Skessuhorn - 30.07.1998, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 30. JULI 1998
PENNINN
Ingibjörg Magnúsdóttir
I þá tíð, er ég átti þess kost, að sitja
aðalfundi Kaupfélags Borgfirðinga
stjómuðu störfum vel menntir og á-
gætir bændur í héraði. Var vissulega
lærdómsríkt að fylgjast með störfíim
og fundarbrag öllum. Að sjálfsögðu
greindi menn stundum á um suma
hluti. Þá vom mál rædd og sjónarmið
sett fram af kurteisi áður en atkvæða-
greiðsla fór fram. Mér virtist sem
fundarmenn hefðu það að leiðarljósi
að leitast við að sjá hag og menningu
héraðsins alls og íbúa þess svo vel
borgið sem auðið var.
Eftir því sem ég man best var
starfsfólkinu, er sinnti þeim fjölþættu
verkefnum sem starfsemi félagsins
krafðist (og má segja að verið hafi
verið vinnufólk bændanna) þökkuð
hlýlega unnin störf. Hefur sá löngum
verið háttur góðra húsbænda.
Nokkrar fréttir hef ég af síðasta að-
alfundi og þar um sumt miður góðar.
Bjami Borgfirðingaskáld, sem uppi
var á 16. öld kvað svo skömmu eftir
1550, en þá var tekinn upp hinn nýi
siður, sem svo var nefndur (þ.e. lúth-
erstrú) : “Allt var með öðmm róm
áður í páfadóm”. Þessa ljóðlínu virð-
ist mega heimfæra á fundarbrag á
síðasta aðalfundi K.B. eftir því, sem
sagt er. Að minnsta kosti gleymdist
sú lágmarkskurteisi að þakka starfs-
fólki, heldur var því núið um nasir, að
það væri byrði á bændum og störf illa
rækt. Þótti sumum að vonum ómak-
lega að sér vegið. Því má þó heldur
ekki gleyma að sumir fundarmenn
komu drengilega fram og ræddu mál
af sanngimi. Framkoma hinna fund-
armannanna, sem harðast deildu á
starfsfólk, bar vott um vanlíðan
bænda og sundurþykkju og er það
illa. Veit ég vel, að bændur hafa átt
við margvíslega erfiðleika að stríða,
sem meðal annars hafa stafað af helst
til ömm þjóðfélagsbreytingum. Með
bændum hefur mín samhyggð sann-
arlega verið undanfarin ár, enda er
aðstaða sveitafólks mér ekki með
öllu ókunn. En segið mér eitt mínir
elskanlegir: “Bætir það eitthvað að
vera í vondu skapi og skeyta því á
sínu góða starfsfólki?
Ein litil hugleibing
um stórt mál
Á borðinu hjá mér liggur bók, læt-
ur lítið yfir sér, en hefur margt að
geyma. Þetta er ágrip af sögu K.B. í
80 ár frá 1904-1984. Þar er þess get-
ið á bls. 35 að árið 1932 fengu bænd-
ur ekki nema 8-9 krónur fyrir dilkinn
og mjólkurframleiðsla enn lítil. Ofan
á þetta bættist svo síðar mæðiveikin
en úr rættist og aftur komu uppgangs-
tímar. Til þess þurfti staðfestu og
samstöðu, sem var styrkur K.B. æ
síðan.” Þetta vom orð kaupfélags-
stjóra K.B., sem gengdi því starfi í 36
ár.
Það sést á þessu, sem allir mega
vita, að fyrr hefur verið við erfiðleika
að etja en nú í dag. Hversvegna þetta
vonleysi og sundmng, sem virðist
ríkja í héraði?
Er staðfesta sú og samstaða, sem
Þ.P. talar um í nefndu riti á burtu
kippt? Máske því miður og þá er
ekki á góðu von.
Fleira hefur færst til verri vegar. Eg
leyfi mér að vitna aftur í nefnda bók
bls. 39. Þórður Pálmason segir þar:
“Það var ómetanlegt að mjólkursam-
lagið skyldi vera komið á fót einmitt
á þessum tíma, þegar landbúnaðaraf-
urðir féllu í verði og mæðiveikin hjó
stór skörð í sauðfé bænda. Það var
sannkallað lán.”
Nú hefur það ólán gerst, að Mjólk-
ursamlag Borgfirðinga hefur verið
flutt úr héraði. Þar var svona álíka
búmannleg ráðstöfun fyrir héraðið og
hjá bóndanum, sem seldi úr fjósinu
bestu mjólkurkúna sína. Þá var nú
bráðum búið með hans búskap.
Vonandi fer ekki svo illa hér, en
stolt okkar það ágæta hús Mjólkur-
samlagsins stendur nú lítt notað. Mér
er tjáð, að þar séu nú starfandi 20
manns í stað 40 stöðugilda áður (og
enn mun hafa bæst við uppsagnir).
Eftir því sem mér var kennt að reikna
er þetta a.m.k. 50% fækkun.
Héðan hefur flúið ungt fólk, sem
hafði búið sig undir lífsstarf við úr-
vinnslu mjólkurafurða. Dæmi eru um
að menn hafi neyðst til að láta hús sín
nýkeypt og leita sér annars skjóls.
Flótti þessa fólks úr héraði og að-
stöðubreyting er máske einhverjum
umhugsunarefni. Vonandi fer svo
ekki um fleiri þó illa sé að unnið.
Eg er nú komin til aldurs nokkuð,
en ekki minnist ég þess að hafa fyrr
en nú heyrt því varpað fram, að
bjargræði sé það einhverju héraði, að
koma atvinnutækifærum burt úr hér-
aði. En mörg gerast þau nú öfugmæl-
in.
I merkri bók var hliðstæð ráðstöf-
un skilgreind þannig: “Hann þ.e.
Esaú lét frumburðarrétttinn fyrir
baunadisk”.
Ég gæti vissulega gert orð Guð-
mundar Guðmarssonar, sem Guð-
mundur Þorsteinsson minnir á í
Skessuhominu, að mínum. Þau eru
svo hljóðandi: “Þetta ( þ.e. brottnám
Mjólkursamlagsins) var áfall fyrir
alla byggð í Borgarfirði og á eftir að
hafa mikil áhrif á búsetu í Borgarfirði
í framtíðinni”.
En ágæti G.G. annað áfall átti eftir
að ganga yfir Borgames úr annarri átt
þ.e. frá skrifbrði G.G. sjálfs. í góðum
sálmi stendur: “Það, sem að helst
hann varast vann varð þó að koma
yfir hann”. Um langa tíð hygg ég að
þeir tveir vinnustaðir í kauptúninu,
sem vom álitnir með hinum traust-
ustu væm Mjólkursamlagið og á-
haldahús bæjarins. Höfum við íbúar
Borgamess um langa hríð notið hinn-
ar bestu þjónustu af hendi þessara
góðu vina okkar í áhaldahúsinu. Að
því kom því miður, að bæjarstjóm
tók ákvörðun um að leggja þá starfs-
semi niður og var framkvæmd upp-
sagnarinnar um sumt svo harkaleg að
með ólíkindum má telja. Við íbúam-
ir emm nú svift þessari þjónustu og
kemur það einna harðast niður á okk-
ur öldruðum sem höfum tekið þann
kost að dvelja áfram í húsum okkar.
Ymis viðfangsefni berja að dymm,
sem vefjast fyrir einstæðum konum
að ráða fram úr. Því söknum við
mörg nú sárlega vina í stað þar sem á-
haldahúsið er yfirgefið. Þetta var nú
útúrdúr og þó.
Nú vil ég leyfa mér að snúa aftur
orðum til Guðmundar Þorsteinssonar.
Fjarri mér sé að halda því fram að
G.Þ. hafi gengið nema gott eitt til
þess, að gangast fyrir því að úrelda
Mjólkursamlagið enda er hann þeirra
manna þ.e. foreldra, sem munu hafa
virt hérað sitt og íbúa þess og viljað
láta hið besta frá sér leiða með hag
alls héraðsins í huga. En stundum er
svo að það verður annað hvað við
menn viljum gera og svo hitt hversu
til tekst og sannast það á G.Þ.
Um þá peninga, sem K.B. fékk í
hendur við úreldingu og svokallað á-
hættufé til uppbyggingar, sem sumir
kalla Júdasarpeninga, en G.Þ. sjálfur
nefnir “gálgafrest” vil ég segja, að
mér koma að lesinni grein G.Þ. í hug
orð Bjarts í Sumarhúsum: “Peningur-
inn sá, hann fór ofan £ dý hér í mýr-
inni. Það gerir ekki til, það var svo-
leiðis peningur”. Sannleikurinn er sá
um hvorutveggja þessara peninga, að
þeir gátu ekki og geta aldrei bætt það,
sem er óbætanlegt.
Nú er að vonum fyrst að G.G. áttar
sig ekki til fulls á nafna sínum Þor-
steinssyni og hans ráðstöfunum, að
ég sjái ekki heldur til botns, en ég vil
leyfa mér að spyija:
1: Hvað fékk sá bóndi mikið í
hendur í krónum talið í arðgreiðslum
og hve mikið í séreignasjóð, sem
mest fékk fyrir árið 1997?
2: Hvað fékk sá bóndi mikið í
hendur í krónum talið í arðgreiðslum
og hve mikið í séreignasjóð, sem
minnst fékk fyrir árið 1997? Það er:
Eru þessar greiðslur ætlaðar til þess,
að lyfta þeim, sem í mestum örðug-
leikum eiga yfir erfiðasta hjallann
eða er markmiðið annað?
Nú má svo sem segja, að mér komi
þetta ekki við, en forvitinn spyr.
Mest er nú um vert úr því sem
komið er, að bændur búi sáttir við
batnandi hag, hversu sem svo fer um
okkur Borgnesinga.
Guðmundur Þorsteinsson mun
halda áfram að leggja saman að
gamni sínu eins og hann segir. Mér
finnst nú stundum sem hann gleymi
að draga frá allt það neikvæða, sem
af þessu máli hefur hlotist. Eitt er
víst, að þeirra missira mun lengi
verða minnst í sögu Borgarfjarðar-
héraðs, þegar svo var sorfið að borg-
firskum bændum, að þeir sáu það eitt
ráð til að komast af að láta af hendi
hag og sóma héraðsins sem heildar.
Við G.Þ. sem verið hefur spor-
göngumaður um það að leggja niður
M.B. vil ég þetta segja: Ég óska þér
þess eins, að þú megir einhvemtíma
finna mi'nusana í dæminu þínu og sjá
hvað eftir stendur í plús þegar búið er
að draga frá.
Ingibjörg Magnúsdóttir
Þorsteinsgötu 5 Borgamesi
Tíl alvarfegrar íhugunar fyrir alla
íbua Snæfellsness
HEYGARÐSHORNIÐ
Brú undir
fjörb
Hinn orðneppni samgönguráð-
herra, Halldór Blöndal, ávarpaði
lýðinn þegar Akraborgin var
kvödd og hóf mál sitt á þessa leið:
“Góðir Akureyringar”. Þárifjaðist
það upp fyrir góðkunningja Hey-
garðshomsins að á fundi í Borgar-
firði sl. vetur talaði Halldór í þrí-
gang um brú undir Hvalfjörð.
Segja gárungamir að fyrsta verk
Landmælinga, eftir flutninginn
upp á Skaga, verði að hanna
landakort í bundnu máli fyrir
Halldór Blöndal, öðm vísi komist
hann ekki að því hvar hann er
staddur.
Halldór Blöndal
Dælt upp
úr göngun
um
Þetta skip lá á Hvalfirðinum
daginn eftir að göngin opnuðu og
einhverjir vom að velta því fyrir
sér hvaða dallur þetta væri. Einn
glöggur maður sagði viðmælanda
sínum að þetta væri dæluskip sem
notað væri til að dæla jafnóðum
upp úr göngunum. Það fylgdi sög-
unni að hinn hefði ekið fyrir Hval-
fjörðinn þegar.hann fór suður.
Sérkenni-
legur
strengur
Áskorun til viðkomandi ráða-
manna á Snæfellsnesi og verkfræð-
inga Vegamálastjóra, og síðast en
ekki síst Samgöngumálaráðherra að
vanda betur til rannsókna á vega-
stæðum á Snæfellsnesi og víðar,
heldur en hingað til og þá sérstaklega
á undanfömum ámm.
Þar er fyrst til að nefna nýju brúna
yfir Hraunsfjörð sem var fljótfæmis-
lega rokið í án nægilegra rannsókna á
veðurfari og snjóalagi og hálku, síð-
ast en ekki síst kostnaðar. Og þá veg-
urinn frá Gríshólsá eða krókurinn um
Stórholt í áttina að Bjamarhöfn sem
fyllist af snjó þegar snjóatíð er og
norðaustanátt eins og venja er þegar
vetrarfar er.
Síðan virðist eiga að rjúka í
veglagningu yfir Vatnaheiði á svipað-
an hátt og fyrr er nefnt, að svo að
segja órannsökuðu máli, að öðm leyti
en því að allir vita sem eitthvað vita
um þá leið að þar em mörg ljón á
vegstæðinu og ljónagryfjur. Og síðast
en ekki síst dettur engum í hug að þar
finni menn snjóléttari leið heldur en
hið þjóðsögulega Kerlingarskarð
með öllum áttum og brattlendi sem
verður mun varasamara við lagningu
á bundnu slitlagi eins og allir Íslend-
ingar þekkja, sem alltof margir glíma
við slíkar aðstæður.
Að öllu framansögðu er dálítið
erfitt að verða vitni að þessu öllu
saman þegar vegur er fyrir hendi sem
hefur verið notaður sem öryggisleið
þegar aðrir vegir eru ófærir eða þung-
færir og er láglendisvegur. Er þá ver-
ið að tala um veginn um Álftafjörð,
um Skógarströnd og Heydal. Þessi
leið hefur rannsakað sig sjálf því
neyðin kennir naktri konu að spinna
og lötum manni að vinna. Að auki má
benda á að þessi leið er aðeins 8 kíló-
metmm lengri, miðað við Stykkis-
hólmsafleggjara, heldur en vegurinn
yfir Kerlingarskarð.
Ef Álftafjörður yrði brúaður, geta
menn gert það upp við sig hvetja
leiðina er hagstæðara að fara, þá er
verið að tala um brennsluefni hvort
ekið er á láglendi eða klifrað upp á
reginfjöll þar sem getur verið snjó-
koma og skafrenningur þó sólskin sé
á láglendi.
Og viljum við því vekja athygli
ráðamanna og annarra sem eiga að
njóta þessara framkvæmda, sérstak-
lega þeirra sem em á svæðinu, því
það emð þið sem verðið fyrir skaðan-
um ef eitthvað fer úrskeiðis vegna
fljótfæmi og eða ónógra rannsókna.
Sérstaklega þurfa menn að gera sér
grein fyrir því ef þessi Vatnaleið
verður valin og reynist ekki betri
vetrarvegur en það sem fyrir er þá er
ekki aftur snúið og ekki fjármagn til
að lagfæra þessa láglendisleið í ná-
inni framtíð.
Er því mikil ábyrgð hjá ráðamönn-
um sem trúað er fyrir svona ábyrgð-
armiklum störfum eins og alþingis-
mönnum, ráðherrum, verkfræðing-
um, tæknifræðingum og að ógleymd-
um vegamálastjóra og þeirri stofnun
sem hann stýrir.
Vegna þess að þetta fjármagn er
ekki þeirra eign, heldur skattpeningar
fólksins, sem þvf er úthlutað úr sam-
eiginlegum sjóðum til samgöngubóta
á þessu svæði.
Ættu menn ekki að gleyma stjóm-
sýslulögum í þessu sambandi.
Samtök um samgöngur á Snœfells-
nesi.
Ekki hefur heygarðshomið upp-
lýsingar um að landaframleiðsla
hafi farið fram úr góðu hófi á
Vesturlandi. Þó er til saga af
gröfumanni á Vesturlandi sem var
að grafa skurð við húsvegg á bæ
einum þar sem sagt var að þessi
mjöður væri bruggaður, a.m.k. til
heimilis og einkanota. Gröfu-
manninum var sagt að hann þyrfti
ekki að hafa áhyggjur af vatns-
lögnum eða neinu slíku en það
gæti verið að símastrengurinn
væri þama einhversstaðar undir.
Samt sem áður fór það svo að
fljótlega tók hann í sundur slöngu
og streymdi úr heniú glær vökvi.
Grafaranum þótti þetta sérkenni-
legur símastrengur og sagði: “Það
er greinilega verið að faxa landa í