Skessuhorn - 17.09.1998, Qupperneq 5
i»V i'LU t - «
aSffiSSlíHOEEl
ít'í'l' ,c)as Af P-JÐ/. IU1MMP.
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998
5
Kristján Sæmundsson vi& fyrstu tilraunaholuna í landi Hofssta&a 1995.
Þetta er allt liður í að skapa mögu-
leika til húshitunar í framtíðinni og
auka lífsgæði á þessu svæði. Það vita
allir sem reynt hafa hvílík lífsgæða-
aukning er fólgin í heita vatninu. Það
er ljóst að rafmagnið mun aldrei
keppa við jarðhitann. Um 90% lands-
manna eru komnir með hitaveitu en
þetta eru lífsgæði sem ég tel að allir
eigi að njóta ef mögulegt er. Heitt
vatn hefur gífurlega þýðingu fyrir
byggðaþróun í landinu og jarðhitinn
getur haft afgerandi áhrif á það hvar
menn kjósa að búa. Okkar árangur
hér hefur ýtt við mönnum að leita að
jarðhita á köldum svæðum og það er
mjög ánægjulegt. Það er greinileg
viðhorfsbreyting að eiga sér stað og
ég get til gamans nefnt sem dæmi að
þegar við vorum að byrja hér þá
hringdi vinur minn Kristján Haralds-
son forstjóri Orkubús Vestfjarða í
mig og skammaði mig fyrir þetta
brölt. En nú er hann sjálfur kominn í
jarðhitaleit. Ég vona að ríkisvaldið
láti nú gott af sér leiða og styðji meir
og betur við þá sem eru í jarðhitaleit
og þá sérstaklega að það efli til mik-
ila muna Jarðhitadeild Orkustofnun-
ar. Það er mikilvægt að þeir stýri og
ákveði hvar skal rannsaka og hvenær
skal borað. Það er engum betur fært
að meta það en okkar færu vísinda-
mönnum. Þrátt fyrir að Kröfluvirkjun
hafi verið gífurlega umdeild fram-
kvæmd á sínum tíma þá hefur hún
fært okkur geysilegan þekkingarauka
á sviði jarðvísinda. Það mikinn að í
dag eru íslenskir jarðvísindamenn
eftirsóttir um allan heim. Þetta eru
verðmæti sem við eigum að nýta
okkur hér heima fyrir.
Pólitíkin
Erling Garðar situr í bæjarstjóm
Stykkishólms á nýbyrjuðu kjörtíma-
bili. Hann var efsti maður á S-lista
sem stofnaður var fyrir síðustu kosn-
ingar af stuðningsmönnum A flokk-
anna í Stykkishólmi. Það eru hins-
vegar ekki fyrstu afskipti hans af
pólitík því hann var í bæjarstjóm á
Egilsstöðum um árabil og tók einnig
þátt í landsmálapólitíkinni meðan
hann bjó fyrir austan. „Ég var alveg
á bólakafi í pólitíkinni fyrir austan.
Það byrjaði með því að við Sveinn
Jónsson, hinn landskunni stórbóndi á
Egilsstöðum, stofnuðum H-listann
árið 1970. Ég sat síðan í bæjarstjóm
Egilsstaða á árunum 1970 - 1982. Þá
fór ég í framboð til Alþingiskosninga
árið 1971 fyrir Alþýðuflokkinn og
skipaði fyrsta sætið það ár og aftur
1974. Það var mjög skemmtileg
reynsla og ég fékk ómetanlegan fróð-
leik af því að taka þátt í fjölmörgum
framboðsfundum með höfðingjum
eins og Lúðvík Jósefssyni, Eysteini
Jónssyni og fleimm, t.d hraustleika-
manninum og vini mínum Sverri
Hermannssyni.
Það var ljóst að gengi Alþýðu-
flokksins var ákaflega lítið í þessu
kjördæmi. Flokkurinn var nokkuð
sterkur á Seyðisftrði og Eskifirði en
menn sögðu gjaman að það væm
fjórir kratar fyrir sunnan Fáskrúðs-
íjörð. Ég var oftar en ekkr ferðafélagi
Lúðvíks á framboðsferðalögum um
kjördæmið og þar lærði maður að
meta þessa samferðamenn sína. Lúð-
vík setti fram ýmsar reglur sem átti
að fylgja á þessum ferðalögum og
m.a. var í hvert skipti samþykkt að
tala aldrei um pólitík á meðan við
væmm á akstri. Það stóðst yfirleitt í
fimm mínútur en þá var hann byrjað-
ur. Hann var þvílíkur ákafamaður í
pólitik að það var ekki viðlit að hann
gæti staðið við þessi áheit sín.
Fyrir kosningamar 1978 var ég í
heiðurssætinu en þurfti samt að taka
þátt t fundahöldum, bæði þá og árið
eftir og síðast 1983. Yngri frambjóð-
endumir treystu sér ekki einir og ó-
studdir r þessar hakkavélar, þá Lúð-
vík, Eystein og Sverri. Ég var þá
hafður með til að opna munninn og
segja eitthvað af viti, ..sem þó sjald-
an var.
Framboðsfundimir fyrir austan á
þessum árum jöfnuðust á við þá
svæsnustu á Vestfjörðum og fram-
bjóðendumir gengu undir nafninu
farandleikhúsið. Þama vora á ferð-
inni skemmtilegir menn, skáld og
hugsuðir sem maður metur mikils að
hafa kynnst. Þau kynni komu mér
einnig vel r mínu starfr og eins í
sveitarstjómarmálunum. Ég gat leit-
að til þessara manna ef þörf var á og
mat þá mikils sama í hvaða flokki
þeir vom. Þama lærði maður að bera
virðingu fyrir andstæðingum í pólitík
og að hefja ekki pólitíska kappleiki
án þess að sjá fyrir endann á þeim.
Það er nokkuð sem menn vilja
gleyma í dag.“
Déskotans bakterían
Erling þagnar ofurlitla stund þegar
hann er spurður hvort honum hafi
ekki dottið í hug að reyna aftur við
landsmálapólitfkina eftir að hann var
kominn í annað kjördæmi. „Ég fékk
Mynd Erling Garðar.
skemmtilega áminningu í kosningar-
baráttunni héma í vor. Ég heyrði
þann orðróm að maðurinn væri orð-
inn svo gamall að hann ætti ekki að
vera að standa í þessu. Það var afar
þörf áminning. Annars er ég þeirrar
skoðunar að aldur sé ekki allt. Ég var
reyndar kominn með upp í háls af
pólitíkinni þegar ég hætti í henni fyr-
ir austan og búinn að heita því að
ganga ekki í neitt félag framar annað
en golfklúbb. Þegar ég fór að vinna í
jarðhitaleitinni vaknaði déskotans
bakterían aftur og ég lét til leiðast
fyrir kosningamar í vor. Það liggja
miklir straumar í átt til sameiningar
vinstri manna og ég vildi leggja mitt
af mörkum fyrir málstaðinn. Arang-
urinn var alveg ásættanlegur. Okkur
vantaði aðeins tæp 18 atkvæði til að
fá þriðja manninn inn og fella þar
með þann meirihluta sem hér hefur
setið nánast frá því land byggðist,"
sagði Erling og hló við.
Samstaöan fyrir öllu
Aðspurður um framtíðarhorfur á
Vesturlandi kveður Erling þær liggja
í samstöðu íbúanna. „Landsbyggðin
er í gífurlegri samkeppni við höfuð-
borgarsvæðið og situr þar ekki við
sama borð. Félagsleg staða Reykja-
víkur er mun betri er annarra sveitar-
félaga og um 90% starfa á vegum
ríkisins em í Reykjavík sem er í
hæsta máta óeðlilegt hlutfall.
Landsbyggðin á í vök að verjast og
við þurfum að hafa vit til að standa
sameiginlega að málum í stað þess að
sóa okkar tíma og orku í pólitíska
kappleiki heima fyrir,“ sagði Erling
Garðar að lokum.
Texti og myndir: G.E.
UmhJ -Snæfellsbær-
C :J Spurningakeppni í
V Röst 1998-1999
Nú líður senn að því að hin árvissa
spurningakeppni í félagsheimilinu Röst
hefjist á nýjan leik.
Við auglýsum því eftir fólki sem hefur
áhuga á að taka þátt í keppninni í
vetur. Eins og venjulega eru þetta
þriggja manna lið og því fleiri og
fjölbreyttari sem liðin eru þeim mun
skemmtilegri verður keppnin.
Skxáning er í síma 436-6900
Frestur er til 21. september og er
fyrirhugað að halda fyrstu
spumingakeppni vetrarins
laugardaginn 3. október.
Erling Gar&ar Jónasson umdæmisstjóri RARIK á Vesturlandi.
BÁRAN
bárugötu i5 - akranesi - sími 43i 44«o og skemmtistaður
Hótelið
‘Fímmtucfagínn 17. seytemfaer
Trúbadorinn Tóti
frá kl. 10 til 01
Töstuáagínn 18. seytemfaer
Skítamórall frá
kl. 11 til 03.
Þar sem innihaldið
skiptir ekki máli!
Laugarcfagínn 19. seytember
„Diskó pöbb“
frá kl. 11 til 03.
Óli „diskó“ geislar
löginn
BÁRU - SPORTklúbburinn. Gangið í
SPORTklúbbinn á Bárunni og njótið
þeirra hlunninda sem það gefur.
Innritun alla daga á Bárunni.
i Við minnum á síðasta heimaleik
| mfl. karla í Landsímadeildinni í ár,
I kl. 14 sunnudaginn 20.,sept. n.k. Af
I því tilefni opnum við BÁRUNA kl. 12
* og bjóðum FRÍAR sætaferðir á
" leikinn kl. 13.30. Áfram
Skagamenn - til sigurs
BÁRAN
^ Báran opnar sem N
hér segir:
Laugardaga/sunnu-
daga kl. 13.
Mánudaga til fimmtu-
daga kl. 18.
Spakmælið:
Ber er hver að baki
nema BÁRU sæki.
Leikir framundan
- sýndir á Bárunni
19.09. kl. 16
- Enski boltinn
19.09 kl. 18
- Spænski boltinn
20.09 kl. 14
-Landsímadeildin
20.09 kl. 16
-Enski boltinn
20.09 kl. 20
-Italski boltinn
20.09 kl. 22
-Islensku mörkin
21.09 kl. 19
-Enski boltinn
22.09 kl. 19
-Enski bikarinn
23.09 kl. 21
-Hnefaleikar
24.09 kl. 19
-Enski boltinn
26.09 kl. 14
-Landsímadeildin
26.09 kl. 16
V______________Enski boltinn J