Skessuhorn


Skessuhorn - 30.07.1998, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 30.07.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1998 i>ácsaunu>~ VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI BORGARBRAUT 57, 310 BORGARNES - SÍMI 437 2262 FAX: 437 2263 - NETFANG: skessuh@aknet.is Afgreiðsla á Akranesi að Stillholti 18 er opin eftir hádegi virka daga, sími 431 4222 Útgefandi: Skessuhorn ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Einarsson, sími 852 4098 Framkvæmdastjóri og blaðamaður: Arinbjörn Kúld, simi 899 6165 Auglýsingar: Magnús Valsson, Borgarnesi sími 437 2262 Arinbjörn Kúíd, Akranesi, sími 431 4222 Prófarkalestur: Ágústa Þorvaldsdóttir og fleiri. Hönnun og umbrot: Frétta- og útgáfuþjónustan. Prentun: fsafoldarprentsmiðja hf. Aðalskrifstofa blaðsins er opin alla virka daga frá kl. 10:00 - 12:00 og 13:00-16:00 Skrifstofan að Stillholti 18 á Akranesi er opin kl. 13-17. Skessuhorn-Pésinn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga og efnis er kl. 15.00 á mánu- dögum. Litaauglýsingar sem krefjast mikillar hönnunarvinnu þurfa þó að berast blaðinu í síðasta lagi á hádegi á mánudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 5.800 eintökum og dreift ókeypis inn á öll heimili og fyrirtæki á Vesturlandi auk Kjalarness, Kjósar og Reykhóla. Hvab fáum vib? Ég get nú ekki annað sagt en að mér sé létt svo ekki sé meira sagt. Mér er í raun og veru fislétt. Mér líður að öllu leyti miklu betur, lík- amlega og andlega. Kviðverkurinn er horf- inn, sömuleiðis strengurinn í síðunni og ég er mun léttari í lund eftir að það varð ljóst fyrir stuttu að Vestmannaeyjaflugvöllur gæti borið Keikó þegar hann kem- ur til landsins með einkaflugvél sinni. Það var og einnig til að róa mitt geð að Göran Person forsætisráðherra Svíþjóðar skyldi sjálfur taka rúnt út í Eyjar til að skoða væntanlegan íverustað Keikós og blessa hann. Þar með var ég orðinn alveg öruggur um að allt væri í réttum farvegi og gat farið að snúa mér að ómerkilegri málum á borð við daglegt strit. Þó svo að velferð Keikós sé vissulega fyrir öllu þá er ég eftir á að hyggja ekki fyllilega hamingjusamur. Auðvitað virði ég þá ákvörðun kvikmyndaleikarans geðþekka að velja sér bústað fyrir efri árin á þessum sögufrægu þrælaeyjum en það er spuming hvort Vestlend- ingar hafi staðið sig nógu vel í kynningarmálum. Fékk Keikó t.d. sent nauðsynlegt kynningarefni á borð við myndbönd og bæklinga eða gjafaáskrift af Skessuhomi? Ég veit ekki til þess og ég efa það að honum hafi einu sinni verið boðið að vera við opnun Hvalfjarðar- ganga, hvað þá á þorrablót. Hveijum sem um er að kenna þá er engin sanngimi í því að ganga fram hjá Vesturlandi í þessu sambandi. Allir aðrir landshlutar eiga sitt vörumerki, en hvar er tákn Vesturlands? Vestmannaeyingar hafa Ama Johnsen og það ætti að nægja þeim svo ekki sé meira sagt, Austfirðingar hafa Lagarfljótsorminn, Húnvetningar Hallbjöm Hjart- arson, Skagfirðingar hafa Álftagerðisbræður og hver einasti Þingey- ingur er sér á parti. Það má að vísu ekki horfa fram hjá því að við Borgfirðingar höfum Flosa Olafsson en hvað er hann í samanburði við Keikó? Þótt hann sé gildur bóndi er mun meira rengi á Keikó. Flosi er kannski betur máli farinn en Keikó og meiri hagyrðingur, en Flosi kemst ekki með tæmar þar sem hinn hefur sporðinn sem kvik- myndaleikari og kyntákn. Annað er svo það að þegar upp verður staðið eigum við Vestlend- ingar enga möguleika á að fá nokkum hval. Nú beinist athygli hvala- vina um allan heim að Vestmannaeyjum og þjónustuíbúð Keikós sem hggur þar skammt undan landi. Sem stendur er Keikó eini Islending- urinn sem alheimurinn hefur minnsta áhuga á. Það er því ekki nóg með að á okkur hvíli sú skylda að halda lífinu í þessum hlunki, held- ur liggur það ljóst fyrir að við fáum síst af öllu að veiða frændur hans og vini á næstu áratugum. Að vísu sagði Hallur Hallsson, íslenskur túlkur Keikós, að hinum skvapholda kvikmyndaleikara væri slétt sama um hvalveiðar Islendinga en ég á nú eftir að sjá að þessi hetja hvíta tjaldsins sitji aðgerðarlaus í sinni sjókví á meðan blóðþyrstir hvalfangarar elta alla hina litlu sætu hvalina marga hringi í kringum landið. Þótt Skagamaðurinn, og þingmaður vor, Guðjón Guðmunds- son hafi sótt fast í baráttunni fyrir því að hvalveiðar verði leyfðar að nýju þá held ég að það verði á brattann að sækja ef þeir standa sam- an í vöminni, Vestmannaeyingamir Ámi Johnsen og Keikó með túlk- inn hraðmælta Hall Hallsson í markinu. Eins og ég hef margoft tekið fram þá hef ég ekkert út á karlgreyið hann Keikó að setja persónulega og ég vísa frá mér öllum ásökunum um að það hafi verið ég sem ætlaði að setja arsenik í teið hans (þó hugmyndin hafi vissulega verið allrar athygli verð). Keikó á að vita það að hann er velkominn í kaffi til mín hvenær sem hann vill og þar verður honum í engu hætt. Á hinn bóginn er eðlilegt í þessu sam- hengi að rifja upp hið ævafoma máltæki: “Betri er einn hvalur í hval- stöð en tveir í flotkvf’. Að lokum; megi Keikó verða allra hvala langelstur, því guð hjálpi okkur þegar íslendingar verða ásakaðir fyrir að hafa kálað stjömunni. Gísli Einarsson fyrrverandi hvalskurðarmaður. Loksins, loksins! Um síðustu helgi var langþráðum áfanga náð á Akranesi. Þá voru steyptar helstu iðnaðargötur bæjar- ins, þ.e. Kalmansvellir og Smiðju- vellir. Til verksins var notuð afkasta- mikil steypuútlagningarvél sem keypt hefur verið. Alls er hægt að leggja út 7 metra breidd og afkasta- getan er allt að 50 metrar á klukku- stund. Þar með er langþráðum áfanga náð á Akranesi. Rekstraraðilar fyrirtækja hafa sótt það stíft að bæjaryfirvöld létu vinna þetta verk þannig að bætt aðgengi yrði að fyrirtækjunum sem þama em. Þegar Skessuhom var á ferðinni á Skaganum sl. sunnudag var þessi mynd tekin. Nýja gatan er glæsileg í alla staði og slétt sem gólf á íþrótta- húsi væri! Nýsteypt gata á Kalmansvöllum á Akranesi. Vibamiklar lagfæringar Framkvæmdir við lagfæringar á gmnnskólanum á Kleppjámsreykjum í Borgarfirði standa nú yfir. Veitt var 20 milljónum króna til verksins og skal því lokið fyrir skólabyrjun þann 1. september n.k. Verktaki er Pálmi Ingólfsson trésmiður á Hálsum í Skorradal. Bæði er um að ræða klæðningu og einangrun veggja eldri hluta skóla- húsnæðisins auk breytinga á innrétt- ingum og skipulagi innandyra. Inn- anhússarkitektar vom fengnir til að endurhanna skólahúsnæðið og færa það til krafna nútíma kennsluhátta og breyttra aðstæðna. Stór hluti fram- kvæmdanna innan dyra felst í breyt- ingum á gamalli og aflagðri heima- vist þar sem til húsa verður kennslu- aðstaða fyrir yngri árganga gmnn- skólans. Verkið reyndist viðameira en í fyrstu var talið þar sem lagfæra þurfti botnplötu gömlu heimavistarinnar. í verkinu felst m.a. að fjarlægja milli- veggi, endumýja lagnir og skipta um glugga svo fátt eitt sé nefnt. Einnig hefur aðstaða fyrir starfsfólk verið bætt í skólanum og meðal annars innréttuð starfsaðstaða fyrir aðstoðar skólastjóra þar sem áður var kennslu- stofa. Kleppjámsreykjaskóli er einsetinn skóli með daglegum akstri nemenda í þá hreppa sem að honum standa, þ.e. sameinað sveitarfélag Borgarfjarðar, Skorradalshrepp auk hluta Hvítár- síðuhrepps. í skólanum em rúmlega 100 nemendur í 1. til 10. bekk. Skólastjóri er Guðlaugur Óskarsson. -MM Kleppjárnsreykjaskóli fær innri og ytri andlitslyftingu þessa dagana. Ný verslun Framboð í matvömverslun hefur nú aukist til muna í Grundarfirði. Um síðustu helgi opnaði ný verslun í gamla kaupfélagshúsinu á staðnum og hefur hún fengið nafnið Tangi. Eigendur em hjónin Hjálmar Gunn- arsson og Helga Þóra Ámadóttir en verslunarstjóri verður Árni Elvar Eyjólfsson. í samtali við Skessuhom sagði Ámi Elvar að byrjað hefði ver- ið að lagfæra húsnæði og hreinsa til fyrir tveimur mánuðum síðan. Versl- unin var innréttuð upp á nýtt og nýr inngangur settur sem bætir aðgengi til muna. Auk almennra mat- og nýlendu- vara hefur Brauðhús Helgu, sem hóf starf- semi sína s.l. vetur, að- stöðu í einu horni verslunarinnar svo alltaf verður hægt að nálgast þar ný brauð og bakkelsi. Verslunin Tangi verður opin frá kl. 9- 21 virka daga, 9-19 á laugardögum og 11-19 á sunnudögum. -MM Árni Elvar Eyjólfsson verslunarstjóri ásamt ö&ru starfsfólki Tangans í Grundarfiröi. Marteinn fram- kvæmda- stjóri Samkvæmt heimildum Skessuhoms hefur verið gengið frá ráðningu framkvæmda- stjóra hins nýstofnaða Sláturfé- lags Vesturlands ehf, sem er í eigu KB, KEA og Norðvestur- bandalagsins. Framkvæmda- stjóri félagsins verður Marteinn Valdimarsson fráfarandi sveit- arstjóri í Dalabyggð og mun hann taka til starfa á næstu vik- um. Hérabs- dómarar flytja Þrjár breytingar hafa verið gerðar á embættum héraðsdóm- ara á landinu. Hervör Þorvalds- dóttir, dómstjóri á Vesturlandi flyst í Héraðsdóm Reykjavíkur, Finnur Torfi Hjörleifsson hér- aðsdómari í Reykjanesi flyst í Héraðsdóm Vesturlands og Jónas Jóhannsson dómsstjóri í Héraðsdómi Vestfjarða flyst í héraðsdóm Reykjaness. Emb- ætti héraðsdómara á Vestfjörð- um verður auglýst á næstunni. Héraðsdómarar eru skipaðir ævilangt en heimild er fyrir því í lögum að flytja þá milli svæða óski þeir þess. Löqreglan meo utibú í síðustu viku var komið fyr- ir nokkurskonar útibúi frá lög- reglustöðinni í Borgarnesi á Grundartanga. Mun það vera gert til að lögreglan geti haft aðsetur í nánd við Hvalfjarðar- göng en svæðið við norðurenda ganganna er innan lögsagnar- umdæmis Lögreglunnar í Borgamesi. Nýja lögreglustöðin á Grundartanga. Rang- hermi í leiðara síðasta tbl. Skessu- horns fór undirritaður með rangt mál hvað varðar skyldur Vegagerðarinnar til að viðhalda girðingum meðfram vegum. Hið rétta er að landeigendum ber að viðhalda girðingum en Vegagerðin skal hinsvegar greiða hluta kostnaðar sam- kvæmt reglugerð. Þetta leið- réttist hér með og biðst undir- ritaður velvirðingar á þessu ranghermi enda var tilgangur umræddra skrifa síst að hafa Vegagerð ríkisins fyrir rangri sök heldur einungis að benda á að rangt er að skella allri skuld- inni á bændur varðandi lausa- göngu búfjár. Mefl kveðju Gísli Einarsson, ritstjóri

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.