. í síma 438 1747. DÝRAHALD Til sölu 40.000 lítra greiðslumark í mjólk. Tilboðum skal skilað til Búnaðarsamtaka Vesturlands, Borgarbraut 61, 310 Borgarnes. Uppl. í síma: 437 1215. FATNAÐUR Skátaskyrta no. 36/37, verð 1.500 kr,- Gaddaskór fyrir frjálsar íþróttir no. 8, lítið núm- er, verð 3.000,- kr. Harmþrungin kveðjustund Föstudaginn 10. júlí fór Akraborg- in í sína síðustu ferð og lauk þar með meira en 100 ára sögu samgangna á sjó milli Akraness og Reykjavíkur. Þegar „Boggan“ lét úr höfn á Akra- nesi kl. 17:00 á föstudeginum voru flautur þeyttar í togurum í höfninni og bílum á hafnarbakkanum. Þegar á- hafnarmeðlimir voru spurðir hvemig þeim liði loks þegar stóra stundin væri mnnin upp kváðust þeir vera sáttir enda væri aðdragandinn orðinn langur og nægur tími hefði gefist til að sætta sig við orðinn hlut. Einstaka tár Akraborgin var kvödd með virkt- um í Reykjavík og fylgdu henni hafn- sögubátar úr höfn ásamt smábátum. Þegar >Boggan“ kom síðan í síðasta sinn á Skagann þá upphófst einn als- heijar blástur úr togumm og >Bogg- unni“ sjálfri sem sigldi tignarleg inn í hinsta sinn troðfull af farþegum og bílum. Á móti farþegum >Boggunn- ar“ tók mikill mannfjöldi og haft var á orði að elstu menn myndu ekki eft- ir öðm eins! Er það til marks um hve stóran þátt Akraborgin hefur spilað í líft og starfi Skagamanna undanfarin 100 ár. Ekki var laust við að stöku tár læddust niður kinnar þeirra við- kvæmustu og loftið var þmngið trega sem þó var blandinn tilhlökkun um nýja tíma sem í vændum em með opnun Hvalfjarðaganga. Mannfjöld- inn fylgdist náið með því er bílar tóku að streyma úr kvið >Boggunar“ og er sá síðasti kom í land klappaði fólkið á bakkanum og þar með lauk meira en aldarlangri sögu samgangna á milli Akraness og Reykjavílcur. „Góbir Akureyringar" Á hafnarbakkanum röktu ræðu- menn sögu Akraborgarinnar og Hall- dór Blöndal flutti ávarp. Samgöngu- ráðherra er trúr sínum heimaslóðum því hann hóf ávarp sitt með eftirfar- andi orðum: „Góðir Akureyringar". Hvort ráðherrann var í anda staddur á slóðum Helga magra skal ósagt látið en eins og Skagamanna er siður þá var ráðherra fyrirgefið með lófataki og gríni enda vita Skagamenn vel hvað það er að vera stoltur af heima- byggð sinni! Erfidrykkja „Boggunnar" Að loknum ræðuhöldum var við- stöddum boðið upp á marsipantertur frá Harðarbakaríi, gos og kaffi í boði Skallgríms hf. Ekki hafði verið gert ráð fyrir svo miklum mannfjölda sem raun varð á enda gekk fljótt á birgð- imar en því var snarlega bjargað. Ýmis skemmtiatriði vom í boði sem var vel tekið af viðstöddum þar á meðal flutti Skagaleikflokkurinn Akraborgarblús, fmmsamið leikverk sem tengist sögu Akraborgarinnar og verður sýnt áfr am á Akranesi í sumar. Góður rómur var gerður að sýning- unni sem er fjömg og skemmtileg. Texti og myndir: A. Kúld Akraborgin verbur Sæbjörg Slysavarnaskóli sjómanna eflist verulega Slysavarnafélag íslands stofnabi Slysavarnaskóla sjómanna árið 1985. Me& því var stigi& stórt fram- faraskref í öryggismálum sjómanna því frá því að skólinn var stofnaður hefur margoft komið í Ijós að þátt- taka í námskeiðum hans hefur hjálp- a& sjómönnum að bregðast rétt við slysum og átt sinn þátt í björgun mannslífa. Markmið skólans eru að auka öryggi sjómanna í starfi með markvissri miðlun þekkingar á öryggismálum. í nýlega samþykktri stefnumótun fyr- ir SVFÍ kemur m.a. fram sem mark- mið samtakanna að "efla öryggis- fræðslu sjómanna með öflugum skóla sem uppfyllir íslenskar og al- þjó&legar kröfur um þjálfun sjó- manna; að auka þjónustu við sjó- menn og fleiri aðila í tengsium við sjó og vötn; og að fækka og koma í veg fyrir slys". Rúmu ári eftir stofnun Slysavarna- skólans var hann fluttur í gamla varðskipið Þór sem fékk þá nafnið Sæbjörg. Síðan hefur Sæbjörgin verið kennslu- skip skólans. Með því að færa kennsluna á skipsfjöl var hægt að færa hana til sjó- manna á lands- byggðinni. Árið 1988 náðist sögu skólans sem tryggði hann mjög í sessi. Þá var undirritað samkomulag milli SVFÍ og samgönguráðu- neytisins þar sem félaginu var falið að sjá um öryggisfræðslu fyrir starfandi sjómenn með starfrækslu Slysavarnaskóla sjómanna. Sér- stök lög voru sett um skólann árið 1991. Þar með var grund- völlur skólans trygg&ur með því a& ríkið greiðir rekstrarkostnaðinn. Nemendafjöldi við skólann hefur vaxið jafnt og þétt enda hafa stjórn- völd lagt áherslu á að allir sjómenn sæki fræðslu um öryggismál með því að gera hana að skyldu við lög- skráningar. Fljótiega kom í Ijós að ef skipið ætti að notast í mörg ár til viðbótar yr&u að fara fram á því miklar og kostnaðarsamar vi&ger&ir og því var talið vænlegra að endur- nýja það og fá stærra skip. Á haustmánuðum í fyrra hóf Slysa- varnafélagið að kanna hvort unnt yrði að fá Akraborgina þegar henni yrði lagt í kjölfar opnunar Hvalfjarð- arganganna. Að beiðni samgöngu- ráðherra, fór fram samanburður á rekstri Akraborgar og Sæbjargar og voru ni&urstöðurnar á þann veg að um álitlegan kost væri að ræða fyrir skólann, enda er "Boggan" 22 árum yngri en gamla Sæbjörgin. Ef skipin tvö eru borin saman kemur m.a. í Ijós að í brúttólestum er Akraborgin um þriðjungi stærri og í brúttó- tonnum nær þrefalt. Flatarmál lok- aðra rýma í Akraborginni er meira en tvöfalt stærra en gömlu Sæbjarg- arinnar. Akraborgin er enda um tveimur metrum breiðari og tæp- lega sex metrum lengri. Tveimur af þremur sölum Akraborgarinnar verður breytt í kennslustofur, en Sæbjörgin var aðeins með eina slíka. Bílaþilfar Akraborgarinnar nær stafna á milli og verður það notað sem æfingasvæ&i þar sem meðal annars verður æfð reykköfun auk þess sem þar verður a&staða fyrir búnað og viðhald hans. Einnig verð- ur komið fyrir búningsaðstöðu nemenda sem er til mikilla bóta því áður þurftu nemendur að hafa bún- ingaskipti á göngum skipsins. Auk gömlu björgunarbáta Akraborgar- innar verður bætt við þeim þriðja sem er frífallandi björgunarbátur sem gefinn var og ættaður er úr Vik- artindi. Með tilkomu Akraborgarinnar,sem nú heitir Sæbjörg, er því Ijóst að miklar breytingar verða til batnaðar fyrir Slysavarnaskóla sjómanna. Um leið aukast möguleikar skólans til að auka fyrirbyggjandi fræðslustarf, veita þjónustu og ráðgjöf, fjölga námskeiðum og minnka þar með biðlista. Það er gott til þess að vita að Boggan kæra kemur áfram, sem hingað til, a& góðum notum og vafalaust á hún því oft eftir að sjást á kunnuglegum slóðum á Skipa- skaga. i brúnni. Samningurinn undirritaður.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.