Skessuhorn


Skessuhorn - 30.07.1998, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 30.07.1998, Blaðsíða 6
T 6 FIMMTUDAGUR 30. JULI 1998 §KESSilH©BKl Meíriháttar gób stund Hraustmenni stabarins tóku á stóra sínum í barsmí&um. Þessi lét sig ekki muna um a& slá lóbib í topp meö annari hendi. Ungir og aldnir hittust í ve&urblíöunni og rifja hér upp minningar li&inna tíma. veibihús vib Langá Um síðustu helgi var hátíðin Á góðri stund í Grundarfirði haldin með pompi og prakt. Ibúar Eyrarsveitar tóku þar höndum saman og stóðu fyr- ir í senn fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá alla helgina frá hádegi á föstudegi til sunnudagseftirmiðdags. Þegar tíðindamaður Skessuhoms var á ferðinni í Grundarfirði sl. laug- ardag var dagskráin í hámarki. Niður við höfnina vom leiktæki fyrir böm- in, sölutjöld handverksfólks voru uppfull af eigulegum munum, ljós- myndasýning var í Hafnarhúsinu, dorgveiðikeppni stóð yfir á bryggj- unni og bömin gátu fyrir 50 krónur keypt sér viðeigandi andlitsförðun í tilefni dagsins. Fjörðurinn skartaði sínu fegursta og átti veðurblíðan og góða skap heimamanna og gesta þeirra þátt í að skapa hátíðarstemningu í bænum. I fyrra var 100 ára verslunarafmælis Grundarfjarðar minnst og ákveðið var í framhaldi af því að árlega skyldi um þessa helgi halda hátíð. Heima- maður sem rætt var við giskaði á að líklega hefði íbúatalan tvöfaldast um helgina, svo margt var fólkið. Burt- fluttir Grundfirðingar nota þessa helgi til að sýna sig, sjá aðra og rifja upp gamlar minningar. Til marks um góða þátttöku í hátíðarhöldunum má geta þess að talið var að um 800 manns hafi tekið þátt í grillveislu sem verslunin Tangi bauð til á föstudags- kvöldinu í tilefni opnunar nýrrar verslunar. Ohætt er að segja að Grundfirðing- um hafi tekist vel upp við undirbún- ing og framkvæmd þessarar fjöl- breyttu hátíðarhelgar þar sem fjörð- urinn, fjöllin og fólkið léku aðalhlut- verkin. -MM *A ■ Lt "M Andlitsmálun tilheyrir dögum sem þessum. Nýtt f síðasta mánuði lauk byggingu nýs og glæsilegs veiðihúss við Langá á Mýrum. í húsinu er öll besta að- staða sem hægt er að hugsa sér til að veiðimenn geti látið fara vel um sig eftir baráttuna á árbakkanum. Smíði hússins var í öruggum hönd- um Stefáns Olafssonar á Litlu Brekku og manna hans. Það er veiði- félag Langár sem á og rekur nýja veiðihúsið sem er allt hið glæsileg- asta. Þar er svefnaðstaða í átta tveggja manna herbergjum með baði, sauna, laxakælar og -frystar auk geymslu fyrir veiðiföt og búnað svo fátt eitt sé nefnt. Húsið stendur á svokölluðu Byrgisholti, fallegum stað með útsýni yfir Langá milli bæj- anna Stangarholts og Jarðlangsstaða. Árni Þór Arnórsson er einn af þremur matreiðslumeisturum í veiði- húsinu og sagði hann aðstöðu fyrir starfsfólk vera eins og best verður á kosið. “Við fengum meira að segja að ráða sjálfir innréttingum og tækjum í eldhúsi og það eru í raun forréttindi að starfa í svona góðri aðstöðu”, sagði Ami Þór. Hann sagði gesti einnig hafa verið mjög ánægða og þá einkum íslendinsana sem hreinleea væru himinlifandi með húsið. Þó við- urkenndi Ámi Þór að gamla veiði- húsinu við Langá hefði fylgt ákveð- inn sjarmi aldursins vegna, sem ó- mögulegt væri að ná í nýju húsi sem þessu. Vantar rigningu Ámi sagði að nú væm 343 laxar komnir á land úr Langá [sagt 25. júlí]. Veiði hefur verið róleg síðustu daga, einkum vegna vatnsleysis. Það vantar rigningu hér eins og annars staðar, sagði Ámi. Hann sagði að framan af hefði veiðin verið góð. Hér var t.d. holl um daginn sem veiddi um 100 laxa á einni viku, sem verður að teljast nokkuð gott. Það er nóg af ftski í ánni, en það vantar bara núna að hann taki grimmar. Ámi sagði það vera að færast í vöxt að veiðimenn slepptu fiskunum eftir að þeim hafi verið landað. Hollið sem var að veið- um þennan dag hafði t.d. sleppt 5 af 13 löxum. Krakkarnir í Grundarfirbi standa í röb eftir aö komast í leiktækin vib höfn- ina. Þurrkur Úrkoma hefur verið óvenjulítil á Vesturlandi það sem af er sumri og hefur það glatt bændur í heyskapnum þótt það hafi á hinn bóginn dregið úr sprettu. Laxveiðimenn hafa ekki verið jafn kátar enda hefur vatnsmagnið verið í lág- marki. Þó er ástandið óvíða eins slæmt og í Reykjadalsá í Borgarfirði en hún er að miklu leyti horfin eins og þessi mynd ber með sér. Mvnd: M.M.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.