Skessuhorn


Skessuhorn - 30.07.1998, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 30.07.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1998 Umferö um göngin gengur vel Nú hafa Hvalfjarðargöngin verið opin fyrir umferð í tæpar þrjár vikur. Þar af hefur gjald verið tekið fyrir umferð síðustu 10 daga. Eftirspum eftir veglyklum í Hval- fjarðargöngin var geysilega mikil fyrstu vikuna sem þeir vom seldir. Á fyrstu dögunum sem gjald var tekið fyrir umferð í gegnum Hvalfjarðar- göngin seldust upp þeir 900 lyklar sem til vom. Spölur ehf. hafði með góðum fyrirvara pantað 2000 veglykla til viðbótar, en vegna sum- arleyfa í verksmiðjum erlendis dregst afhending þeirra fram til seinni hluta næsta mánaðar. Þegar fyrir lá að ekki var hægt að anna eftirspum eftir veglyklunum á- kváðu forsvarsmenn Spalar að grípa til sérstakra ráðstafana og hafin var sala á afsláttarkortum með 20 eða 40 ferðum í hverjum gjaldflokki. Við akstur um Hvalfjarðargöngin þurfa því kaupendur afsláttarkortanna að framvísa þeim í gjaldhliðum við norðurenda ganganna. Þessi tíma- bundna óvænta breyting í innheimtu kallar á að ökumenn sem hafa afslátt- arkort þurfa nú að stöðva til að láta starfsmenn í gjaldskýlunum klippa af afsláttarkortunum með tilheyrandi töfum á umferð. Skessuhom var á staðnum s.l. föstudag til að kynna sér hvemig gjaldtakan gengi fyrir sig á einum mesta annatíma vikunnar. Framkvæmdastjórinn ánægður Tíðindamaður Skessuhorns hitti framkvæmdastjóra Spalar ehf., Stef- án Reyni Kristinsson, þar sem hann var ásamt starfsmönnum sínum í gjaldskýli Spalar að skipuleggja við- bótar gjaldstöð. “Við emm að æfa okkur og sníðum um leið af vankanta í innheimtunni þannig að umferð um næstu helgi, Verslunarmannahelgina, gangi snurðulaust fyrir sig. Almennt hefur innheimta veggjaldsins gengið vel og lipurlega fyrir sig. Þeir sem greiða með reiðufé þurfa einungis að stöðva í örfáar sekúndur en lengri tíma tekur hins vegar að afgreiða þá sem framvísa greiðslukortum. Raf- ræn viðskipti taka lengri tíma, eins og gengur”, sagði Stefán Reynir. Fyrir næstu helgi sagði Stefán Reynir að einkum þyrfti að lagfæra vegmerkingar fyrir vegfarendur á norðurleið. Meiri umferó en búist var við Stefán Reynir sagði að meiri um- ferð færi í gegnum göngin en reiknað hafi verið með. “Hins vegar má búast við að umferðin sé meiri vegna nýja- brumsins og þess hve stutt er síðan umferð var leyfð í gegnum göngin. Fyrstu dagana eftir að gjaldtaka hófst hefur það sýnt sig að 90% af þeim sem hafa hag af að nota göngin fara um þau fremur en að aka Hvalfjörð- inn. Hins vegar eru 15% af heildar- umferðinni sem hefur ekki beinan hag af að nota göngin, t.d. þeir sem fara í sumarhúsabyggðina í Svínadal, Skorradal og á Hvalfjarðarströndina. Þeir aka áfram um Hvalfjörðinn”, sagði Stefán Reynir. Lítil mengun niöri í göngunum Starfsmenn gjaldskýlisins sem rætt var við sögðu að vegfarendur væru almennt mjög ánægðir með þessi nýju samgöngumannvirki. Dæmi eru Rei6ulé-Kort Hanuai Askrift Automatic Stefán Reynir Kristinsson framkvæmdastjóri Spalar ásamt starfsmönnum sínum vib gjaldskýlin s.l. föstudag. jafnvel um fólk sem vildi gjaman greiða meira en uppsett verð. Einnig höfðu þeir á orði að mengun hefði mælst óveruleg það sem af væri, þrátt fyrir þunga umferð á köflum. Hins vegar vildu þeir benda vegfarendum um göngin á að hafa lokaða glugga á bifreiðum sínum á meðan að ekið væri í gegn og taka ekki inn útiloft um miðstöðvamar. Sögðu þeir að mengun, þó lítil væri, mætti alltaf finna. Höfðu þeir á orði að líklega væri þó oftast meiri mengun t.d. við Miklubrautina í Reykjavík á lygnum degi, heldur en niðri í Hvalfjarðar- göngunum. Reynslan af Hvalfjarðargöngunum er því jákvæð í flesta staði. Komið hefur m.a. í ljós að göngin afkasta mun meiri umferð en búist hafði ver- ið við, fleiri vegfarendur fara þessa leið, mengun er óvemleg auk þess sem öryggisbúnaður allur hefur stað- ist þær kröfur sem gerðar vom til hans. Stjómendur Spalar ehf. og veg- farendur allir mega því vel við una. -MM Þrátt fyrir þunga umferö gekk gjaldtakan smurt s.l. föstudag um háanna- tíma. Samninqur um rannsolcnir á Nesinu í samtali við Erling Garðar Jóns- son hjá Rarik á Snæfellsnesi kom fram að tekist hefur samkomulag milli Rarik annars vegar og Eyrar- sveitar og Snæfellsbæjar hins vegar um að ljúka rannsóknum í tengslum við hugsanlegar hitaveitufram- kvæmdir í sveitarfélögunum. Samn- ingurinn miðast við að Rarik taki þátt í framkvæmdunum ef af þeim verður. Eins og frá segir annars staðar í blað- inu þá hefur leit og bomn eftir heitu vatni gefið góða raun í nágranna- sveitarfélaginu Helgafellssveit og víst er að menn em bjartsýnir vestar á Nesinu um að árangur náist í jarð- hitaleit. Komið hefur í ljós að hitaveita er möguleg frá Berserkseyri en leitað verður áfram nær Gmndarfirði í von um að hagkvæmari kostur finnist. -MM Vinir og ættingjar Sædísar og Jóns hafa opnað söfnunar- reikning, vegna veikinda Atla Snæs Jónssonar, í Búnaðar- ✓ banka Islands Borgarnesi númer 221096. Innborgunar- seðlar liggja frammi í útibúum Búnaðarbanka íslands á Vesturlandi. Með fyrirfram þökk fyrir stuðningin.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.